Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 5 Hóladómkirkja: Vígslubiskup vígd- ur á sunnudaginn Biskup íslands, hr. Pétur Sigurgeirsson, vígir sr. Sigurö Guðmundsson vígslubiskup Hólastiftis hins forna í Hóladómkirkju sunnudaginn 27. júní nk. og hefst athöfnin kl. 14. Ad vígslunni lokinni er viðstöddum boðið til kaffidrykkju á Hólum og kl. 16.30 verður samkoma í kirkjunni. Um kvöldið býður kirkjumálaráðherra til biskupsveislu á Sauðárkróki. Sr. Sigurður Guðmundsson var vígður til prestsþjónustu á Lýð- veldishátíðinni 1944. Hefur hann þjónað Grenjaðarstaðarpresta- kalli síðan og verið prófastur Þingeyjarprófastsdæmis síðustu Séra Sigurður Guðmundsson verður vígður vígslubiskup á sunnudaginn. 20 árin. Hann hefur setið á kirkju- þingi frá 1964 og situr nú í kirkj- uráði. Þá hefur hann gegnt ýms- um öðrum trúnaðarstörfum. Sr. Sigurður er 62 ára og er kona hans Aðalbjörg Halldórsdóttir og eiga þau 5 börn. Biskupsvígslan hefst með skrúð- göngu til kirkju. Kirkjukór Grenjaðarstaðarkirkju leiðir safnaðarsöng, organleikari er Friðrik Jónsson og sr. Gunnar Gíslason prófastur og sr. Sighvat- ur Birgir Emilsson þjóna fyrir alt- ari. Vigslu lýsir sr. Örn Friðriks- son og eru vígsluvottar sr. Róbert Jack, sr. Stefán Snævarr prófast- ur, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson fyrr- um prófastur og sr. Gunnar Gísla- son prófastur. Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri leikur forleik og eftirspil og Hinrik Frehen bisk- up kaþólskra á Islandi, dr. Sigur- björn biskup Einarsson og sr. Sig- urður Pálsson vígslubiskup munu aðstoða við vígsluna. Fyrsti vígslubiskup í Hólastifti var vígður í Hóladómkirkju 10. júní 1910 og var þar sr. Geir Sæm- undsson. Eftirmaður hans var sr. Hálfdán Guðjónsson, síðan sr. Friðrik Rafnar og sr. Sigurður Stefánsson og loks núverandi biskup hr. Pétur Sigurgeirsson. Hundruð manna geta fylgst með athöfninni auk þeirra sem koma til kirkju, því henni verður sjón- varpað í fundarsal og kennslu- stofur á staðnum. Enn meðvit- undarlaus MAÐURINN, sem lenti undir Bröyt-gröfu, sem vörubíll var með í eftirdragi á Vesturlandsvegi þann 9. júní síðastliðinn, liggur enn meðvit- undarlaus og í lífshættu, á gjör- gæzludeild Borgarspítalans. Hann var á reiðhjóli og var vörubíllinn að fara framúr honum þegar slysið átti sér stað. Þegar verið var að vinna við göng undir Reykjanesbraut á móts við Fáksheimilið, gaf sig vegkantur með þeim afleiðingum, að vörubíll sem þar var fór næstum því á hliðina. IMikill vindingur kom á pall og grind vörubílsins og eru skemmdir á bílnum taldar töluverðar, en eins og sést á myndinni er pallbíllinn nánast hornréttur á framhluta bílsins. (Ljósm. Oskar.) Fundur útvegsmanna 1 Olafsvík: Vítir andvaraleysi stjórnvalda Stjórn Útvegsmannafélags Snæfellsnes og forsvarsmenn togarútgerðar á inu, sem eitt sinn var við lýði, til Snæfellsnesi héldu fund í Olafsvík í gær vegna geigvænlegrar rekstarstöðu að renna stoðum undir rekstrar- útgerðarinnar og fyrirsjáanlegrar st( samþykkt eftirfarandi yfirlýsing: Fundurinn brýnir útgerðar- menn, sjómenn og fiskverkendur til samstöðu og að standa vörð um hagsmuni sína við störf að grundvallaratvinnuvegi þjóðar- innar. Fundurinn vítir andvara- leysi stjórnvalda gagnvart stöðug- um taprekstri fyrirtækja í þessum atvinnuvegi. Fundurinn telur að allir landsmenn eigi að greiða niður eldssneytiskostnað skipa, t.d. með jöfnun orkuverðs um allt land. unar togaraflotans. Var á fundinum Þá bendir fundurinn á þá hættu sem útgerðarfyrirtækjum stafar af verðtryggingu fjárfestingar- lána til langframa. Skorað er á ríkisstjórn landsins að hefta sóun úr gjaldeyrissjóðum landsmanna með öllum tiltækum ráðum og stöðva strax gengdarlausan ágang í tekjustofna útgerðar með óeðli- legum tilfærslum við gengisskrán- ingu. Fundurinn telur fyllilega at- hugavert hvort ekki megi nýta hugmyndir úr bátagjaldeyriskerf- grundvöll útgerðarinnar. Tvær sölur TVEIR íslenzkir bátar seldu í Eng- landi í gærmorgun. Gullberg VE seldi 95,4 tonn í Grimsby fyrir 1.001.100 krónur og var meðalverð á kíló kr. 10,48. Þá seldi Húnaröst ÁR 82 tonn í Hull fyrir 840 þúsund krónur og þar var meðalverð kr. 10,24. FÁLKINN Suöurlandsbraut 8 — 84670 Laugavegi 24 — 18670 Austurveri — 33360 Heildsöludreifing — 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.