Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 14

Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 Lúðrasveit Reykjavíkur 60 ára Tónlist Jón Asgeirsson Því er oft haldið fram að lúðrasveit sé þýðingarmikil upp- eldismiðstöð fyrir hornablásara og það er rétt að vissu marki. Ungum blásurum er gefið taeki- færi til undirbúningsnáms en ætli sá hinn sami að fullnuma sig í blásaralistinni skilur leiðir hans og lúðrasveitar mjög snemma, mest vegna þess að tónlistarverkefni lúðrasveitanna eru svo afmörkuð. Þessi afmörk- un viðfangsefna hefur á síðari árum orðið einkar ljós og má segja að lúðrasveitir standi orðið með annan fótinn í tíma, sem er að gleymast. Sá mótleikur að halla sér að dægurtónlist sam- tímans hefur aðeins orðið til að skerpa þessi skil, því það er ekki aðeins tónlistin, gerð hennar og innihald, sem skilur hér á milli, heldur og leikmátinn. Að heyra heila lúðrasveit blása af öllum kröftum er upplifun sem á litla hliðstæðu með tónlist, miklu fremur náttúruhamförum, enda eru tóngæði við brotmörkin, allt pípandi falskt og óhugsandi að mönnum dugi annað til þessara átaka en dugnaður og lungnaþol. Þegar svo kemur að því að blása þarf veikt, er tónninn rúinn öll- um þéttleika og leikur næstum allra verður hljómlaus og óviss í tóntaki. Næstum ailt, sem er fal- legt í hornablæstri, er horfið og ef sveitin á öll að spila í einu, þá er alveg sama hvaða styrkleika- merki eru skrifuð, allir blása á fullu, svo að þegar virkilega á að blása sterkt, verða átökin svo ferleg að allt ætlar um koll að keyra. Lúðrasveit Reykjavíkur á að baki 60 ára starf en það und- arlega skeður að á afmælistón- leikum sveitarinnar tekst svo til að ekki eitt einasta lag sveitar- innar tengist sögu hennar eða tónmennt í landinu, nema í gegnum útfærslu stjórnandans, Ernest Majo, sem er afburða vont tónskáld og rétt svona þokkalegur og mjög takmarkað- ur útsetjari. Það að halda upp á afmæli lúðrasveitar með því leika nær eingöngu tónlist í eigin gerð lýsir hroka og yfirlæti, sem því miður og oft ranglega, hefur verið sagt einkennandi fyrir Þjóðverja. Það verður að segjast eins og er, að Lúðrasveit Reykja- víkur hefur ekki haldið upp á af- mæli sitt, heldur upp á heimsókn Ernest Majo, með all sérstæðum hætti. Þjóðsögur Sigfúsar Bókmenntir Erlendur Jónsson íslenskar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefur og skráð Sigfús Sig- fússon. Ný útg. I. 488 bls. Óskar Halldórs- son bjó til pr. Rvík, 1982. Hafsteinn Guðmundsson í Þjóð- sögu er langt kominn að gefa út okkar mestu þjóðsagnasöfn. Safn Jóns Arnasonar verður alltaf númer eitt, að sjálfsögðu. Þar næst koma söfn þeirra Ólafs Dav- íðssonar og Sigfúsar Sigfússonar. Nú er röðin komin að hinum síð- astnefnda. Að safni hans útgefnu verða öll stóru söfnin á markaði. Svo þarf líka að vera. Þetta er okkar klassík ásamt fornritunum. Gaman væri að bera saman verk þessara þriggja miklu safn- ara. Ekki verður það gert hér. Þess má þó geta að Jón Árnason naut þess að vera fyrstur. Safnaði hann ekki öllu sem til var og safna þurfti? Að því víkur Sigfús í inn- gangi: »Sögðu margir að Jón Árn- ason mundi hafa náð öllu nýtilegu er til væri af þess háttar fróðleik. Þetta sýndist mér eigi rétt þótt safn hans gripi yfir flestar teg- undir. Ég varð snemma svo kunn- ur því safni að ég heyrði fljótt ef sögð var munnmælasaga, hvort hún var í því eða ekki.« Segist Sigfús hafa heyrt fjölda sagna sem ekki voru í safni Jóns og það varð honum meðal annars hvati til söfnunarinnar. Jón Árnason fæddist og ólst upp á suð-vesturhorni landsins og átti þar heima allan aldur sinn. Sigfús Sigfússon var hins vegar fæddur og uppalinn á Austurlandi og safnaði einkum þar um slóðir. Og þar sem hann skráði mest sjálfur kom sér vel að hann þekkti af eig- in sjón og raun allar aðstæður: bæi, örnefni, landslag og leiðir. Jón Árnason og Ólafur Davíðs- son hlutu nokkra skólamenntun — og mikla á mælikvarða 19. aldar — en Sigfús Sigfússon var sjálf- menntaður. Hann var lengi barna- kennari í átthögunum og naut nokkurs styrks til söfnunarinnar. Aðstæður hans til að sinna hugð- arefni sínu munu því hafa verið nokkuð góðar miðað við það sem þá gekk og gerðist. En »Sigfús átti því óláni að fagna að lifa sín beztu ár á raunsæisöld og efnishyggju,« eins og Stefán Einarsson orðar það svo eftirminnilega í sinni austfirsku bókmenntasögu. Ekki veit ég hvort það hindraði Sigfús á einhvern hátt í söfnunarstarfinu. En sjálfur víkur hann að þessu í inngangi og má þar skilja að sög- urnar gjaldi hinnar nýju stefnu: »En þegar skynsemistrú og efn- ishyggja settust hér að fóru marg- ir að lítilsvirða þessi fræði. Köll- uðu þeir þau vitleysu og minnkun Á annan hátt Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ilanski rithöfundurinn Knud llolten (f. 1945) er einkum þekktur fyrir skáldsögur sínar: Den ualmind- elige Kat (1966), SUMA-X (1969), Med hjertet i livet (1972), Englen med det langsomme smil (1975) og Feberfrihed (1977). Auk þessara bóka hefur Knud Holten sent frá sér fjölda barnabóka, smásögur og einn Ijóðaflokk. Skáldsögur Knuds Holtens eru fantasíur. Þær gerast flestar í kunnuglegu umhverfi evrópskra stórborga, en atburðarásin er síð- ur en svo hversdagsleg. Hann á það jafnvel til að vera reyfara- legur í frásögn sinni af glæsi- mönnum og konum, listamönnum, afbrotamönnum og hórum. Skáld- sögurnar eru fjarri allri samfé- lagsskoðun eins og tíðkast hefur lengi í Danmörku. Knud Holten hefur farið sínar eigin leiðir. Hann hefur fengið viðurkenningu dómbærra manna fyrir verk sín, en ýmiss konar ádeilu- og játn- ingafólk hefur verið meira áber- andi en hann í bókmenntaumræðu í Danmörku. Nú hefur Knud Holten snúið sér að ljóðagerð. Með stuttu millibili hafa komið út eftir hann tvær Ijóðabækur: Skibsdreng (útg. Vindrose 1981) og Hemmelige Digte (útg. Vindrose 1982). I eftirmála segist Knud Holten hafa verið léttapiltur stýrimanns fyrir tuttugu árum. Hann segist hafa ímyndað sér að hann væri í efnisleit í erlendum höfnum, en komist síðan að því að sú saga sem vert er að segja gerðist um borð í skipinu. Allir í áhöfninni voru kafli út af fyrir sig, kjörin við- fangsefni framhaldssöguhöfund- ar. Kannski lýsir síðasta ljóð bók- arinnar þessu betur: Ad vera létlapiltur á skipi: þaó gildir að lifa af til þess mó geU einhvern tíma sajft: l»að var ævintýri líkast! Skibsdreng kemur á óvart. Með bókinni má segja að Knud Holten haldi til móts við skáld sem í opinskáum raunsæisstíl hafa lýst eigin reynslu (til dæmis Lean Nielsen), en mörg þessara ljóða minntu mig á (þótt undarlegt megi heita) Þorpsljóð Jóns úr Vör þar sem hermir frá sjómannsævi. Hér eru næmlega dregnar myndir af skipsfélögum í blíðu og stríðu, hugrenningum vaknandi unglings, ljóðformið einfalt og á mörkum frásagnar og ljóðs. Einkunnarorð bókarinnar eru sótt til Nat King Cole: If you can’t smile and say yes, please don’t cry and say no! í Hemmelige Digte eru ljóð sem er ætlað að opinbera leyndarmál, ljóð um ástir og ferðir til fram- andi landa. Upphafsljóðið vitnar um þroska ljóðskáldsins Knuds Holtens: Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Boris Christoff Tónlist Jón Þórarinsson Knud Holten. opna augun: sé ekkert loka þeim: ekkert horfi í sólina augun brenna upp opna ekki loka ekki: sé allt á annan hátt en eins og þaó er Ljóðin í Hemmelige Digte eru auðlesin, stökkva upp í fangið á manni eins og það sem er kær- komið og kunnuglegt. Þau eru að mínu viti nýr áfangi í skáldskap Knuds Holtens. En vonandi snýr hann ekki baki við fantasíunni, hinu undursamlega og oft mis- kunnarlausa í lífinu. Það er þörf fyrir hugarflugið, ekki síst í dönskum bókmenntum þar sem kerfisbundið raunsæi hefur stund- um ógnað frjálsum leik ímyndun- arinnar. Sinfóníuhljómsveit íslands og Boris Christoff á tónleikum í Laugardalshöll sunnudaginn 20. júní Söngsveitin Fílharmonía að- stoðaði. Stjórnandi Gilbert Levine. Efnisskrá: W.A. Mozart: Forleikur og aría úr óperunni Don Gio- vanni. G. Verdi: Forleikur að óper- unni Valdi örlaganna og aríur úr óperunum Macbeth og Don Carlos. M. Glinka: Atriði úr óperunni Líf fyrir keisarann. P.I. Tsjaikovsky: Rómeó og Júlía. M. Mússorgsky: Dauði Boris úr óperunni Boris Godunov. Boris Christoff er eflaust einn ágætasti bassasöngvari þessarar aldar. Hann hefur lengi skipað slíkan heiðurs- sess. Mér finnst ég muna glöggt, er ég heyrði hann fyrir meira en þrjátíu árum. Kannski var röddin þá þróttmeiri og glæstari, og væri raunar ekki í frásögur færandi, þótt raddljóminn væri eitthvað farinn að fölna hjá söngvara á sjötugsaldri. En slíkur samanburður yfir áratuga bil er viðsjárverður, og þótt réttur væri, skiptir það ekki teljandi máli. Hvað sem því líður kom hann fram á þessum tónleikum sem sannur stórsöngvari. Söngur hans var algerlega tilgerðarlaus, en tig- inmannlegur og hrífandi, og naut sín best í atriðunum úr rússnesku óperunum á síðari hluta efnisskrárinnar. Það má með sanni segja, að hann „átti“ þessa tónleika. En þeir ollu vonbrigðum að ýmsu öðru leyti. Að slepptri aríu Leporellos í upphafi tón- leikanna var efnisskráin ákaf- lega alvarleg, og hún var löng og mikil, óþarflega þung, hæggeng og „dökk“ á svip. Að nokkru stafaði þetta af því að aðalpersónan á sviðinu var dramatískur bassasöngvari, og viðfangsefni þeirra bera einatt þetta yfirbragð. En því meiri þörf hefði verið fyrir eitthvert mótvægi í verkefna- vali hljómsveitarinnar, þegar hún lék ein. Segja má að óperuforleikirnir hafi sómt sér bærilega í þessu samhengi, en London Sinfonietta Tónlist Jón Þórarinsson London Sinfonietta Tónleikar í Gamla biói róstudag- inn 18. júní. Efnisskrá: Jonathan Lloyd: Little Sweet, þrír dansar. Joh. Seb. Bach: Brandenborgar- koknsert nr. 5. Igor Stravinsky: Þrjú „verk“ (þrír þættir) fyrir strengjakvartett. György Ligeti: Tíu „verk“ (þættir) fyrir blásarakvintett. Benjamin Britten: Sinfóníetta, op. 1. Þess er eiginlega fyrst að geta um þessa tónleika, að þrátt fyrir nafnið og kynningu bæði í blöð- um og efnisskrá er The London Sinfonietta ekki hljómsveit, ekki einu sinni kammerhljómsveit, heldur hópur einleikara, ellefu talsins, nánar tiltekið strengja- kvintett, blásarakvintett og semballeikari. Því miður er sá háttur hafður á í efnisskránni, að nöfn listamannanna eru þar prentuð í starfrófsröð, en ekki getið um hljóðfæri þeirra, svo að hér eru ekki tök á að nafngreina t.d. ágætan flautuleikara, frá- bæran klarínettista og raunar fleiri, sem ástæða hefði verið til að þakka sérstaklega. Þetta er klaufalegt. Eitt áhrifamesta einkenni fimmta Brandenborgarkonserts- ins, eins og hann er venjulega fluttur, eru andstæðurnar milli einleikshljóðfæranna, flautu og fiðlu (og sembals), annars vegarr og strengjasveitar hins vegar. Þegar strengjasveit er engin og „ripieno“-raddirnar eru leiknar af einleikurum eins og hér var, tapast þessi áhrif, og verkið verður varla nema eins og svipur hjá sjón, þó að vel sé leikið. Ann- ar þátturinn, sem fluttur er af einleikurum einum, var hér mjög fallegur. í Sinfóníettunni eftir Britten vantaði líka illa strengjasveit til að vega á móti blásurunum. Það var því í hinum réttnefndu kammerverkum, sem snarpur, nákvæmur og þokkafullur leik- stíll þessara listamanna naut sín bezt. . „Heimsfrumflutningur" á verki Jonathans Lloyds má lík- lega teljast tíðindum sæta hér, en dregur varla annars mikinn slóða á eftir sér. Hinsvegar var mjög gaman að kynnast verki Stravinskys, sem samið er ári síðar en „Vorblót" og minnir stundum á það, þótt smátt sé í sniðum, svo og hinum tíu „mini- atúrum" Ligetis, þar sem mögu- leikar blásturshljóðfæranna eru nýttir til hlítar með skemmti- lega áhrifamiklum og fjölbreyti- legum hætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.