Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 15 hverjum manni að trúa nokkru því sem eigi yrði sannað og ýms út- lend áhrif og menningartilraunir juku fyrirlitningu á þeim. Samt lifðu munnmælin. En þau fóru nú að sníða stakkinn eftir kröfum tímans. Þau fóru að hafa fata- skipti eins og fólkið því annars hlaut þeim að verða hætta búin. En nýi búningurinn fór þeim verr og sömuleiðis þeim ungviðum sem einatt bættust við.« Sigfús Sigfússon var uppalinn í þjóðtrúnni og hafði mætur á henni en leit hornauga þá sem töldu hana hindurvitnin einber. Hann var því í varnarstöðu gagnvart raunsæisstefnunni og þeirri köldu efahyggju sem henni fylgdi, alveg eins og Stefán Einarsson tók fram. Ein afleiðingin varð sú að hann leitaðist við — einkum er stundir liðu — að gefa sögum sín- um fræðimannlegt yfirbragð, renna stoðum sannfræði og »stað- reynda« undir munnmælin. Það mun vera sá »nýi búningur* sem hann gat um í inngangi og var þó hvergi ánægður með. Sigfús Sigfússon var sjö árum eldri en Ólafur Davíðsson. En hann lifði mun lengur, lést 1935, áttræður að aldri. Því eru margir enn á lífi sem muna hann og minnast hans. Er víst óhætt að segja að Sigfús hafi sjálfur orðið nokkur þjóðsagnapersóna. Ekki var heldur að furða þó hann tæki ekki við hvaða tískubólu sem var ef í henni fólst vanmat á hugsjón hans, ævistarfi og sannfæringu. Þeir, sem halda í gömul verðmæti, geta ekki alltaf hlýtt tímans kalli. Og safnari jafnt sem rithöfundur verður oft að hlíta þeim örlögum að vera einn með sjálfum sér. Þó meginhluti safns Sigfúsar Sigfússonar hafi áður komið fyrir almennings sjónir er þessi útgáfa Hafsteins Guðmundssonar hin fyrsta sem uppfyllir kröfur sem nú eru gerðar til safna af þessu tagi. Því er mikill fengur að þess- ari útgáfu og vonandi tekst jafn vel til með framhaldið sem upp- hafið. Boris Christoff sama verður naumast sagt um eina viðfangsefnið, sem ekki var óperukyns. „Fantasíufor- leikurinn" eftir Tsjaikovsky gerði ekkert til að „lyfta“ þess- um tónleikum, en lengdi þá úr hófi, flestum áheyrendum til lítillar gleði að ég held. En úrslitum réði, að skemm- an mikla í Laugardal er ekki ákjósanlegur tónleikasalur. Sinfóníuhljómsveitin, sem að þessu sinni hafði fengið til liðs við sig fjölmarga ágæta unga hljóðfæraleikara og hefur sjaldan eða aldrei verið betur skipuð, naut sín engan veginn. Hljómurinn var flatur og lit- laus og vantaði með öllu þá fyllingu, þegar hann barst fram í miðjan sal, sem hann hlýtur að hafa haft á sviðinu. Ekki þarf að kenna hljóm- sveitarstjóranum um þetta, hinum bráðefnilega, snjalla, unga Bandaríkjamanni, Gilb- ert Levine, því að hann hafði sannarlega í frammi alla til- burði til að ná út úr hljóm- sveitinni því sem í henni býr. Sjálfsagt hefur Boris Christ- off líka goldið þessa hljóm- burðarleysis í salnum, svo að ekki sé minnzt á söngsveitina Fílharmoníu, sem var troðið inn í holu á veggnum á bak við hljómsveitina. Það mun mega segja, að með þessum tónleikum hafi Lista- hátíð 1982 lokið með glæsi- brag, þótt hann skilaði sér ekki að fullu til áheyrenda. Þeir höfðu ekki látið á sér standa. Þeir skiptu þúsundum, fóru langt með að fylla gím- aldið og fögnuðu hinum mikla söngvara innilega. En áleitn- asta hugsunin að tónleikunum loknum var þessi: Það vantar tónleikasal í höfuðborginni. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI (ILVSINGA- SIMIN'N ER: 22480 Laufléttur Philips ferðafélagi meó alvöm hljóm! Philips er í fararbroddi í framleiðslu hljómtækja, ekki síst þeirra, sem ganga fyrir rafhlöðum. Við eigum geysimikið úrval af ferðatækjum, bæði útvörpum, kassettutækjum og sambyggðum tækjum. Þau eru ótrúlega hljómgóð, ekki síst þau litlu. Stærsta ferðafélagann frá Philips köllum við „Hljóðmeistarann”. Hann er þó aðeins 61x25 cm og vegur innan við 5 kíló. ( honum er útvarp, kassettutæki, 2x20 watta magnari, tveir 7 tommu hátalarar og fjórir „tveeterar”. Það er auðvitað til minni ferðafélagi, en örugglega enginn kraftmeiri. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 Lokað á laugardögum í sumar 0 KAUPMANNASAMTÖK (SlANDS Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja vekja athygli á að samkvæmt kjarasamningum milli aöila, þá verða verzlanir lokaöar á laugardögum í sumar, frá 20. júní til ágústloka. Gerið því innkaupin tímanlega. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kaupmannasamtök íslands. 1 -................................................-.......................................................................

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.