Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
17
Óbreytt
rækjuverð
Á fundi yfirnt'fndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins á þriðjudag var
ákveðið, að lágmarksverð á rækju
frá 1. júní til 31. ágúst 1982 skuli
vera það sama og gilti til maíloka.
Ákvörðun þessi var tekin af
oddamanni og fulltrúum kaup-
enda í nefndinni, en fulltrúar selj-
enda sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
I yfirnefndinni áttu sæti: Bolli
Þ. Bollason, sem var oddamaður
nefndarinnar, Árni Benediktsson
og Marias Þ. Guðmundsson af
hálfu kaupenda og Ágúst Einars-
son og Ingólfur S. Ingólfsson af
hálfu seljenda.
Hafþór með
180 t af fal-
legum þorski
Siglufirði, 22. júní.
HAFÞÓR, hafrannsóknarskip fyrir
nokkrum vikum, nú skuttogari gerð-
ur út frá Siglufirði, kom að landi í
gærkvöldi með um 180 tonn af fal-
legum þorski.
Skipið var átta daga á veiðum.
Sjómenn telja að afli fari að glæð-
ast úr þessu, sjórinn tekinn að
lifna við með hlýnandi sjó.
— mj
I— ANDERSON DOOR 1 —V
SKEMMUHURÐIR
VERKSTÆÐISHURÐIR
ASTRA
SÍÐUMÚLA 32
SÍMI86544
Útvegum allar stærðir af hurðum bæði
einangraðar og óeinangraðar úr stáli eða tré.
EINNIG BÍLSKÚRSHURÐIR
SÉRLEGA HAGSTÆTT VERÐ
LEITIÐ TILBOÐA
MIKILL BILL
MAGUR Á FÓÐRUM.
^VÉIADEILD
Ármúla3 S.38900
TÖLVDKERFI
TÖLVULAUSNIR
Forefðan á snældu Höskuldar
Skagfjörð, Hve gott og fagurt.
Sögur Nonna
og ljóðalest-
ur á snældu
HÖSKULDUR Skagfjörð leikari hef-
ur gefið út snældu með eigin upp-
lestri á völdum köflum úr verkum
Nonna, Jóns Sveinssonar, og Ijóðum
eftir kunn islenzk skáld. Hve gott og
fagurt heitir snældan. Á síðu eitt eru
Ijóð eftir 10 skáld, alls 26. mínútur,
en á síðu 2 eru valdir kaflar úr
Nonnabókunum, alls 36 minútur.
Höskuldur Skagfjörð er löngu
þjóðkunnur fyrir störf sín í þágu
listagyðjunnar Þalíu, hann hefur
leikstýrt hjá leikfélögum víða um
land, flutt útvarpsþætti og m.a.
farið með leiklistardagskrár um
Norðurlönd.
Á snældu Höskuldar, Hve gott og
fagurt, eru ljóð eftir Guðmund
Böðvarsson, Tómas Guðmundsson,
Stein Steinarr, Hannes Hafstein,
Davíð Stefánsson, Jónas Hall-
grímsson, Gunnar Dal, Jóhannes
úr Kötlum og Þórberg Þórðarson.
Hve gott og fagurt kom út 17.
júní sl.
AWiLYSINCASIMINN ER:
22480
|M*r0unbbihið
—
Hagtala h.f. efnir til sýningar
á hugbúnaði fyrir ýmsar microtölvur
dagana 24. og 25. júní
kl. 10-19 að Grensásvegi 13, 2. hæð.
At vinnurekendur,
kynnið ykkur þær tölvulausnir
sem við bjóðum
þær kynnu að henta þér.
REKSTRAREFTIRLIT
HAGTALA HF.
Grensásvegi 13 Sími 8 17 06
RITVINNSLA
TANDY—NORTH STAR
MIMI—COMMODORE
FYRIRTÆKJAKERFIÐ
Fjárhagsbókhald
Viðskiptamannabókhald
Lagerbókhald
Áætlanagerð
ARÐSEMISGREININ G
VÖRUTEGUNDA
Bréfaskriftir
Skjalageymsla
AÆTLANAGERÐAR-
FORRIT
Útreikningar
Skýrslugerð
Áætlanagerð
ENDURSKOÐENDA- OG
BÓKHALDSÞJÓNUSTUKERFI
Fjárhagsbókhald
Viðskiptamannabókhald
Áætlanir
Ársreikningar