Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 20

Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um garðyrkju Nafliði iónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, befur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurningar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til fb.studaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkjufrömuður og hefur haft yfinjmsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Um túlípana, gróðursetningu og ræktun trjáa í mýrlendi Sigrún Gísladóttir, Fögrukinn 1, Hafnarfiröi, spyr: 1. Mig langar til að fá upplýs- ingar um dúnylli. A að planta einni plöntu eða fleiri saman til að þær myndi kúlu? Hvar er heppi- legast að planta honum í garðinum? 2. Hvað er heppilegasti áburð- urinn á gullregn? Á ég að nota búfjáráburð eða ein- hvern tilbúinn áburð? Getur orðið fyrir- ferðarmikill Svar 1. .Dúnylli er eðlilegast að planta með talsverðu milli- bili og mætti gjarna vera 1—1,5 metri á milli plantna, svo þær fái að njóta sín verulega vel. Dúnyllirinn getur orðið allfyrirferðarmikill sé hon- um gefið gott vaxtarrými og nóg næring, einkum í upphafi og eðlilegast er að leyfa honum að vaxa frjálsum. Klippa á vorin aðeins kal og greinar, sem orðið hafa fyrir hnjaski. Best líður honum þar sem hann nýtur vel sólar og skjóls. 2. Gullregn gerir fremur litlar kröfur til áburðar og best hentar að bera að honum gamlan, vel veðraðan hús- dýraáburð, helst upprak af túni. Mest er um vert að Gullregnið njóti skjóls fyrir vetrarvindum og það sé í vari fyrir morgunsól fyrst framan af vori meðan hætta er á næturfrostum. Góður vetrarumbúnaður getur skipt mestu fyrir vaxtarmöguleika Gull- regnsins fyrstu 6—8 árin. Stefanía Sigurðardóttir, Arnarnesi spyr: 1. Eg er vandræðum með arfa. Ég er með nýlegan garð, sem ég hef lagt mikla vinnu í að gera sem fegurstan og hefur tekist ágætlega með alla ræktun, en mér leiðist að sjá hversu arfinn þrífst bókstaflega um allt. Hvað er til ráða til að útrýma honum? Dugar skeljasand- ur eitthvað? 2. .Ég er með valmúa sem ég ætlaði mér að halda í skefj- um. Það hefur hins vegar ekki tekist og hann breiðir nú úr sér um allt. Hvernig get ég haldið honum í skefj- um? 3. .Ég hef verið með ýmsar plöntur hjá mér, m.a. Gull- regn, Sírenur o.fl. plöntur, sem hafa tekist vel í rækt- un, en Úlfareynir, sem ég hef nokkrum sinnum reynt að planta — ég fékk meira að segja einu sinni send- ingu austan af Hallorms- stað — deyr alltaf hjá mér. Hvað getur valdið? 4. Við erum nýbúin að láta eitra hjá okkur, en einn nágranninn tjáði okkur að óþarfi væri að gera slíkt. Trén myndu sjálf vinna á sínum skaðvöldum með tíð og tíma. Er þetta rétt? Hugsanlega of djúpt gróðursett Svar: 1. Skeljasandur gagnar lítið gegn arfa. Hinsvegar ætti að vera óhætt fyrir Stef- aníu að nota væga upplausn af arfaeyðingarefninu Afal- on, t.d. 15—20 gr. í 10 lítra af vatni, sem á að nægja sé því úðað yfir með garð- könnu á 150—200 fermetra grasflöt. Úðinn má ekki fara á laufblöð fjölærra sumarblóma eða trjá- kenndra plantna. Best er að slá grasflötina (eða arfa- flötina) áður en úðað er. 2. Ekki er hægt að benda á annað hollara og hentugra ráð, en að vaka yfir blómskrúðinu og gæta þess að klippa af alla stilka, sem fellt hafa blóm, eða gæta þess, að valmúinn fái ekki frið til að þeyta fræum sín- um út um hvippinn og hvappinn. Að vorinu má einnig uppræta valmúann strax og hann kemur úr mold. Það ætti að vera létt verk t.d. með arfasköfu. 3. Það er einkum tvennt sem hugsanlega getur valdið mistökunum með Úlfareyn- inn og það er þá að of djúpt hafi verið gróðursett. Úlfa- reynir þolir alls ekki að gróðursetjast dýpra en hann hefur vaxið á uppeld- isbeði. Hitt er að hann hafi fengið ófullnægjandi skjól, en það er honum afar nauð- synlegt á meðan hann er að komast yfir bernskuárin og reyndar þarf hann alla tíð skjólsælli stað en t.d. okkar gamli góði Ilmreynir. 4. Nágranninn, sem trúir í blindni á náttúrulögmálið hefur ekki allskostar rétt fyrir sér, ef trúa má reynsl- unni. En hinsvegar er ég sama sinnis og hann, að hófsamlega þarf að herja á skordýr með eiturefnum. Við megum ekki ganga of langt í því að rugla náttúru- öflin með þeim „kjarnorku- vopnum", sem við höfum Hestamót Harðar: Lélegir gædingar - Þokka- legir tímar á kappreiðum Garðar Hreinsson Mant knapaverðiaun MÓtaini Hér sHar kaaa hestinn Ljúf en þeir urðu í öðru sæti í B-flokki gæðinga. Ljimmjmá*-. Vitdímar KrMimnwn. Geir í Gufunesi mætti gahaskur til leiks í 150 metra skeiði. Það mun teljast til tíðinda þegai félagar í hcstamannafélaginu Herði halda kappreiðar sínar í logni, en það gerðist nú á laugardaginn. Kappreiðarnar voru haldnar að venju á Arnarhamri á Kjalarnesi, en þar mun vera mjög vindasamt. Gæð- ingar voru dæmdir fyrir hádegi en eftir hádegi fór fram unglingakeppni og keppni unghrossa í tamningu. Siðast á dagskránni voru svo kapp- reiðar. Heldur voru gæðingarnir í lak- ari lagi að frátöldum þrem hestum og verður það að teljast furðulegt þar sem Hörður er eitt af fjöl- mennari hestamannafélögunum. Aðeins þrír hestar náðu einkunn yfir átta. Efstur í A-flokki varð Glaumur Þrastar Karlssonar með einkunn 8,31, knapi var Aðalsteinn Aðal- steinsson. Annar varð Blakkur Lilju Pálmadóttur með 7,68, knapi á honum var Páll Kristjánsson. Og í þriðja sæti varð svo Gyðja sem Einar Ellertsson á og sat. Hún hlaut 7,66 í einkunn. í B-flokki sigraði Svarti-Safír eign Hildar Einarsdóttur, en knapi var Aðalsteinn Aðalsteins- son. Svarti-Safír hlaut einkunnina 8,24. Annar varð Ljúfur sem Garð- ar Hreinsson á og sat. Hann hlaut í einkunn 8,14. í þriðja sæti varð svo Blesa Þórhildar Bjarnadóttur, með 7,69. Knapi á Blesu var Bjarni Bjarnason. Áf unghrossum í tamningu varð hlutskarpastur Sindri, sex vetra. Eigandi hans er Georg Magnússon, en knapi var Einar Ellertsson. I öðru sæti varð Hrafn, fimm vetra, eigandi og knapi Valdimar Kristinsson. Og í þriðja sæti varð svo Rósa, fimm vetra, eigandi og knapi Sigurþór Gíslason. í unglinga-keppni 13—15 ára sigraði Sigurbjörn Eiríksson á hestinum Blossa. I öðru sæti varð Guðmundur Sverrisson á Golu og í þriðja sæti varð svo Jóhanna Hreinsdóttir á Sindra. í yngri flokki unglinga sigraði María Magnúsdóttir á Tígli, annar varð Guðjón Mathiesen á Baldri og í þriðja sæti varð svo Högni Fróða- son á Rindli. Ekki er þeim Harð- arfélögum sómi að því hvernig þeir standa að unglingakeppninni. Á þeim Harðarkappreiðum sem undirritaður hefur verið viðstadd- ur hafa unglingarnir aldrei fengið að keppa eftir þeim reglum sem í gildi eru hjá LH. Heldur er þeim öllum smalað inn á völlinn í einu og látin ríða í belg og biðu og síðan stendur vallarstjóri við eitt vall- arhornið og kallar til þeirra hvaða gangtegund skuli ríða. Þokkalegir tímar náðust á kappreiðunum enda hafa ávallt náðst nokkuð góðir tímar á Arn- arhamri. 1150 metra skeiði sigraði Freisting Kristbjargar Eyvinds- dóttur á 15,9 sek. Knapi var Gunn- ar Arnarsson. I öðru sæti á sama tíma varð Fjölnir sem Tómas Ragnarsson á og sat. í þriðja sæti varð svo Torfi Harðar G. Al- bertssonar á 16,0 sek. Knapi á Torfa var Sigurbjörn Bárðarson. I 250 metra skeiði sigraði Villingur með nokkrum yfirburðum. Tími hans var 22,6 sek. og virðist hann vera í nokkrum sérflokki í ár. Eig- andi Villings er Hörður G. Al- bertsson. en knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson. í öðru sæti varð Börkur Ragnars Tómassonar á 23,5 sek. Knapi á honum var Tóm- as Ragnarsson. í þriðja sæti varð svo Þór Þorgeirs í Gufunesi á 23,7 sek., knapi á honum var Sigurður Sæmundsson. Ekki voru allir á eitt sáttir með að hafa Þór í þriðja sæti því hann mætti ekki í fyrri sprettinum. í tíundu grein laga um kappreiðar segir m.a.: „Knap- ar, eigendur eða umráðamenn Af A-flokks hestum stóð efstur Glaumur, keppti hann einnig i skeiði i kappreiðunum og er myndin tekin í fyrri spretti. Knapi er Aðalsteinn Aðal- steinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.