Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
21
umráðarétt yfir. Það er of
mikið umræðuefni til að
fjalla nánar um það í stuttu
svari, en ég leyfi mér að
vekja athygli á bókinni
Raddir vorsins þagna, eftir
Rachel Carson í þýðingu
Gísla Ólafssonar, sem út
kom 1965 á vegum Almenna
bókafélagsins.
Húsmóðir í Heiðargerði spyr:
Get ég stungið upp túlípana-
lauk núna, geymt hann til
haustsins og sett hann niður þá?
Ef svo er, hvernig á ég þá að
geyma hann?
Túlípanalaukar
Svar:
Það er eins með túlípanalauka
og t.d. kartöflur. Þeir þurfa að
fjölga sér og til þess þurfa þeir
að hafa allt sumarið (og hjá
okkur reynast þau jafnan of
stutt). Þess vegna leyfum við
blöðunum að halda sér svo lengi
sem þau bera einhvern grænan
lit. Það getur orðið fram að
haustfrostum ef sumarið er
svalt. Þá en fyrr ekki tekur því
að skoða uppskeruna, sem jafn-
an eru hálfdvergvaxnir laukar.
Þessa smálauka losum við frá
móðurlauknum sem lokið hefur
hlutverki sínu. Við gerum ýmist
að setja þá strax niður og láta
lukkuna ráða hvort þeir skili af
sér blómi næsta ár, eða við
geymum þá á þurrum stað og
setjum þá niður í október eða
fyrst í nóvember, ef jörð er þíð.
Seinni kosturinn herðir hýði
þeirra og ver þá betur í freðinni
moldinni yfir veturinn. Sjaldn-
ast koma myndarlegir túlípanar
frá þessum fósturbörnum okkar.
Annað gildir hinsvegar um
páskaliljur og fleiri harðgerari
laukategundir, sem geta komið
upp ár eftir ár og orðið okkur
vorboðar og gleðigjafar.
Kristófer Jóhannsson, Stóragerði
36, spyr:
1. Er heppilegt að hafa gras
alveg upp að stofni trjá-
plantna?
2. Er ekki betra að plægja
jörðina þar sem planta á í?
3. .Hvaða trjáplanta er heppi-
legust í jarðvegi, sem er dá-
lítið mýrarkenndur (ég er
að spyrja vegna sumarbú-
staðarlands).
4. .Hvaða tilbúinn áburður er
bestur að öllu jöfnu?
Víðitegundir
bestar í mýrina
Svar:
1. .Best er og oft nauðsynlegt
(t.d. með víðitegundir) að
fjarlægja gras frá trjá-
stofnum. Það má hinsvegar
gera með ýmsum hætti.
T.d. að leggja plast og sand
yfir næst plöntunni eftir
útplöntun. Einnig með úð-
un sérstakra eyðingarefna,
sem halda grasvexti niðri.
2. Það getur orkað tvímælis
og fer að sjálfsögðu eftir
landinu, sem ætlunin er að
planta í. I lyngbrekku kem-
ur það ekki til mála. Hugs-
anlegt hins vegar í mýr-
lendi.
3. .í mýrlendi hentar best að
gróðursetja hverskonar
víðitegundir og aspir. En
rétt er að hafa í huga að
ræturnar ná aldrei dýpra
en jarðvatn stendur í mýr-
inni á vaxtarskeiði trjánna
(þ.e. frá maí/ sept.)
4. Blákorn.
Bátavélar
BMW 30 hestöfl v/3000 RPM
BMW 45 hestöfl v/3000 RPM
BMW trilluvélarnar eru ferskvatnskældar. Koma á gúmmípúðum og meö
75 AMP alternator. Fullkomið mælaborð og stjórntæki. Aflúrtak framan
á vél. Nýtir kælivatn til upphitunar á bátunum. Kemur með skrúfubúnaði
og tileyrandi niðursetningarbúnaði. Fjöldi véla nú þegar í íslenskum
trillubátum.
BMW gæði og gott verö.
Eigum 30HP vélar
til afgreiðslu strax.
Vélar & Taeki hf.
TRYGGVAGATA 10 BOX 397
REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460
skulu vera komnir með kappreið-
arhesta sína á skeiðvöll einni
stundu fyrr en kappreiðar hefj-
ast.“
I 250 metra stökki sigraði
Brynja Harðar G. Albertssonar á
18,7 sek. Knapi á Brynju var
María Þórarinsdóttir. í öðru sæti
varð Hylling og hljóp hún á sama
tíma og Brynja. Eigandi Hyllingar
er Jóhannes Þ. Jónsson, en knapi
var Jón Ólafur Jóhannesson.
í þriðja sæti varð svo Leista, en
eigendur hennar eru Olverjar en
svo munu þeir Laugarvatnsfeðgar
aðgreina sig frá öðrum mönnum.
Tími Leistu var 19,3 sek. í 300
metra stökki börðust hart að
venju þau Mannsi og Túrbína. Nú
sem oft áður hafði Mannsi betur
en það var aðeins sjónarmunur
sem réði. Tíminn var 21,6 sek. Eig-
andi Mannsa er Sigurjón Guð-
mundsson, en knapi var Jón Ólaf-
ur Jóhannesson. Eigandi Túrbínu
er Örn Kærnested, en knapi var
Kolbrún Jónsdóttir. í þriðja sæti
varð svo Gjálp en eigendur hennar
eru áðurnefndir Olverjar, en knapi
var Magnús Guðmundsson. Tím-
inn hjá Gjálp var 22,0 sek. í 400
metra stökki sigraði Örvar á 29,1
sek. en þess má geta að Örvar á
metið á þessari vegalengd. Eig-
endur hans eru Halldór og Róbert,
en knapi var Anna Dóra Markús-
dóttir. Annar varð svo Reykur
Kristjáns Guðmundssonar á 29,2
sek. Knapi á Reyk var Guðjón Em-
ilsson. I þriðja sæti varð svo
Sindri Jóhannesar Þ. Jónssonar á
30,0 sek. í 300 metra brokki sigr-
aði Trítill Jóhannesar Þ. Jónsson-
ar á 38,1 sek. Knapi var eigandi.
Annar, á sama tíma, varð svo
Smyrill Þorsteins Steingrímsson-
ar, en knapi Finnur Egilsson. í
þriðja sæti varð svo Fengur Harð-
ar G. Albertssonar á 39,8 sek.
Knapi á honum var Sigurbjörn
Bárðarson.
Blíðskapar veður var allan tím-
ann meðan á mótinu stóð. Er ekki
ofsögum sagt að þetta sé einn fal-
legasti mótsstaður sem völ er á, en
það er bara sá galli að það er
sjaldgæft að þarna sé lygnt.
Framkvæmd mótsins gekk nokkuð
snurðulaust fyrir sig þó ekki stæð-
ist allt alveg áætlun.
VK.
NU LOKSINS SEGJA ÞEIR
AÐ UTANHÚSSMÁLNING
ÞURFI AÐ ANPA
ÞAÐ HEFUR
THOROSEAL
GERT170ÁR
THOROSEAL vatnsþéttingarefnið hefur
verið notað á ísiandi um 12 ára skeið, me
góðum árangri. Þar sem önnur efni hafa
brugðist, hafa Thoro efnin stöðvað leka,
raka og áframhaldandi steypuskemmdir.
Kynnið ykkur THORO efnin og berið þau
saman við önnur efni.
f§*lSip
ms&Œm ** *r«sa
--.,0 -4.»
15 stein
■ i ■
I StÓrhÖfða16 sími 83340-i
Stórhöfða16 simi 83340-84780