Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
V estmannaeyjar
Hér er fallegt þegar vel veiðist". Þetta orðtak, sem
varðveitzt hefur í geymd þjóðarinnar, undirstrikar
pau sannindi, að sjávarútvegur er hornsteinn þjóðarbú-
skaparins og lífskjara í landinu. Hins vegar er fegurð
Vestmannaeyja óumdeild og óháð aflabrögðum.
Engu að síður hlýtur sjávarperlan, Vestmannaeyjar, að
hafa haft sérstakan ljóma í augum sjálfstæðismanna í
morgunsárið 23. mai sl. Þá var ljóst að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði aukið fylgi sitt um 63% frá fyrri kosningum,
hlotið nálægt 6 atkvæði af hverjum 10 greiddum og 6
bæjarfulltrúa af 9 kjörna. Hægri sveifla í þjóðfélaginu,
sem kosningarnar í heild fólu í sér, dugar ekki ein til
skýringa á þessum sigri sjálfstæðismanna í Vestmanna-
eyjum. Hér hlýtur hvort tveggja að hafa komið til, auk
hægri sveiflunnar, óvenju sterkur framboðslisti og frá-
bært kosningastarf. Frammistaða Vestmanneyinga mun
verða sjálfstæðisfólki um land allt hvatning til að skipu-
leggja og vanda vel störf sín.
Vestmannaeyjar eru dæmigert sjávarpláss, enda vinna
tæplega 50% starfandi fólks þar beint við sjósókn og
fiskiðnað, sem er óvenju hátt hlutfall. Þær eru og dæmi-
gerðar fyrir þann árangur sem framtak og vinnusemi
einstaklinganna geta náð. Einkaframtakið hefur verið
forystuafl í atvinnulífi í Vestmannaeyjum alla tíð. Vest-
mannaeyjar hafa verið í hópi allra stærstu „innleggj-
enda“ verðmæta í þjóðarbúið. Samkvæmt heimildariti
áætlunardeildar Framkvæmdastofnunar vóru framtelj-
endur í Vestmannaeyjum með hæstu meðalbrúttótekjur á
landinu á árabilinu 1970—1978, en lengra náðu yfirlitin
ekki. En því má heldur ekki gleyma, að vinnutími sjó-
manna og fiskverkunarfólks er verulega lengri en flestra
annarra starfsstétta.
Vestmannaeyjar eiga það hins vegar sameiginlegt með
öðrum sjávarplássum, að óvissa hvílir nú yfir íslenzkum
sjávarútvegi, þó að hann sé undurstöðugrein í þjóðar-
búskapnum. Veiðar og vinnsla eru rekin með vaxandi
tapi, sem hlýtur að leiða til stöðvunar, fyrr en síðar, að
öllu óbreyttu. Því veldur allt í senn: umtalsverð hækkun
innlends tilkostnaðar umfram söluverð sjávarafurða,
hrun loðnustofns, samdráttur í þorskveiðum og stefna
stjórnvalda í skattamálum, gengismálum og skipainn-
flutningi.
Aðgerða og átaka er þörf. Vestmannaeyingar gáfu þjóð-
inni vissulega haldgott fordæmi í bæjarstjórnarkosning-
unum.
Suðurland
Suðurland hefur það sérkenni að búa við nær algjört
hafnleysi. Atvinnulíf hefur því þróast með öðrum
hætti þar en víðast annarsstaðar. í annan stað eru þar
staðsettar allar stórvirkjanir okkar — en hinsvegar eng-
inn orkuiðanður. Þriðja sérkennið er sveitaþéttbýli, ef svo
má að orði komast, eins og Selfoss, Hveragerði, Hella,
Hvolsvöllur og Vík í Mýrdal, sem er talandi dæmi um
starfsvettvang, sem íslenzkur landbúnaður skapar til
hliðar frumvinnslunni, bústörfin sjálf. Þessi „margfeld-
isáhrif“ landbúnaðar vilja oft gleymast.
Þingmenn Suðurlands vöktu ítrekað máls á því á liðnu
þingi, að atvinnuöryggi væri engan veginn fulltryggt á
komandi árum í kjördæminu. Þar hafi t.d. orðið til allstór
hópur sérhæfðs vinnuafls við stórvirkjanir, sem verði
vant verkefna innan tíðar, ef ekki verði við brugðizt með
viðeigandi hætti. Meðalbrúttótekjur framteljanda á Suð-
urlandi sem heild sýnast hafa verið um 10% undir lands-
meðaltali frá 1970.
í mannaflaspá Framkvæmdastofnunar ríkisins er gert
ráð fyrir því að til þurfi að verða nálægt 1.600 ný störf
fram til ársins 1990, til að mæta atvinnueftirspurn í
landshlutanum. Það er því ekki að ástæðulausu að for-
sjármenn kjördæmisins telji tímabært að huga vel að
atvinnuuppbyggingu þar.
Ingiríður drottning li
í GÆRMORGUN kvaddi Ingiríður
drottning eftir fjögurra daga ánægju-
lega heimsókn á íslandi í boði forseta
íslands. Flugvél frá danska flughernum
beiö hennar á Reykjavíkurflugvelli kl.
10 um morguninn. Á þeirri stundu sem
forseti og drottning komu með fylgdar-
liði til flugvallarins var norskur
stúlknakór frá Gloppen í Norðvestur-
Noregi að leggja prúðbúinn af stað
niður í bæ til að syngja í Austurstræti,
og fyrir fólk á Hrafnistu og víðar. Tók
kórinn nokkur lög við Loftleiöahótelið.
Á annarri myndinni sést Ingiríður
drottning þakka stjórnanda kórsins. Á
Kuldi og þurrkar valda víða ei
LOFTKALT hefur verið um landið framan af sumri og hefur það víða komið i
heyskaparhorfur því ekki með besta móti, eins og kemur fram í viðtölum við nokkra f
hvað segja þeir um búskaparhorfurnar og ástandið almennt í sínum byggðarlögum?
Snjóskaflar við
sjó í Ólafsfirði
„Afli togaranna hérna á Ólafsfiröi
hefur verið tregur og sama er að
segja um fiskeríið hjá smábátunum.
Frá áramótum hafa smábátarnir afl-
að innan við 100 tonn. Sá afli, sem
borist hefur á land hefur því aðal-
lega verið togaraafli," sagði Jakob
Ágústsson í Ólafsfirði.
„Við erum þó ekkert svartsýn
hérna í Ólafsfirði, því sagt er að
sjórinn sé farinn að hlýna fyrir
Norðurlandi og vonumst við til að
fiskurinn fari að ganga á grunn-
slóðir, því þá geta smábátarnir
væntanlega fengið betri afla.
Það hefur verið ákaflega kalt
hérna, eins og víða á landinu og
má sjá snjóskafla alveg niður við
sjó í giljum. Sprettan hefur því
verið mjög léleg og það var aðeins
fyrir stuttu að hægt var að láta fé
af túnunum.
Töluvert miklar framkvæmdir
eru á vegum sveitarfélagsins.
Sanddæluskip er að dæla upp
sandi í höfninni vestan við ósinn
og verður sandurinn notaður til að
lengja flugbrautina. Þá stendur til
að styrkja aðal hafnargarðinn
með grjótklæðningu, en fyrirhug-
að er að hefja framkvæmdir
næstu daga.
Síðan rétt fyrir 17. júní hefur
verið ágætis veður og hafa menn
notað það til húsbygginga, þó eru
húsbyggingar með minna móti í ár
en verið hefur,“ sagði Jakob
Ágústsson að lokum.
Vargur í varpi
í Örlygshöfn
„LAMBÆR voru á gjöf fram í miðj-
an júní, það er því rétt búið að
sleppa fénu. Stafar þetta af því að
úthagar voru lítið sprottnir, vegna
þess hve vorið hefur verið kalt og
þurrt. Síðasliðna nótt kom þó rign-
ing og lognuðu allir rekjunni," sagði
Þórður Jónsson á Látrum i Rauða-
sandshreppi er blaðamaður Mbl. sló
á þráðinn til hans.
„Nú er verið að bera útlendan
áburð á túnin, en vegna kuldans
sem verið hefur, þá er heldur slakt
útlit með grassprettuna."
Ferðamannaiðnaðurinn, sem
hefur verið snar þáttur í okkar
byggðarlagi hefur verið heldur lít-
ill í vor. Þeir sem hafa litið hér við'
eru aðallega Englendingar, Þjóð-
verjar, Hollendingar og Spánverj-
ar. Hafa þeir komið hér í hópum á
rútum, en fremur lítið hefur verið
um að þeir kæmu á einkabílum.
En vegirnir eru þokkalegir eins og
er. Hér sést aldrei vín á nokkrum
ferðamanni, hvorki íslenskum né
útlendum, enda samræmist það
ekki hinni miklu náttúrufegurð
sem hér ríkir,“ sagði Þórður
ennfremur.
„Það hefur verið mikill vargur í
æðavarpinu í Örlygshöfn, bæði
refur og vargfugl, en það eru
menn í því núna að vinna á þess-
um vágestum" sagði Þórður Jóns-
son um leið og hann kvaddi.
Kýr nýkomnar
á jörð í Mýrdal
„Kýr eru komnar á jörð i Mýrd-
alnum, en það er ekki langt síðan
það gerðist,“ sagði Sigþór Sigurðs-
son, Litla-Hvammi, Vestur Skafta-
fellssýslu, „enda hefur grasspretta
verið fremur lítil vegna kulda og
þurrka, en hér hefur ekki rignt síðan
fyrir hvitasunnu.
Afli hefur verið dágóður, þegar
hefur gefið á sjó, en hér er ein-
göngu stunduð smábátaútgerð.
Annars er ekki mikið að frétta
héðan, ferðamannastraumurinn
er byrjaður og ferðast útlend-
ingarnir í stórum rútum, einnig
höfum við orðið vör við einkabíla,
sem hafa komið með Smyrli."
Dýrðardagar
á Snœfellsnesi
HÉR hafa verið dýrðardagar frá því
um Ilvítasunnu og lítur grasvöxtur
nokkuð vel út,“ sagði Páll Pálsson á
Borg í Miklaholtshreppi á Snæ-
fellsnesi.
„Nú síðustu daga hefur vantað
vætu fyrir nýgræðinginn en þar
sem eru ræktarlönd lítur grasið
vel út. Heyskaparhorfur eru því
all góðar. Ekki er að sjá nýtt kal í
túnum og gamlar kalskellur eru að
gróa.
Um síðustu helgi fór hópur
bænda og húsfreyja á vegum
Nautgriparæktarfélagsins að
skoða búskap hjá eyfirskum
bændum. Voru allir ánægðir með
ferðina og rómuðu gestrisni Ey-
firðinga.
Á göngudegi fjölskyldunnar,
sem var fyrir viku tóku 52 þátt í
göngunni hér í sveitinni, bæði
ungir og gamlir. Gengið var inn í
Eiríksdal og síðan kom allur hóp-
urinn að bænum Mikiaholtsseli og
þáði þar rausnarlegar veitingar
hjá Sigríði Hjálmarsdóttur og Jó-
hanni Kristjánssyni, sem þar búa.
Á föstudag verður bændahátíð
Snæfellinga og verður hún haldin
á Breiðabliki og er það ein fjöl-
mennasta samkoma, sem haldin
er í héraðinu á hverju ári.
Æft fyrir Spánarför. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Pólýfónkór
mun með kórnum í hljómleikaferð til Spánar í byrjun næsta mán
einleikarar með í för. Efnisskráin verður flutt hérlendis næstkor
bíói, en flutt verða m.a. verk eftir Bach, Buxtehude, Jón Leifs og I