Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 34

Morgunblaðið - 24.06.1982, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 Bítillinn Paul McCartney handleikur kassagftar. Bítillinn Paul nýlega fertugur — hélt upp á afmælisdaginn með því að halda til vinnu eins og ekkert hefði í skorist ÞRUMUVAGNINN Umslagið Ijótt, en innihaldið í góðu lagi Sannast sagna var ég nokkuð „skeptískur" er ég heyröi lög Þrumuvagnsins á kasettu nokkru áður en platan leit dagsins Ijós. Var það einkum vegna þess að ég taldi hæpið að Þrumu- vagninn ætti nógu mörg sterk lög í fórum sínum til að fylla heila breiðskífu. Ég er þeirrar skoöunar að sex laga plata hefði verið betri, svona sem fyrsta skrefið. En hverja sögu ber að segja eins og hún er. Platan kom mér býsna mikið á óvart. Ekki þaö, aö ég vissi ekki hvað væri á ferðinni, heldur hitt að ég var ekki meira en svo trúaöur á það uppátæki drengjanna að vera að mestu á eigin ábyrgð í hljóðverinu. Ekki er viö þá aö sakast að einu eöa neinu leyti því „sándiö“ á plötunni er hreint með ágætum. Helst að bassinn sé of sterkur út í gegn, en hann má vel njóta sín, þar sem Brynjólfur Stefánsson er afbragðs bassaleikari. Aö sama skapi finnst mér gítarinn ekki koma nægilega sterkur út og það er ein- vöröungu feill í hljóöblönd- un. Hæglega hefði mátt tví- taka gítarinn upp of fá þann- ig enn meiri þungarokksblæ á plötuna. Hins vegar er ekki við gítarleik Einars Jónsson- ar aö sakast. Söngur Eiðs Eiðssonar kemur mjög vel út þótt vissulega hljótl honum alltaf aö verða líkt við Rob- ert nokkurn Plant. Er ég ekki frá því að hann hrein- lega geri í því á köflum að líkjast honum. Eyjólfur Jónsson (bróðir Einars) er hins vegar sá, sem mest kemur á óvart, trommuleik- ur hans er oft stórgóður. Textarnir á plötunni, sem ber einfaldlega nafniö Þrumuvagninn, eru sumir hverjir hreint ágætir, sömu- leiðis lögin. Þau ásamt text- unum eru alfarið í höndum Einars og Eiðs. Bestu lögin eru að mati undirritaös Sjálfsbjörg, í tilefni kvenna- árs, Ekki er allt sem sýnist og Lítill Hitler. Þá er ballaö- an Dauði Baldurs mjög fal- legt og heilsteypt lag, en svakalega „zeppelínskt". Þegar á allt er litiö er þessi fyrsta plata Þrumu- vagnsins langt fyrir ofan meðallag. Hins vegar finnst mér umslagið engan veginn nógu sannfærandi. Hug- myndin í sjálfu sér er mjög góð en útfærslan einum of einföld fyrir minn smekk. En það er fyrst og fremst inni- haldið sem skiptir máli og það er í góðu lagi. — SSv. Bítillinn Paul McCartney hélt upp á 40. afmælisdag sinn, sem var 18. júní sl., meö því aó halda til vinnu eins og ekkert hefói í skorist. Vinnan var fólgin I myndbandaupptöku til þess aó kynna lag af nýju plötunni, Tug of War, sem ætlunin var aó gefa út á lítilli plötu. Ekki hélt hann upp á áfangann meö neinum veizluhöldum eins og flestir hefðu líkast til gert í hans spor- um. „Hann er ekki þannig per- sóna," sagöi talsmaöur hans, sem reyndar er kona. „Hann kemur vafalítiö heim í kvöldmat eftir vinnu og snæöir með Lindu og börnunum eins og hann er vanur,“ sagði talsmaðurinn er hann var inntur eftir gangi mála á afmælisdaginn. Var McCartney við upptökur á myndinni „ein- hvers staöar í Englandi“ ásamt fyrrum upptökustjóra Bítlanna, George Martin, leikaranum John Hurt (sem m.a. lék Elephant Man í margfrægri mynd) og nokkrum tónlistarmönnum. Þrátt fyrir árin 40 er Paul alltaf jafn unglegur í útliti. Þó er Paul sá eini eftirlifandi Bítalanna þriggja, sem vinnur reglubundna vinnu, þó svo auöævi hans séu slík að þau nægi honum til fram- færis í nokkrar aldir. Á gullskeiði Bítlanna barðist hann manna mest gegn „bákninu“ en nú er hann orðinn hluti þess og eina rokkstjarna heimsins, sem nefnd er í uppflettiritinu „Who’s who“. í ár eru ennfremur 20 ár liöin frá því fyrsta „hit“-lag Bítlanna kom út í Bretlandi. „Love me do“ nefndist sá ágæti söngur. Allir þekkja síöan framhaldið. Bítlarn- ir náöu frægð, sem engin hljómsveit hefur til þessa leikið eftir þeim. Nú orðið tekur Paul lífinu oröið með ró. Hann eyöir mestum hluta tíma síns á búgarði sínum skammt frá þorpinu Peasmarsh í Sussex. Þar á hann 10 ekra spildu og heldur bú með öllu til- heyrandi: kúm, kindur, hænsn- um, hundum og köttum. Paul á þrjú börn með Lindu konu sinni, þau Mary 11 ára, Stellu 10 ára og James 4 ára. Auk þess býr hjá þeim 19 ára gömul dóttir Lindu, Heather aö nafni. Flutti hann út í sveitina úr villu sinni í Lundúnum eftir aö hafa lent í útstöðum viö Heather og vini hennar, sem flestir eru Eins og viö skýröum frá á Járnsíöunni eigi alls fyrir löngu, stendur til aó halda heilmikla tónlistarvöku í kvöld, fimmtudag. Fer hún fram í Félagsstofnun stúdenta (NEFS sáluga). Við grípum niöur í fréttatilkynningu frá aóstandendum Jónsmessu- vökunnar. „Vissulega er yfirskrift þessarar vöku annaö og meira en nafniö hinir örgustu pönkarar. Hefur oft soöiö uppúr á milli þeirra Paul og Heather að því er fjölskylduvinir herma, en allt viröist nú vera fall- iö í Ijúfa löö. Það er ekkert partýstand á „þeim gamla“ lengur og tiltölu- lega fáir leggja leiö sína til hans. Hann fer nokkrum sinnum í viku til Lundúna til aö sinna viöskipta- sjálft því í vökunni er fólgin sú vissa og tilfinning aö draumur er í sjálfu sér ekkert óraunverulegri en veruleikinn sjálfur. Sameiginleg skynjun fólks er jafn iifandi og raunveruleg, hvort sem hún kallast draumur eða veruleiki. An þess aö vökunni sé ætlaö aö vera einhvers konar sönnun þess aö draumur geti ekki einungis orö- iö veruleiki heldur aö draumur er erindum. Ekki er nú ríkidæmiö meira en svo á bóndabænum hans, aö hann hefur ekki einu sinni frystikistu hjá sér. Fær hann aö geyma allt kjöt í frystigeymslu verslunar í Peasmarsh. „Það er oft spurt um Paul hjá okkur í búöinni, en viö segjum aldrei neitt. Þau eiga rétt á sínu einkalífi eins og aörir.“ veruleiki, þá veröur vakan a.m.k. opinberun þess, aö til er fólk sem dreymir og dreymir vel.“ Þeir sem m.a. munu koma fram á Jónsmessuvökunni í kvöld eru Fan Houtens Kókó, Magnús í hvalnum, Vonbrigði og Sveinbjörn Beinteinsson. Skemmtunin fer fram á tímabilinu 21 til 01 í kvöld og fólki er bent á, að skammt er út í grasiö og döggina. Af heimsóknum erlendra... Tveggja manna flokkurinn Eye- less in Gaza (Augnlausir á Gaza- svæðinu) er væntaniegur hlngaö til lands þann 13. ágúst. Eru tvennir tónleikar fyrirhugaöir hérlendis, þar af aðrir á Isafirði. Hljómsveit þessi er lítt þekkt hérlendis, en einhverjar sögur hafa fariö af þeim félögum austanhafs. Þá höfum viö heyrt aö búiö sé aö semja viö Liverpool-hljómsveit- ina Echo and the Bunnymen og muni hún jafnvel leika víöa hér um land. Síöast en ekki síst kemur hljómsveitin Comsat Angels hingaö til lands áöur en langt um líöur. Koma þeir fram ásamt hljómsveitunum Vonbrigði og Bara-flokknum á sitt hvorum tón- leikunum. Stewart Copeland Löggudrengur í kvikmyndaleik i Tónabíói er þessa dagana verið aö sýna myndina URGH — A Music War. Hefur hún hlotiö misjafnar undírtektir þeirra, sem umsjónarmaöur Járnsíðunnar þekkir til. Hljómsveitin Police kemur þar nokkuö viö sögu og nú berast fregnir af þeim Pol- ice-piltum í tengslum vió aóra kvikmynd, sem veriö er aö vinna. Fjallar sú um pönkiö í Bretlandi í dag. Er rauöi þráóurinn tónleikaferöalag Anti Nowhere League, en einnig koma fram í myndinni flokkar á borö viö Chelsea, Chron-Gen og The Defects. Það er trommari Police, Stewart Copeland, sem stýrir upptökunni. Sveinbjörn Beinteinsson treöur upp í kvöld. Aría hætt, Atlantis tekur nú við Hljómsveitin Aría, sem gerói víöreist um landið sl. tvö sum- ur, hefur nú lagt upp laupana í þeirri mynd sem áöur var. Á rústum hennar hefur hins veg- ar önnur hljómsveit, Atlantis, verið stofnsett. Er hún aó því leytinu eins skipuð og Aría, utan hvað nýr trommuleikari, Björn Björnsson, áður m.a. í Mannakorn, tekur við af Andra Bachmann, sem hætti í Aríu og tók nafnið einnig með sér. „Já, hann skildi okkur eigin- lega eftir nafnlausa," sagöi Helgi Sigurjónsson, bassaleik- ari, er Járnsíöan spjallaði vió hann og Hilmar Sverrisson ný- veriö. „Þaö var ekkert um ann- sinni, i Grundarfiröi, og þaö gekk mjög vel hjá okkur." — Hvaö er þaö sem svelta- aö aö velja en aö stofna aöra hljómsveit. Viö höföum næg verkefni í Aríu og vorum reynd- ar bókaðir allt fram í ágúst. Viö höfum þegar komiö fram einu ballafólkiö vill helst fá aö heyra? „Rokk og aftur rokk og þaö helst kraftmikiö. Viö leikum all- ar tegundir rokks,“ svöruöu þeir félagar og báru sig ekki illa. Sögöu ballbransann ganga ágætlega, en misvel þó. Þaö færi allt eftir því hvernig aö- sóknin væri og hvort hljóm- sveitin héldi dansleikina sjálf eða einhver annar aðili. Atlantis er því skipuö þeim þremur áðurnefndum, auk Haröar Friðþjófssonar, sem leikur á gítar. Umboösmaöur hljómsveitarinnar er Haukur Bergdal Baldursson. Þar sem hann er ekki aö finna í síma- skránni, látum viö númeriö hans, 74937, fylgja með. Mikil Jónsmessuvaka í Félaasstofnun í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.