Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
35
Sambandið faerir KÞ
500.000 kr. að gjöf
Fénu varið til endurbygging-
ar elztu verzlunarhúsanna
Á hátíðarfundi Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga, sem hald-
inn var síðastliðna helgi, var ákveðið
að gefa Kaupfélagi Þingeyinga
500.000 krónur í tilefni 100 ára af-
mælis kaupfélagsins. Að sögn Hreið-
ars Karlssonar mun fénu verða varið
til endurbyggingar elztu verzlunar-
húsa kaupfélagsins.
Hreiðar sagði ennfremur, að það
lægi fyrir að kaupfélagið myndi
einnig leggja fram verulega fjár-
upphæð til sama takmarks. Húsin,
sem hér um ræddi, væru Jaðar,
byggður 1883, Söludeildin, byggð
1903. Ekki væri ljóst hver kostnað-
ur yrði af endurbyggingu húsanna,
en stefnt yrði að því að gera þau
sem bezt úr garði, en jafnframt
sem næst upprunalegri mynd og
myndu þau væntanlega standa á
sama stað og nú, það er gegnt aðal-
verzlunarhúsi kaupfélagsins.
Jaðar og Söludeildin, elztu hús Kaupfélags Þingeyinga, byggð 1883 og 1903.
kitearwi Mbl. Emilía Björg.
U
Þeir Helgi og
Gunnar bera Morg
unblaðið á Túngöt-
una, hverfi II.Þeir
vinna sér inn góðan
vasapening og sjá til
þess að blaðið berist þér í
hendur stundvíslega á hverjum morgni.
Allir blaðberarnir okkar standa fyrir
sínu hvernig sem viðrar og við erum stoltir
af þeim.
Það eigum við reyndar sameiginlegt með
áskrifendum okkar, því í nýlegri könnun
meðal þeirra kom fram að ekki færri en
88,7% segja blaðið berast sér nægjanlega
snemma í hendur.
(Þeir bræður álíta að
11,3% fariof snemma
áfæturámorgnana).
Þó að við teljum
þetta góð meðmæli, þegar
þess er gætt hve erfitt er
að gera öllum til hæfis í svo vandmeðfarinni
þjónustu, þá ætlum við að halda vöku okkar
og reyna að gera enn betur í framtíðinni.
Markmiðið er að allir séu ánægðir,
við með góða blaðbera, þeir með starfið
og þú með blaðið þitt.
Bladid sem þú vaknar við!
NORDSJO
trévörn
eitt mest selda fúavarn-
arefni á Norðurlöndum.
Fjölbreytt litaúrval.
Útsölustaöir
Reykjavík
Málarameistarinn,
Grensásvegi 50, sími
84950.
Hafnarfjöröur
Lækjarkot sf., Lækjar-
götu 32,
sími 50449.
Grindavík
Haukur Guöjónsson,
málarameistari,
Víkurbraut 8, sími 92-
8200.
Keflavík
Birgir Guönason,
málarameistari,
Grófinni 7, sími 92-1950.
Höfn, Hornafjörður
Víöir Jóhannsson,
mátarameistari,
Hafnarbraut 7, sími 97-
8622.
Borgarnes
Einar Ingimundarson,
málarameistari,
Kveldúlfsgötu 27, sími
93-7159.
Akranes
Gler og Málning sf.
Skólabraut 25, sími 93-
1354.
Selfoss
Fossval, Eyrarvegí 5,
sími 99-1803.
Einkaumboð fyrir island:
Þorsteinn Gíslason,
heildverslun,
Grensásvegi 50, simi 84950.