Morgunblaðið - 24.06.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNI 1982
41
fclk í
fréttum
— Betra seint en aldrei
rr*W M .. ’* II r/:<
Zsa Zsa Gabor með ciginmanni sinum tilvonandi, Pkilipfe d’Alba. Hún sagði
einu sinn að hún myndi halda áfram að giftast þar til hún fyndi ástina og nú
fullyrðir hún að það hafi tekist.
Fyrsti eiginmaðurinn, tyrkn-
eski stjórnmálamaðurinn
Kurhan Belge. Hjónabandið
stóð frá 1937—1941.
Zsa Zsa
Gabor
finnur
ástina
að lokum
+ Kvikmyndastjarnan fræga
Zsa Zsa Gabor sem hefur verið
sjö sinnum gift áður, opinberaði
nýlega trúlofun sína og mexík-
anska lögfræðingsins Philippe
d’Alba. Zsa Zsa kynntist Phil-
ippe fyrst fyrir 14 árum síðan í
Madrid og þau hafa rekist öðru
hvoru hvort á annað síðan í
London og París. En þau urðu
fyrst ástfanginn í mars síðast-
liðnum þegar sameiginleg vin-
kona þeirra beggja bauð þeim
saman í mat. „Hún vissi ekki að
við þekktumst en þegar ég horfði
í augu Philippe fór í gegnum mig
heitur straumur,” segir Zsa Zsa.
Zsa Zsa Gabor segir að Phil-
ippe hafi fágæta kosti til að bera
sem enginn hinna fyrri eigin-
manna hennar hafði búið yfir og
hún segist trúa því einlæglega að
þetta verði seinasta hjónaband
hennar. Zsa Zsa hefur nýlega
sótt um skilnað frá fimmta eig-
inmanni sínum, lögfræðingnum
Michael O’Hara eftir fimm ára
hjónaband. Hún segir að skiln-
aðurinn verði endanlegur í lok
júlí, og fljótlega eftir það muni
hún og Philippe ganga í hjóna-
band.
Phlippe er líka í sjöunda
himni. Hann segir að Zsa Zsa sé
dásamlegasta kona sem hann
hafi nokkurn tíma hitt og mjög
vel gefin. Philippe d’Alba er 52
ára gamall og Zsa Zsa Gabor er
að eigin sögn 54 ára, þó að það
þýði reyndar að hún hafi aðeins
verið níu ára gömul þegar hún
giftist fyrsta eiginmanni sínum
árið 1937.
Zsa Zsa Gabor hefur ekki leik-
ið í kvikmyndum árum saman,
en þrátt fyrir það er hún jafn rík
og hver önnur Hollywood
stjarna. Hún á hluta í mörgum
fyrirtækjum auk þess sem hún
kemur fram fyrir hönd stórra
fyrirtækja og fær vel borgað
fyrir það.
Annar eiginmaðurinn, Mt- Þriðji eiginmaðurinn, leibar- Fjórði eiginmaðurinn, Mn- Fimmti eiginmaðurinn, oliu-
elkóngurinn Conrad Hilton, inn George Sanders, jöfurinn Herbert L. Hunter, kóngurinn Joshua Cosden,
1942—1947.
1949—1954.
1962—1966.
COSPER
Maðurinn minn getur aðeins lagt sig í þessari stell-
ingu, — hann er nefnilega bílaviðgerðarmaður.
Sjötti eiginmaðurinn, lög-
fræðingurinn Jack Ryan,
1975—1976.
Sjöundi eiginmaðurinn,
lögfrrðingurinn Michael
O’Hara, 1976—1982.
Vantar þig?
sumarhús og/eöa
vetraríbúð?
Gísli Jónsson & Co. hf.,
Sundaborg 41, sími 86644.
Viö kynnum hér stór v-þýsk hjólhýsi sem eru þannig frágengin
aö hægt er aö búa í þeim bæöi sumar og vetur.
Húsin eru byggö úr svokölluðum „Sandwlch“-einingum, sem
þýöir afar góö einangrun, þau eru meö tvöföldu gleri og mjög
góöum ofni sem blæs heitu lofti eftir sórstökum hitakanölum
um allt húsiö. Húsin eru yfir 6 metra löng og 2,30 á breidd, meö
svefnplássi fyrir 6 manns í þrem aðskildum hlutum. Klósettklefi,
fullkomiö eldhús með ískáp, gufugleypi, innbyggöu útvarpi og
fleiru.
Húsin eru útbúin þannig aö bæöi er hægt aö nota 12 volt (t.d.
bílgeymi) og 220 volt. Húsin eru byggö á galvaniseraöa grind
og tvöfaldan öxul (4 hjól).
Hugmyndin er að húsin séu notuö aö sumarlagi sem sumarhús
en aö vetrarlagi sem íbúö t.d. fyrir skólafólk.