Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 44

Morgunblaðið - 24.06.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1982 ______________________________* 1982 Unlvtrm Prttt Syndlcite f, þú ve/£ur' afe facra /matairboxi& þitt, þob lokair neyáarútc^cungiAum." Zox?e 5s... ... að ganga frá í eldhúsinu í stað þess að lœðast inn í stofu. TM Reg. U.S. Pat. Off —all rights reserved •1982 Los Aogetes Timm Syndicate Segðu Ragga sjóliðsforingja að ég viti hvers vegna háturinn geti ekki kafað! Ég vil bara að þú vitir það, að ef þú ekki gætir þín verður auðvelt að láta minni tölvu taka við öllu sam- HÖGNI HREKKVÍSI » VA /... £,A VAR. GLORSOLTIMK/ !" Lýðræði hvað? — Molum eins og hundum og brenni- víni er fleygt í hina óbreyttu Nú hafa íslendingar nýlega fengið að burðast með bæjar- og sveitarstjórnarkrossinn sinn og e.t.v. líður ekki langur tími þar til hægt verður að dusta rykið af al- þingiskosningakrossinum. Leik- reglurnar segja okkur að þá séum við að velja okkur fulltrúa úr hópi hinna mörgu frambjóðenda sem vilja taka það að sér, að taka þjóð- félagsins meiriháttar ákvarðanir, í samræmi við þann dóm sem kjósendur fella, í samræmi við þau boð sem úrslit kosninga flytja. En hvað hafa kjósendur sagt? Voru þeir sem settu krossinn við bókstaf Sjálfstæðisflokksins að leggja blessun sína yfir öll stefnu- mál hans og hafna öllum stefnu- málum hinna? Voru allir sjálf- stæðismenn sammála um að Dav- íð ætti að verða borgarstjóri? Að byggja ætti meðfram ströndinni? Að lækka skyldi skatta? Að færa sameignarfyrirtæki í hendur einkaaðilja? Er kross fyrir fram- an D-ið fyrst og fremst stuðningur við einkaframtak? Stóriðju? NATO-herinn? Geir? Gunnar? Al- bert? Fjeldsted? Voru þeir sem í síðustu kosningum kusu Fram- sóknarflokkinn að lýsa yfir stuðn- ingi við landsbyggðarstefnu? Vildu þeir að ríkið eignaðist Borg- arspítalann? Að Egill yrði áfram borgarstjóri? Eða var það af því að afi er framsóknarbóndi og bað um það? Svona má lengi spyrja um endanlegar ástæður fyrir því, að kjósendur velji sér loks bókstaf til að krossa við, því allir flokk- arnir hafa margvísleg stefnumál og ekki er gert ráð fyrir því að kjósendur geti t.d. verið sammála einum þeirra í efnahagsmálum, öðrum í utanríkismálum, enn öðr- um í atvinnumálum og þeim fjórða í virkjunarmálum. Við skulum hugsa vel um þetta, því sérhver flokkur leyfir sér að líta á hvert einasta atkvæði, sem hann fær, sem ótviræðan stuðning við öll stefnumál sín. Sannleikur- inn er sá að kjósandi neyðist til að velja þann flokk sem hann er oftast sammála og sér sig þar með knúinn til að veita þeim flokki fullan stuðning þó hann sé e.t.v. og ekki ólíklega ósammála honum í mörgum málum. Hvað gerist þeg- ar kjósendur eru spurðir beint um ákveðin málefni? Mér dettur í hug þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að punta prófkjör sitt með könnun meðal þátttakenda þar sem m.a. átti að taka afstöðu til „aronsk- unnar" svokölluðu, hvort herinn ætti á einhvern hátt að leggja skerf til vegamála og fleira. „Ar- onskan" vann þar ótvíræðan sigur meðal óbreyttra sjálfstæð- ismanna. Ætla mætti að þá hefði hún birst sem stefnumál flokks- ins, en nei, forystan „vissi betur“ og álit hins almenna sjálfstæð- ismanns var gjörsamlega hunds- að. Til hvers var eiginlega spurt? Mér verður hugsað til fyrirbæris- ins „þjóðaratkvæðagreiðsla" og ég undrast svefn stjórnarskrárnefnd- ar. Er virkilega eina beina afstað- an sem óhætt er að spyrja kjós- endur um, hvort þeir vilji leyfa hundahald og áfengisútsölur á staðnum? Vissulega liggur í aug- um uppi að almennir borgarar geta ekki tekið afstöðu beint í málum sem þurfa skjótra ákvarð- ana við og/ eða eru sérhæfð og flókin, en það er hrein og bein móðgun að fleygja í hina óbreyttu molum eins og hundum og brenni- víni. Hvar er t.d. afstaðan til hers- ins og NATO? Getum við talið þau atkvæði sem Sjálfstæðisflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa fengið sam- an, stillt þeim upp gegn atkvæðum Alþýðubandalagsins og sagt: Svona er afstaðan til hersins og NATO? Nei, því við vitum að inn- an þessara flokka er fullt af fólki sem hefur gagnstæða skoðun, enda hefur það ekki kosið þá út frá þessu málefni eingöngu, ekki satt? Við getum ekki heldur lagt saman atkvæði á slíkan hátt til að fá fram afstöðu landsmanna i stóriðjumálum svo tekið sé annað dæmi. Ekki get ég sagt að allir þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokk- inn vilji minnka samneysluna og því síður get ég sagt hverju þeir, sem vilja slíkt, vilja fórna til þess að slíkt megi verða. Á að draga úr tryggingagreiðslum? Draga úr vegaframkvæmdum, sjúkrahús- byggingum? Leggja varðskipum? Minnka landgræðslu? Loka sendi- ráðum? Ekki dugar einfaldlega að spara? Fólk er að upplýsast og tækn- inni fleygir fram. Það eru svik ef slíkt er ekki nýtt og að lýðræðið sé ekki hverju sinni eins virkt og beint og mögulegt er. Aldrei verð- ur það þráðbeint og fjölvirkt en mörgum sinnum betra getur það verið en nú. En svo virðist sem allir flokkarnir séu sammála um að halda þessum málum sem mest í sínum samtryggðu höndum, enda er núverandi ástand gott fyrir þessa valdasjúklinga, þar sem ábyrgð er sjaldnast Ijós og aldrei hægt að refsa mönnum og flokk- um svo að einhverju gagni komi. Það er talandi dæmi um allt það sem ég hef verið að segja, að þó flokkarnir hafi allir á einhvern hátt valddreifingu á sinni stefnu- skrá, þá keppast þeir allir við að loka fyrir slíkt með því kerfi sem þeir hafa komið sér upp við ákvarðanir, stöðuveitingar, verk- efnaforgang o.s.frv. Þangað til umbætur verða gerð- ar stöndum við uppi með einn kross og getum aðeins látið okkur dreyma um hvað við gætum gert ef við hefðum eins og 2 til 3 krossa í viðbót. Friðrik Guðmundsson, nemi. t>essir hringdu . . . „Ég var stödd í ævintýraheim“ 5745—3419 hringdi og langaði til að senda Árnesingafélaginu í Reykjavík þakkir fyrir að hafa reist Ásgrími Jónssyni, listmál- ara, minnisvarða. Einnig langaði hana að koma á framfæri vísu, Asgrlmur Jónsuon lisUnáUrí sem henni kom til hugar er hún var stödd í listasafni Asgríms og fékk að handfjatla málningar- pennsla listamannsins. Krra þjóA mín, ▼iljiA þió Ijá mér hug og ejrra um stund, hvernig get ég valtið ykkar vitund. Kg gekk um götur og skoðaði bæinn minn, í lágreistu húsi fann ég gimsteininn, hvílík undur er ég lauk upp dyrum þeim. Ég var stödd í ævintýraheim, sem sólin gyllti snævi þakin fjöll og sjórinn ólgaði með brim og boðafoll. Tröllin léku sér í hamraoölum háum, var ég stödd í litlum dyrum lágum. Svar til Starra Maður nokkur hringdi og vildi koma á framfæri svari við grein eftir Starra, sem birtist í Velvak- anda í gær. „Mér finnst gæta svo- lítils útlendingahaturs í þessu. Það er nú þannig að við íslend- ingar erum ekki barnanna best. í Dagblaðinu voru birtar ílenni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.