Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.06.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982 45 \^L?AKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Ekki hefna okkur á þeim, heldur reyna að skilja eðli þeirra“ Ekki eru allir á eitt sáttir, þegar rætt er um dýrahald í þéttbýli. Ágæti Velvakandi! Má ég aðeins leggja orð í belg vegna skrifa um ketti og hunda. Kaldlynd þykir mér kona sú er skrifar í dálka þína 20. þ.m. Hún ætlar að ráðast á varnarlaus dýr með „klóri" og öðrum eiturefnum. Nú er ég ekki að mæla því bót að köttur- inn drap fugl hennar, en því hafði konan gluggann opinn? Persónulega finnst mér hvorki hundar né kettir eiga heima í borgum, þessi dýr þurfa að vera frjáls, hundar eru t.d. dýr sem þurfa að geta rásað um. í Reykjavík eru þessi dýr hrein plága, en við eigum ekki að hefna okkur á þeim, heldur að reyna að skilja eðli þeirra. Tökum þá kettina, þeirra eðli er að veiða, jafnvel þó að vel sé séð fyrir þeim á heimili, en það er hörmulegt þegar ekki heyr- ist lengur fuglasöngur í görð- um vegna ágangs kattanna. T.d. er á einum stað í Skerja- firðinum um 30 kettir. og hefur i það svo sannarlega sagt til sín í görðum nágrannanna, því varla sést né heyrist fugl leng- ur. Þá eru það hundarnir sem eru önnur plágan til. Hundar eru yndisleg dýr (eða geta verið það), en þeir eiga bara ekki heima í borgum, fyrir nú utan það að bannað hefur verið hundahald í Reykjavík með lögum síðastliðin 40—50 ár, en að brjóta lög er orðið mjög hversdagslegt, en hundaeig- endur sýna frámunalega mikla eigingirni, að leggja á dýrin þá miklu fangelsun sem það er að loka þá inni eða hafa þá í bandi. Nú hugsar einhver, nú manneskjan er á móti hundum, en það er einmitt af því mér þykir vænt um bæði hunda og önnur dýr að ég skrifa þessar línur, jafnvel minkurinn á samúð mína að vissu marki. Nú geri ég mér alveg ljóst að hon- um þarf að útrýma, og harma ég það manna mest hvernig hann hefur leikið hinar fugla- ríku eyjar Breiðafjarðar, en mig hryllir við þeim ómannúð- legu aðferðum, sem oft eru við hafðar við veiðarnar. Minkur- inn er skaðvaldur, en hver ber ábyrgðina? Eru það ekki þeir sem fyrst fluttu minkinn inn, fyrir einum 50 árum, var það ekki sá íslenski trassaskapur og kæruleysi sem ollu því að dýrin sluppu út, og af því súp- um við nú seyðið. Menn og dýr, við eigum öll vissan rétt. Við erum alltof skammt á veg komin í dýra- vernd, og er aflífun dýra hreint á villimennskustigi, samanber mynd er sýnd var í sjónvarpi fyrir nokkru, en þar eltu ungir drengir upp fugla og grýttu þá, þá eru einnig kópar lamdir til dauða á skerjum uppi. Eða hvað um bíómyndina, þar sem skemmt er með því að höggva hænur. Með bestu kveðju, VG Gildi skógar er ekki allt bundið við smíðavið „Skógræktarmaður" nefnist einn sá sem pistil á hjá Velvak- anda 22. júní. Hann er að býsnast yfir þeirri hugmynd að íslenskur trjáviður verði nýttur til iðnaðar og þykir það „einhver vitlausasta hugmynd sem hefur séð dagsins ljós“. Það er aldrei nema satt að víða blása svalir vindar á Islandi og þar er erfitt að koma upp flestum fyrirsagnir með myndum af eggj- um, sem talið var að þar umrædd- ir menn hafi stolið, en um leið vitnast það, að íslenzkir bændur hafi verið að selja þetta og kemur það í smáfyrirsögn, á öftustu síðu blaðsins. Þá má geta þess, að við höfum gert myndir í samvinnu við Loftleiðir, gamla félagið, og Ferðamálaráð um það hvernig tína megi steina hér. Það liggur við að sagt sé, „vinsamlegast takið með ykkur grjót heim í stofu". Þessa mynd sá ég síðastliðinn vet- ur. Er það þá ekki skrítið, að menn séu að fjargviðrast yfir því, að út- lendingar séu hér að tína grjót. Það er ekki þar með sagt að allir útlendingar sem hér koma séu guðs bestu börn, en við verðum einnig að horfa í eigin barm og þá axla okkar ábyrgð." — svar til skóg- ræktarmanns trjágróðri. Þó er það svo að sé byrjað áveðra með harðgerðustu víðitegundum má víða gjörbreyta skilyrðunum. Það er líka svo víða í skógarlöndum að jaðar skógar ber þess merki, að útvörðurinn nær ekki sama þroska og sá sem vaxið hefur í skjóli hans. „Skógræktarmaður" talar um að nota „okkar sárafáu ferkíló- metra moldarríks lands til þess að vera gróðrarstía fyrir stóriðju". Hann virðist ekki vita að skógur getur þrifist þó að landið sé ekki „moldarríkt". Hann ætti að taka sér ferð á hendur og skoða Öskju- hlíðina. Og ef hann kæmist svo einhverntíma upp í Heiðmörk, fengi hann ríflegt hugleiðingar- efni. Það er mikið moldarlítið land sem við eigum, þar sem trjágróður ýmis hefur allgóð vaxtarskilyrði, ! ef vel og skipulega er að unnið. Þetta land viljum við nýta. En auðvitað er það framtíðarverkefni því að það líða áratugir frá því fræið spírar þar til tréð er vaxið. En gildi skógar er ekki allt bundið við smíðavið. Þar sem stórtré eru felld og unnin í smíðavið fellur til mikið kurl sem er verðmætt hrá- efni. Og þegar við hugsum fram í timann í sambandi við landvernd og landnýtingu getum við ekki úti- lokað trjágróðurinn og munum þá að molar eru líka brauð, og kurl er verðmætt hráefni. Það er rétt um það bil að hægt sé að tala um skógrækt hér á landi og öll er hún á byrjunarstigi. Þó hafa menn mikið lært af þeirri trjárækt, sem hér hefur verið reynd frá því um síðustu aldamót. Menn vita t.d. að ein tegund hent- ar betur en önnur og þó er eflaust eftir að finna og framleiða þau af- brigði sem best henta islensku veðurfari. Ég trúi því að þær tilraunir sem þar hafa verið gerðar hafi mikla og góða þýðingu fyrir búsetu í landinu og nýtingu þess á kom- andi öldum. H.Kr. GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Þeir líta á hvor annan sem bræður og finnst þeir hafa frjálsan aðgang að eigum hvors annars. Réttara væri: Þeir líta hvor á annan sem bróður, og þeim finnst þeir hafa frjálsan aðgang hvor að annars eigum. Alltaf á fóstudögum ÁFENGI Á MEÐGÖNGUTÍMA Nýlegar rannsóknir sýna aö áfengi, sem móöir neytir á meögöngutíma getur haft mikil áhrif á andlega heilsu barnsins síöar á ævinni. ÍSLENSK KONA KAUPIR EITT ÞEKKTASTA VEITINGAHÚS í KAUPMANNAHÖFN Rætt er við unga konu, sem ásamt tveimur öörum íslendingum hefur keypt hiö sérstæöa og skemmtilega veitingahús í Kaupmanna- höfn „7 smá hjern". Á FISKMARKAÐI Litiö inn í nýja fiskbúö, sem verslar meö óvenjulegar fisktegundir. Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina AUGLVSfNGASTOFA KRISTíNAR Hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.