Morgunblaðið - 24.06.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1982
47
Ljém. Krifltjái Einarason.
• Sigurður GréUrsson í dauðafsri en danska markverðinum tókst að verja snilldarlega gott skot Sigurðar.
Jafntef li í f jörugum leik
..Ég er nokkuð ánægður með
mina menn. Þetta er í fyrsta skipti
sem þessir strákar spila saman og
það tekur alltaf tima að kynnast.
Danirnir voru mjög teknískir og við
vorum iðulega skildir eftir í fyrri
hálfleiknum, en þeir voru ekki eins
góðir og þeir litu út fyrir að vera.
Það kom í Ijós í síðari háifleiknum
er islensku strákarnir spiluðu eins
og fyrir þá var lagt,“ sagði Jóhannes
Atlason, landsliðsþjálfari, eftir að
landsliðið skipað leikmönnum 21 árs
og yngri hafði gert jafntefli við Dani
á Laugardalsvellinum í gærkveldi.
Hvort lið skoraði eitt mark.
Danir voru mun sprækari í fyrri
hálfleik og komst íslenska markið
þá oft í töluverða hættu. Strax á 2.
mín. björguðu íslendingar á línu
eftir fyrirgjöf og nokkrum mínút-
um seinna átti Jan Heitze gott
skot sem Stefán í íslenska mark-
inu varði vel.
Fyrsta færið sem íslendingar
fengu kom á 20. mín. Gunnar
Gislason átti þá ágætt skot rétt
utan vítateigs en boltinn fór rétt
framhjá. Stuttu síðar átti Erling-
ur Kristjánsson laust skot fram-
hjá af stuttu færi eftir að danski
markvörðurinn hafði misst bolt-
ann yfir sig eftir hornspyrnu.
Danir voru alltaf hættulegir og
mark virtist liggja í loftinu. Það
kom svo á 37. mín er Mogens
Kjeldsen skoraði af markteig eftir
fyrirgjöf frá vinstri. Hann fékk
knöttinn einn og óvaldaður og gat
ekki annað en skorað. Þarna var
íslenska vörnin mjög illa á verði.
Einni mínútu síðar komust Dan-
irnir þrír á móti þremur íslensk-
um varnarmönnum inn á teig og
stjarna þeirra, Michael Laudrup,
sem Barcelona hefur nú fest kaup
á, lék mjög snyrtilega á tvo varn-
armenn íslendinga en skot hans
fór vel framhjá. Lárus Guð-
mundsson fékk mjög gott færi til
að jafna metin á næst síðustu
mínútu hálfleiksins er hann fékk
knöttinn mjög óvænt inn í teig en
markvörðurinn náði að slæma
hendinni í laust skot hans og slá
boltann út í teiginn.
Jóhannes Atlason hefur greini-
lega messað vel yfir sínum
mönnum í leikhléi því þeir komu
tvíefldir til leiks í síðari hálfleikn-
um.
Strax á annarri mín. fengu ís-
lendingarnir víti. Sigurjón Krist-
jánsson komst þá á auðan sjó inn í
teig Dananna og hélt danski varn-
armaðurinn í hann. Var umsvifa-
laust dæmd vítaspyrna sem Sig-
urður Grétarsson sá um að skora
úr af öryggi.
Næstu mínútur sóttu íslend-
ingar af krafti og fengu nokkur
ágæt tækifæri til að bæta öðru
marki við. Inn vildi tuðran þó ekki
þrátt fyrir góðar tilraunir. Hættu-
legasta sóknin var á 14. mín. Sig-
urður tók þá aukaspyrnu frá
vinstri og sendi lúmskan bolta til
Lárusar Guðmundssonar á mark-
teigshorninu. Lárus sneiddi bolt-
ann á markið í fyrstu snertingu en
hann lenti í markmanninum og
aftur fyrir. Eftir hornspyrnuna
barst boltinn út að vítateigslínu
til Trausta Ómarssonar sem átti
mjög gott skot en boltinn fór hár-
fínt framhjá.
Síðustu mínúturnar skiptust
liðin á að sækja en mörkin komust
ekki í verulega hættu. Úrslit leiks-
ins verða að teljast nokkuð
sanngjörn.
Bestu menn íslenska liðsins
voru Ragnar Margeirsson og Sig-
urður Grétarsson. Ragnar hélt
boltanum vel á miðjunni og var
vel spilandi og Sigurður var síógn-
andi í framlínunni. Þá átti Stefán
Jóhannsson ágætan leik í mark-
inu. Frimann, Laudrup og Kjeld-
sen voru hættulegastir í danska
liðinu, en áttu það til að einleika
of mikið. Guðmundur Haraldsson
dæmdi og hefur hann vafalaust
oftast dæmt betur. _ SH.
Markvörðurinn skorar og skorar!
MARKVÖRÐUR júgóslavneska
landsliósins, Dragan Pantelic, er
sannarlega ekki eins og markverðir
eru flestir. Hann er nefnilega mikill
markaskorari og segist vera mark-
sæknasti markvörður veraldar. „Ég
hef engar tölur í höndunum, en tel
af og frá að nokkur markvörður ann-
Sá gamli þoldi
ekki álagiö
GAMALL Júgóslavi að nafni Vid
Tomanovic þoidi ekki álagið er Ivan
Gudelj skoraði eina mark Júgóslava
í 1—2-tapleiknum gegn Spáni á dög-
unum. Vid gamli var að horfa á
beina útsendingu frá leiknum í
giftingarveislu mikilli í heimabæ sín-
um, Cetjine Montenegro. Þegar
Gudelj skoraði fyrsta mark leiksins
og náði forystu fyrir Júgóslava greip
slík geðshræring karlinn að hjartað
bugaðist og var hann þegar allur.
Hann frétti þvi aldrei lokatölur
leiksins, en Júgóslavia tapaði 1—2
sem kunnugt er.
ar í veröldinni slái mér við í marka-
skorun,“ segir „hlébarðinn“ hress í
bragði, en „hlébarðinn" er gælunafn
hans.
Pantelic gekk til liðs við Bord-
eaux fyrir síðasta keppnistímabil
og hann skoraði 6 mörk fyrir liðið
í frönsku deildarkeppninni. Tvö
síðustu keppnistímabilin fram að
því skoraði hann samtals 15 mörk
fyrir lið sitt í Júgóslavíu, Radnicki
Nis, 7 mörk fyrra tímabilið, en 8
það síðara. Þá skoraði hann tvö
mörk fyrir landsliðið í undan-
keppni HM, eitt gegn Grikklandi
og annað gegn Dönum. Vart þarf
að taka fram, að Pantelic skorar
fyrst og fremst úr vítaspyrnum,
raunar öll umrædd mörk að einu
undanskildu. Þá skoraði hann
gegn Velez Mostar í deildarleik.
Hann varði skot frá einum af
framherjum Velez og þar sem
hann reis á fætur með knöttinn sá
hann að markvörður mótherjanna
stóð allt of framarlega í markinu.
„Ég ákvað að láta skotið flakka,
spyrnti af öllum kröftum og knött-
urinn sveif í netið eftir að hafa
skoppað einu sinni," segir Pantel-
ic. Markvörður Velez var þá Enver
Maric, fyrrum landsliðsmarkvörð-
ur og enn þann dag í dag einn
fremsti markvörður Júgóslavíu.
Pantelic skoraði eitt sinn meira
að segja þrennu í leik, það var
gegn Zagrep og Radnicki fékk
þrjár vítaspyrnur. I hvert skipti
trítlaði Pantelic upp í vítateig
Zagreb og skoraði. „Ég hef auk
þess oft skorað tvö mörk í leik,“
segir þessi marksækni markvörð-
ur. Pantelic þykir skrautlegur
markvörður og hann hefur oft ver-
ið gagnrýndur heima fyrir fyrir
glæfralega markvörslu. Éitt af því
sem hann leikur sér að er að grípa
knöttinn með annari hendi undir
erfiðum kringumstæðum. Hann er
gagnrýndur, en almenningur í
Júgóslavíu dáir hann.
Zico fór á kostum
Knattspyrnustjarnan Zico fór á
kostum í gærkvöldi er lið hans,
Brasilía, sigraöi Nýja Sjáland 4—0 í
sjötta riðli HM-keppninnar. Zico
skoraði tvö mörk og lagði upp hin
tvö. Jafnframt sýndi hann mikla
snilli er hann spilaði félaga sína uppi
og opnaði vörn Nýja Sjálands hvað
eftir annað og sýndi þá knattleikni
eins og hún gerist best í heiminum.
Fyrsta mark leiksins skoraði Zico
á 29. mínútu og þremur mínútum
síðar bætti hann öðru marki við með
ofsa skoti af um 15 metra færi.
Þriðja mark Brasilíu skoraði Falcao
á 59. mínútu eftir góðan undirbún-
ing Zicos. Og síðasta mark leiksins
skoraði svo Serginho á 69. mínútu.
Lið Brasilíu lék eins og áður í keppn-
inni af hreinni snilld, þrátt fyrir að
leikur þessi hefði enga þýðingu fyrir
liðið þar sem það var komið áfram í
milliriðil fyrir leikinn. Brasilíumenn
hafa nú skorað 10 mörk í þremur
leikjum sínum í keppninni til þessa,
en aðeins fengið á sig tvö. Það sýnir
styrkleika þeirra. Enda hallast nú
flestir að því að ekkert lið geti stopp-
að þá í keppninni.
Lokastaöan í 6. riðli varð þessi:
Brasilía 3 3 0 0 10—2 6
Rússland 3 111 6—4 3
Skotland 3 111 8—8 3
Nýja Sjáland 3 0 0 0 2—12 0
Rússland kemst áfram í milliriðil,
á betra markahlutfalli en Skotland.
En tvo ódýr mörk sem Skotar fengu
á sig gegn Nýja Sjálandi urðu liðinu
að falli i keppninni að þessu sinni og
þeir verða að bíta í það súra epli að
fara heim.
Belgía og
áfram úr
Argentínumenn voru ekki í nein-
um vandræðum með að sigra lið El
Salvador, 2—0, í HM-keppninni í
gærkvöldi. Lið Argentínu er þar með
komið áfram í milliriðil ásamt liði
Belgíu úr 3. riðli. Lið Ungverja verð-
ur að halda heim ásamt liði El Salva-
dor.
Það var fyrirliði Argentínu, Pasar-
ella, sem skoraði fyrsta mark leiks-
ins í gær úr vítaspyrnu á 21. mínútu
leiksins. Þrátt fyrir mikla yfirburði í
Argentína
3. riðli
öllum leiknum og látlausa sókn að
marki El Salvador tókst Argentínu-
mönnum ekki að skora aftur fyrr en
á 55. mínútu er Daniel Bertoni skor-
aði glæsilegt mark með skoti frá
vítateigslínu. Lokastaðan í 3. riðli
varð þessi:
Belgía
Argentina
Ungverjal.
El Salvador
3 2 1 0 3:1 5
3 2 0 1 6:2 4
3 111 12:6 3
3 00 3 1:13 0
Pólland og Italía
komast áfram í 1. riðli
ÍTALÍA og Kamerún gerðu jafntefli,
1—1, í 1. riðli HM-keppninnar i
knattspyrnu í gærdag. Leikur lið-
anna þótti frekar slakur og sér í lagi
olli lið Ítalíu vonbrigðum. Það var
Francesco Graziani sem skoraði
mark ítaliu á 61. mínútu. Strax mín-
útu síðar jafnaði lið Kamerún leik-
inn. Mbida skoraði laglega. Með
jafnteflinu tryggði lið Ítalíu sér rétt
til þess að leika í milliriðlunum. En
ekki er nú árangur þeirra neitt til
þess að hrópa húrra fyrir. Lokastaö-
an í 1. riðli varð þessi:
Pólland 3 1 2 0 5—1 4
Ítalía 3 0 3 0 2—2 3
Kamerún 3 0 3 0 1—1 3
Perú 3 0 2-1 2—6 2
Lið Ítalíu kemst áfrara á hagstæð-
ara markahlutfalli en lið Perú.
„Eigum 70 prósent
möguleika á sigri“
„VIÐ EIGUM nú 70 prósent mögu-
leika á því að sigra Chile og kom-
ast í milliriðil," sagði Mahhadiene
Khalef, þjálfari Alsír, í samtali við
AP I gær, en þjóðimar mætast í
dag. Chile-menn eiga ekki mikla
möguleika, en þeir felast i því að
þeir sigri Alsírmenn og Austurrík-
ismenn sigri Vestur-Þjóðverja.
Þeir hafa ekki gefið upp alla von
og þjálfari þeirra segir:
„Við erum ekki búnir að gefa
upp alla von og þó möguleikar
okkar séu nú kannski hverfandi
þá munum við kappkosta að
sýna góða knattspyrnu og fara
ekki heim með skömm í hattin-
Golfmót
hjá hand-
knattleiks-
mönnum
GOLFMÓT handknattleiksmanna
fer fram á föstudaginn á Hvaleyr-
arholtsvelli og hefst kl. 17.00. Nán-
ari upplýsingar í Golfskálanum á
Hvaleyrarholti.
\ÆSToe- K3öo-
VBjeOAie V'ÍHJIOA
H&i
STíóeÁte- 'a^tlavJ-
Av-Jve- <c\Sv MÍKÍL-U
MGTtvJABOR.
hoalpusu peÍM
•“ttAkJZL
ArHEHDuir
Oct VEÍPAC I
HOOUM ÖTOUTUElI
74/28
Mouuei?mAíeko
SCHWAteÐO tSECK,
06,
Hoeues ete-'i
Li u>i ou bate ru
MuUCHEU Av
l^ÁvJM v/KOM
UA T^eite AVSkTL-
ILAU5UM :
I ^TSkvvr etásTAEAE
I MeuTAUAk
■ '_> ÍT HtlLTí^HSTAkAiv
t=>A, £=.1»
3TB.