Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982 FLEIRA EB FISKIIR EN SOÐIN YSA. LITIÐ INW I VERSLUNINA FOBÐABUBIÐ, EINU NÝLENPUVÖRUVERSLUNINA, ÞAR SEM SELPUR ER FISKUB í STAÐINN FYRIR KJÖT „Hvaöa ormar eru þetta?“ segir viöskiptavinurinn og bendir á vöruverslun__er frábrugðin ölH um hinum aö því leytinu t|l aö í staðinn fyrir aö selja kjöt- vörur er hér eingöngu verslaö meö fisk, og hér er aö finna ýmsar fiskteg- undir sem alla jafna eru ekki á boöstólum í venjulegum jfisk- í búöum. Ætlunin er aö kynnast i einhverju af þeim nýjungum sem eru á boðstólum, en ekki líst I okkur beint gæfulega á aö þaö sé verið aö versla meö orma eitthvaö sem líkist ormahrúgu í um nýjungar í matargeröar- einum bakkanum í afgreiöslu- listinni. Arndís Guönadóttir, boröinu. Viö erum stödd í ný- verslunarstjóri, virðist ekki óvön legri nýlenduvöruverslun í borg- inni, versluninni Foröabúrinu í þessari spurningu. Þaö er greini- legt aö margir viöskiptavinir Borgartúninu. Þessi nýlendu- hafa áöur spurt nákvæmlega sömu spurn- ingarinnar. Nei, þaö eru en^ir ormar, þeir eru enn sem komið er eingöngu notaöir í beitu, en þessi fiskur sem liggur þarna skorinn í þunnar mjóar sneiöar hefur hingaö til líka nær ein- göngu veriö notaöur f beitu, fisk- urinn heitir smokkfiskur og er aö sögn matreiöslusérfræöinga hiö mesta hnossgæti ef hann er meöhöndlaöur á réttan hátt. „Ég er að marinera skelfisk. Það verður að gera þetta á hverjum degi, því ef fiskurinn stendur lengi verður hann hálfvæminn á bragðið," sagði Arndís í eldhúsinu inn af versluninni og hún setur epli, lauk og ýmsar kryddtegundir saman við fiskinn. FLEIRA ER FISKUR EN SOÐIN ÝSA „Lærðir kokkar geta búiö til veislumat úr hverju sem er,“ sagði einn fisksalinn í bænum, „en okkar helsti matfiskur er áfram ýsan. Hún er þó misgóö eftir árstíöum eins og margar aörar fisktegundir. Verst er hún seinni hluta vetrar og á vorin því þá er hún aö hrygna." Og þaö þarf enginn aö búa yfir neinu stálminni til aö fara afturábak í tímann og rifja upp þá fiskrétti sem voru á boöstólum fyrir nokkrum árum. Þaö var soöin ýsa, steikt ýsa og þaö allra frumlegasta var ofnbökuö ýsa. En nú er öldin önn- ur. Fyrir utan hinar ýmsu fiskteg- undir sem nú fást er boðiö upp á marineraöan fisk, viö sjáum þarna marineraðar gellur sem margir likja viö ameríska steik aö gæöum. Rúnar Marvinsson er hugmynda- fræðilegur höfundur þessara til- búnu fiskrétta, en hann starfar Ieinnig sem kokkur á Búöum á Snæfellsnesi. „Nei, ég er ekki læröur matreiöslumaöur, var bara á kokkanámskeiöi í Sjómanna- skólanum. Ég hef þreifaö mig áfram í þessu og þaö kann aö vera aö þaö hafi komiö mér til góöa aö ég hef ekki verið of bundinn af matreiöslubókum." En hvernig er smokkfiskurinn matreiddur? Viö höföum samband viö einn matreiösiumanna á Torf- unni, en á matseölinum þar hefur aö undanförnu veriö hægt að fá ýmsar óvenjulegar tegundir. „Smokkfiskurinn hefur veriö tölu- vert vinsæll hérna. Sem dæmi um matreiöslu þá er hann oft pönnu- steiktur, þá gjarnan í einhverri sterkri sósu, jafnvel meö papriku og fleski. Fiskurinn sjálfur er ágæt- ur á bragðiö, seigur í sér og i massífur." í einum bakkanum er allt á iöi ! og viö liggur aö bakkinn hreyfist úr staö. „Þetta var aö koma hingaö í I Daglegt ---ÍTf-- fyrsta sinn,“ segir Arndís. „Þetta er beitukóngur. Hann er seldur lifandi og ýmist settur ofan í sjóöandi saltvatn eöa kryddvatn, eöa t.d. smjörsteiktur ásamt söxuöum lauk eða hvítlauk, smá hvítvín sett út í og soðiö í nokkrar mínútur. Þaö má matreiöa hann á svipaöan hátt og snigla. Viö höfum iíka verslaö hér með lifandi krabba, sem feng- inn er úr flóanum. Hann veröur aö vera lifandi þegar hann er settur ofan í sjóöandi vatniö, því annars veröur hann vondur á bragöiö. Krabbinn er stöan klofinn í tvennt og fiskurinn boraöur innan úr klón- um á honum.“ „ Þaö er líka hægt aö búa til úr honum ágætis súpu,“ segir Rúnar. Og enn er ýmislegt ótaliö sem fyrir augun bar í þessari nýstárlegu fiskbúö. „Hérna eru reyktar kinnar, og hérna er marineraöur hörpu- skelfiskur," segir Arndís og bendir á tvo aöra bakka. „Auk þess höf- um viö veriö meö blálöngu sem ekki hefur veriö almennt á mat- boröum okkar, en þetta er langur og mjór fiskur, líkastur ál, sérstak- lega góöur matfiskur. Vanir og góðir matreiöslumenn hafa gegn- um árin búiö til úr henni gómsæta rétti. Þjóðverjar eru til dæmis al- veg vitlausir í hana. Karfinn er líka oröinn vinsæll. Viö setjum hann gjarnan í gróft korn sem kallast pallering, en það má matreiöa karfa á ýmsan máta. Á veitinga- húsum er hann vinsæll grafinn, Norömenn og Þjóöverjar eru mjög hrifnir af þessum fiski og bestur er markaöur fyrir karfa í Þýskalandi. Svo höfum viö veriö með lifandi kræklinga í skel, en þaö er ekki ýkja langt síöan fólk fór aö boröa krækling hér á landi. Þá höfum við veriö meö skötusel, sem er líka til- tölulega nýfariö aö matreiöa hér á landi, en hann hefur veriö mjög vinsæll á ýmsum veitingahúsum aö undanförnu en hér áöur var honum alltaf fleygt. Þaö sagöi mór kona um daginn aö hún heföi djúpsteikt marineraöan skötusel og þaö heföi bragöast vel. í sumar veröum viö svo með lax og silung og ýmislegt fleira. Smálúöa er hér i einu fatinu, en við erum líka með kryddlegna lúöu sem tilbúin er beint á pönn- una, og gellurnar hafa verið vin- sælar. Þær eru ýmist í kryddlegi eöa sinnepslegi." Viö horfum undrandi á allar þessar tegundir og rétti og á heim- leiöinni erum viö að velta því fyrir okkur hvort sá tími sé áreiöanlega ekki liöinn er viöskiptavinurinn kemur inn til fiskkaupmannsins, lít- ur yfir bakka fulla af alls kyns teg- undum, og spyrji þegar hann sér hvergi ýsuna sína: „Er enginn fisk- ur til?“ Og hér má sjá margar tegundir sem allajafna eru ekki á boðstólum. í öðrum bakkanum frá vinstri fremst á myndinni má t.d. sjá beitukóng sem er víst herramannsmatur ef hann fær rétta meöhöndlun, lengst til hægri er smokkfiskurinn í heilu lagi, en niðurskorinn í litla ítátinu í öftustu bakkarööinni. Þá er þarna að finna marineraöan hörpuskelfisk, kryddlagnar gellur, reyktar kinnar, smálúðu, silung úr Meðalfellsvatni, síld og ýmislegt fleira. (Ljósmyndir Kristján öm —-)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.