Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982
TröIlaJtirkjn
lémm-l&nmmtutémr
(ELnarslnn) %
r WALónsJUrkiaJ
v«ikr,
HeHnaaf
Háréarhút
[•UlUllU •
Undir Jökli II
Malarrif og
Lóndrangar
I síðasta þætti höfðum við
nokkra viðdvöl á Búðum og
gengum um næsta nágrenni
þeirra. Við hölum nú ferð okkar
áfram vestur nesið. Vegurinn
liggur neðan undir Stapafellinu,
fram hjá Arnarstapa og þegar
komið er vestur fyrir afleggjar-
ann að Hellnum opnast nýtt út-
sýni. Þá blasir við Þúfubjarg
(Svalþúfu ber þar hæst), Lón-
drangar og vitinn á Malarrifi, en
þessa þrjá staði er ætlunin að
heimsækja í þetta sinn. Af þjóð-
veginum ökum við eftir afleggj-
aranum heim að Malarrifi. Þar
skulum við skilja bílinn eftir og
ganga þær leiðir, sem við förum.
A Malarrifi er varðstöð fyrir
sjófarendur. Þar er bæði Ijósviti
og radioviti og vitavörðurinn,
sem þar býr nú, er eini ábúand-
inn á öllu svæðinu frá Hellnum
að loran-stöðinni við Gufuskála.
Það er af sem áður var, þegar
210 manns bar búsettur á svæð-
inu frá Dagverðará að Görðum í
Beruvík árið 1703. Öld síðar
hafði íbúum á þessu svæði fækk-
að um 100. Fólkið bjó þá flest í
svokölluðum þurrabúðum og dró
fram lífið við hin kröppustu
kjör. Nú eru öll þessi hreysi
horfin, en rústir margra þeirra
sjást enn og minna á horfna
tíma.
Þegar komið er heim að Mal-
arrifi vekja miklar malardyngj-
ur niðri við flæðarmálið athygli
gesta. Þær eru brattar og miklar
um sig. Þótt ótrúlegt sé, var mik-
ið útræði á Malarrifi áður fyrr,
en lendingin var mjög slæm, tal-
in ein sú versta undir Jökli og
var þá miklu við jafnað. Og ekki
bætti það úr skák að sjómenn-
irnir urðu að bera allan aflann
úr bátunum upp þennan háa og
bratta malarkamb, þar sem
skrikaði undan fæti í hverju
spori.
Eftir að hafa litast um við
Malarrif göngum við austur með
ströndinni áleiðis að Lóndröng-
um. Ekki eru þeir árennilegir til
að sjá, þar sem þeir rísa lóðrétt
upp frá fjöruborði eins og risa-
Gúluri'Wurlang
Un*bjarqV^4'
turnar, annar 75 m en hinn 61 m
á hæð. ^Lenn hafa löngum velt
því fyrir sér hvernig þeir mynd-
uðust. Var þess jafnvel getið til
að þeim hefði verið kastað ofan
úr jökli og niður að sjó. Nú segja
jarðfræðingar að drangarnir séu
leyfar gosmalarfyllingar úr gíg
og í þá vafið basaltgöngum. Síð-
an hafi brimið sorfið burtu sjálft
eldvarpið, en eftir standa Þúfu-
bjarg, sem var austasti hluti
þess, og gígtapparnir sjálfir, sem
eru þessir tveir drangar. En
hvað sem segja má um myndun
þeirra og sögu, setja þeir sér-
kennilegan svip á umhverfið.
Þeir voru álitnir ókleifir með
öllu uns Vestmannaeyingur, Ás-
grímur Böðvarsson að nafni,
kleif hærri dranginn 31. maí
1735. Sá minni var klifinn fyrst,
svo vitað sé, á hvítasunnudag
1938. Þó er til þjóðsaga er grein-
ir frá sakamanni, sem forðaði
sér undan réttvísinni með því að
klifra upp á dranginn. Þaðan
komst hann svo síðar í skjóli
nætur. Nú hafa fræknir kletta-
klifrarar sigrað drangana oftar
en einu sinni með fullkomnum
klifurútbúnaði.
En drangarnir búa yfir meiru
en sést við fyrstu sýn. Þeirra er
getið í Landnámu. Þar er sagt
frá því þegar Laugabrekku-
Einar veitti óvini sínum eftirför
vestur yfir Þúfubjarg. Sá hann
þá tröllkarl sitja uppi á öðrum
drangnum og lét „róa fætur svo
að þeir tóku brimið og skellti
þeim saman svo að sjódrif varð
af“. Ekki fara frekari sögur af
þessum risa. En í bók sinni,
Skyggna konan, kveðst Margrét
J. Thorlacius sjá kirkju með
mörgum helgimyndum á veggj-
um í stóra drangnum en í þeim
minni segir hún að sé stórt bóka-
safn og þar hefur hún séð mann
sitja við borð og starfa að ein-
hverskonar skriftum.
Þannig koma Lóndrangar
fólki fyrir sjónir á mismunandi
Spölkorn
út í buskann
Efftir
Tómas Einarsson
vegu. En líklegast eru þó allir
sammáta Símoni Dalaskáldi er
hann kvað:
SUMARGLEÐIN
Á FULLA FERÐ Á NÝ
STAPA í kvöld kl. 9
Hótel AKRANESI annað kvöld kl. 9
Söngur, grín og gleöi. 2ja klukkustunda stanslaus
skemmtidagskrá. Dansaö á eftir fram á rauða nótt.
Ragnar Bjarnason og hljómsveit. Ómar, Bessi,
Þorgeir og Magnús fara á kostum eins og venjulega.
Sjáumst um land allt í allt sumar.
Glæsilegasta
gjafahappdrætti
sem um getur
• Samba-bifreið frá
VÖKLI.
• 4 stórglæsilegir vinn-
ingar frá SJÓN-
VARPSBÚDINNI.
• Glæsileg völundarsmíði
frá INGVARI og GYLFA
— hjónarúm.
Það getur borgað sig að
stíga Sumargleðisamba.
Það er pottþétt.
Pési Planki
er alltaf til í tuskiö. Það fer
ekki framhjá neinum,
nema jú Ómari, svona rétt
framhjá.
Léttlynda Lína
veröur á svæðinu og fer
með aðalhlutverkið í
óperu sumarsins.
r
Aj
Stórglæsilegt
súper bingo
Benidorm-ferðir með
Ferðamiðstöðinni o.fl.,
o.fl., o.fl.
|t»J
Jónas og
fjölskylda
Rennt í hlaðið með bros á
vör.
Tökum lífið
létt með
Sumargleðinni
ATH.: SUMARGLEÐIN A AUSTFJORÐUM UM NÆSTU HELGI
Um Lóndranga yrkja má,
eru þeir Snæfells prýði,
yst á tanga út við sjá,
aldan stranga lemur þá.
Stuttur spölur er frá Lón-
dröngum að Þúfubjargi. Það er
eins og fyrr segir leyfar gamals
eldfjalls. Sjávarmegin ganga
lóðréttir hamrar jjess beint í sjó
fram. Þúfubjarg er frægast fyrir
hina mögnuðu sögu um Kolbein
og kölska, þegar þeir sátu saman
á bjargbrúninni eina óveðurs-
nótt, létu fæturna lafa fram af
og kváðust á. Tungl óð í skýjum
og brimskaflarnir þeyttust upp í
mitt bjarg. Svo hafði um samist
að sá þeirra, er hikaði við að
botna tapaði í leiknum, og yrði
um leið þjónn hins. Lengi nætur
gekk hvorki né rak, botnarnir
komu viðstöðulaust. Fór Kol-
beini loks að leiðast þófið, tók
hníf upp úr vasa sínum, brá egg
hans fyrir glyrnurnar á kölska
og hrópaði:
Horfðu í þessa egg, egg
undir þetta tungl, tungl.
Við þessa óvæntu aðferð Kol-
beins brá höfðingjanum svo illi-
lega, að honum vafðist tunga um
tönn og fann ekki orð, sem gat
rímað á móti tungl, nógu fljótt.
En Kolbeinn hélt viðstöðulaust
áfram:
Ég steypi þér þá með legg, legg
lið, sem hrærir úln, úln.
Nú hafði kölski tapað. Brá
hann hart við, steypti sér beint á
höfuðið fram af bjargbrúninni
og sá Kolbeinn í iljar honum þar
sem hann hvarf í brimlöðrið.
Ekki áttust þeir félagar við eftir
þetta.
Á góðviðrisdegi er hæpið, að
svona saga leiti á hugann en
hvað kann ekki að gerast, ef
staðið er fremst á Þúfubjargi að
vetrarlagi í ofsaroki og ógnar-
brimi?
En nú gista þúsundir fugla
Þúfubjarg og er það ærið athug-
unarefni að fylgjast með atferli
þeirra, þótt ekki sé hugað að
öðru. Og síðan er ekki annað eft-
ir en snúa til baka að bílnum.