Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982
41
Lexía úr Miðfirði
efnileg til útgáfu
Hljómsveitin Lexía, sem starfar
sem danshljómsveit í Miðfirði í
Vestur-Húnavatnssýslu, hefur sent
frá sér samnefnda hljómplötu með
lögum eftir einn af hljómsveitar-
mönnum Lexíu, Marinó Björns-
son, en flestir textanna eru eftir
Arnór Benónýsson. Lexía er létt
leikandi hljómsveit og býður af sér
góóan þokka. Það er skemmtilegt
að danshljómsveit utan af landi
skuli drífa í þvi að gefa út slíka
hljómplötu, því margt er gott um
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
hana að segja, en það verður hins
vegar ekki sagt um íslenzka
hljómplötuútgáfu í dag, að allt sé
hey í harðindum og sumt hefði
mátt missa sig af plötunni. Það
sem mér finnst mesti ókostur plöt-
unnar eru dapurlegir textar sem
mér finnast vart eiga heima með
ágætri danshljómsveit, en á hinn
bóginn eru góðir sprettir á plöt-
unni og betur var af stað farið en
heima setið.
Hljómsveitin Lexía er skipuð
þeim Axel Sigurgeirssyni
trommara, Björgvin Guð-
mundssyni gítarleikara, Guð-
mundi Þór Ásmundssyni
hljómborðsleikara og söngvara,
Marinó Björnssyni bassa- og gít-
arleikara og Ragnari Jörunds-
syni söngvara, sem jafnframt
sér um áslátt. Á plötunni eru
tólf lög eftir Marinó við texta
fyrrgreinds Arnórs, Ragnars
Inga Aðalsteinssonr og Lexíu.
Útgefandi er Tónaútgáfan á Ak-
ureyri, en hljóðritun fór fram í
Hljóðrita.
Verðbólguvögguvísa er gott
lag, góður söngur og gott undir-
spil með nettum bakröddum.
Textinn fjallar um nýbygginga-
líf og verðbólguhraða og er
hnyttin ádeila á það nútíma líf
sem íslendingar keppast við að
gíma við þótt líklegast sé það að
mestu ein allsherjar öfugmæla-
visa.
Síðasta halið á að vera sjóara-
lag, en það vantar allt brim í það
og saltbragð og fyrir utan það að
söngurinn er langt í fjarska er
textinn tiltölulega slappur.
Frostrósir er gott lag með
jafnvægi í söng og spili, ágætis
kvöldstemmning á þungu nótun-
um, en þær verða víst líka að fá
að njóta sín. Seg það fuglunum
vinur er fallegt lag með sérstæð-
um texta, einlægum og hlýjum.
Þá kemur Ríma Ragnars Inga
Aðalsteinssonar, sem er gullgóð-
ur skáldskapur eins og hans var
von og vísa, hnyttinn og vel
smíðaður bragur sem Lexía flyt-
ur hressilega. Takið eftir mér,
Gulldansinn og Hver er sinn
gæfusmiður flokkast undir
vandamálatexta sem ég gat uin
áður og hef ekki smekk fyrir,
enda lítið fyrir að velta mér upp
úr vandamálum.
Ágústína, lag Marinós og sam-
eiginlegur texti Lexíu er hins
vegar dúndur gott innlegg á
plötuna og það ásamt Verð-
bólguvögguvísu er háreistasta
efnið á plötunni auk Rímunnar.
Ágústína yrði vinsældalegt lag
ef það fengi tækifæri í kerfi út-
varpsins, gott spil, söngur og
nikkan rúllar undir. Ekki nefni
ég önnur lög, en flest lögin eru
ljómandi vel spiluð. Þetta er
vonandi ekki síðasta lexían frá
Lexíu, en skemmtilegt væri að
heyra meira frá þeim á jákvæð-
ari stigum mannlífsins þar sem
meira býr af sól og sumaryl í
stað þess að sækja efni textanna
í froðusnakk mannlífsins, því
það fer ekkert á milli mála að
Lexía er skemmtileg hljómsveit.
Trimmdagurinn
á sunnudag:
TBR verður
Ennþá sigra Volvoamir
í sínum flokkum!
í sparaksturskeppni Orkusparnaðarnefndar og Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur,
sem fram fór í júní, urðu Volvobílarnir öruggir sigurvegarar í sínum flokkum.
Úrslit slíkra keppna undanfarin ár sýna að hér er ekki um neina tilviljun að ræða, Volvo
er einfaldlega með sparneytnustu bílum.
með sérstaka
dagskrá í til-
efni dagsins
Flokkur Röd Kmá5l Eyösla Meöalhraöi
1301- 1600 m3 1. Volvo 343 71,18 7,02 41,87
2101- 3000 m3 1. Volvo 244 62,58 7,99 42,67
2. Volvo Turbo 59,82 8,36 38,59
Trimmdagur ÍSÍ er nk. sunnudag. í
tilefni af deginum verður TBR með
sérstaka dagskrá, sem nú skal greint
frá.
f Tennis- og badmintonfélagi
Rvíkur eru nú u.þ.b. 2000 félagar, og
stunda þeir flestir badminton, ekki
sem keppnisíþrótt, heldur einungis
sér til heilsubótar og ánægju. TBR
er sennilega því stærsta trimmfélag-
ið á landinu.
TBR-húsið verður opið nk. sunnu-
dag kl. 9—21 og er öllum velkomið að
koma og spila badminton meðan
húsrúm leyfir. Ef fólk á ekki bad-
mintonspaða, er hægt að fá það að
láni á staðnum, en fólki er bent á að
haf meðferðis bol, stuttbuxur og
innistrigaskó. Reynt verður að að-
stoða þá sem ekki hafa leikið bad-
minton áður og kynna þeim helstu
grundvallaratriði íþróttarinnar.
TBR-húsið er í útjaðri Laugar-
dalsins. Þeir sem vilja njóta útiveru
í dalnum og nágrenni hans er boðið í
gönguferð, en einnig er hægt að
hjóla eða skokka á svæðinu.
Eftir 30—45 mínútna hreyfingu
fer fólk svo í sturtu og jafnvel í gufu-
bað, en slíkt er að sjálfsögðu fyrir
hendi í TBR-húsinu.
Við hvetjum sem flesta að taka
þátt í trimminu á sunnudaginn kem-
ur, og bjóðum alla velkomna í bad-
mintonhúsið við Glæsibæ.
F.h. T.B.R.
Sigfús Ægir Árnason frkvstj.
%
Það er þess vegna ekkert undarlegt þótt Volvoeigendur sjáist sjaldan á bensínstöðvum
- nema helst á þvottaplönunum!
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
VOLVO