Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ1982 55 ŒT’ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI Þeir fái að halda því óskertu „AUtaf ber ég hlýjan hug til Velv- akanda. Oft hef ég birt ýmislegt í dálkum hans, en undanfarið hefur þar orðið á nokkurt hlé, sérstaklega vegna þess að ég varð fyrir því óláni í október síðastliðnum, að vængbr- otna. Margir góðir vinir mínir, karlar og konur, hafa borið smyrsl á brotið svo ég á að mestu að heita heill. Þess vegna sendi ég vini mín- um Velvakanda nokkrar línur, ágr- ip af samræðum nokkurra gamalla manna og góðborgara Reykjavík- urborgar. Við komum saman 17. júní síðastliðinn, og eins og áður datt okkur æði margt í hug. Á ári aldraðra fannst okkur rétt að skora á Alþingi okkar íslendinga og alla alþingismenn, að standa einhuga sem einn maður að því, að allir al- draðir sem komnir eru yfir áttrætt og færir eru um að vinna eitthvað, fái að halda því óskertu, þ.e. engir skattar verði lagðir á þá. Það er ekki víst að það vari svo lengi, svo að það ætti ekki að verða stórtjón fyrir íslenska ríkið. Við skorum á íslenska alþingismenn að gera þetta að lögum. Okkur er sama hvort ein- staklingar eða flokkar manna innan Alþingis beiti sér fyrir að þetta verði að lögum. Annað var það einnig sem við töldum nauðsynlegt að athuga og það er af hverju gam- almenni er nauðsynlegt að hafa síma. Þröstur." Þessir hringdu . . . Guðmundur Geirdal orti sálminn Nokkrir hafa kannast við sálminn, sem fjölskylda Agústu H. Hjartar spurðist fyrir um. Sálmur þessi er sagður vera eft- ir Guðmund Geirdal. Guðmund- ur var Eyjólfsson og bróðir Höllu skáldkonu á Laugabóli og Steinúlfs, skólastjóra, sem lengi var í Grímsey. Þeir bræður Guð- mundur og Steinúlfur tóku sér nafnið Geirdal. Græðum landið Maður hringdi og kvaðst hafa lesið ágæta grein í Morgunblað- inu þann 17. júní, sem var eftir Halldór Vilhjálmsson og nefnd- ist „Ónumið land að mestu". „Greinin var um uppblástur og gróðursetningu. Þar kom fram, að bæjarfélögin ættu að leyfa mönnum að fá reiti til að gróð- ursetja í sér til skemmtunar. Hér á Reykjanesi hefur staðið á því að bændur halda fé, sem gengur laust. Upp hefur komið sú hugmynd, að friða ætti allt Reykjanessvæðið. Auðvitað myndi það, ef að yrði, koma hart niður á bændum. Á sumum stöð- um, t.d. í Undirhlíðunum og víð- ar, eru uppblásnir melar, sem engin kind vinnur á. Mér datt í hug hvort ekki mætti úthluta þessum melum til manna sem áhuga hafa á skógrækt eða ann- arri gróðursetningu, til ræktun- ar, allavega því sem verst er far- ið. Menn gætu verið nokkrir saman og jafnvel girt af eins og gert er með matjurtargarða í nágrenni bæjarins. Þetta gæti orðið eins konar millileið, bænd- ur fengju að halda sínu og áhugamenn um gróðurrækt fengju sitt.“ Guómundur Kamban Spunakonan eftir Kamban Sólveig hringdi vegna fyrir- spurnar N.N. í Velvakanda 13. júní. Jónbjörg Eyjólfsdóttir gat svarað „neyðarópi" N.N. hvað varðaði aðra vísuna en hitt kvæðið er Spunakonan eftir Kamban. Kvæðið er þó ekki í þeirri mynd, eins og það kom út í nýju útgáfunni hans, heldur eins og hann prti það 1911, en þá kom það út í ísafold. Skjótt brugðist við Ég hef dvalið hér á íslandi í um vikutíma og vil koma þakklæti til vina minna og þá sérstaklega lögreglunnar í Reykjavík, sem gerði árang- ursríka leit að 7 ára dóttur minni að kvöldi 17. júní, þjóð- hátíðardags ykkar Islendinga. Eftir að ég tilkynnti um hvarf telpunnar, var innan tíu mín- útna byrjuð skipulögð leit að henni um allan bæ. Ég spurði lögregluna hvort hún vildi at- huga í húsum í nágrenni íbúð- arinnar þar sem ég bjó. Lög- reglan brást mjög fljótt við. Mér til undrunar bankaði hún af tilviljun uppá hjá fólki, sem hafði tekið telpuna inn til sín, vegna þess að hún hafði staðið úti grátandi, eftir að hafa læst sig úti. Með kærri kveðju til vina minna, fyrir velgjörning og samvinnu, og þá sérstaklega til lögreglunnar, sem fann stúlk- una innan klukkutíma. Dan L. Weiss, Kaplaskjólsvegi 53. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt er: Hann var fæddur á Grund 1930. Oft þykir betur fara: Hann fæddist á Grund árið 1930. 83? $\G£A V/öGA t IiLVERAW /y-/* ég m . f 'AQ VfPJA WANN , v0G& A OW VlNNU, 06 WW /K ÚT, (jyJúí Amerísk þríhjól Höfum fengiö nokkrar geröir amerískra þríhjóla úr níösterku plasti „Big Wheel“, sem njóta mikilia vin- sælda flestra barna á aldrinum 1—7 ára. Ná mikium hraða, örugg úti sem inni. Sannkölluö draumahjól. Verö frá kr. 530.00 til 1.270.00. Sendum í póstkröfu um land allt. Heildsala — Smásala. S & G Gíslason sf., símar: 91-33931 og 91-44490. ALLTAF A LAUGARDÖGUM LISTASAFNIÐ Á HÓTEL HOLTI Litiö inn meö myndavél í forsalinn og barinn á Hótel Holti, sem hýsir fágætt safn listaverka og mun hliöstæöa þess vandfundin. HÚSGÖGN OG HÚSBÚNAÐUR Nýr þáttur í máli og myndum, sem fjallar um þaö sem fæst á húsgagna- markaönum hér. 10 FEGURSTU BÍLAR í HEIMI Þetta eru niöurstööur úr bandarískri skoöanakönnun. T t T Vönduð og menningarleg helgarlesning w m vÁwmc&í vialko órmv /{mvi, vwa í) WAWÁ VAfc KOVf/NN Vlffi Í6W£MtöWuœ/\ V/6 V ^OKKO m VXbAW 06 W)AM M 'tiÓAZMAUb ® p°t m ® £, ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.