Morgunblaðið - 25.06.1982, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1982
áster...
\^4-o
... að fara fljúg-
andi í fangið á
honum.
TM Reo U.S Pat Ott — all rxjhts reserved
®1982 Los Angeies Times Syndtcate
Ertu búinn art bíða lengi?
Með
morgunkaffinu
Rannsóknarlögreglumaður spyr
um yður, herra minn. — A ég að
sækja tannburstann og rakáhöld-
in?
Bhm.ifotið i f'hfirisey.
oJúní 1982
8 M 1» M ¥ rjP L
1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30
Varið ykkur á ís-
lensku almanökunum
Tölusetning á vikum er nú-
orðið talsvert notuð í viðskipt-
um manna á meðal, og þá einn-
ig í gagnavinnslu, til að
ákvarða tímabil.
Þar sem vika (sjö dagar)
gengur ekki upp í dagafjölda í
einu ári, þarf að gilda um það
ótvíræð regla, hvenær fyrsta
vika árs byrjar hverju sinni.
Alþjóðlegur staðall (ISO 2015
— Numbering of weeks) kveð-
ur á um þetta. Staðall þessi er
ekki nógu vel þekktur hér á
landi, og íslenskur staðall um
þetta efni hefur ekki ennþá
verið gefinn út — því miður.
í alþjóðlega staðlinum eru
tvö undirstöðuatriði:
a) Vika hefst á mánudegi og
endar á sunnudegi.
b) Þegar nýjársdag ber ekki
upp á mánudag, gildir sú regla
um vikuna sem spannar ára-
mótin, að hún telst til þess árs-
ins, sem fjórir eða fleiri dagar
hennar heyra til, eða með öðr-
um einfaldari orðum: Fyrsta
vika árs er sú vika, sem hefur
fyrsta fimmtudag ársins.
Á nýbyrjuðu ári (1982) er 4.
janúar mánudagur. Fyrsta
vika þessa árs hefst því 4.
janúar, en 1,-3. janúar taldist
til 53. viku ársins 1981.
Á þessu atriði hafa flestir
útgefendur almanaka hérlend-
is flaskað nú í ár. Þeir hafa
gert 1.—3. janúar að 1. viku
ársins og byrjað síðan 2. viku
4. janúar. Fyrir bragðið eru nú
flest íslensk almanök, þar sem
tölusetning á vikum er viðhöfð,
í ósamræmi við erlend alman-
ök að þessu leyti. í viðskiptum,
svo sem landa á milli, getur
ruglingur af þessu tagi auð-
veldlega valdið slæmum mis-
skilningi og jafnvel tjóni.
Þetta er afleitur fingur-
brjótur, sem þegar hefur vald-
ið góðum mönnum hugarangri.
I viðskiptum og gagnavinnslu
er afar áríðandi að atriðum
sem þessum sé ekki klúðrað.
Það er því ærin ástæða til að
birta aðvörun til gagna-
vinnslumanna:
VariA ykkur á íslensku aiman-
ökunum 1982, hvað tölusetningu
á vikum varðar.
Skylt er þó að taka það
fram, að í Almanaki Háskól-
ans 1982, sem Þorsteinn Sæ-
mundsson stjörnufræðingur
reiknaði og bjó til prentunar,
er rétt farið með þetta atriði.
Einhvern veginn þarf að ýta
við þeim mönnum, sem gera
svona vitleysu, og leitast við að
tfyggja að þessi saga endur-
taki sig ekki.
Ef til vill er einnig meira en
tímabært, að skora á Iðn-
tæknistofnun Islands, að láta
nú verða af því að gefa út ís-
lenskan staðal um tölusetn-
ingu á vikum. Það ætti ekki að
vera margbrotið mál og því
varla ástæða til að draga það
deginum lengur.
Óttar Kjartansson
(deildarstjóri, SKÝRR).
111 meðferð á dýrum varðar við lög
Eg gat varla orða bundist er
ég las orð konu í Velvakanda
þann 20. júní. Þar segir Anna
María Einarsdóttir að hún hafi í
hyggju að skvetta sýru á þá
ketti er nálgist heimili hennar.
Það virðingarleysi fyrir mál-
leysingjum sem lesa má út úr
þessum orðum Önnu Maríu er í
einu orði sagt hryllingur. Enn-
fremur lýsir það að nokkru sál-
arástandi þeirrar manneskju er
lætur slíkt frá sér fara. Mér er
spurn, er engin leið til önnur en
sú, að elta dýrin um garðinn eða
inn í búð, með fötu af sýru til að
skvetta á þau. Ég get skilið eft-
irsjá Önnu Maríu í páfagaukn-
um hennar, það fer ekki á milli
mála að slysið sem varð, þegar
hann var drepinn af ketti, er
hörmulegt. En við skulum gá að
því að eðli kattarins er það að
veiða, það er því að sjálfsögðu
skylda þeirra sem hafa ketti að
reyna að gæta þeirra þegar
varptími fugla fer í hönd, og
undantekningarlaust verða
kettir að vera með bjöllur. Það
var þó ekki ætlun mín að gefa
kattaeigendum ráð með þessu
bréfi, heldur var það, að mér
ofbauð þær aðfarir sem Anna
María hefur upphugsað. Ég hélt
að slíkt væri aflagt og tilheyrði
sögunni. Ég sé þó nú að ofsókn-
aræði og dýrahatur er enn í há-
vegum haft hjá sumu fólki. Slíkt
ofstæki þurfum við að varast,
því ofstæki leiðir alltaf til ills.
Ég vil að endingu skora á alla
þá sem eiga dýr, að sitja ekki
auðum höndum verði dýrin
þeirra fyrir grimmdaræði þeirra
aðila sem þjáðir eru af dýra-
hatri. Verði fólk vart við illa
meðferð á dýrum ber því skylda
til að kæra slíkt til rannsóknar-
lögreglunnar. Hafa ber í huga
að ill meðferð á dýrum varðar
við lög.
Með vinsemd og virðingu,
Eðvald Marvelsson,
Hafnarfirði.
Regina Thorarensen á Selfossi skrifar:
Mikil ánægja meðal aldraðra
Mikið er gert fyrir aldraða
borgara á Selfossi. Styrktarfé-
lag aldraðra þar hefur sl. fjögur
ár byrjað fyrsta fimmtudag í
október með opnu húsi og helst
það allan veturinn þangað til
sumardaginn fyrsta. í lokahóf-
inu kemur Lúðrasveit Selfoss og
síðan eru ýmis skemmtiatriði. I
vor komu fram: Tónlistarskól-
inn, undir stjórn Björgvins
Vaidimarssonar, Inga Bjarna-
dóttir las ljóð eftir Þorkel Boga-
son, Þorkell er 92ja ára og kom
sjálfur á skemmtunina. Éinnig
las Marta Jónasdóttir frumort
kvæði. Las hún sérlega vel og
áheyrilega í sínum íslenska bún-
ingi.
Inga Bjarnadóttir er ein
þeirra sem hefur haft með hönd-
um framkvæmd þessara
skemmtana. I þetta sinn setti
hún upp þáttinn Baðstofugrín.
Þar kváðu við raust María frá
Kirkjulæk og Guðmundur Jóns-
son. Einnig spilaði Hafsteinn
Þorvaldsson á harmoniku.
Um hundrað manns sóttu
skemmtunina, sem haldin var í
hinu gamla húsi Tryggvaskála.
Eldri borgarar sakna þessara
fimmtudagsskemmtana yfir
sumarið, en það er nokkur sára-
bót að nú hefjast ferðalög
þeirra, bæði utanla.nds og inn-
an-. Stór hópur fer til írlands
17. júní. Fimmtíu manna hópur
er á förum til Dalvíkur og ætlar
hann að dvelja þar í nokkra
daga og skoða nágrennið.
Mikil ánægja ríkir á Selfossi
meðal aldraðra með hvað bæjar-
félagið og unga fólkið er hugs-
unarsamt. Ingu Bjarnadóttur og
allri stjórn Styrktarfélags aldr-
aðra er mjög vel borin sagan.
Formaður Styrktarfélagsins er
Einar Sigurjónsson.
—