Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 Eðlilega var að málum staðið - segir Bjárni Jakobsson SNÖRF átök urðu á síða-sta fundi Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, m.a. gekk Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar af fundi. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju og varaformaður Kulltrúaráðsins stjórnaði umræddum fundi og var hann inntur eflir máiavöxtum. — A þessum fundi óskaði ég eftir uppástungum um tvo aðalmenn i stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. Þegar komu fram uppá- stungur um þau Pál R. Magnússon og Rögnu Bergmann, en ljóst var, að Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins, sem setið hefur í stjórn Verkamannabústaða, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu, sagði Bjarni Jakobsson. — Það var hins vegar mat mitt og margra annarra, að eðlilegt væri að fleiri uppástungur kæmu fram. Það var því stungið upp á Guðmundi Þ. Jónssyni, varaformanni Iðju í Reykjavík. Eins og í pottinn var búið fannst mér eðlilegast, að láta fara fram leynilega atkvæðagreiðslu. At- kvæði féllu þannig, að Guðmundur fékk 7, Páll 4 og Ragna 3, þannig að Guðmundur og Páll voru réttkjörnir fulltrúar okkar í stjórn Verka- mannabústaða. Þegar þetta var ljóst gekk Halldór Björnsson af fundi og hafði þau orð, að hann myndi ekki oftar mæta á stjórnarfundi Full- trúaráðsins, þar sem hann gæti ekki sætt sig við úrslit kosninganna. — Þótt oft hafi verið stormasamt á fundunum fæ ég ekki séð annað en þetta mál endurspegli innbyrðis átök þeirra alþýðubandalagsmanna og al- þýðuflokksmanna að hluta, sem þeir verða að leysa á heimavelli. Eg vona aðeins, að Fulltrúaráðið geti starfað áfram af heilindum til hagsbóta fyrir alla umbjóðendur sína og sárin komi til með að gróa, sagði Bjarni Jakobsson að síðustu. „Starfa ekki framar á þessum vettvangi" Á ÞESSIÍM VETTVANGI mun ég ekki vinna framar með þe.ssu fólki, við það ætla ég að standa, en þessi átök ganga hins vegar ekki út yfir gröf og dauða og annars staðar vona ég að samstarfið geti orðið eins og áður,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, er Morgunblaðið ræddi við hann. Þar voru kjörnir tveir fulltrúar í og Þorbirni Guðmundssyni, en stjórn Verkamannabústaða Reykjavík. Halldór hafði lagt áherzlu á, að Ragna Bergmann yrði kjörin j stjórnina í stað Guðmundar J. Guðmundssonar, en hún náði ekki kjöri. Þeir Páll Magnússon, sem sæti átti í stjórn Verkamanna- bústaða, og Guðmundur Þ. Jónsson voru kosnir. „Það er rétt að ég gekk af fundi er úrslit lágu fyrir," sagði Halldór Björnsson. „Er Ijóst varð að Guð- mundur J. myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Verkamannabústaða fannst mér eðlilegt, að Ragna Bergmann tæki sæti hans. Hún er formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, og ég taldi ekki óeðlilegt, að hún tæki sæti formanns Dagsbúnar, en fyrir eru í stjórn Verkamannabú- staðanna nær eingöngu iðnaðar- menn eða pólitíkusar. Ég stakk upp á Rögnu Bergmann Þorbjörn tilkynnti þá að hann gæfi ekki kost á sér. Þá var stungið upp á Guðmundi Þ. Jónssyni og Páli Magnússyni. Síðan var kosið um Rögnu og þá tvo og er úrslitin lágu fyrir varð mér ljóst að um var að ræða samsæri, sem var undirbúið fyrir nokkrum vikum. Ég gekk því af fundi, hafði ekkert meira að gera á þessum vettvangi, og ætla mér ekki að starfa þar framar," sagði Halldór. Varaformaður fulltrúaráðsins, Bjarni Jakobsson, stjórnaði fundi, en hann er jafnframt varaformaður bankaráðs Alþýðubankans. Formað- ur þess er Benedikt Davíðsson, en Halldór Björnsson á sæti í banka- ráðinu. Hann var spurður hvort þessi átök hefðu áhrif á starfið þar. Halldór sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess að svo þyrfti að vera og sagðist vonast eftir góðu sam- starfi áfram í bankaráðinu. Danskt múrsteinahús við Kleppsveginn ÞAÐ ER orðið langt síðan hús úr dönskum múrsteini hefur verið byggt upp frá grunni í Reykjavik, en eitt frægt múrsteinshús, Sænsk-íslenzkra frysti- húsið var sem kunnugt er rifið fyrir skömmu. En um þessar mundir rís með miklum hraða verksmiðjuhús Trausts hf. við Kleppsveg í Elliðavogi. Hér er um að ræða 500 fm hús og 100 fm að auki á efri hæð, en danskir múrara- meistarar hófu verkið 18. júni sl. og smíði hússins verður lokið í næsta mán- uði áður en Traust hf. flytur inn. Múr- steinninn er gulur að utan og rauður á þeirri hlið sem snýr inn i húsið, með einangrun á milli, þannig að veggir eru tilbúnir þegar búið er að hlaða. Kostnaður við húsið, sem fyrirtæk- ið fær afhent fullbúið af hinum dönsku aðilum, er heldur minni en brunabótamat og þar með heldur minni en áætlaður kostnaður á steyptu húsi. Þegar múrarar hafa lokið verki sínu koma smiðir til landsins og taka endasprettinn. Traust sinnir fjölbreyttum verkefn- um, en aðalframleiðslan að undan- förnu hefur verið sjálfvirkar skreið- arpressur. Múrsteinninn gildir bæði að utan og innan. Sovétmenn vilja loft- ferðasamning við ísland SÍÐAN 1972 hafa Sovétmenn hreyft því í óformlegum samtölum við ís- lenska aðila, hvort ekki myndi grundvöllur fyrir því að taka upp við- ræður milli ríkjanna um loftferða- samning. Þetta kemur fram í Tíman- „Þessar ferðir okkar lífga mikið uppi tilveruna," segir Magnús Sigurlás- son sem hér situr við stýri fyrsta mótorskips Rangæinga. Er það nema furða að gæslumenn hafi rekið upp stór augu þegar þeir sáu Þykkbæing Rá 1 á siglingu undan Suðurlandi? „Ef þið eruð gæslunni þá frá Landhelgis- er þetta bíll“ ÞYKKBÆINGUR Rá 1 heitir eitt fyrsta mótorknúna skipið sem gert er út á ströndinni frá Stokkseyri til Hornafjarðar. Sú staðreynd er þó ekki athyglisverð, heldur hin að skipið er bandarískur landgöngu- prammi og líkist öllu fremur bif- reið en báti. „Við keyptum hann saman tíu þorpsbúar á 173 þúsund krónur fyrir hálfu ári, og gerum hann út í félagi," sagði Magnús Sigur- lásson, oddviti, þegar við spurð- um hann um tilkomu hins sér- kennilega farartækis sem stað- sett var langt uppí landi við Þykkvabæ. „Pramminn er fjög- urra eða fimm ára gamall og var síðast í Norfolk þar sem eldri maður átti hann.“ — Hvers vegna landgöngu- pramma í Þykkvabæinn? „Flestir eigendurnir eru af- komendur útvegsbænda hér í Þykkvabæ og vilja eiga kost á að komast á sjó þegar þá langar. Það er mikil lífsfylling að kom- ast á sjó í góðu veðri. Hjá okkur er þetta fyrst og fremst tóm- stundagaman, en hér áður fyrr var þetta brauðstrit fátækra bænda." — Og hvernig fiskast? „Nú, við fáum í kringum eitt tonn í ferð, mest ufsa og þorsk. Þú sérð að við höfum allavega fisk í soðið og það góðan fisk, því hér er ekki bölvaður hringorm- urinn eins og í Breiðafirðinum. Við erum á handfærum hér rétt fyrir utan land. Yfirleitt förum við snemma út að morgni og er- um svona til hádegis eða kvölds eftir því hvernig veiðist. En þar sem þetta er nú bara frístunda- gaman förum við ekki út nema það sé dauður sjór.“ — Er áhöfnin samstíga? „Ef nokkuð er hundraðprósent fínt þá er það mórallinn um borð í Þykkbæing. Þessar ferðir okkar lífga mikið uppá tilveruna. Það eru þrír menn skipstjórar til skiptis. Þetta er nokkurs konar atvinnulýðræði hjá okkur." — Þykir þetta ekki kúnstugt tæki? „Jú, jú, á páskunum sigldi til dæmis varðskipið Ægir að okkur og þeir spurðu hvað þetta væri eiginlega. Við sögðum að ef þeir væru frá Landhelgisgæslunni þá væri þetta bíll, en ef þeir væru frá lögreglunni þá væri þetta bátur.“ um I gær og skýrir blaðið jafnframt frá því, að Steingrímur Hermanns- son samgönguráðherra hafi rætt um hugsanlegan loftferðasamning milli íslands og Sovétríkjanna í nýlegri Moskvuför sinni. Þessar viðræður hafi farið fram að ósk sovéska flugmálaráðherrans. Rök Sovétmanna fyrir því að gerður verði loftferðasamningur við íslendinga eru hin sömu og nú eru notuð til að rökstyðja nýgerð- an samning um efnahagssam- vinnu og viðurkennd hafa verið réttmæt af viðskiptaráðherra, Tómasi Árnasyni, og utanríkis- ráðherra, Ólafi Jóhannessyni, sem sé þau, að Sovétríkin hafi nú loft- ferðasamninga við nálega öll Evr- ópuríki nema ísland. í frétt Tímans segist Steingrím- ur Hermannsson hafa rætt þetta mál við fulltrúa Flugleiða, sem væru því andvígir að Aeroflot, sovéska flugfélagið, fengi flugleyfi hingað, þar sem það myndi draga úr farþegafjölda Flugleiða hf. Kemur fram, að af þessum ástæð- um hafi Steingrímur Hermanns- son ekki talið grundvöll fyrir loft- ferðasamningi milli íslands og Sovétríkjanna. I nýgerðum samningi um efna- hagssamvinnu milli íslands og Sovétríkjanna er mælt fyrir um samvinnu milli íslenskra og sov- éskra „stofnana og fyrirtækja“. Telja aðilar, sem því eru kunnugir, að Sovétmenn muni nú setja fram óskir um loftferðasamning á nýj- um forsendum og höfða til „sam- vinnu“ Aeroflot og Flugleiða hf. eða Arnarflugs hf. Ríkisstjórn Sovétríkjanna telur, að gagn gæti orðið að loftferðasamningi við ís- land, þótt ekki væri ráðgert af Aeroflot að efna til reglulegs far- þegaflugs til íslands að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.