Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 21

Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 21 Fimmtugur: CHANDIGARH Kathmandu CORíiETT NATIONAL PARK (GANGTOK JAISALMER SARISKA LUCKNOW Q JAIPUR JOOHPUR 0 chittorgarhQ * SHILLONG KHAJURANO daan Veró kr. 27.000 London — Bombay — Fílahellarnir Aurangabad — Ellorahofin — W^m Pachora — Ajanta Dehlí — Agra — Taj Mahal — Gwalior — Varansi Gangesfljót — Bodh Gaya — Rajgir — Nalanda Patna — Katmandu í Neapal — Ghatgaon Calcutta — Bagdogra — Tígrishöföi meö útsýni til Himalayafjalla j — Ghoom klaustrið Darjeeling — Dehli — Bombay — London Möguleiki á aó framlengja dvölina í London í bakaleió FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VI0 AUSTURVOLL SÍMI 26900 Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtakanna GRIOTG ver ja lakk og luktir Grindina festum við á meðan þú færð þér kaffi. Sendum einnig í póstkröfu. m BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 Aðeins tveir boltar og grindin er laus. A morgun, mánudag 5. júlí, er Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka Islands, fimmtugur. Gunnar fór ungur að vinna við verzlun. Um fermingu vann hann hjá Jóni Péturssyni í verzluninni Portland. Er Jóhann Jónsson stofnaði verzlunina Teigabúðina réði Gunnar sig til hans og hóf þar störf í marz 1947. Pjórum árum síðar keypti svo Gunnar Teigabúð- ina af Jóhanni og gerðist þá þegar kaupmaður í eigin verzlun, aðeins nítján ára gamall. Arið 1960 bygg- ir Gunnar verzlunarhúsnæði inn við Gnoðarvog og stofnar þar verzlun sem fær nafnið Vogaver og rekur hana í fimmtán ár, eða til ársins 1975, ásamt félaga sínum, Árna Kjartanssyni. Þá fær Gunnar verzlunarlóð í Breiðholti að Lóuhólum 2—6 og gerir þar sitt stærsta átak og byggir þar upp verzlunarmiðstöð og nefnir Hólagarð, sem hann opnaði í júní 1975. Og hann lætur ekki staðar numið. í vor hóf hann byggingu á stóru verzlunarhús- næði við Lóuhóla, sem stækkar Hólagarð allt að því um helming. Þetta er í stuttu máli fram- kvæmdasaga ungs manns sem byrjaði sem sendisveinn í Verzlun- inni Portland fyrir 37 árum. En jafnframt því að Gunnar hefur staðið í miklum byggingarfram- kvæmdum og verzlunarrekstri, hefur hann gefið sér tíma til að sinna tímafreku og yfirgripsmiklu félagsmálastarfi fyrir verzlun- arstéttina. Hann var kjörinn í stjórn Fé- lags kjötverzlana 14. apríl 1966. Formaður Félags kjötverzlana var hann kjörinn ári seinna, eða 16. maí 1967, og gegnir því for- mannsstarfi til ársins 1974. Gunn- ar var kjörinn varamaður í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasam- taka íslands 17. marz 1970. Hann var kjörinn aðalmaður í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasam- takanna 9. marz 1971 og þá sem gjaldkeri. Á aðalfundi Kaup- mannasamtakanna 24. febrúar 1972 var Gunnar kjörinn varafor- maður samtakanna. Formaður Kaupmannasamtaka Islands var Gunnar svo kjörinn á aðalfundi 15. febrúar 1973, og hefur verið það síðan, eða í rúmlega níu ár, og lengur en nokkur annar. Hér hefur verið stiklað á stóru í félagsmálastarfi Gunnars, því að auki hefur hann starfað í ótelj- andi nefndum og ráðum á vegum samtakanna og sérgreinafélag- anna. Hann hefur setið í fulltrúa- ráði Kaupmannasamtakanna, í stjórn Matkaups og situr í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og svo mætti lengi telja. Gunnar hef- ur valist í þessar trúnaðarstöður fyrir stétt sína vegna mannkosta sinna og dugnaðar. Hann hefur í stjórnartíð sinni í KÍ lagt áherslu á að stækka og treysta þann félagslega grunn sem Kaupmannasamtök Islands eru byggð á, m.a. með því að stofna kaupmannafélög út um lands- byggðina og styrkja þau sem fyrir voru. Af sama toga var einnig spunnin sú ákvörðun að KI gengi í Vinnuveitendasamband íslands, en Gunnar er þar í framkvæmda- stjórn. Kona Gunnars er Jóna Valdi- marsdóttir og eiga þau fjögur mannvænleg börn. Gunnar hefur notið þeirrar gæfu að vera vel giftur og að eiga samhenta fjöl- skyldu sem hefur lagt sig fram við rekstur verzlananna. Þau hjón hafa búið sér fallegt heimili að Lundahólum 5, og gætir þar í ríkum mæli smekkvísi og listrænnar sköpunargleði hús- bændanna. Starf Gunnars Snorrasonar fyrir kaupmenn er ekki hægt að meta til peninga, en ég sem starf- að hefi með honum öll árin hér hjá Kaupmannasamtökunum get bor- ið um það að ef þurft hefur, hefur hann lagt nótt við dag í starfi fyrir samtökin. Kaupmannasamtök Islands senda Gunnari Snorrasyni og fjöl- skyldu hans hugheilar árnaðar- óskir á þessum merku tímamótum í ævi hans, og við vitum og vonum að hann eigi enn fyrir höndum langan og farsælan starfstíma. Starfsfólk skrifstofu Kaup- mannasamtakanna árna honum og fjölskyldu hans allra heilla og persónulega sendi ég honum bestu afmælisóskir og þakka honum tveggja áratuga ánægjulegt sam- starf. Jón I. Bjarnason sirnanúr 367 I (\ex\ð 'Tt AUCLÝSINCASTOFA MYNOAMÖTAHF INDL AND.NEPAL 23. október — 16. nóvember. Fararstjóri: Sig. A. Magnusson ÖRFÁUM SÆTUM ÓRÁÐSTAFAÐ í ÞESSA EINSTÆDU ÆVINTÝRAFERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.