Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 32

Morgunblaðið - 04.07.1982, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 Kemur færandi hendi með tónlist úr dýrmætu gömlu plötusafni sínu Viðtal við sr. Gunnar Segaard Sr. (jlunnar S»j»aard, sóknarprostur í Skarum í Ilanmörku, er kominn til Islands færandi hendi. Ekki til aó borta okkur faj'nartarbortskapinn, heldur tónlist. Sú tónlist mun berast j»ej»n um útvarpirt, flutt af gömlum hljómplötum úr hinu einstærta 8.000 plötu safni hans, sem í eru marjjar dýrmætar oj; ófáanlej»r 78 snúninj»a plötur. — I»að er ekki fjöldinn sem máli skiptir, saj»rti (iunnar Sojjaard í virttali virt Morgunblað- irt, heldur gærti safnsins, og þær gömlu upptökur sem ekki eru lengur finnanlegar. Ilann kvartst hafa reynt art velja í þættina sína fjóra í Kíkisútvarpinu plötur, sem hann teldi ólíklegt art væru til hér á landi erta í safni útvarpsins. Hann hafði verirt art j'anj'a Irá fjórum 45 mínútna þáttum í Kíkisútvarpinu, þegar virt hittum hann art máli. Kn frænka hans hefur þýtt skýringar hans með á íslensku. Sr. Gunnar Segaard á líka ann- að erindi til íslands. Hann er héð- an ættaður. Móðir hans var Anna Dagmar Sveinsdóttir, fædd á Ak- ureyri 1902 og fór tvítug aö aldri til Danmerkur, þar sem hún bjó í Sejs í nánd við Silkibor^í til 1975. Hugðist Gunnar fara norður til Akureyrar á æskustöðvar móður sinnar nu í vikunni, en veit ekki hvort þar er enn eitthvað af ætt- ingjum hans. Sjálfur býr hann nú hjá ættintíjum í Reykjavík, í Stóratíerði 31. Flutti tónleika og sótti sér konu Faðir hans Niels Sojíaard, sem var píanóleikari og tónlistarkenn- ari, kom til Islands á árunum 1921—23 o(í hélt þá m.a. tónleika með fiðluleikaranum Henry Baunviji. Hafði Gunnar meðferðis tónleikaskrána frá þessum kon- sert í Bárunni laupardainn 19. febrúar, þar sem Henry Baunvig lék á fiðlu og Niels Sogaard á pí- anó m.a. vorsónötu Beethovens .En Niels Sogaard kom lék hér oftar og lék á þeim árum. Hann var t.d. undirleikari Sigurðar S. Skagfields og Eggerts Stefánsonar á söngskemmtunum þeirra, lék tvo konserta í Vestmannaeyjum með Theodór Arnasyni og lék á kammermúsikkvöldum í Nýja bíói haustið 1922 og í febrúar það ár, þar sem þeir Þórarinn Guð- mundsson og Theodór Arnason léku á fiðlur, Otto Bötcher á víolu, Þórhallur Arnason á sello og Niels Sogaard á píanó verk eftir Mozart, Haydn og Beethoven, Brahms og Sveinbjörn Sveinbjörnson. Niels Sogaard hefur ekki farið erindisleysu til Islands á þessum árum, því Anna Dagmar Sveins- dóttir heldur með hohum til Dan- merkur 1922. Og það var mikið um tónlistarflutning á heimili þeirra Nielsar og Önnu á æskuárum Gunnars. — Ég fékk tónlistina í vöggugjöf, segir Gunnar. Þurfti ekki að hafa fyrir því að kynnast sjálfur Chopin eða Beethoven. Við hlustuðum á sónötur Beethovens, etýður Chopins og hina stóru konserta Tchaikowskys og Schu- manns. Það voru stundum haldin músikkvöld á heimilinu og börnin heyrðu tónlistina upp í svefnher- bergið, þegar þau voru að sofna. Það var tónlistarfélag í Silkiborg og margir þekktir tónlistarmenn voru þar á ferð. Gunnar Sogaard segir að það hafi eiginlega verið móðir hans, sem hvatti hann til að lesa guð- fræði og gerast prestur. Henni fannst engin framtíð fyrir ungan mann á tónlistarbrautinni. Fyrir stríð hafði faðir hans lofað honum ferð til Islands, ef hann tæki stúd- entspróf, sem hann gerði. En þá var komin heimsstyrjöld. Og eftir stríð var maður bara fátækur stúdent, segir hann. Það var ekki eins og nú, þegar stúdentar hafa fé til alls. Ég vann fyrir mér á námsárunum með því að vera burðarmaður á járnbrautarstöð, og það dugði til þess að ég þurfti ekki að taka lán og kom út úr námi skuldlaus. — En samt varstu byrjaður að kaupa grammofónplötur. Manstu þegar þú eignaðist fyrstu plötuna? Gömlu shell-lakk- plöturnar hurfu — Já, 1940. Það var Ungversk rapsodía eftir Franz List leikin af Alexander Breilowski. Þá var ég glaður. Það var ekki auðvelt fyrir skóladreng að komast yfir 5 krón- ur fyrir grammofónplötu. Og ég hikaði ekki við að velja. Hafði heyrt píanistann Breilowski, fór að leita að því hvað hann hefði leikið fleira og fór svo að safna plötum með honum. Og síðan fór maður að velta fyrir sér, hvort aðrir píanóleikarar hefðu ekki leikið þessa rapsodíu og þá hvern- ig. Þá fór ég að leita að því. Og þannig byrjaði safnið að vinda upp á sig. Pabbi var píanóleikari, svo að áhuginn beindist eðlilega að píanóleikurum, en það var ekki létt fyrir námsmann að eignast plötur fyrir 40 árum. Maður skoð- aði í búðarglugga hljóðfæraversl- ananna. Ég man þar eftir fimm platna albúmi með Silungskvint- ett Schuberts, sem píanistinn Max Pauer og Leipziger Gewandt- haus-kvartettinn léku. En 25 krónur, það var ekki einu sinni hægt að láta sér til hugar koma að eignast hann. Svo hvarf það úr glugganum og sást aldrei meir. Sr. Gunnar Ssgaard Það versta var, að eftir stríð hurfu brátt gömlu svokölluðu fyrir- stríðsupptökurnar og margar þeirra komu aldrei aftur á mark- aðinn. En mestu erfiðleikarnir urðu eftir 1950, þegar long play- ing-plöturnar komu fram með al- veg nýjar upptökur og nýja lista- menn, og brátt voru gömlu 78 snúninga shell-lakk-plöturnar al- veg horfnar. Ég held að mér sé óhætt að segja, að söfnun mín á gömlum 78 snúninga plötum hefur verið á við stórt hindrunarhlaup. Nú, þetta söfnunaræði greip um sig, eftir að maður var einu sinni byrjaður, og það fundust leiðir til að fá það sem vantaði. Ég komst í samband við safnara erlendis, og gat skipst á plötum. Ég er með sambönd i Englandi, Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum og á því plötur þaðan, sem aldrei hafa verið til í Danmörku. Þannig hefur mér tek- ist að eignast mikið af sjaldgæfum eintökum, sem ekki finnast leng- ur. Fyrst og fremst píanóleik og kammermúsik, og raunar öðrum tegundum af tónlist fyrir hljóð- færi, en ekki svo mikið af söng og óperutónlist. — Svo við getum átt von á að heyra í íslenska útvarpinu upptök- ur sem hér hafa aldrei heyrst áð- ur. Viltu nefna mér eitthvað af því, sem þú verður með. Ný plata með Telmányi og Hubay — Ég segi til dæmis frá ung- verska fiðluleikaranum Emil Telmányi, sem var tengdasonur Carls Nielsen og nemandi Jenö Hubays. Þessi góði vinur minn er 90 ára á þessu ári. í tilefni þess höfum við gefið út plötu með upp- tökum á leik bæði Emils Telmán- yis, sem íslendingar þekkja frá mörgum tónleikum þegar hann lék hér, og leik Jenös Hubays, sem á sínum fima lék með Lizst. His Master’s Voice tók upp örfá verk á plötur með leik Hubays fyrir 50 árum og þetta er í fyrsta skipti sem nokkur af hinum mjög sjald- gæfu plötum Hubays er flutt yfir á long playing-plötu. Það er í rauninni dapurlegt hve fáar upp- tökur eru til með þessum stór- kostlega mannir sem hafði svo mikil áhrif á marga fræga tón- listarmenn. Emil Telmányi, nem- andi hans, lék inn á margar grammofónplötur með hljómsveit- um og með Annette Telmányi, konu sinni, sem var sellóleikari og Telmányi-kvintettinum. Hann er þrátt fyrir háan aldur enn í fullu fjöri við kennslu, stjórnun og út- setningar og á þessari nýju plötu eru í fyrsta skipti flutt af 78 snún- inga plötum lítt heyrð verk með leik hans. Gunnar Sogaard dregur upp úr pússi sínu enn einn bunkann af skrám, frá Islandi, sem sýna að þeir eru ófáir hljómleikarnir, sem Emil Telmányi efndi til á Islandi, bæði fyrir stríð og eftir stríð, þeir fyrstu voru í Nýja bíói haustið 1925. Þá hefur hann á hálfum mánuði flutt Reykvíkingum á 7 hljómleikum stærstu verk klass- ískrar tónlistar með nýrri tónleikaskrá í hvert sinn, þar á meðal eina kirkjutónleika með Páli Isólfssyni í Dómkirkjunni. Aftur hefur Emil Telmányi komið haustið 1939 og flutt kirkjuverk með Páli í Dómkirkjunni, um leið og hann leikur með Anette konu sinni og Hljómsveit Reykjavíkur fiðlukonserta fyrir Tónlistarfélag- ið. Og fljótlega eftir stríðið, þegar leiðir opnast, koma þau hjónin enn og hann efnir til þrennra fiðlutónleika fyrir Tónlistarfélag- Koncerten i Bárunni Lördag d. 19. Februar 1921 af Henrý Baunvig (Violin) Niels Sögaard (Piano) L. van Beethoven: Sonate V (Frúhlíngs Sonate) a. Allegro b. Adagio c. Scherzo d. Rondo (Baunvig og Sögaard) V. Brodersen: Impromptu (Op. 2. No 3) B. Godard: Hymne Rameau: Gavotte Mozart: Tysk Dans A. Dvórák: Allegro (N. Sögaard) (Baunvig og Sögaard) Faðir Gunnars, Niels Segaard, lék hér i mörgum tónleikum á árunum 1921—22, m.a. þessum, með Henry Baunvig. Kiðluleikarinn frægi Emil Telmányi kom hingað bæði fyrir og eftir stríð og lék fyrir Keykvíkinga á mörgum tónleikum, m.a. á þessum Bach-hljómleik- um í Dómkirkjunni með Pili ísólfssyni 1925. Hann er níræður í ár og af því tilefni er gefin út ný hljómplata með gömlum upptökum hans og læriröð- ur hans Jenö Hubays, tekin úr safni Gunnars Sogaard. ið, þar af eina æskulýðstónleika. Og muna margir íslenskir tónlist- arunnendur eflaust vel eftir því. Við veitum því athygli að á alb- úminu er m.a. nefndur píanóleik- arinn frægi, Ignaz Friedmann, sem Telmányi lék með í Stokk- hólmi 1912 og sem fékk hann þá með sér til Kaupmannahafnar. Það verður til þess að Gunnar Sogaard segir kíminn sögu af pí- anistanum, sem e.t.v. gefur hug- mynd um frásagnarlist hans. En hún nýtur sín ekki nema á frum- málinu og við látum hana fljóta með. Ignaz Friedmann flúði til Ástralíu á stríðsárunum, og þegar hann kom þangað 1940 fór fram eftirfarandi samtal: „What’s yer nime?“ „My name is Ignaz Friedmann" „W h a t?“ „Ignaz Friedmann" „Howdjer spell it“ „I write it for you“ „Whats yer occupation?" „I am a pianist" „A what?“ „I play the piano" „Yermeantersay you pl’y the pianner for a living?" „Yes“ „And where jer pl’y the piann- er?“ „London, Berlin, Paris, Wienna, Copenhagen etc.“ (Thinking pause) „Who’s yer boss?“ 45 þættir í danska útvarpinu Þetta leiðir talið að því, að Gunnar Sogaard hefur síðan 1975 flutt 45 útvarpsþætti, þar sem hann leikur plötur úr safni sínu og segir frá á milli, og hafa þeir 19 sinnum verið endurfluttir. — En ég á samt nóg efni eftir í ótal fleiri þætti, segir hann. Söfnun tekur heldur aldrei enda, alltaf bætist við. Ég er til dæmis í sambandi við bandaríska fyrirtækið Inter- national Piano Archives í New York og skiptist á plötum við þá. Þeir fá efni af mínum plötum til að flytja yfir á long playing- plötur, og ég fæ allt sem þeir gefa út. Einnig hefur tónlistarskólinn í Canberra í Ástralíu fengið upp- tökur frá mér til kennslu. Þótt dýrt sé að safna gömlum plötum, þá fær maður svolítið upp í kostn- aðinn með útvarpsþáttum, útgáfu og skiptum. — Þetta er ákaflega skemmti- legt, heldur hann áfram. Eigi maður plötusafn, kynnist maður bæði tónlistarfólki, plötusöfnur- um og öðrum. Yfirleitt er fólk ákaflega jákvætt í garð klassiskr- ar tónlistarsöfnunar. Maður finn- ur velviljann og ánægjuna sem fólk hefur af því að ræða um þetta efni, svo loftið er blátt áfram gló- andi af skilningsríkri góðvild. Margir eiga auðvelt með að ræða viðhorf sín til tónlistar við plötu- safnara. Þá er manni gjarnan í upphafi sagt hve gaman viðmæl- andinn hafi af klassískri tónlist, en hann hafi nú enga þekkingu á henni. Og svo koma þessar hefð- bundnu yfirlýsingar um að Chopin sé indæll, Mozart dásamlegur, Schubert stórkostlegur o.s.frv. Sem er vitanlega allt laukrétt, það er að segja ef litið er á tónlist sem nokkrus konar afþreyingu á borð við íþróttir eða stjórnmál. En þar sem tónlistin er ósvikin list, er hún allt annað en afþreying. Þá er hún upplifun, og erfitt — ef ekki ógerlegt — að finna samlíkingar til að lýsa munnlega eða á prenti þessu óljósa hugtaki: list. Árum saman hefi ég fengið að deila upp- lifun tónlistarinnar og áráttu safnarans með tónlistarunnend- um, bæði músikvinum og söfnur- um. Það segði íslendingum sjálf- sagt ekki mikið þótt ég færi að télja upp nöfn. Við látum því staðar numið í viðtalinu, og hlökkum bara til að heyra þættina sem sr. Gunnar Sogaard hefur útbúið með plötum úr sínu dýrmæta safni fyrir ís- lenska útvarpshlustendur, en áformað er að hefja þá um 22. júlí °g flytja næstu þrjá með viku millibili. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.