Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 V F Hvað ættum við að lesa I I J E í sumarleyfinu? I texti JOHA.W A KHISTJÓNSDÓTTIH Faðir og sonur eftir Simenon Georges Simenon er ekki af- þreyingabókahöfundur í þeim skilningi sem margir leggja í orð- iö, en bækur hans eru afar að- gengilegar og sameina marga kosti skemmtibóka og alvarlegra bókmennta. Frægur er lögreglu- foringi hans Maigret, söguþer- sóna í tugum, ef ekki hundruöum bóka. Sú bók sem hér er valin er þó af öðrum toga og sögusviðiö Bandaríkin, heldur óvenjulegt í Simenonbókum. Dave Galloway er miöaldra úrsmiður, sem hefur annast son sinn, Ben, frá því konan hans hljóp í burtu fyrr óralöngu. Galloway hefur annast son sinn af mikilli umhyggjusemi og telur sig eiga trúnað sonar sins og vináttu óskiþta. Það kemur í meira lagi flatt uþþ á hann, þegar Ben hverfur allt í einu að heiman og það kemur í Ijós að hann hefur farið með stúlku með sér, sem býr í ná- grenninu. Einhver undarleg martröð hefst sem gengur öld- ungis á skjön viö það reglu- bundna og tilbreytingarlausa líf sem úrsmiðurinn hefur lifaö. Lögreglumenn sækja hann heim, það kemur í Ijós að sonurinn hef- ur skotiö mann og stoliö bíl. Galloway verður einnig að kyngja því að sonur hans vill hvorki heyra hann né sjá og viröist enga eftirsjá á honum aö merkja vegna þess sem hann hefur gert. Undir lokin verður Galloway þó að viöurkenna aö á sínum tima haföi hann brotizt undan valdi fööur síns og griþið til sinna ráöa, þótt þaö heföi ekki sams konar afleiðingar og gjörð Bens. Hann horfist í augu viö oröinn hlut og úr þússi sínu dregur hann þrjár myndir, eina af fööur sín- um, aöra af sjálfum sér og þriöju af Ben og lætur ramma þær saman. Kannski þeir hafi ekki verið jafn ólíkir, þegar öll kurl koma til grafar. Sumarleyfistíminn er genginn í garö og honum er variö á ýmsan hátt, sumir fara um fjöll og firnindi, sækja á strendur sólarlanda og allt þar í milli. I sumarleyfinu er ekki hvaö sízt gott aö velja sér áreynslulítið og þekkilegt lestrarefni, meiri hvíld í slíku en lærðum skýrslum eöa bókum sem verulega kalla á heilabrot. Afþreyingabækur þurfa hreint ekki að vera lítilmótlegar, þær veita ánægju á meöan þær eru lesnar, og stöku meira en það og þær gera á þann hátt sitt gagn. Undanfarin sumur höfum viö gluggaö í hvaö fýsilegt gæti verið aö grípa meö sér í sumarleyf- iö og tökum upp þráöinn enn á ný. Simenon er sem fyrr leikinn í að skapa andrúmsloft, sem gríp- ur áhuga lesandans og þótt per- sónan Ben sé heldur óljós er sú mynd sem hann dregur upp af Dave Galloway meistarastykki. To Love Again eftir Danielle Steel Danielle Steel er mikill tízku- höfundur vestanhafs um þessar mundir, einkum hjá þeim sem eru drjúgir kaupendur pappírs- kilja, ég man ekki betur en ég hafi séð að tvær bækur hennar væru á pappírskiljametsölulist- anum um þessar mundir. Ég hef einhvern tíma í þessum dálkum minnzt á bókina Going Home, hún var fjarska viökvæmnisleg og upphafin, og þessi hefur öll sömu einkenni. Sögusviöiö er ít- alía, þar búa falleg hjón Amadeo öllum lögmálum skemmtisög- unnar, harmur, dulin ást, leiö til björgunar, afturkippur og enda- lok góð. Við lestur bóka Daneille Steel veröur Ijóst aö hún getur skrifað liðlega og þaö er hægt aö komast þrautalítið í gegnum bók eftir hana — en maöur þarf samt aö hvíla sig á henni á milli. sjá, kannski ekki sízt þeir sem liföu ekki hryllinginn. Það kann auðvitað að hafa nokkra þýö- ingu, þá fellur hryllingurinn ekki i gleymsku og dá, en hins vegar á stundum er liklega á mörkum hverju menn trúa um mannlega grimmd. Þaö er ekki mannleg grimmd - SEX SIGNS JUDITH BENNETT tvefy woman's JACK HtGGINS — THEíAGLE HAS LAHDED og Isabella. Þau reka stórfrægt tízkuhús, sem er aö því er virðist merkilegasta tízkuhúsiö i heimin- um, enda þau hjón miklir snill- ingar. Við sögu kemur vinur þeirra Bernando, hann varar þau hjón við aö sýna ekki meiri gætni, á þessum síöustu og verstu mannræningjatímum. Síð- an kemur aö því að Amadeo verður fórnarlamb mannræn- ingja og Isabella reynir árang- urslaust aö safna lausnargjalds- upphæöinni, en allt kemur fyrir ekki aö Amadeo finnst myrtur daginn eftir. Síöan fylgir sagan dyggilega Storm Warning eftir Jack Higgins Jack Higgins er vel þekktur hér fyrir bók sem var þýdd eftir hann og kom út á íslenzku fyrir nokkrum árum „Örninn er setzt- ur“. Síðar held ég að kvikmynd hafi verið gerð eftir þeirri bók. Higgins er að þvi er mér sýnist einn af ótal mörgum höfundum sem sækir efni sitt í atburöi úr siðari heimsstyrjöldinni, þaö er seint sem hún ætlar aö ganga til þurrðar sem efniviöur bóka, sjónvarpsþátta og kvikmynda og alltaf er fólk sólgið i aö lesa og sem verður ofan á í sögu Higg- ins, heldur göfugmennska og hetjulund, þegar óvinir leggjast á eitt til aö bjarga fólki úr sjávar- háska. Skipið Deutschland haföi lagt úr höfn í Brasilíu meö all- marga farþega innanborös, sem fundu sig knúöa til aö komast heim til Þýzkalands, þótt ástand- iö þar væri augsýnilega hiö öm- urlegasta. Eftir mikla hrakninga er skipið aö nálgast, fariö er fram hjá Skotlandsströndum í band- vitlausu veöri og skipiö rekur stjórnlaust upp aö smáeynni Fhada. Þar er í haldi þýzkur kaf- bátaforingi og stríöshetja. Er þá ekki aö orölengja þaö, aö áhöfn á þýzkri orrustuvél og brezkir eyjaskeggjar — undir stjórn hins hugprúöa þýzka kafbátaforingja leggjast á eitt og leggja mikiö í sölurnar til aö reyna aö bjarga fólkinu á Deutschland. Um þaö þarf ekki að orðlengja aö fyrir vikiö fær kafbátaforinginn að stela sér bát og reyna aö komast í burtu, stúlkunni Janet til sárrar hrellingar, sem hefur lagt ást á manninn. Sagan endar á þessa leiö og það er til dæmis ekki víst aö kafbátaforinginn hafi sloppiö, en mjög trúlegt, því aö maöurinn er mikill garpur. Læsileg bók, og Jack Higgins hefur aö því leyti sérstööu miöaö viö ýmsa höfunda, aö honum virðist vera nokk sama þótt hann þurfi aö fórna nokkrum vænum sögupersónum fyrir sennilegan þráö. Þaö getur á stundum verið ágætt, og gefur skrifum Higgins raunverulegra yfirbragö fyrir vik- iö. Sex Signs efftir Judith Bennett Allir hafa áhuga á aö lesa um stjörnumerki, hversu tregir sem ýmsir eru nú aö viðurkenna þaö. Þaö leynist meö okkur ótrúlega mikil forvitni aö lesa um þaö hvernig viö séum nú innrætt, hverjar séu okkar langanir og hverjir séu okkar ókostir og svo framvegis og ættum viö þó aö vita þetta margt. Okkur finnst fjarskalega skemmtilegt aö lesa um þaö, hvernig merkin eiga saman, þó svo aö það þurfi ekki aö vera vitundaragnarögn aö marka neitt af því og þaöan af síður aö viö förum eftir því þegar við erum aö velja okkur aöila til náinna samskipta. SEX Signs Judith Bennettt er dálítiö ööru- vísi bók en margar þær sem ég hef gluggaö í áöur um þessi fræöi, hún er til dæmis langt frá þvi aö vera jafnréttislega sinnuö, því aö í bókinni er aöeins kven- mönnum sinnt, Judith Bennett hefur engan áhuga á aö skrifa um hvernig karlmenn bregöist viö undir hinum og þessum kringumstæöum. Svo er aukin heldur búin til sérstök kvenvera sem heitir „The Cosmic Woman“ og ef viö erum ekki ánægöar meö þann vitnisburð sem viö fáum hjá okkar merki getum viö leitaö á miö annarra merkja en þó er langtrúlegast aö vlö séum komnar svo langt aö viö séum aö sameinast The Cosmic Woman. Dálítiö fráleit bók en verulega skemmtileg aflestrar. TOYOTA rafmagns lyfftari 2ja tonna Lítið notaður, í mjög góðu ásigkomulagi. Allar nánari upplýsingar hjá sölumanni. TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SIMI44144 Júlí S IVI Þ M F F L í 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Feröaáætlun SAS DC-8 flugs til Narssars- suaq og Kaupmannahafnar. Hafiö samband viö feröaskrifstofurnar, eða SAS, Laugavegi 3, 2. hæð Búnaðarbanka- húsinu — símar: 21199/22299.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.