Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 39

Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982 39 Arnkell Ingimund- arson — Minning Fæddur 5. október 1900 Dáinn 23. júní 1982 Ég hitti hann á hlaðinu fyrir utan Glæsibæ, viku áður en hann var allur. Hann var að koma frá lækninum sínum, en var hress, miklu hressari en ég átti von á, eftir strangar sjúkrahúslegur hans á liðnu ári, með gáskablik í auga og lét vel af sér. Ég sá að hann hafði gránað mjög síðan göt- ur okkar lágu síðast hver á aðra; miklar augabrýrnar hvítar eins og á öldungum musterisins í helgi- myndunum, sem maður fékk á Landakoti hér á árum áður — og það fór honum vel. Arnkell hét hann, Ingimundar- son, en allir þekktu hann sem Kela í Ölgerðinni, og ég held jafnvel sumir hafi haldið að hann héti sem orðanna hljóðan; — einu sinni var hann spurður hvort hann væri Egill Skalla-Grímsson sjálfur. Hér ristir dýpra en spaugið eitt: þau störf, sem honum voru falin og hann sjálfur urðu eitt; — sem fyrirtækið væri hans og hann fyrirtækið — og þó hann væri löngu hættur störfum var ekkert breytt. Hann spurði mig í þaula á hlaðinu við Glæsibæ og það var eins og hann hefði hætt að vinna í gær. Hann mun fyrst hafa tengst fyrirtækinu Ölgerðin Egill Skalla-Grímsson á árunum 1924—1928, þá sem starfsmaður Kristins heitins Sigurðssonar, múrarameistara, sem á þessum tíma hafði með höndum byggingu ölgerðarhúsa fyrirtækisins við Njálsgötu. Þegar Kristinn, að hús- um þessum fullbyggðum, réðist fastur samstarfsmaður vinar míns, Tómasar heitins Tómasson- ar, ölgerðarmanns, sem verkstjóri við þetta fyrirtæki hans, fylgdi Keli vinnuveitanda sínum og vini, og urðu vistaskiptin ekki fleiri þessa heims. Lýsir það reyndar manninum orðum betur, enda varð hann sjálfsagður eftirmaður Kristins, sem yfirverkstjóri að honum látnum, árið 1945, og ann- aðist starfið af þeirri kostgæfni, sem honum var eðlislæg, meðan heilsa entist, eða í full tuttugu ár. Þegar starfsþrek tók að bila, flutti hann sig um set, og annaðist ýmis léttari störf innan fyrirtækisins næstu sjö árin. Ekki mun hann hafa látið af störfum léttu sinni, en þar tók heilsan völdin og ákvað starfsdegi lokið. Við kölluðum hver annan stund- um „fóstra" — og ekki að ófyrir- synju. Nær sextán ára að aldri var mér um nokkurra vikna skeið fengið athvarf hjá þeim hjónum, Valgerði heitinni Gunnarsdóttur og Kela, í fjarveru foreldra minna, sem ekki munu hafa treyst stráknum einum heima, meðan þau dvöldust erlendis; þá fyrir all- nokkru búnum að uppgötva bæði stelpur og brennivín og vísum til alls. Á þessum vikum breyttist ekki alveg óttalaus virðing ungl- ingsins í trausta vináttu við þau hjón — og entist meðan bæði lifðu. Undir annars virðulegu yfir- bragði Kela reyndist stundum stutt í strákinn og ungum var gott að umgangast hann. Þau hjón höfðu barnaián og tel ég ekki hafa hallast á um uppeldið; hlýja þeirra og sanngirni hafa efalaust valdið miklu um framhaldið. Hvort und- irritaður strákur fór betri úr at- hvarfinu, skal ódæmt, en vissulega fór hann ríkari af þeirri alúð og hlýju, sem er alltof sjaldgæf í um- gengni fólks, en var aðal þeirra Valgerðar og Kela. Ætt og uppruna Kela kann ég hvorki að rekja, né hirði um. Hann var mér virðulegur fulltrúi síns fólks; maður sem ég tel mig ríkari af að hafa þekkt og átt að vini. Þegar við kvöddumst við Glæsibæ á dögunum, gekk hann frá mér teinréttur í átt til strætisvagns- ins; ekkert víl né vol, þó nær átta- tíu og tveggja ára væri og hamp- aði staf. Sú minning er góð: Keli eins og ég þekkti hann í raun. Tómas Agnar Tómasson Viö aöstandendur SIGURÐAR GUOJÓNSSONAR, trésmiös, fré Hellu, Rofabæ 47, flytjum þakkir öllum þeim er á einn eöa annan hátt vottuðu samúö viö fráfall hans, einnig flytjum viö þakkir öllum þeim er veittu honum hjálp og styrk í veikindum hans. Blessun Guðs fylgi ykkur öllum. Kristinn Sigurösson og systkini hins látna. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi RAGNAR GUÐJÓNSSON, fyrrverandi forstjóri Kvíabryggju, Efatahjalla 3, Kóp., verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6. júlí kl. 15. Inga Kristjánsdóttir, Gunnhildur Ragnarsdóttir, Eygló Ragnarsdóttir, E|öu.r ®(tarPbáöinsson, Guörún Sigursteinsdóttir, Vigfús Björnsson og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför JÓHANNESAR GUÐMUNDSSONAR, Helguhvammi. Guömundur Jóhannesson, Helga Magnúsdóttir, Valdimar Jóhannesson, Guörún Bjarnadóttir, Eggert Jóhannesson, Auöur Hauksdóttir, Ólafur Þórhallsson, Halldóra Kristinsdóttir og börn. Lokað vegna jarðarfarar mánudaginn 5. júlí frá kl. 12—4. Elskaður tengdafaðir er látinn. Ekki mun hann framar ganga hljóðlega um dyrnar og bjóða góð- an dag með kossi. Umgengnin við hann var orðinn hluti af tilver- unni og hans er nú sárt saknað af öllum á heimilinu að Ægissíðu 113. Hve honum var lagið að um- gangast börnin og njóta þess að gæla við þau og þiggja atlot þeirra lítilla, sem hann og settist með hinum eldri og spjallaði við þau. Það var glatt á hjalla, þegar afi gerði að gamni sínu, og höfðu börnin á orði: „Afi er alltaf svo skemmtilegur“, og hann hafði nægan tíma. Glaðværð einkenndi hann í góðra vina hópi, þótt hin síðari ár hafr af honum dregið sökum vanheilsu. Hvað þyngst voru sporin hans fyrir 2 árum, er hann fylgdi ástkærri eiginkonu til grafar. Þau hjónin voru svo mjög háð hvort öðru eftir nær 60 ára hjónaband í ást og umhyggju, að þegar leiðir skyldu var áfallið þungbært honum, sem eftir stóð. Upp frá því varð samgangurinn jafnvel enn meiri „milli hæða“, og ég tengdist honum náið þess vegna. Betri tengdaföður gat eng- inn átt, svo hlýr og fullur löngun- ar til að gleðja og hjálpa. Sjálfum sér ætlaði hann lítið, sá vel gjörðir og kosti annarra, en leit löngum smátt á eigið ágæti. Er mér ljúft að minnast morgunstundanna, þegar margt bar á góma. Honum var mikið í mun, að kristin trú væri í hávegum höfð og áhuginn var óskiptur, er hann heyrði Guðs orð boðað af sannfæringu og krafti. Um árabil sótti hann sam- komur í KFUM og er við hjónin fórum utan til kristniboðsstarfa, studdi hann það málefni af heilum hug. Ein dýrmætasta minningin sem ég á, eru bænir hans, þar sem hann sat í stólnum sínum og talaði við Guð, einlæglega eins og barn við föður. Þá læddist ég upp og lét hann einan eftir. Sæll er hann nú, sem hefur náð fundi frelsara síns. Arnkell var fæddur í Tjaldanesi í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu, 5. október árið 1900. Hinn 28. nóv- ember 1921 kvæntist hann Val- gerði Kr. Gunnarsdóttur, þá ljósmóður. Lengst af voru þau búsett í Reykjavík. Börnin þeirra fimm eru: Gunnar, Benedikt, Sverrir, Jakobína og Gísli. Eina fósturdóttur ólu þau upp, Júlíönu Rut. Arnkell var starfsmaður Öl- gerðar Egils Skallagrímssonar í 46 ár, lengi sem verkstjóri. Þar eignaðist hann marga vini, sem héldu tryggð við hann til hins síð- asta, enda var hann virtur meðal starfsfólksins, sem fann vel hvern mæta mann hann hafði að geyma. Og aldrei ætlaði hann öðrum það, sem hann ekki var fús til að gera sjálfur. Fullur atorku og dugnaðar gekk hann að störfum sínum og var þá ekki spurt hvað tímanum leið, — trúr fram úr hófi i þeirri þjónustu, sem yfirboðarar hans fólu honum. Arnkell lést hinn 23. júní sl. Innilegar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki og læknum Borg- arspítalans, sem sýndu honum hlýju og frábæra umönnun, er hann oftlega þurfti að gista sjúkrahús í veikindum sínum. Ég þakka Guði fyrir ástkæran tengdaföður og blessa minningu hans. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir VIDHOrUMFönri SEM FARA ÞER VEL Mikiö úrval af Ijósum sumarjökkum úr þunnum efnum, einhnepptir og tvíhnepptir. B.M. Vallá hf., Nóatúni 17 og Bíldshöfða 3. Aðalstræti 4 Bankastræti 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.