Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 40

Morgunblaðið - 04.07.1982, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 ANNA BJARNADOTTIR Washingtonbréf Látum glepjast af tískufyrirbærum Krá fréttaritara Mbl. Önnu Kjarnadóttur. „Korsetinn reyndist vera indælis martur,“ skrifaði Frank Johnson í Times of l,ondon eftir heimsókn Ronald Reagans til London fyrir skommu. „Ilann var lifandi da mi um hversu hollt það er að forðast skokk, heilsufæði og sálgrein- ingu.“ Allt þrennt er enn í tísku í Bandaríkjunum þótt ýmislegt bendi til að þreitu sé farið að gæta á hollustunni. Kin vísbendingin um það eru vinsældir brandara- bókarinnar „Real men Don’t Kat (iuiche“ eftir Bruce Feirstein. A undanförnum árum og enn í dag þykir varla nokkur maður með mönnum nema hann hreyfi sig mikið, borði létt fæði og gangi til sálfræðings. Hreyfingin getur eiginlega ekki bara falist í því að labba í vinnuna eða gera léttar morgunæfingar. Öruggast er að skokka um úti í dýrum búningi eða spila tennis. Ekki er heldur nógu gott að borða mátu- lega mikið og passa uppá að þyngjast ekki. Það á að borða léttgrillað kálfakjöt, salat og kiwi-ávexti. Og enginn er fær um að leysa sín vandamál sjálf- ur, sálfræðingar finna skýringar á fýlu og skapvonsku aftur í bernsku og hjálpa hugsjúkum í gegnum raunir sínar. Síðasti áratugur er oft kallað- ur „ég áratugurinn". Stór hluti íbúa Kalifornínu og New York fylltist þá áhuga á sjálfum sér. A ströndum Kaliforníu heyrðust hraustlegar stelpur í stuttbux- um og strigaskóm tala um hópsálgreiningarráðgjafann sinn og fólk á restauröntum í New York talaði eins og Woody Allen og Diane Keaton í mynd- inni Manhattan. Reagan hefur búið í áratugi í Kaliforníu en hann lét ekki glepjast af fyrir- bærinu. Jimmy Carter var í Washington þegar skokkbakteri- an beit hann, myndin af honum fölum og sveittum eftir að hann næstum drap sig á hlaupum í Maryland er fræg um allan heim. Tískufyrirbrigði berast fljótt til Washington og eiga auðvelt með að skjóta þar rótum. Mikill fjöldi íbúa borgarinnar vinnur fyrir sér með því að fylgjast með, hvort heldur sem stjórn- málamenn og starfsmenn þeirra, sendiráðsstarfsmenn eða blaða- menn. Flestir eiga það sameig- inlegt að vera aðkomufólk í borginni og vilja síst af öllu þykja sveitó. Nú er í tízku meðal barnslauss fólks að búa á Capitol Hill eða í Adams Morgan. í þess- um hverfum eru nýuppgerð göm- ul hús með þakgluggum og íbú- arnir bjóða til sín gestum og ræða gjarnan skokk og stjórn- mál. A þessum árstíma á við að bera fram nýsoðinn krabba og salat. Setið er við að plokka fiskinn langt fram á kvöld og gestirnir kynnast betur og betur eftir því sem bjórflöskunum fækkar. Nýlega voru saman- komnir í húsi starfsmanns sam- taka ríkisstjóra Bandaríkjanna þýsk flugfreyja og maður hennar frá Tennessee, fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana frá Rhode Island og maður hennar og einhverjir fleiri. Eiginmaður þingmannsins var reyndar haf- fræðingur sem hafði sótt þing haffræðinga á íslandi fyrir nokkrum árum og var enn hissa á að íslenskur ráðherra hafði ávarpað þingið og talað lengi á Ceimeyru eru það allra nýjasta i Washington í dag. íslensku án þess að erlendum gestum væri gefin nokkur skýr- ing á hvað maðurinn væri að segja. Þingmaðurinn var klædd- ur í svartan síðan kjól, silfurskó og með stóra silfurkonfektslaufu í hárinu. Hún átti auðveldara með að skilja islenskan hreim en það sem landi hennar frá Tenn- essee hafði að segja. Gestgjafinn var klæddur í gallabuxur eins og flestir aðrir og gæddi gestum á Haagen Dazs-ís eftir matinn. Haagen Dazs er frábær ís framleiddur í Brooklyn, New York. Flestir standa í þeirri meiningu að hann sé hollenskur eða danskur og eru því tilbúnir að borga meira fyrir hann en gamaldags Baskin- Robbins-ís, sem er þó síst verri, en allir vita að er amerískur. Með ísnum var borið fram kaffi kryddað með amaretto-bragð- efnum og kanel en venjulegt kaffi var ekki til í húsinu. Skokk og stjórnmál voru rædd fram- undir miðnætti. Þá kom í Ijós að gestgjafinn átti langt EST- námskeið fyrir höndum næsta dag. Þá átti að hjálpa honum að komast í tengsl við tilfinn- ingarnar og tími var til kominn að fara. Sagt var um þá sem studdu John Anderson í forsetakosn- ingabaráttunni 1980 að þeir ætu Brie-ost, drykkju hvítvín og keyrðu um á Volvo. Það þótti benda til að fólkið væri heldur frjálslynt og nokkuð vellaunað. Ekki er ólíklegt að sama fólkið lesi í dag „Real Men Don’t Eat Quiche“ og hafi gaman af. Bókin er leiðarvísir um „allt það sem er karlmannlegt". Það kemur í ljós að sannir karlmenn láta ekki glepjast af tískufyrirbrigðum og þeir hafa ekki tekið nokkuð mark á kenningum kvennahreyf- ingarinnar, að karlmenn séu innst inni alveg jafn næmir og viðkvæmir og konur. Sannir karlmenn borða ekki Quiche, sem er létt franskt pæ, heldur vilja þeir almennilega steik og bakaða kartöflu. Abra- a) Þau eru sæt á krökkum ... b) en á fullorðnum mönnum??? vernda lakkið - var na ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100.og pantaðu, þú færð þér svo mhm kaffi meðan við setjum þá undir. \ Sendum einnig í póstkröfu. lAj biikkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 Hveragerði: Gáfu nýja leik- skólanum ágóða af hlutaveltum Hveragerði, 28. júní. ÞESSIR ungu Hvergerðingar á með- fylgjandi mynd heita Guðmundur Reynisson, Guðmundur Gústafsson og Kristmar Geir Björnsson. Nýlega héldu þeir tvær hlutaveltur og sam- eiginlegan ágóða þeirra, kr. 100, gáfu þeir nýja leikskólanum í Hvera- gerði, sem taka á í notkun eftir nokkrar vikur. Sögðu fóstrurnar á leikskólan- um að þetta væru miklir fyrir- myndardrengir, sem kæmu oft og biðu þeim aðstoð við tiltekt á leikskólalóðinni og fleiri störf. Sigrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.