Morgunblaðið - 04.07.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ1982
43
Norðurkollu-
búar læra
íslensku á íslandi
FIMMTÁN Skandinavar frá norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands hafa dvalist hér á
landi undanfarið, við að læra íslensku og að kynnast landi og þjóð. Námskeiðið er á vegum
norrænu félaganna á íslandi og í N-Svíþjóð, en um framkvæmdina sér nefnd, sem í eiga sæti þau
Anna Einarsdóttir, Erling Aspelund, Karl Jeppesen og Stefán Olafur Jónsson, sem er formaður.
Hér er um að ræða samskipti milli íslands og norðurhéraða Skandinavíu, en þau kalla sig
Norðurkolla vegna staðsetningar héraðanna á hnettinum. Það eru fimm einstaklingar sem koma
frá hverju hinna Norðurlandanna, úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Mbl. tók nokkra þeirra tali.
Rovaniemi og Jyváskylá, til að
Ingrid Westen
„Tungumála-
erfiðleikar milli
Skandinava“
Ingrid Westen er ásamt Aðal-
steini Daviðssyni kennari á nám-
skeiðinu, og hefur verið það þau 5
ár, sem þau hafa verið haldin hér á
landi.
Hún var sænskur sendikenn-
ari við Háskóla íslands, en er nú
flutt aftur til Svíþjóðar. „Sá sem
átti upptökin að þessum nám-
skeiðum var Ragnar Lassinantti
landshöfðingi í Norbotten í
N-Svíþjóð,“ sagði hún, þegar hún
var innt eftir sögu námskeiðsins.
„Það er við ýmis vandamál að
glíma í norðurhéruðum Skandin-
avíu, sem stjórnarmiðstöðv-
arnar, sem allar eru í suðurhér-
uðunum, taka oft ekki með í
reikninginn.
Það hefur því tekist samstarf
með norðurhéruðunum um ýmis
sérmál þeirra. Fulltrúar þeirra
hittast annað hvert ár og ráða
ráðum sínum. Til dæmis getur sá
sem þarf á sjúkrabíl, brunabíl
eða lögreglu að halda hringt
þangað sem styst er, jafnvel þótt
yfir landamæri sé að fara.
Tungumálaerfiðleikar setja
náttúrlega strik í reikninginn í
samskiptum þessara héraða. Því
var það að Ragnari Lassinantti
datt í hug að koma þessum nám-
skeiðum á fót, til að reyna að
bæta þar eitthvað ástandið.
Fyrsta námskeiðið var haldið
1974 á Framnes-lýðháskólanum í
N-Svíþjóð, og voru íslendingar
þá strax þátttakendur, en það
var 1978 sem fyrsta námskeiðið
var haldið hér á landi, og er
þetta því fimmta námskeiðið
sem nú stendur yfir.
Nafnið Norðurkolla, sem er
þýðing á Nordkalotten í sænsku,
er þannig til komið að staður
þessara landa á hnettinum er á
kollinum á honum, en hann lítur
út eins og páfahúfa, sem er
merking kalotten á sænsku.
Þetta er mjög áhugasamur
hópur núna, sem leggur sig allan
fram við að læra íslensku. Sumir
geta jafnvel notfæra sér það sem
þeir læra hér við kennslu, en
sumir eru kennarar.
Það hefur verið mjög góð
reynsla af þessum námskeiðum
og góð tengsl myndast vegna
þeirra, milli íslands og Norður-
kollusvæðanna," sagði Jngrid
Westen að lokum.
Kari Digre
„Engin regla án
undantekninga“
Kari Digre er blaðamaður frá
Troms-fylki í N-Noregi.
„Mig hefur lengi dreymt um
að koma til íslands, allt síðan ég
las gömlu norsku og íslensku
sögurnar. En það er næstum
jafn langt til Fornebo (sem er
flugvöllurinn í Osló) og að fara
beint til íslands, og það er bara
flogið til Islands í gegnum Osló.
Svo ég notaði tækifærið til að
koma hingað þegar það gafst.“
Hvernig hefur þér líkað hérna?
Mér hefur líkað vel. Hef alls
staðar mætt velvilja og þeir sem
sjá um okkur hérna vilja allt
fyrir okkur gera. Núna um helg-
ina var farið með okkur út á
land, og við sáum mjög margt,
Hvítá, borðuðum mat á bónda-
bæ, fórum um Hvalfjörðinn,
skoðuðum Gullfoss og Geysi,
hverina í Krýsuvík og ýmislegt
annað. Þetta var mjög gaman.“
Hvernig hefur gengið að læra
íslenskuna?
„Mér hefur ekki reynst erfitt
að lesa íslensku, en framburður-
inn er erfiður og málfræðin líka,
það er engin regla án undan-
tekninga. Annars eru á náms-
skrá í norskum menntaskólum
30 tímar í íslensku. Til dæmis
verður að læra gömlu kvæðin og
það verður að bera þau fram eins
og í gamla daga. Það er mjög
erfitt.“
Er það eitthvað sem hefur komið
þér á óvart hérna á fslandi?
„Ég hafði talað við fólk sem
hafði verið hér, svo ég vissi ým-
islegt. Til dæmis er margt mjög
ameriskt hér og það vissi ég
fyrir. Jú, hvernig bærinn leit út
á 17. júní, en allt hafði verið
hreinsað daginn eftir, það kom
mér á óvart. Annars minnir ís-
land mig á Austur-Finnmörk,
djúpir dalir, enginn skógur. Svo
er það þessi mikla virðing fyrir
bókmenntunum, sem ég vissi nú
um. Já, og munurinn á berg-
vatns- og jökulánum, hvernig
Sogið var tært svo það mátti
drekka það, en Hvítá mjólkurlit
og grá.“
„Hér geta menn
gengið óhræddir
um göturnar“
Göthe Westerberg, sem er fyrir
ferðalöngunum frá Skandinavíu,
er rannsóknarlögreglumaður í
Luleá. Hann er fæddur í Pajala,
við finnsk-sænsku landamærin, og
lærði því einnig finnsku í barn-
æsku, en skólanámið fór fram á
sænsku. Hann hefur verið á tveim-
ur finnskum námskeiðum áður,
sams konar þvi sem er hér, i
rifja upp finnskuna sem hann
lærði í bernsku.
„Þegar ég var fyrst kjörinn til
að koma hingað, hafði ég enga
hugmynd um hvernig ísland leit
út, en ég er virkilega hrifinn af
landinu.
Sem lögreglumaður lít ég
kannski dálítið öðrum augum á
Göthe Westerberg
hlutina en aðrir, en hér er miklu
meiri friður á götunum, heldur
en í Svíþjóð. Hér er ekki slegist
upp á fólk á götum úti, eins og
getur komið fyrir útí Svíþjóð.
Svo hér getur maður gengið
óhræddur um göturnar.
Ég fór oft í gufubað útí Sví-
þjóð, finnskt saunabað. En
sundlaugarnar hjá ykkur hérna
eru miklu betri, ég fer á hverjum
degi í Sundlaug Vesturbæjar.
Islenskan er mjög erfið, en það
er gaman að fá innsýn í tungu-
málið og lifnaðarhætti íslend-
inga og bera það saman við aðr-
ar þjóðir.
Við höfum það mjög gott hér,
góður matur, góður bústaður,
góðir kennarar o.s.frv. Veðrið
hér er líkt og í Luleá, blæs mikið
og hitastigið ekki ólíkt.“
Eeva Liisa Nyberg
„Betri lífsskilyrði
hér en á hinum
Norðurlöndunum?“
Eeva Liisa Nyberg, er frá
Kovaniemi í Finnlandi.
„Þegar ég fór að heiman var 5
gráða hiti og snjór, svo ég tók
þykku fötin með mér, en hér hefur
verið þetta fina veður.
Allt hefur verið mjög jákvætt
hérna og allir viljað gera allt
fyrir okkur. íslendingarnir, sem
hafa verið á þessum námskeið-
um á lýðháskólanum í Framnesi,
hafa allir komið til bæjarins sem
ég er frá, vegna þess að það er
vani að fara með þá þangað í
hópferð. Þeir hafa því allir haft
fullt að tala um við mig og verið
mjög almennilegir, og viljað
gera allt fyrir mann.“
Hvernig hefur gengið að læra
■slenskuna?
„Framburðurinn er erfiður, en
það auðveldar að áherslan er
líka á fyrsta atkvæðinu í
finnsku. Annars var meiningin
ekki að læra íslensku á tveimur
vikum, heldur að sjá landið og
hitta íslendinga og koma á
tengslum milli þjóðanna. ís-
lenskan er flóknari en finnskan,
þótt finnskan sé erfið. En maður
hefur lært ýmis orð og setn-
ingar, og getur bjargað sér í
sambandi við einföldustu hluti.“
Hvað hefur helst komiö þér á
óvart hér á landi?
„Ég hef tekið eftir að fólk er
mjög vel klætt hérna og fylgir
tískunni. Einnig eru lífskjörin
hér betri en ég bjóst við, ég held
jafnvel að þau séu betri hérna en
á hinum Norðurlöndunum. Mikið
af nýjum og dýrum bílum á göt-
unum og sumarbústaður sem við
sáum, hann er stærri en gengur
og gerist í Finnlandi. Eitt enn,
ég hef bara séð tvo drukkna
menn á götunum síðan ég kom
hingað, miklu færri en maður
sér úti. Ég hef ekki séð neitt
neikvætt hérna. Ég vildi gjarnan
koma hingað aftur einhvern
tíma síðar með alla fjölskylduna.
Áíslenskum
DBS iBÍðhjólum
kringum landið
25.júni Tl.júli: 3.181 kHómetri
Fylglst með ungmennafólagsköppunum á feró slnni umhverfis landió á
D.B.S. reiðhlólunum. ÍSLENSK FRAMLEIOSLA.
Etfm ié»M FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
skálabremsur innbyggður lás/standari
ljósatækl/3 stœróir litir: silfurgrátt/ljósblátt