Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 25. júU 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ) Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastraeti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — f iausasöhi kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Vísir lofsyngur ofsköttunina Eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu, hefur ríkisstjórnin aldrei fallið frá því trúaratriði sínu, að allur vandi efnahagsmálanna stafi af of mikilli kaup- getu almennings, enda þótt hún hafi verið meira en reikul í stefnu og störfum að öðru leyti. Tii þess að fram- fylgja þessu trúaratriði sínu felldi hún gengi krónunnar 1960 og 1961, en síðan hefur ofsköttunin verið helzta úrræði hennar í þessum efnum og tókst henni með þess- um hætti að hafa ríflega greiðsluafganga hjá ríkissjóði 1962 og 1963. Á síðastliðnu ári hafði ofsköttunin hins vegar leitt til svo mikillar dýrtíðar og sukks, að mikill greiðsluhalli varð hjá ríkissjóði. En þrátt fyrir þessa reynslu er ríkisstjórnin síður en svo búin að missa trú á ofsköttunina sem helzta úrræði í efnahagsmálunum. Þetta sannar bezt forystugrein Vísis síðastl. föstudag, en Sjálfstæðiflokkurinn er aðal- eigandi Vísis, og verður því að líta á Vísi sem höfuð- málgagn flokkins og aðaltúlkanda hinnar raunverulegu flokksstefnu. í þessari grein er Vísir að svara skrifum Tímans um skattamálin. Vísi fórust m.a. orð á þessa leið: „Svo gjörsamlega skyni skroppna telur Tíminn les- endur sína, að í fyrradag segir blaðiS í leiðara, að of- sköttun bjóði heim dýrtíð, eins og blaðið orðar það. Hér skákar Tíminn í því skjólinu, að lesendur hans hafi ekki þá grundvallarþekkingu á fjármálum til að bera, að þeir viti, að skattar eru einmitt eitt helzta vopnið í baráttunni við verðbólguna. Þeir eru ein- mitt eitt mikilvægasta hagstjórnartækið, sem ríkið ræður yfir til þess að draga eyðslufé úr umferð, sem ella magnar dýrtíðina." Hér hafa menn það svart á hvítu, í höfuðmálgagni Sjálfstæðisflokksins, að ofsköttun auki síður en svo dýr- tíðina, heldur sé ,,eitt aðalvopnið í baráttunni við verð- bólguna“, því að hún „dragi eyðslufé úr umferð" hjá al- menningi. Ofsköttun er „mikilvægt hagstjórnartæki”, segir Vísir. Öllu meiri lofsöng um ofsköttunina er erfitt að hugsa sér, enda hefur henni verið dyggilega beitt af Sjálfstæðisflokknum seinustu árin. Flestum öðrum en forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins mun það hins vegar ljóst, að ofsköttun hefur boðið dýrtíð heim og hefur því síður en svo reynzt „mikilvægt hagstjórnartæki" heldur höfuðvaldur hins ört vaxandi öngþveitis í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hinir vaxandi skattar hafa ekki „dregið eyðslufé úr umferð“, heldur skert stórlega þær takmörkuðu tekjur, sem almenningur hefur haft sér til brýnasta framfæris, og því knúið menn til að krefjast kjarabóta og kauphækkana. Þannig hefur ofsköttunin valdið stöðugum víxlhækkunum verðlags og ■ kaupgjalds og verið frumrót hinnar ört vaxandi dýrtíðar Gott dæmi um afleiðingu ofsköttunar er seinasta hækkun söluskattsins Hún hefur nú leitt af sér 3% kauphækkun. sú kauphækkun hefur síðan leitt til verðhækkana m.a á strætisvagna- og hitaveitugjöldum. Þær verðhækkanir leiða aftur til kauphækkunar samkv. vísitölu, og þannig gengur þetta koll af kolli. En þetta dylst forystumönnum Sjálfstæðisflokksins Þeir halda áfram að trúa á ofsköttunina sem mikilvægt hagstjórnartæki“ Það sýnir áðurnefnd forvstugrein Vís is. í þessum efnum verður bví ekki nein stefnubrevting meðan þeir fá að ráða öllu um stiórn landsms. TÍMINN Walfer Lippmann rifar um alþjóðamál: Er stefna de Gaulle íhalds- samari en stefna Hallsteins? Ágreiningurinn í Efnahagsbandalaginu er um framtíð Evrépu De Gaulle FURÐULEGT mætti heita, ef deilan, sem upp er risin innan Efnahagsbandalagsins, ylli sundrungu þess. Sérhver þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli, missti mikils í við upp- lausn bandalagsins, en enginn hefði af henni hag. Allar að- ildarþjóðimar vita, að þær yrðu fátækari eftir en áður og frönsku bændumir og ítölsku og þýzku iðjuhöldamir yllu rík isstjómum þeirra hugarkvöl og hrellingum, ef upplausn banda lagsins yrði látin líðast. Ástæða deilunnar er alger- lega tæknilegs eðlís, eða ágreiningur um greiðslu til landbúnaðarins, en fjárhags- lega vel viðráðanlegt atriði. En samofið þessum ágreiningi er annað djúptækt deiluefni, sem varðar ’framtíðarskipan í Evrópu allri. Sennilegt er þó, að unnt reynist að semja einn- ig um þetta deiluefni áður en lýkur. En eins og nú horfir virðist um þá spummgu að ræða, hvort Vestur-Evrópu- ríkin sex á meginlandinu skuli heldur stefna að lausum sam- tökum, sem öll Evrópa geti sameinazt í, eða einungis sex- velda-bandalagi undir einni yf- irstjóm, ■ sem sé í ýmsu efni ; qfar stjómupum í París, Bonn. ' Róin b.sírv. í BRÁÐ er hagkvæmast og brýnast að fá úr því skorið, hvort unnt sé að koma í veg íyrir, að þróun Efnahagsbanda lagsins leiði til stjómmálaað- gerða, sem kunni að kveða óbeint á um stjórnarfarslega skipan í Evrópu í framtíðinni. í yfirstandandi deilu hafa bandalagssinnar, eins og t.d. dr. Hallstein, forseti stjórnar- nefndar Efnahagsbandalags ins, reynt að blanda saman ágreiningnum um fjárhag land búnaðarins og hinni örlagaríku ákvörðun um samþjóðlega stjóm Evrópu. En hversu má þetta vera? Jú, í Rómarsamningnum er gert ráð fyrir, að mótun Efna- hagsbandalagsins verði lokið 31. desember 1969, en uppi eru áform um að flýta þessari full- mótun. Ákvæðið táknar, að eft ir hálft fimmta ár í mesta lagi eigi Evrópuríkin sex, Frakk- land, Vestur-Þýzkaland, Ítalía, Belgía og Holland að hafa kom ið á sameiginlegum tollaákvæð um gagnvart umheiminum og greiða landbúnaðarstyrki og út flutningsbætur einvörðungu úr sameiginlegum sjóði. BANDALAGSSINNARNIR, sem vilja stofna samþjóðlegt Vestur-Evrópuriki. hafa álitið sig geta nálgazt takmark sitt með því að láta tekjurnar af tolli á iðnaðarvarningi renna í hinn sameiginlega landbún aðarsjóð Þeir stinga upp á. að þessar tekjur renni í síaukn um mæli í sjóð samtakanna i stað þess að renna í ríkissjóð bandalagsríkjanna hvers urr «ig Árið 1972 ættu svo þessar tekjur einungis að renna i sjóð Bandalagsins en þær eru tald ar muni nema sem svarar tvö þúsund milljónum dollara Samkvæmt ákvæðum Rómar samningsins lytu grejðslur úr þessum sjóði ákvörðunum Hall stein-nefndarinnar, en þær yrðu þó háðar samþykki full- trúafundar aðildarríkjanna. Bandalagssinnarnir hyggjast treysta vald sitt með því, að koma fjárlagaákvörðunum x hendur Evrópuþings á þenn- an hátt. Með þessu móti væri á hug- vitssamlegan hátt unnt að nota Efnahagsbandalagjð til þess að koma á sambandsríki Vestur- Evrópu. Þetta væri áhrifamikið skref og kynni að ráða úrslit- um. Frakkland de Gaulles neit ar að stíga þetta skref, og af því sprettur deilan. VÍÐA og almennt er litið á andstöðu de Gaulles gegn stofnun sam-þjóðlegs Vestur- Evrópuríkis, sem íhaldssama þjóðernisstefnu, er komi f veg fyrir uppkomu nýs og mikils ríkis. Auðvitað er hverju orði sannara, að De Gaulle hers- höfðingi er gersamlega and- snúinn öllum skerðingum á yfir ráðarétti Frakklands og hvers konar framvindu, sem haft gæti í för með sér, að staða Frakklands i Evrópu yrði á ein hvern hátt áþekk því. sem staða fylkjanna er i sam- ríki okkar Bandaríkjamanna. En getum vjð láð honum betta a nokkurn hátt? Yrði forseti Bandaríkjanna eða Bandaríkjaþing fylgj- andi aðild Bandaríkjanna að sam-þjóðlegu ríki eins og nú standa sakir? wwwwaaarrwimi hbwbbiwmwwiwb Við megum hvorki láta það valda okkur hneykslun né furðu, þó að Frakkar séu jafn þjóðléga sinnaðir og við Banda ríkjamenn erum undir forustu Johnsons forseta. VIÐ ættum einnig að hugsa okkur vel um áður en við full- yrðum, að íhaldssemin móti ein allar hugmyndir de Gaulles um Evrópu. Fari til dæmis svo, að bandalagssinnarnir verði yf irsterkari og takist að mynda samþjóðlegt ríki, verður ákaf- lega erfitt fyrir brezka þingið að afhenda því snara þætti úr fullveldi Breta, jafn margvís- lega ábyrgð og þeir bera á hagsmunum víða um heim. Bandalagsstjórn í Vest- ur-Evrópu, ásamt samþjóðlegu Þingi og samþjóðlegu skrif- stofuveldi, kæmi einnig í veg fyrjr, að Austur-Evrópa gerð- ist aðili að samfélagi Evrópu,' að minnsta kosti um langa framtíð. í raun og sannleika stendur deila þeirra de Gaulles hers- höfðingja og bandalagssinn- anna um fastmótaða Evrópu ríkjanna sex, eða stærri og laus tengdari Evrópu, sem náð gæti til alls meginlandsins. Er með sanni unnt að segja, að hin stærri Evrópa, — sem tákna myndi endursameiningu Þýzka lands og samkomulag við Sovét ríkin, — sé tákn um íhalds- semi samkvæmt hefðbundnum, bandarískum skilningi, eða sé andstæð raunverulegum hags- munum okkar Bandaríkja- manna yfirleitt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.