Tíminn - 25.07.1965, Side 9
SUNNUDAGUR 25. júlí 1965
TIMINN
Ría-*a
Jf
Margt er það, sem mönnum
verður að öfundarefni, en ég
efast um, að lesendumir geti
rétt til um hvers vegna við
sjálft lá, að ég öfundaði frú
Merle Sivertsen sárlega.
Ekkj var það af því, að hún
er ráðherrafrú, gift mennta-
málaráðherra Noregs, ekki
heldur af því, að hún er sér-
lega aðlaðandi kona, sem sam-
eim ar gáfulegt yfirbragð og
blíða heiðríkju í svip sínum.
Nei, ég öfundaði hana af þeim
árangri, sem hún sér af eigin
og annarra starfi 1 því, að búa
sem bezt að þeim þjóðfélags-
borgurum síns heimalands,
sem ævilangt hljóta að vera
vanmegnugir sakir andlegs van
þroska.
Áður en frú Sivertsen kom
til íslands, vissi ég frá manni
hennar, að hún fjallaðgi um
málefni vangefinna í borgar-
stjórn Oslóar og því var mér
sérlega hugleikið að fá að
spjalla við hana. Sólin var að
þerra áfallið af grasblettunum,
Þegar við hittumst snemma
morguns í anddyri Hótel Sögu.
áður en þau hjón og fleiri gest
ir flugu af stað til Norður-
lands, í boði menntamálaráð-
herra.
Hve lengi hafið þér átt sæti
Sigrfður Thorlacius ræðir við ráðherrafrú Merle Sivertsen
Ljósmynd Tíminn.
koma okkur ölíum víi
— segir Merle Sivertsen ráðherrafrú
í borgarstjóm, frú Sivertsen?
Ég hef setið þar í sex ár
og allan tímann starfað í þeirri
nefnd, sem fjallar um málefnj
vangefinna. í fjögur ár hef ég
verið formaður nefndarinnar
og sem slík á ég sæti í stjórn
þeirra einkastofnana, sem
Styrktarfélag vangefinna og
Rauði krossinn starfrækja.
Hve margar stofnanir og
hverrar tegundar eru það, sem
annast vangefið fólk í Osló og
næsta nágrenni borgarinnar?
Borgin sjálf starfrækir barna
heimilið í Orkeröd, sem tekur
eitt hundrað börn. Þar eru vist
uð þau börn, sem verst eru
farin. Þar er vinnustofa og
bömin hnýta teppi, riða körf-
ur, o.s.frv., auk þess sem þeim
eru kennd bókleg fög nokkra
tíma í viku. Fyrir fullorðið
fólk starfrækir borgin heimil-
ið Toftes Gave. Þar dveljast
um 80 manns. Þetta heimili er
á eyju í rólegu umhverfi og
vistmennirnir umgangast ná-
granna sína á frjálsan og eðli-
iegan hátt. Þarna eru margar
innustofur. þar er ofið, riðn
rr körfur fengizt við smíðai
og fleira.
Styrktarfélag vangefinna
Stöttelaget for ándssvake." á
Ragna Rjngdals dagheimili, en
á því dvelja um eitt hundrað
manns, allt frá þriggja ára og
til fullorðins aldurs. Þar era
barnadeildir, vinnustofur og
vinnuþjálfunar-deildir, auk
þess sem þar eru tvær svo kall-
aðar verndaðar deildir, sem fá
verkefni frá ýmiskonar iðnfyr-
irtækjum. Tveir kennarar ann
ast bóklega kennslu. Félagið er
líka nýbúið að opna dagheimili
á Holmenkollen fyrir 70 börn.
Sem stendur eru þar einkum
lítil börn, en með tímanum
verður sköpuð þar fjölbreytt
starfsaðstaða fyrir fleiri aldurs
flokka.
Þá starfrækir félagið rann-
sóknarstöð, em er í senn
sjúkrahús og athugunarstöð,
þar sem allir, sem læknar eða
aðstandendur óttast, að séu á
einhvern hátt vangefnir, eru
rannsakaðir. Sumir koma að-
eins i skoðun, aðrir dvelja
lengri tíma, svo sem þeir, sem
þarfnast sérstaks mataræðis, en
það á einkum við um þá, sem
haldnir eru Föllingssjúkdómn
um, en hann er þess eðlis. að
finnist hann nógu snemma op
börnunum séð fyrjr sérstöku
mataræði vissan tíma, þá verða
bau alheilbrigð. annars þrosk
ast heilafrumurnar ekki og þau
verða mikið vangefin. Þarna er
líka fullkomin efnarannsóknar
stofa. Á stofnuninni rúmast
um 80 börn og þau eru tekin
þar inn nýfædd, ef þess gerist
'pörf.
Ennfremur starfrækjr félag-
ið verndaðar heimavistir fyrir
ungar stúlkur og pilta hvor í
sínu húsi. Það em íbúðarhús í
venjulegu íbúðahverfi og
í hverju húsi búa tíu ungling-
ar undir vernd og umsjá hjóna,
sem raunverulega ganga þeim
í foreldra stað. Þetta unga
fólk gengur til vinnu sinnar
ejns og þeir, sem alheilbrigð-
ir em, en heimilisástæður hafa
af ýmsum ástæðum verið þann
ig, að það gat ekki dval-
ið heima.
Þetta er merkilegt starf og
ánægjulegt að heyra, að það
gefur góða raun. Hvernig tóku
nágrannarnir þessum heimii-
um í fyrstu?
Ekki get eg neitað þvi. að
áður en heimilin tóku til
starfa, hreyfðu nágrannarnir
andmæium og töldu sig mundu
verða fyrir ónæði af þessu
unga fólki, en það gjörbreytt
ist á skömmum tíma og nú
heyrist enginn hafa orð á bví
að umhverfið hafi ama af þeim.
Er fyrirhugað að reisa fleiri
heimili af þessari stærð og að
hafa þau umfram allt í venju-
legum íbúðarhverfum, svo að
vistmennirnir einangrist ekki
um of. Auðvitað eru það að-
eins þeir, sem getu hafa til
einhverra starfa að staðaldri,
sem vistaðir eru á þessum heim
ilum.
Auk þeirra stofnana, sem
borgin og Styrktarfélagið eiga.
þá starfrækir Rauði krossinn
heimili og skóla, sem heitir
Grimebakken. Þangað koma
yngst 12 ára börn og þau eru
minna vangefin en þau, sem
vistuð eru á Orkeröd. Þarna eru
margs konar vinnustofur, auk
þess sem kennd er garðrækt
og landbúnaðarstörf. Heimilið
á tvö lítil bú, og á hvoru eru
vistaðir 8—10 unglingar hjá
einum hjónum. Þeu annast bú
reksturinn með þeim, bæði
kvikfjárrækt. skógarhögg og
hvað eina, sem til fellur. Sam-
tímis er þeim séð fyrir kenn'slu
í bóklegum greinum.
Þessir þrír aðilar. borg
in. Styrktarfélagið og Rauði
krossinn, hafa sameiginlega
skrifstofu, sem er i sambandi
við rannsóknarstöðina. en þar
starfa saman læknar, sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar og skrif-
stofufólk, sem gegnir störfum
fyrir allar þær stofnanir, sem
ég hef talið.
Teljið þér að fullnægt sé
þörf fyrir stofnanir til að ann-
ast vangefna í borginni og ná-
grenni hennar?
Nei, þó nokkuð vantar á það.
Fyrirhugað er meðal annars að
byggja nýtt dagheimili í nýju
bæjarhverfí, sem taka á ný
börn og einnig er brýn þörf á
fleiri vernduðum vinnustöðum.
Á stað, sem heitir Vardásen,
á að byggja stóra stofnun, sem
rúmi 200—250 manns. Þar á að
vera aldrað fólk, sem þarfnast
hjúkrunar, sérlega erfiðir ung-
lingar, og þeir sem ekki geta
samlagazt venjulegum umgengn
isháttum. Þar eiga þeir að vera,
sem mestrar umönnunar þarfn
ast, svo að hinar stofnanirn-
ar geti verið svo opnar og
frjálsar, sem tök eru á.
Hvernig ér nú háttað fjár-
málahlið allra þessara stofnana?
Einkastofnanirnar fá bygg-
ingalán frá lífeyrissjóðum eða
öðrum peningastofnunum, sem
að vísu liggja ekki alltaf á
lausu en borgarsjóður ábyrg-
ist lánin oðg greiðir síðan af
þeim vexti og afborganir, svo
að raunverulega verða húsin
eign borgarinnar, en félögin
sjá um byggingaframkvæmdir
og annast rekstur stofnan
anna.
Árlega eru gerðar rekstrar-
áætlanir og daggjöld reiknuð
út eftir þeim. Félagsmálaráðu-
neytið verður að samþykkja
áætlanírnar, en síðan greiða
riki og bær sameiginlega allan
rekstrarkostnað stofnanna,
þannig að ríki greiðir 4/10
hluta.og borgin 6/10 hluta. For
eldrar þeirra barna, sem búa
heima, fá örorkulífeyri frá rík-
inu, en séu börnin á vistheim-
ilum, rennur lífeyririnn að
sjálfsögðu þangað.
í gærkveldi minntust þér á
það, frú Sivertsen, að sonur
yðar, sautján ára gamall, hefði
í sumar unnið í sumarbúðum
fyrir vangefin börn, leiðbeint
þeim í íþróttum og leikjum og
haft eftirlit með þeim. Hver
stendur að Þeirn sumarbúð-
um?
Dagheimilin hafa sumardval-
arstaði handa börnunum úti i
sveit og það er mjög algengt,
að ungt namsfólk, sem er að
lesa sálarfræði, félagsfræði og
aðrar skyldar greinar. starfi
þar með hinu æfða og lærða
starfsliði. Börnin dvelja þarna
nokkrar vikur og þá geta for
eldrarnir tekið sér frí á með
an, sem einnig er mjög nauð
synlegt.
Hve mörg börn eigið þið
hjónin?
Við eigum þrjú börn. Elzta
dóttir okkar, sem er 23 ára,
er að mennta sig til þess að
rannsaka afbrigðileg böm. Ég
held að áhugi hennar á því
hafi vaknað við að starfa með
vangefnum börnum í sumar-
leyfum.
Ég verð að játa, að ég öf-
unda yður af því, hve ve) ei
séð fyrir þörfum vangef
ins fólks í Osló. Við eigum svo
langt í land hér, bæði með að
fá reistar nauðsynlegar stofn
anir og líka með að vekja svo
skilning opinberra aðila, að
beir geri þjónustunni við van-
gefnu börnin jafn hátt undir
höfði og þjónustu við þau heil
brigðu.
Það hafa víst flestir þá sögu
Framhald á bls 13
V,