Tíminn - 27.07.1965, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 1965
3
TÍMINN
í fyrsta sinn kjörið um formann brezka ihaldsflokksins í dag:
Verður Maudling kjörinn?
NTB-Lundún'um, 26. júlí.
Stjómmálafréttaritarar í Lund-
únum sögðu í dag, að Reginald
Maudling, fyrrverandi fjármálaráð
herra virtist hafa heldur meiri sig
urmöguleika en aðalkeppinautur
hans, Edward Heath, fyrrverandi
efnahagsmálaráðherra í baráttunni
um formannssætið í brezka íhalds
flokknum, en kjör hans fer fram
á morgun, þriðjudag.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá í fréttum verður frambjóðandi
að fá 15% fleíri atkvæði en næsti
maður til þess að kosning hans
verði gild og segja fréttamenn, að
Maudling sé eini frambjóðandinn,
sem möguleika hafi á að fá þann
meiri hluta við fyrstu atkvæða-
greiðslu. Ef enginn fær tilskildan
meirihluta í kosningunum á morg
un fer önnur kosning fram á
fimmtudag.
Þetta er í fyrsta sinn, sem íhalds
SELVEIÐI
Framhald af 16. síðu.
vegna ísa. Þá kvað hann veiði á
Kolbeinsá hafa verið með betra
móti og ágæt veiði á Borgum. Einn
ig hefði selveiðin á Dröngum og
í Ófeigsfirði ekki verið lakari en í
fyrra. ,
Guðbrandur sagði, að í byrjun
veiðitímans hefðu selir marétist
nokkuð en það hefðí hvorfið al-
gjörlega er líða tók á veiðitím
ann.
Heyskapur.,er að byrja þar um
slóðir, en undanfarið hefur verið
vaeta og mikjl hjýindi og því mjög
góð spretta. Hinir fyrstu hófu Þó
slátt fyrir um hálfum mánuði, en
þá var spretta ekkí enn orðin góð.
Um varpið sagði Guðbrandur, að
það yrði líklega svipað og í fyrra.
Væri útlit fyrir, að hreiðrafjöldinn
væri svipaður.
SKÚLI SKÚLASON
Framhald af 16. síðu.
1915—19 og síðar ritstjóri Fálk-
ans um langa hríð. Hann fluttist til
Noregs 1938 og vann þar að rit-
störfum. Kom heim 1940 og dvaldi
í Reykjavík stríðsárin. Hann hvarf
; til Noregs að stríði loknu og starf-
■ aði þar. Skúli hefur unnið manna
mest að félagsmálum blaðamanna
j og verið formaður Blaðamannafé-
lags íslands. Hann er nú heiðurs-
félagi Blaðamannafélagsins.
Skúli Skúlason dvelur í dag að
; Selvogsgrunni 14.
ÞYRLAN LENTI
Framhald af bls. 1
komin norður, og flaug hún nokkr ■
ar ferðir milli skips og iands'
með meðlimi slysavarnadeildarinn
ar á staðnum og fleiri gesti og
t gengu lendingar á skipinu prýði- i
lega, þrátt fyrir að vinaur var
sjö stig.
Á eftir var .mönum svo boðið
að skoða varðskipið, og voiu
fluttir milli skips og lands í bát
um og notuðu margir sér það,
boð. Pétur Sigurðsson, forstjóri'
Landhelgisgæzlunnar, sagði, að
þyrlan hefði aldrei fyrr j
athafnað sig í svo hvössu veðri og
væri gleðilegt, að hún slryldi hafa
reynzt svona vel, svo og stjórn-
andi hennar, en auðvitað er mest
undir því komið í slíkum tilfel)-
um, að ekki sé misvindasamt,
svo og að ekki sé vont í sjó.
Þyrlan kom svo fljúgandi suður
í dag, en flugmennirnir lentu ein
hvers staðar á leiðinni til bess að
fá sér kaffi, en ekki er blaðinu ;
fyrir valinu! Flugmaður var að j
kunnugt um, hvaða hótel varð i
venju Björn Jónsson.
flokkurinn velur formann sinn
með kosningum. Það eru þing
menn flokksins í neðri deild
brezka þingsins, sem þátt taka
í kosningunum.
Bent er á tvö atriði, sem mjög
eru Maudllng í hag.
í fyrsta lagi framboð Enoch Pow
ell, en talið er að hann fái at-
kvæði, sem annars hefðu fallið
til Heath, og í öðru lagi ákvörðun
Peter Thomeycrofts um að bjóða
sig ekki fram, því að hann hefði
sennilega tekið mörg atkvæði frá
Maudlíng.
Þó að ekki sé líklegt, að Pow
ell fái nema 20—30 atkvæði getur
það orðið nóg til þess að tryggja
Maudling sigur, segja fréttamenn.
íhaldsþingmenn í neðri deild
eru 303 og nægja Því 160 atkvæði
til sigurs í formannskosningunum.
Segja stuðningsmenn Maudlings,
að hann hafi þegar tryggt sér
þetta atkvæðamagn.
Kosningabaráttan var í fullum
gangi í dag og reyndu stuðnings
menn frambjóðendanna mikið til
að sannfæra þá 50 þingmenn, sem
enn hafa ekki tekið opinbera af-
stöðu til framboðanna.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum meðal forystu íhaldsflokks
ins, að helztu stuðningsmenn
Douglas-Home, sem nú lætur af
formannsstörfum, muni greiða
Maudling atkvæði, en hins vegar
fái Heath mestan stuðning frá
þeim þingmönnum, sem óska eftir
formanni, er veiti stjórn Wilsons
sterka andstöðu.
HOTEL BUÐIR STÆKKAÐ
GB-Reykjavík, mánudag.
Gistihúsið Hótel Búðir á Snæ-
fellsnesi vígði um sföustu helgi
nýja viðbyggingu, sem nálega tvö-
faldar gistirými og tók svo stuttan
tíma í smíðum að næsta fágætt
mun vera hérlendis, en lokið var
við smíði hússins með öllum þæg-
indum á aðeins fjörutíu dögum.
Hin nýja viðbygging, sem er
einlyft og gengur út frá gamla
gistihúsinu í áttina að ósnum, er
nærri 240 fermetrar. Eru þar tíu
tveggja manna herbergi með sér
handlaug, auk þess snyrti- og bað-
herbergi, setuskáli með tvo veggi
úr gleri og rúmgóð forstofa.
Teikningu nýja hússins og inn-
réttingu gerði Halldór Hjálmars-
son arkitekt í Reykjavík, en smíði
hússins, sem gekk svo einstaklega
greiðlega leysti af hendi flokkur
húsasmiða úr Hveragerði, 'Jón
Guðmundsson og smiðir hans.
Rekstur gistihússins Hótel Búða
annast hjónin Friðsteinn Jónsson,
bryti í Reykjavík, og Lóa Krist-
jánsdóttir frá Dalsmynni í Eyja-
hreppi, en hún sér um daglegan
rekstur og er það tíunda sumarið
í röð sem hún gerir það. Gest-
kvæmt var á Búðum um helgina.
SKEMMTISIGLINGAR
UM MIÐJARÐARHAF
JHM—Reykjavík, mánudag.
Tala erlendra ferðámámia, sein
leggja leið sína til fslands, cykst
ár frá ári, og á sama tíma fjölgar
þeim landsmönnum stöðugt, sem
fara til útlanda í sumarleyfum
sínum. Erlendar ferðaskrifstofur
flugfélög og skipafélög liafa orð-
ið vör við þessa þrón á s.l. árum
og gera nú ráðstafanir til að fá
hluta af gróðatnum. Eitt slíkt fé
lag, Canadian Pacific býður nú
landsmönnum upp á skemmtisigl-
ingar um Miðjarðarhafið og um
Karabíska hafið.
Canadian Pacific er stórt fyrir-
tæki, sem á tvö stór skemmtiferöa
skip, mörg flutningaskip, flug-
vélar og heilt jámbrautarkerfi í
Kanada. Félagið hefur átt íar-
þegaskip s.l. 50 árin og er því með
einu elzta félaginu í þessari sigl-
YFIR 190 ÞÚS.
Framhald af bls. 1
ur fjölmenastur, en næstur í röð
inni er Seltjarnarneshreppur í
Kjósarsýslu með 1.679 íbúa, þá
kemur Garðahreppur í Gullbringu
sýslu með 1.640 íbúa, og þá Njarð
víkurhreppur í sömu sýslu með
1.425 íbúa.
ífjgagrein.
Fulltrúi frá Canadian Pacific,
C.F.Ash hélt blaðamannafund í
dag, mánudag, og skýrði frá því,
að hann hefði komið hingað til
lands fyrr á árinu til þess að
kynna sér möguleikana á að
bjóða landsmönnum upp á
skemmtisiglingar um sólrík höf.
Skipið, sem notað er í þessar
ferðir heitir „Empress of Eng-
land“ og tekur 600 farþega á þcs.s
um skemmtisiglingum, þar sem
allir ferðast á einum „klassa".
Á venjulegum áætlunarferðum
tekur skipið um 1000 manns.
Árlega býður félagið upp á
sjö skemmtiferðir um Miðjarðar-
hafið, til eyjanna í Vestur-Indíum
og til eyjanna undan vesturströnd
Afríku. Skemmtiferðaskipið Em-
press of England er mjög nýtízku
legt og fullkomið og býður upp
á öll þau þægindi, sem liugsazt
getur. Þessar ferðir eru iða'dega
famar til þess að gefa farþegum
kost á að njóta sólarinnar í 2 til
3 vikur.
C.F.Ash tjáði blaðamönnura, að
allar ferðaskrifstofurnar hér gætu
séð um pantanir og alla aðra fyr-
irgreiðslu. Þá sagði hann, að ef
tuttugu manns eða fleiri kæmu í
einum hópi, myndi slcipafélagið
bjóða fararstjóra ókeypis með. í
Miðjarðarhafssiglingunum kostar
farið fyrir tvo frá 120 sterlings-
pundum og upp í 340, en á sigl-
ingunum til Karabíska nafsins
frá 265 pundum upp í 860.
Verzlunarmanna-
helgi / Þórsmörk
ARI TIL USA
Framhala af 16 síðu
bolt-6 geislabyssu i heimi, en
hún er m. a. ætluð til geislunar
á matvælum. Bandaríkjamenn
standa mjög framarlega í þess-
ari vísindagrein og var smíði
geislabyssunnar liður í stórkost
legri, bandarískri matvæla-
áætlun, sem meðal annars mið-
ar að Því að láta vanþróuðum
löndum í té matvæli, m. a. af
offramleiðslubirgðum Banda-
ríkjanna. Eftir að smíði geisla-
býssunnar var lokið, hvarf Ari
. aftur til Danmerkur, en eins og
áður segir er hann nú farinn
til Bandaríkjanna, enda vitað
að Bandaríkjamenn höfðu mik-
inn hug á að njóta starfskrafta
hans í þessari mikilvægu vís-
indagrein.
Eins og nudnafaritn ár efnir
Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen
til hópferða í Þórsmörk um verzl
unrmannahelgina. Er þetta að
jafnaði stærsta hópferð órsins
hverju sinmi. Mun stærsta hópferð
sem nokkru sinni hefur vevið far
in á íslandi hafa verið hópferð
Úlfars í Þórsmörk um siðastliðna
verzlunarmannahelgi, en þá voru
farþegar 978.
Á sínum tíma hafði Úlfar for.
ystu um að gera fólki eitthvað
til afþreyingar um þessa helgi,
og flytur hann nú þriðja árið í
röð stóra hljómsveit auk annarra
skemmtikrafta inn eftir.
SÓLÓ mun sjá um fjörið, og
ineðal þess, sem er á dagskrá
hjá þeim eru tvö ný lög efíir
meðlimi hljómsveitarinna: sem
aldrei hafa verið lcikin opinbcr-
lega áður.
Þá verður ennfremur kenndur
nýr dans um þessa helgi, sem ekki
er vert að geta meira um fyrr
en menn sjá hann.
Yfirfararstjórar verða ein.s og
síðastliðið ár, Úlfar Jacobsen og
Sigurður Þorsteínsson.
Að þessu sinni hefur Skógrækt
ríkisins úthlutað skrifstofunni
svæðinu í Húsadal til dvalar cg
hefur það verið girt af. Verðui
seldur aðgangur að kvöldskemmt-
unum skrifstofunnar á þessu
svæði, og skal fólki, sem ekki
ferðast á vegum ferðaskrifstofunn
ar bent á, að hægt er a'ð kaupa
slíka aðgöngumiða á skriíst.ifunni
áður en farið er, eða þá um le’-ð
og aðgöngumiðar skógræktarinn
ar eru keyptir á leiðinni inn í
Þórsmörk.
(Frá Ferðaskrifst. Úlfars Jakob-
sen).
Mónudagur, 26. júlí.
NTB-Aþenu. — Stjórn hinna
voldugu verkalýðssamtaka 1
Grikklandi undirbjó í dag 24
klukkustunda allsherjarverkfall
sem einn lið í andstöðunni gegn
stjórn Novasar, Framkvæmda-
stjóri hreyfingarinnar, Nikolas
Papageorgiu, sagði, að verkfall
ið yrði á jniðnætti næstu nótt
í Aþenu, Pireus og Eleusis.
Sagði framkvæmdastjórinn, að
verkfallið yrði aðvörun til
þeirra, sem hygðust fótumtroða
lýðræðið.
Af hálfu stjórnarinnar er
því haldið fram, að stuðnings-
menn Papandreou hafi undir-
búið verkfallið og sé það liður
í bargttu Papandreou til að
koma stjórninni frá.
NTB-Saigon. — Enn er bið á
stórsókn Vietcong, sem lengi
hefur verið búizt við, nú þegar
regntíminn stendur sem hæst.
Síðustu tvo daga hafa hersveit-
ir þeirra þó gert árásir á 28
stöðum, mörgum mjög nærri
Saigon, að því er bandarískur
hernaðarfulltrúi sagði í Saigon
í dag.
Komu margar þessara árása
algerlega á óvart og einnig nær
borginni en áður. í nótt var
óvenjumikil skothríð í næsta
nágrenni Saigon, svo að jafnvel
rúður í húsum borgarinnnar
titruðu.
NTB-Washington. — John-
son Bandaríkjaforseti athugar
enn í hverju auknar aðgerðir
Bandaríkjamanna í Vietnam
skuli vera fólgnar, en beðið hef
ur verið með mikilli eftirvænt-
ingu eftir ákvörðun forsetans.
f fyrsta sinn síðan á miðviku
dag hafði forsetinn engar við-
ræður við sérfræðinga í dag,
en athugaði hins vegar niður-
stöður fyrri funda.
NTB-Brussel. — í dag tókst
loks að leysa lengstu stjórnar-
kreppu, sem orðið hefur í
Belgíu. Var ný samsteypustjórn
mynduð eftir 80 daga árangurs
lausar tilraunir. Eru það sósíal-
istar og kristilegir sósíalistar,
sem standa að stjórninni. Þess
er sérstaklega getið, að Paul-
Henry Spaak fái mjög aukin
völd í hinni nýju stjórn, þar
sem mörg ráðuneyti verði látin
heyra undir hann.
NTB-Genf og París. — Slæm-
ar horfur virðast á því, að lausn
finnist á þeim fjórum aðalmál-
um, sem liggja fyrir afvopnun-
arráðstefnunni í Genf. Efst á
listanum er spurningin um
hindrun dreifingar kjarnorku-
vopna og verður það mál tekið
fyrir á fyrsta fundinum á morg-
un.
NTB-Belgrad. — Avarell
Harriman, sérlegur sendifull-
trúi Johnsons, Bandaríkjafor-
seta, kom í kvöld til Belgrad,
þar sem hann mun eiga við-
ræður við Tító, Júgóslavíufor-
seta.
NTB-Stokkhólmi. — Sænsk-
ur liðsforingi sem í fyrra gerð
ist sekur um þjófnað, er hann
gegndi störfum á vegum S. Þ.
á Kýpur og seinna hvarf til
Kongó og varð leiguhermaður
i her Tsjombe, var í dag dæmd
ur í eins árs fangelsi og auk
þess sviptur nafnbót sinni.