Tíminn - 27.07.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 27.07.1965, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Afallið Stjómarblöðin kynoka sér við að ræða mikið um greiðsluhallann, sem varð hjá rí'kissjóði á síðasta ári. Þessi feimni er kannski mannleg, en ekki er hún stór- mannleg. Fá tíðindi munu hafa komið þjóðinni meir á óvart en tilkynning fjármálaráðherrans um greiðsluhallann. Engum varð hann þó sennilega meira áfall en tryggustu fylgismönnum stjórnarinnar, sem truað höfðu skrifum málgagna hennar um hina vel heppnuðu „viðreisnar- stefnu“ og snjöllu fjármálastjórn. Þegar málin eru skoðuð nokkm nánar sjá menn enn betur, hve furðulegur þessi greiðsluhalli er. Ménn hefðu getað búizt við greiðsluhalla á ríkisbú- skapnum, ef verulegar skattalækkanir hefðu átt sér stað á árinu, afli hefði brugðizt og árferði verið slæmt. Svo ekki sé talað um, ef verðfall hefði verið á útflutn- ingsvömm á erlendum mörkuðum og önnur óhöpp steðj- að að samfara því, að ríkið stæði fyrir óvenju miklum verklegum framkvæmdum. Engu af þessu var til að dreifa, heldur þvert á móti hið gagnstæða. Á árinu 1964 var árferði eindæma gott, mctafli. barst á land og hafa aldrei verið önnur eins upp^rip í sögu þjóðarinnar. Samfara metafla var verðlag stórhækká'ndi á útflutningsmörkuðunum og viðskiptakjör þjóðarinnar aldrei betri en þá. Alls konar nýir skattar og skattaukar vorii lagðir á þjóðina á því ári, og voru skattaálögurnar ferlegri þá en nokkru sinni fyrr, og þarf varla að minna menn á skattskrána frá í júlí í fyrra. Fjárlög voru svim- há. Þó voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar langt of lágar og fjárlög afgreidd með greiðsluafgangi. Fóru tekjurnar hvorki meira né minna en á fjórða hundrað milljónir fram úr áætlun, en ekkeri dugði til vegna óhófseyðslunn- ar. Ekki fóru fúlgurnar í verklegar framkvæmdir, því að hluti verklegra framkvæmda í heildarútgjöldum ríkis- sjóðs hafa farið minnkandi með hverju ári undir „við- reisnarstjórn“- Samkvæmt margendurteknum frásögn- um og yfirlýsingum stjórnarblaðanna var fjármálastjórn ríkisins í höndum hinna mestu snillinga, sem áttu sparn- aðarloforð í þverpokum, er hampað var framan í þjóðina þegar við þótti eiga. Stundum meira að segja 58 stykkjum í einni kippu! Þrátt fyrir þetta varð greiðsluhalli. Og það er skiljan- legt, af hverju stjórnarblöðin vilja ekki ræða fjármála- stjórn núverandi stjórnarflokka, nema á þann hátt að skella skuldinni á þann, sem mest var lofsunginn árum saman fyrir fjármálasnilli, — og gera hann einan að syndahaíri. Að vísu var farið að hagræða sparnaðarlof- orðunum að nýju á viðreisnardróginni og búið að draga upp skrautlegustu fjöðrina: Mbl. leggur til, að Skipa- útgerðin verði lögð riður. Skipaútgerðin og sú þjónusta, sem hún leggur landsbyggðinni í té, virðist vera orðin eins mikill þyrnir í augum Mbl. og Karþagóborg var Cató gamla. Hann endaði allar ræður sínar með þessum orðum: Auk þess legg ég til, að Karþagóborg verði lögð í eyði. Ríkisstjórn, sem skilar slíkri útkomu, þrátt fyrir of- sköttun og eindæma góðæri og á engin önnur úrræði en þau að draga úr þjónustu við landsbyggðina er óþolandi. þjóðin þarf algera stefnubreytingu í efnahagsmálum. Sú stefnubreyting getur því aðeins orðið. að þjóðin taki alvarlega í taumana í næstu kosningum, hvenær sem þær svo verða. TÍMINN ERLENT YFIRLIT MLF kemur í veg fyrir sáttmála um útbreiðslubann atómvopna Rússar setja að skilyrðí aö hætt verði við áformin um sameiginlegan kjarn- orkuflota NAT0. 13. 1 ÞESSA mánaðar til- kynnti Johnson Bandarlkjaíor seti með sýnilegri ánægju, að rússneska stjómin hefði loks ins fallizt á að hefja að nýju viðræður um afvopnun. Liðnir eru réttir tíu mánuð.r siðan 17-þjóða nefndin (opinberlega 18) hélt síðast fund. Síðan í febrúar hafa Rússar vísað frá öllum óskum um samkvaðn- ingu að nýju, bæði frá vestur- veldunum og hlutlausum þjóð- um. Moskvumenn héldu jafn- vel áfram andstöðu sinni eftir að 83 aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu hinn 15. júní samþykkt áskorun um upptöku Genfarviðræðnanna. Þessi áskorun var lokaþátt- urinn í slitróttum sjö vikna kappræðum í afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem kom saman að nýju í apríl að bejðni Rússa, en hafði ekkert aðhafzt árum saman. Þegar ti! kom, reyndust Rússar ekki hafa neinar nýjar uppástungur fram að leggja. Flestum áheyr endum kom saman um, að meg intilgangurinn hefði ekki get- að verið annar en að nola fángvinnar deilur ínnan nefnd arinnar til þess að brsiða yfir umbúðalausa neitun þeirra um að taka þátt í raunveruleg- um viðræðum í Gir.L Þegar þeir nú samþykkja að koma aftur til Getifar stafar það sennilega af því, að þeim er Ijóst, að áframhaldandi neit- un þeirra kynni að orka frá- fælandi á hlutlausu þjóðirnar. Brugðizt getur til beggja vona um, hvort þeir hafi nýjar já- kvæðar tillögur fram að leggja. En samþykki þeirra bendir til, að þeir séu reiðubúnir að horf ast í augu við þá reiði, sem allt samband milli vaídhafanna í Moskvu og Washington hlýt- ur að vekja hjá Kínverjum. Vert er athygli, að fulltrúi Albana, málpípa Kínverja hjá Sameinuðu þjóðunum. greiddi einn atkvæði 15. júní gegn samþykktinni um að taka Genf arviðræðurnar upp að nýju. í SAMÞYKKTINNI, sem margir fulltrúar hlutlausra ríkja gengust fyrir og Banda- ríkjamenn og Bretar studdu, (Frakkar sátu hjá eins og Rússar), er Genfarráðstefnan hvött til að leggja m-aginá- herzlu á tvennt: Samþykkt um að bann gegn kjarnorkutil- raunum nái einnig til tilrauna undir yfirborði jarðar, og samn ing eða samþykkt um stöðvun á útbreiðslu kjarnorkuvopua. Lengi hefur verið stefm að þessum markmiðum. en ljónin á veginum eru ölium kunn. Enn er það skoðun Breta og Bandaríkjamanna (sem Wil- ■son forsætisráðherra staðtesti 6. júlí,) brátt fyrir aðrai sKoð anir einstakra sérfræðinga eir.s og sir John Cockroft, að oann gegn tilraunum neðanjH-ða' krefjist að minnsta kosr.; ein- hverra takmarkaðra taðstafana til staðfestingar með skoðun á staðnum. Enn er það hins vegar skoðun Rússa, að aJiar slíkar ráðstafanir séu ólíðanai „njósnir“. En aðferðir til að dæma um hræringar undir yf- irborði jarðar eftir jarðskjálfta mælingum í fjarlægð, taka sí- felldum framförum. Horfu’mar á þvi, að tæknilegar hmdranir séu senn úr vegi, gera einmitt skynsamlegt, að hefja stjórn- málalegan undirbúning nú þegar. ÖRT vaxandi útbreiðsla kjarnorkuvopna er sú ógnun. sem mesta athygli vekur, og jafnframt samaðild Atlants- hafsríkjanna að kjarnorku- vopnum. Hinn 1. júlí bar't sú fregn frá Washington. að í skýrslu Gilpatric-nefndarinnar, sem þagað heíur verið uni í sex mánuði, séu tilmæli tii Johnsons forseta um að reyna að koma á samningum um út- breiðslustöðvun kjarnorku- vopna, jafnvel þó þaö kostaði niðurfellingu samaðildará forma eins og fyrirhugaðs kjarnorkustyrks Atlantshafs- bandalagsins (MLF eða ANF). Rússar hafa ávallt haldið því fram, að aðild Þjóðverja að kjarnorkustyrk yrði hindrun á vegi samninga um að heíta útbreiðslu kjarnorkuvopna. í júlí-hefti Foreiga At'fairs eggjaði yfirmaður Vopuaeftir- litsins ákaft til samninga um útbreiðslubann kjarnorku- vopna og varaði við, aö öll töf, jafnvel þó ekki næmi nema nokkrum mánuðum. gæti orðið Örlagarík Hann lagði ekld beinlínis til, að hætt væri rið „MLF/ANF-hugmyndina“ eins og hann komst að orði, en hélt því ákveðið fram, að þar sem útbreiðsla kjarnorkuvopní- hlyti að veikja Atlanishafs- bandalagið, væri sjálfsagt að reyna að hefta hana, jafnvel þó að það kostaði einhverja „hnignun bandalaga". Lord Chalfont og aðrir brezkir af- vopnunarfulltrúar hafa svo ver ið að safna meðmælum með uppkasti að útbreiðslubanns- samningi, sem byggður er á „írsku samþykktinni“, sem allsherjarþing Sameinuðu þjóð anna samþykkti mótatkvæða- laust árið 1961. \ VESTUR-ÞÝZKA stjórnin á í vændum kosningar í haust og henni fannst hún verða að láta í Ijós tregðu sína til að hætta við samaðild að kjarnorkustyrk Nato. 9 júlí fullvissaði Dean Rusk sendi- herra Bonn-stjómarinnar í Washington um, að engin slík ákvörðun hefði verið tekin. Tveimur dögum áðar höfðu Frakkar hafnað uppástungu McNamara um nýla fjögurra eða fimm ríkja nefnd, sem ætti að veita Þjóðverjum aukin áhrif á kjarnorkuáform Na1o. Schröder utanríkisráðherra var því knúinn til að seg]a í blaða viðtali fyrir skömmu, að Nato kæmi á fót kjarnorkustofnun, sem yrði við öryggiskröfum þeirra aðildarríkja, sem ekki hefðu kjarnorkuvopn. Ennfrern ur taldi hann skilyrði, að Rússar féllust á að íeyfa við- ieitni til endursameiningar Þýzkalands. Svo er að sjá, sem Banda- ríkjastjórn hafi nú komizt að niðurstöðu í mál- inu og virðist hún ætla að taka upp sína gömlu fullyrðingu um að kjarnorkustyrkur Atlants- hafsbandalagsins sé ekki ein- ungis samræmanlegur út- breiðslubanni kjarnorkuvop.ua heldur liður í peim ráðstöf- Frámhald á bls. 14 1 i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.