Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 33
Guöjón B. Baldvinsson menna fræðslu um þennan þátt tómstundaiöju. E.t.v. mætti örva áhuga fyrir heimsóknum á lista- söfn, sem við eigum mjög góð, fyllilega sambærileg við það sem aðrar þjóðir hafa að bjóða. Tilhögun fræðslunnar Þar kemur margt til greina. Ríkisfjölmiðlana mætti nota meira en gert hefur verið. Er ekki líklegt að tíminn um miðjan dag henti til efnisflutnings, sem líf- eyrisþegum fellur vel? Mætti ekki bæta þeim upp, sem í fámenni búa, eitthvað af því sem félagsmálastofnanir stærri sveit- arfélaga bjóða sínu eldra fólki? MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 33 Kemur ekki til greina að starf- rækja leshringa, sýna fræðslu- myndir, gefa kost á líkamsrækt o.s.frv. Er ekki þörf á vekjandi umræðu um þessi mál, ekki bara á þessu ári okkur tileinkuðu, heldur með framtiðina fyrir augum? Vonandi eru fjölmiðlar opnir fyrir umræðu um málefni okkar. Og ekki siður er æskilegt að þau stéttarfélög, sem ennþá eru óvirk á þessu sviði, taki alvarlega til meðferðar hvað þau geta gert fyrir sína eldri fé- laga, og jafnframt hvernig unnt sé að vekja þá, sem nálgast aldurs- takmarkið, til meðvitundar um nauðsyn þess að vera viðbúinn þeim breytingum sem óhjákvæmi- lega fylgja efri árunum. Húsnæði og leiðbeinendur Megum við ekki vona að hús- rými hljóti að vera til staðar. Byggð hafa verið ýmiskonar fé- lagsheimili á undanförnum árum að ógleymdu öllu því skólahús- næði sem við eigum. íþróttahús, félagsheimili safnaða, fundahús stéttarfélaga og annarra samtaka hljóta að vera opin fyrir starfsemi þessa, þ.e. fræðslustarf til undir- búnings bjartara æfikvöldi. Og ég leyfi mér ekki að efast um að leiðbeinendur séu reiðubúnir. Vissulega myndi þar ekki ein- göngu um sjálfboðna vinnu að ræða, en þau samtök, sem vilja hlúa að þessu fræðslustarfi, munu sjálf geta hlaupið undir fjárhags- lega baggann, og sjá úrræði til að afla viðbótarfjár. Allt sem þarf er vilji til framkvæmda og síðan hefst skipulag og stjórnun. Fram- tíðin mun endurgjalda ríkulega það nytjastarf, sem í té verður lát- ið á þessu sviði. Indira Gandhi í Sovét- ríkjunum Mo.skva, 21. sepL AP. INDVERSKI forsætisráðherrann, Indira Gandhi, og forseti Sovétríkj- anna, Leonid I. Brezhnev, luku í morgun viðræðum sínum og undir- rituðu að þeim loknum sameiginlega yfirlýsingu samkvæmt fréttum frá Tass í dag. Tass sagði að leiðtogarnir tveir hafi rætt „nokkur alþjóðavanda- mál með gagnkvæmum skilningi" og viðræðurnar hafi verið mjög „vinsamlegar". Sovéska fréttastofan birti ekki efni yfirlýsingarinnar sem Gandhi og Brezhnev undirrituðu, en sagði að viðræðurnar hefðu að miklu leyti snúist um mikilvægi þess að stöðva „vaxandi spennu" í Asíu og séu Sovétríkin og Indland sam- mála um þá stefnu að koma í veg fyrir að erlendar herstöðvar séu settar upp í ríkjum Asíu.“ Samkvæmt fréttum Tass mun ekki hafa verið minnst á Afghan- istan þar sem talið er að Sovétrík- in hafi a.m.k. 100.000 hermenn til að reyna að stöðva framgang mú- hameðstrúarmanna. Hins vegar segir að Indira Gandhi hafi „hrós- að mikið tilraunum Sovétríkjanna til að draga saman framleiðslu hergagna og eyða ógnun kjarn- orkustriðs, og fagnað sérstaklega þeirri yfirlýsingu Sovétríkjanna að þau muni ekki verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum." Indira Gandhi, sem er 64 ára gömul, kom til Sovétríkjanna í sex daga heimsókn á mánudag og mun hún meðan á henni stendur eiga viðræður við alla helstu leiðtoga Sovétríkjanna. DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN-UNGLINGAR-FULLORÐNIR Kenndiralliralmennirdansarog margt fleira. KENNSLUSTAÐIR ERU Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 _ Þróttheimar v/Sæviðarsund Félagsheimili Víkings, Hæðargarði Sérstakir tímar verða fyrir hópa, klúbba eða félög, ef óskað er. Barnatímar m.a. á laugardögum eins og verið hefur. Stígið gæfuspor, þvi dans er skemmtileg tilbreyt ing fyriralla, skemmtilegri en þú heldur. Lærið hjá þeim sem reynslu og þekkingu hefur. Hressilegt og óþvingað andrúmsloft. Innritun og upplýsingar daglega kl. 10.00 - 19.00 í síma 46776 og 41557. Sigurður Hákonarsson 15 ára kennslureynsla Peugeot bjóða nú fyrstir allra á (slandi 6 ára ryðvamar- ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum afhverju? ^ Fjöðrunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæö á öllum hjólum, sem gerir bílinn einstaklega rásfastan og þýðan á slæmum vegum. ^ Mjög hátt er undir lægsta punkt og mismunadrifiö er læst, þannig að hann er óvenju duglegur í ófærö. -)c Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél meö hemi sprengirými, meöaleyösla aöeins 8.91 pr. 100 km. Sæti og búnaöur I sérflokki, þannig aö einstaklega vel fer um farþega og ökumann. -þc Peugeot bjóöa einir bílaframleiöenda 6 ára ryövarnarábyrgð. Sérlega hagstætt verð vegna lágrar gengisskráningar franska frankans. Þú færð nýjan Peugot 505 árg. 83 frá kr. 232.000.— og 505 árg. 82 frá kr. 228.000.— HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7° 85-2-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.