Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 + Dóttir okkar, SOLVEIG MAGNÚSDÓTTIR, ritari í sondiráði fslands í BrUssel, lést 19. september. Ragnheiöur ÞórAardóttir og Magnús Hjálmarsson. t Elskuleg dóttir okkar, GUNNUR SÆDÍS, lést af völdum umferöarslyss á gjörgæsludeild Borgarspítalans 21. september. Fyrir hönd vandamanna, Fríða Valdimarsdóttir, Ólafur Magnússon. t Eiginkona mín, STEFANÍA EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfiröi, andaöist 22. september í St. Jósefsspítalanum, Hafnarfiröi. Guömundur Vigfússon frá Holti, Vestmannaeyjum. Minning: _ ^ Haukur P. Olafsson Fæddur 29. október 1905 Dáinn 17. september 1982 Ekki get ég sagt að fregnin um andlát vinar míns Hauks P. Ólafs- sonar kæmi mér mjög á óvart. Ég vissi að hann hafði um alllangt skeið átt við sjúkdóm að stríða, sem oft slítur lífsþráðinn með skjótum hætti. Eigi að síður virt- ist mér, þegar fundum okkar bar síðast saman í byrjun ágústmán- aðar sl., hann vera þannig á sig kominn, að gera mætti sér vonir um að fresturinn yrði eitthvað lengri en raun hefur nú á orðið. Systir okkar, ÞORBJÖRG MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Saurum, Rauöarárstfg 7, veröur jarösungin frá Hjaröarholtskirkju, Dölum, laugardaginn 25. september kl. 2. Hermann Jóhannesson, Benedikt Jóhannesson, Guömundur Jóhannesson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓSKAR EMIL GUDMUNDSSON, Háageröi 17, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 24. september kl. 15.30. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 64, Kópavogi, veröur jarösungin frá Dómkirkjunnl föstudaginn 24. september kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningargjafasjóö Landspitala Islands. RagnarMagnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför sonar míns og bróöur okkar, BIRGIS VALDÓRSSONAR, sem lést af slysförum 17. september, fer fram frá Setfosskirkju laugardaginn 25. september kl. 16.00. Valdór Elfasson og systkini hins látna. Utför JÓNS BJÖRNSSONAR, fyrrverandi verslunarmanns, Aöalgötu 17, Sauöárkróki, sem lést í sjúkrahúsi Skagfiröinga 17. september sl„ fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 25. september nk. og hefst kl. 14. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast Jóns, er bent á Sjúkra- hús Skagfiröinga, Sauöárkróki. Fyrir hönd ættingja hins látna, Unnur Magnúsdóttir, Auöur Jónsdóttir, Björn Jónsson, Guörún Andrésdóttir, Magnús Jónsson, Kristín Helgadóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Þóröur Jörundsson, Kári Jónsson, Eva Snæbjarnardóttir. Minningarathöfn um SVEINDÍSI HANSDÓTTUR frá Hellissandi, til heimilis aö Egilsgötu 28, Reykjavík, veröur haldin föstudaginn 24. september í Fossvogskirkju kl. 13.30. Jarösett veröur frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 25. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Kirkjubraut 46, Akranesi, (Tryggvaskála), veröur jarösunginn frá Akraneskirkju 24. september kl. 14.30. Þóra Guöjónsdóttir, Málfríöur Siguröardóttir, Guðmundur Ó. Guömundsson, Guöbjörg Siguröardóttir, Grátar Sfmonarson, Guöjónína Siguröardóttir, Gunnar Elfasson, barnabörn og barnabarnabörn. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Þórhildur Þórarinsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Þorbjörg Jósefsdóttir, Guöjón Óskarsson, Kristfn Danfelsdóttir Bergmann, Snjólaug Soffía Óskarsdóttir, Hrafn Hákonarson, Ragna Fanney Óskarsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug samúö, vináttu og tryggð vlö andlát og útför JÚLÍUSAR Á. JÓNSSONAR, fyrrverandi sárleyfishafa. Sérstakar þakkir flytjum viö yfirlæknum og starfsfólki Hafnarbúöa. Ásta Magnúsdóttir og dætur, Hans Júlíusson, Anna Hjartardóttir, Jón Gunnar Júlfusaon, Þurföur Beck, Birna Júlíusdóttir, Hlööver Oddsson, Kristín Júlíusdóttir, Guömundur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. SVAR MITT eftir Billy Graham Ahættan Þeir virðast vera orðnir fáir, sem enn trúa á kvaiastaðinn, þó að ég heyri yður nefna hann öðru hverju. Spurning mín er þessi: Fer ég norður og niður ef ég veiti Kristi ekki viðtöku? Horfum á málið frá sjónarmiði skynseminnar. Jafnvel efasemdamenn eru ekki vissir um, að ekkert helvíti sé til eða líf að loknu þessu lífi. Rithöfundur- inn Mark Twain var einn þeirra, sem líta svo á, að ekki sé unnt að komast að neinni fastri niðurstöðu um trúmál. Hann sagði einu sinni: „Ég hef aldrei séð minnstu sönnun þess, að um annað líf sé að ræða. Samt býst ég fastlega við því, að það sé til.“ Berið nú saman óvissu efasemdamannsins og vissu Jesú, en orð hans og skoðanir höfum við lært að virða og meta. Hann sagði orð eins og þessi: „Hræðizt heldur þann, er mátt hefir til að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti (Matt. 10, 28).“ í raun og veru talaði hann meira um kvalastaðinn en him- ininn. Já, lítið á óvissu úrtölumannanna og vissu ríýja testamentisins — og ég spyr yður: Þegar þér sjáið muninn, ætlið þér samt að hætta á það, að enginn kvalastaður sé til? Ekki vil ég gera það fyrir mitt leyti. Ef ég væri að stíga upp í flugvél, sem á að fara til Lundúnaborgar, og flugstjórinn segði við mig um leið og ég settist: „Eg verð að segja yður, að líkurnar eru tíu á móti hundrað, að við komumst ekki alla leið til Lundúna," — þá mundi ég yfirgefa flugvélina. Ég vildi ekki leggja líf mitt í hættu, ef tíu prósent líkur væru fyrir því að ég missti það. Við eigum ekki heldur að leggja sál okkar í hættu. Kynni okkar Hauks hófust fyrir nærfellt hálfri öld, og tókst þá strax með okkur góður kunn- ingsskapur, sem brátt varð að traustri vináttu. Upphafið að kynnum okkar var það, að hann réðst eitt sumar verkstjóri á síld- arstöð í Hrísey, sem faðir minn og móðurbróður hans, Jón Arnesen, ráku þar í félagi. Þegar Haukur var sjötugur skrifaði ég um hann hér í blaðið stutta afmælisgrein og komst þar m.a. svo að orði: „Ég á margar góðar minningar frá Hríseyjarárum mínum. Það var gaman í síldinni og ég hef oft saknað þeirra daga. En ég held að skemmtilegasta sumarið hafi ver- ið það, sem við Haukur vorum þar saman. Hann var úrræðagóður, röggsamur og laginn við að stjórna fólki. Samstarf okkar var með ágætum og við urðum fljótt góðir félagar og vinir." Hann var þarna hvers manns hugljúfi, bæði fólksins, sem starfaði á síldarstöð- inni og annarra, sem kynntust honum. Drenglund, hreinskilni og hispurslaus framkoma einkenndi allt hans dagfar. Sama kom í ljós þegar hann gerðist frystihússtjóri hjá KEA, en því starfi gegndi hann um ára- tugi. Þar naut hann vinsælda alls starfsfólksins og óskoraðs trausts yfirmanna sinna og viðskiptavin- anna. Haukur hafði á unga aldri aflað sér staðgóðrar þekkingar í verzlunarfræðum bæði í Bretlandi og Danmörku, og kom sú menntun honum að góðu haldi í ýmsum störfum hans síðar. Hann var heimsborgari í allri framgöngu og einstakt snyrtimenni, höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar á góðvinafundum. Hvar sem hann fór fylgdi honum hress- andi blær lífsorku og glaðværðar. Þannig var hann allt fram á síð- ustu daga, og þess vegna var erfitt að trúa því, að komið væri að leið- arlokum, þótt aldurinn væri orð- inn hátt í 77 ár. í einkalífi sínu var Haukur mik- ill hamingjumaður. Hann var kvæntur fyrirmyndar konu Gerðu Halldórsdóttur, sem var honum samhent um alla hluti, enda var hann sjálfur umhyggju- samur og hagsýnn heimilisfaðir. Ber hið fagra heimili að Bjarma- stíg 1 vott um samhug og smekk- vísi þeirra. Gestrisni þeirra gleymist ekki vinum og venzla- fólki, sem hennar nutu. Sjálfur naut ég hennar í ríkum mæli. Um langt árabil og síðast nú í sumar gisti ég hjá þeim hjónum í norður- ferðum mínum og gekk þar hvert sinn í opinn vinafaðm. Eg hlakk- aði alltaf til þessara ferða og ekki hvað sízt til þess, að koma og dvelja, þótt ekki væri oftast nema eitt kvöld og næturlangt, á heimili þessara hugljúfu vina. Nóg voru umræðuefnin og oft var klukkan orðin talsvert yfir miðnætti þegar við Haukur höfðum lokið samræð- um. Áttum þó oftast eftir margt ósagt. Héðan af verða það aðeins minningarnar, sem tala og þær eru vel geymdar í hjartans sjóði. Að lokum þetta: Hafi þessi tryggðavinur minn hjartans þökk fyrir allt og allt og blessun hins hæsta höfuðsmiðs verði ljós hans og styrkur á nýrri vegferð. Eigin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.