Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
45
VÉl^akandi
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
Þessir hringdu ... 7
*»* m?
Eigum í þessum
erfiðleikum á
hverjum degi
Inga Einarsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: „Ég
hef nú áður látið í mér heyra um
strætisvagnaferðirnar héðan úr
Breiðholti niður á Kleppsveg og í
Elliðavog. Ég vinn á Kleppsspít-
ala, er sjúkraliði þar, og ég er þrjú
korter að komast í vinnuna. Bíl-
arnir fara í ótal króka, m.a. undir
brúna við Neðra-Nesti. Strákurinn
minn vinnur í Súðarvogi, og það er
ekki einu sinni að það sé hægt að
stoppa þar nærri, heldur krækir
vagninn upp á Miklubraut. Ég
verð að fara með þessum vagni
alla leið niður á Grensásstöð og
bíða þar eftir leið 9. Hún er
kannski farin og þá þarf ég að
bíða í korter eða tuttugu mínútur,
og er þar með orðin of sein í vinn-
una. Þetta er erfitt fyrir mann. Ég
er margbúin að skrifa um þetta og
hef fengið það svar hjá SVR að
þetta standi til bóta, en það er nú
orðið upp undir ár síðan það svar
fékkst, og ekki bólar á efndum.
Jæja, nú kemur leið 9 loksins og
með henni kemst ég niður á Lang-
holtsveg, en ekki lengra. Og það er
nú svolítill spotti frá Langholts-
vegi og inn að Kleppsspítala, sem
maður þarf að ganga í hvernig
veðri sem er. Þarna eru tvö
sjúkrahús og Hrafnista á þessari
leið og verksmiðjur alla leið frá
Efra-Nesti og niður að Skúlagötu.
Það stendur ekkert á því að maður
sé rukkaður um skatta og skyldur,
en mér finnst þetta slæleg þjón-
usta við stærsta byggðakjarnann í
Reykjavík að geta ekki séð okkur
fyrir viðunandi samgöngum í
vinnuna. Er það til of mikils
mælst? Það eru margar hjúkrun-
arkonur og annað starfsfólk sem
með mér vinnur sem á í þessum
erfiðleikum á hverjum einasta
degi. Það hefur verið lofað öllu
fögru, en eins og ég sagði áðan
hefur farið minna fyrir efndunum.
Hvad líöur
leikskóla við
Boðagranda?
9681—6340 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: „Snemma í sl.
viku birtist í dálkum þínum pistill
eftir „Baldur" og fjallaði hann um
aðstöðuleysi unglinga í Vestur-
bænum. Um leið og ég tek undir
það sem í pistli þessum stendur þá
læt ég í ljós von um að einhver
viðbrögð fáist af opinberri hálfu.
Ég hef ekki séð nein merki þess
enn, en fylgist grannt með því sem
kann að gerast í þeim efnum.
Jafnframt langar mig til að fá
vitneskju um hvað líður leikskóla
þeim sem fyrirhugað er að rísi við
Boðagranda. Það er mikilvægt
fyrir okkur sem búum hér vestur
frá í ört vaxandi byggð að fá svar
við þessu, svo og að sjá svör borg-
ryfirvalda við fyrirspurn „Bald-
urs“ í fyrrnefndum pistli.
Góðu mennirnir
Tjaldur skrifar:
„Velvakandi.
Þegar ég var stráklingur, las ég
í einhverju tímariti smásögu sem
hét „Góði maðurinn" og var eftir
Carl Ewald. Þar segir frá manni
sem var svo góður að hann stein-
hætti að borða kjöt og fisk, þar
sem neysla þeirrar fæðu byggðist
á drápi lífvera. Hann gerðist því
grænmetisæta. En ekki leið á
löngu þangað til honum varð ljóst,
að grænmeti og korn höfðu líka
verið lífverur sem þurfti að drepa
til þess að gera þær að fæðu. Og út
fyrir húsdyrnar mátti hann að
lokum ekki fara, því þá gat hann
stigið ofan á lífverur og meitt þær
H.F. eða G.T.:
Hver er
munurinn?
Gráni skrifar:
„Heyra má og sjá í ríkis-
fjölmiðlunum og í blöðunum
augl. frá tryggingafélagi Sam-
bands íslenskra samvinnufé-
laga, að félagið kennir sig ekki
lengur við SÍS og starfsemi
þess, heldur hefur fyrirtækið
tekið upp aðra skammstöfun
Samvinnutryggingar G.T.
Nú langar mig að spyrja
ríkisfyrirtækið, sem sett var á
laggirnar á sínum tíma til að
hafa eftirlit með trygginga-
starfsemi. Hvað táknar G.T.?
Og hvaða munur er á því fyrir
þann sem þarf að tryggja,
hvort hann tryggir hjá vá-
tryggingafélagi H.F. eða hjá
samvinnutryggingafélagi
G.T.?“
eða drepið, bæði grös og skorkvik-
indi. Hvernig þessum þrengingum
góða mannsins lauk man ég ekki,
en sennilega hefur hann soltið til
bana ef ekki hefur borið að garði
einhvern heilvita mann sem hefur
fengið hann ofan af þessari vit-
leysu.
Þessi saga rifjaðist upp fyrir
mér í síðastliðinni viku þegar við
mér blöstu feitletraðar fyrirsagnir
í einu dagblaðanna, þar sem nátt-
úruverndarmenn og líffræðingar
lýstu hneykslun sinni yfir því að
menn væru með athöfnum sínum
að eyðileggja hótel farfugla á leir-
um og í fjörum og sérlega verði
fuglar og smádýr flæmd burtu
með fyrirhuguðum framkvæmd-
um í Grafarvogi.
Nú skal ég taka það fram að
fuglar hafa ævinlega verið mér til
mikils yndis og vil ég síst af öllu
styggja þá að óþörfu. Smápöddur
og ormar hafa hinsvegar aldrei
snortið hjarta mitt að neinu ráði,
þótt ég vilji ekki heldur angra
þessi litlu sköpunarverk Guðs ef
hjá því verður komist.
En að menn megi ekki athafna
sig í fjörum og ekki byggja þar né
búa, af því að þá verði fuglar fyrir
ónæði, það er mínu heilabúi alveg
ofvaxið. Telja menn í raun og
veru, að ef hagsmunir manna og
fugla rekist á, þá sé mönnunum
skylt að láta í minni pokann? Og í
annan stað, ég hef hingað til hald-
ið að hin langa strandlengja ís-
lands geti varla verið svo þéttsetin
þessum kærkomnu sumargestum
að þeir, sem annars mundu leita
sér hvíldar og ætis í nágrenni
Reykjavíkur, fyndu sér engan án-
ingarstað ef þess væri farið á leit
við þá að þeir flyttu sig um set úr
Grafarvogi.
Allt getur farið út í öfgar eins
og dæmin sanna, en þetta við-
kvæmniskast náttúruverndar-
manna út af því að menn séu að
flæma burtu fugla og marflær úr
sinni eigin fjöru, finnst mér það
kyndugasta sem hér hefur skeð
síðan kvenskörungar fengu því
framgengt um árið að bændum
væri bannað með lögum að aug-
lýsa eftir ráðskonu."
53= SlGeA V/öGÁ £ A/LVE&4U
. Mlfc A „
mw, 6mioZí
W'* —s/Xte ÓLtiMQl n SFtiA)
y !_ \UMmN VF/ff UOZy
> ^ ÍJ'KyRÓNA Ú6.
TOLVUNAMSKEIÐ
FYRIR RÖRN 9—16 ÁRA
Námskeiðið er hvort tveggja í senn nám
og leikur.
Á daginn læra börnin grundvallaratriöi forritunar-
málsins BASIC og geta aö loknu námskeiöi skrifaö
einföld forrit. Meö aöstoö litskyggna er þeim kynnt
bygging og eiginleikar tölva og tölvukerfa.
Á kvöldin eru leik- og æfingatímar.
Börnin fá viöurkenningarskjal aö loknu námskeiöi.
Námskeiöiö stendur yfir í 2 vikur, annan hvern dag, 2
tíma í senn, auk frjálsra tíma aö kvöldinu.
Viö kennsluna eru notaöar vandaðar einkatölvur frá
ATARI meö lit og hljóöi.
TÖLVUSKDLINN
SMpholti l Simi 2 5400
Alltaf á fóstud.ögum
OFRJOSEMI
KARLMANNA
— helstu orsakir og
lækningaaöferöir.
LJÓSMYNDUN
rætt viö áhugaljósmyndara.
ABOKAMARKAÐI
— tveir nýir íslenskir
barnabókahöfundar.
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina