Morgunblaðið - 23.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982
37
konu hans, minni kæru skólasyst-
ur, Gerðu, votta ég dýpstu samúð
svo og öðrum ástvinum og venzla-
fólki hans öllu.
Víglundur Möller
Þann 17. þ.m. andaðist Haukur
P. Ólafsson fyrrv. frystihússtjóri á
Akureyri, tæplega 77 ára að aldri.
Með honum er genginn óvenju
hjartahlýr, glaður og drenglund-
aður maður, sem vinir og vanda-
menn sakna og munu lengi minn-
ast.
Hann fæddist á Geirseyri, Pat-
reksfirði þann 29. október 1905,
sonur hjónanna Maríu K. ísaks-
dóttur Arnesen og Péturs A.
Ólafssonar útgerðarmanns og
ræðismanns.
Heimili þeirra var myndarlegt
menningarheimili, stutt velmegun
og fjölbreyttu athafnalífi. Pétur
A. Ólafsson var dugmikill fram-
kvæmdamaður í útgerð og verslun
og átti hann ríkan þátt í ýmsum
framfara- og menningarmálum
byggðarlagsins. Bæði voru þau
hjónin fágætir mannkostamenn.
Hin fagra fjarðarbyggð með
dölum sínum, fellum og fjöllum,
víkum og vogum, þar sem „ský
með skrúða ljósum skreyta vestur-
átt“ við opið haf, var vettvangur
Hauks á bernskuárum. Bernsku-
árin á Patreksfirði voru honum,
því björt og hlý. Sólskinið þaðan
bar hann með sér alla ævi, í hug
og hjarta og nutu þess vinir og
vandamenn í ríkum mæli.
Árið 1916 flytur fjölskyldan frá
Patreksfirði til Reykjavíkur. Þar
lauk Haukur sínu skyldunámi.
Síðan var hann í skóla í Englandi
og lagði stund á nám í verslunar-
fræðum, bæði þar og í Danmörku.
Einnig vann hann við verslunar-
störf í Danmörku um skeið. Eftir
heimkomuna vann hann ýmist við
fyrirtæki föður síns eða á annarra
vegum, einkum við sjávarútveg.
Lengstan hluta starfsævi sinnar
var hann frystihússtjóri hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga. Var það
fjölbreytilegt og umsvifamikið
starf. Öllum þessum störfum
fylgdu mikii samskipti við fjölda
fólks.
Það mun sannmæli að Haukur
hafði einstaka hæfileika til að um-
gangast fólk af margvíslegri
manngerð. Kom þar til glaðbeitt,
hressilegt hispursleysi, opinská
hreinskilni og óbrigðult dreng-
lyndi þegar á reyndi, ásamt hæfi-
legri festu.
Hann var vinsæll maður í störf-
um sínum og átti óbilað traust
þeirra, sem hann vann með og
fyrir.
Árið 1936 kvæntist Haukur
glæsilegri afbragðskonu, Gerðu
Halldórsdóttur frá Ákureyri.
Heimili þeirra hefur verið að
Bjarnastíg 1, Akureyri. Það hús
byggði Pétur A. Ólafsson og þar
dvöldu þau hjónin í sambýli við
Gerðu og Hauk síðustu æviár sín.
Húsfreyjan unga hafði forframast
í Danmörku í heimilis- og hús-
haldi öllu og bar heimili þeirra
fagurt vitni um kunnáttu hennar
og smekkvísi beggja. Þau voru
höfðingjar heim að sækja og fögn-
uðu gestum sínum af mikilli alúð
og heilum hug.
Haukur bar mikla umhyggju
fyrir systkinum sínum og fóstur-
systur og þeirra fólki.
Nú við leiðarlok minnumst við
með innilegri þökk og virðingu
hins glæsilega, glaða og góða vin-
ar og bróður, sem umvafði okkur
sólskini vináttu sinnar og um-
hyggju. Síðustu árin hafa þau
hjónin ekki gengið heil til skógar,
en í hamingjusamri og farsælli
sambúð stutt hvort annað og borið
sitt heilsuleysi með reisn.
Af hrærðum huga þökkum við
honum allt sem hann var okkur og
biðjum honum blessunar guðs á
nýjum vegum.
Við biðjum forsjón lífsins að
blessa og varðveita konuna hans,
sem hefur svo mikils misst og
veita henni styrk til að bera sorg
sína og söknuð. Blessuð veri minn-
ing Hauks P. Ólafssonar.
Bjarnveig og Aðalsteinn Kiriksson.
Úttör eiginmanns míns,
EDVARDS FRIÐJÓNSSONAR,
Veaturgötu 68, Akraneai,
fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 25. september kl. 11.30.
Blóm og kransar afbeönir, en þeim sem vildu mlnnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Laufey Runólfsdóttir.
HELGI KRISTJÁNSSON,
Leirhöfn,
veröur jarösunginn frá Snartastaöakirkju laugardaginn 25. sept-
ember nk. kl. 14.00.
Andrea Jónsdóttir og fjölskylda.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin-
manns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JAKOBS MAGNÚSSONAR,
húsgangasmióamaistara,
Hringbraut 99.
Guövaig Magnúsdóttir,
Hulda Sergent, Artenis Sergent,
Hrafnhildur Jakobsdóttír, Magnús Ólafsson,
Bragi Jakobsson, Sígurbjörg Nielsen
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför
INGUNNAR SÆMUNDSDÓTTUR,
Lönguhlfö 19.
Sérstakar þakkir flytjum vlö starfsfólkl Vífilsstaöaspítala fyrir um-
önnun og hjúkrun.
Kjartan Ólafason,
Sæmundur Kjartansson,
Steinn Grétar Kjartansson
og aörir vandamenn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
JÓNS SIGURÐSSONAR,
rennismiös,
Heiöargeröi 17, Reykjavík.
Sveiney Guömundsdóttir,
Helgi Kr. Jónsson, Þóra Guðmundsdóttir,
Óskar Jónsson, Hjördis Jensdóttir,
Edda G. Jónsdóttir, Friörik Sigurösson.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa,
GUDJÓNS ILLUGASONAR
skipstjóra,
Noröurbraut 15, Hafnarfiröi.
Björg Siguröardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þeim sem heiöruöu minningu
JÓNÍNU KRISTÍNAR EYVINDSDÓTTUR,
Dal, Borgarnesi,
þökkum viö af heilum hug.
Guö blessi ykkur öll.
Ragnheióur Ásmundsdóttir,
Þórdís Ásmundsdóttir,
Guöbjörg Ásmundsdóttir,
Eyvindur Ásmundsson,
Valdimar Ásmundsson,
Margrét Ásmundsdóttir,
Valgeröur Siguröardóttir,
Jóhann Jóhannesson,
Höröur Ólafsson,
Ólafur Þóröarson,
Marfa Ásbjörnsdóttir,
Edda Siguröardóttir,
Guöbjartur Guömundsson,
barnabörnin, langömmubörnin og langalangömmubarniö.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúö og hlýhug í okkar miklu sorg,
vegna andláts og jaröarfarar okkar hjartkæra, elskulega sonar,
bróöur, mágs og frænda,
HRAFNKELS GÍSLASONAR,
Syöri-Hömrum.
Unnur Óskarsdóttir, Gfsli Ástgeirsson,
Ásta Gísladóttir, Guömundur Pélsson,
Erlingur Gfslason, Elfn Heiómundsdóttir,
Margrét lllugadóttir.
Bæjarskrifstofur Hafnarfjaröar
verða lokaöar
frá kl. 13 í dag vegna jaröarfarar dr. Kristjáns
Eldjárns, fyrrverandi forseta.
Bæjarstjóri.
Skrifstofur okkar, verslun og afgreiösla
verða lokaðar
fimmtudaginn 23. sept. vegna útfarar dr.
Kristjáns Eldjárns, fyrrv. forseta íslands.
Bókaútgáfan Iðunn Bræöraborgarstíg 16.
Lokað í dag
frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar dr. Kristjáns Eldjárns,
fyrrverandi forseta íslands.
Eignaval,
Hafnarhúsinu,
sími 29277.
Stofnanir Reykjavíkurborgar
verða lokaðar
fimmtudaginn 23. september kl. 13.30—15.30 vegna
útfarar dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrv. forseta íslands.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Lokað
fimmtudaginn 23. september milli kl. 13.00 og 16.00
vegna jaröarfarar dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrv. forseta.
Tollvörugeymslan hf.
Reykjavík.
Lokað
Vegna útfarar dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi for-
seta Islands, veröa skrifstofur Sambandsins lokaöar
eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 23. september.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAG A
Lokaö frá hádegi í dag vegna jaröarfarar
DR. KRISTJÁNS ELDJÁRNS,
fyrrv. forseta íslands.
Sölusamband íslenskra fiskframleiöenda,
Aöalstræti 6.
LOKAÐ
Fyrrum starfsmaöur okkar,
RUTH HJARTAR,
er lést þann 11. september sl., veröur jarösungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaglnn 24. september kl. 10.30.
Af því tilefni tilkynnist hór meö aö viö höfum lokaö fyrir hádegi
föstudaginn 24. september.
STEFÁN THORARENSEN HF.,
Sföumúla 32, Raykjavík.
Vegna jaröarfarar Óskars Þorvaröarsonar verður
skrifstofa vor
lokuð
frá kl. 13 til 15 föstudaginn 24. september.
Brunabótafélag íslands