Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 35 Mazda 1983árgerðiner ATHUGIÐ: Meðédeyðsla Mazda 929 er aðeins 9—9,5 ltr. pr. 100 km. samkvæmt prófun Morgunbl. 29.9.82. En með hjálp ýmissa innlendra sem erlendra fyrirtækja hefði ver- ið unnt að hleypa þessari auglýs- ingaherferð af stokkunum. Á öll- um þessum kynningum í borgun- um 5 var boðið upp á íslenskan mat og 5 íslenskar sýningarstúlk- ur sýndu fatnað. En fyrir blaða- fólk og erlenda kynningaraðila var dreift umfangsmiklu auglýsinga- efni. Gestir á kynningunum voru forráðamenn fyrirtækja sem skipta við íslenska útflytjendur á vöru og þjónustu, fjölmiðlafólk, frammámenn í flug- og ferðamál- um. Auk þess voru þar íslenskir ræðismenn og bandarískir emb- ættismenn. Birgir sagði að þátt- takan í þessum kynningum hefði verið góð, og hefðu um 14 — 15-000 manns komið á þær. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði að Ferða- málaráð og Flugleiðir hefðu unnið saman við að auglýsa ísland sem ferðamannaland og flugferðir hingað til lands. Árangurinn hafi orðið sá að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hafi farþegum á Norð- ur-Atlantshafsleiðinni fjölgað um 35% frá því á sama tíma í fyrra. Að sögn Birgis Þorgilssonar for- svara Ferðamálaráðs hefur bandarískum ferðamönnum, sem koma hingað til lands, fjölgað um 12% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil á síð- asta ári. Kvað Birgir þetta ákaf- lega athyglisvert ef haft væri í huga að í öðrum evrópskum lönd- um hefði fjölgunin aðeins numið að meðaltali um 4,5%. Hilmar Jónsson fulltrúi Bú- vörudeildar Sambandsins sagði að sá matur, sem á boðstólum var á íslensku kynningunni í Bandaríkj- unum, hefði hvarvetna verið rómaður, en aðallega var boðið uppá íslenskt lambakjöt. — Að sögn Hilmars væri hugsanlegt að ráðast í útflutning á islensku lambakjöti er fram líða stundir, en taka þyrfti þó tillit til þess að um 70% Bandarikjamanna hafi ekki smakkað lambakjöt. Þvf þyrfti að fara varlega í sakirnar. Frá vinstri: Hilmar Jónsson, Úlfur Sigurmundsson, Birgir Þorgilsson, Thomas Holton og Sveinn Sæmundsson. Islandskynning 5 aðila í Bandarikjunum: Mikil söluaukning á ullarvörum Frá Japan skrifar 22 ára háskólanemi, sem skrifar á frönsku auk ensku: Yoichi Miyoshi, c/o Okada, 7 Takanoizumi-cho 4-chome, Sakyo-ku, Kyoto City, 606 JAPAN. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka, sem segir fyrri tilraunir til að eignast íslenzka pennavini hafa mistekist, en við skulum vona að hún hafi erindi sem erfiði.Hún hefur mörg og fjölbreytt áhuga- mál: Missie Mensah, P.O.Box 1108, Cape Coast, GHANA. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum og tónlist, en einnig safnar hún frímerkjum og póstkortum: Michiko Hara, 19-8 Iwato 3-chome, Yokosuka City, Kanagawa, 239 JAPAN. Mazda 929—Örugglega bestu bflakaupin í dag. BlLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Mazda 929 Sedan SDX og Limited uppfylla allar óskir þeirra kröfuhörðustu um glæsilega hönnun, vandaða smíði, þægindi og sparn- eytni. Mazda 929 stenst fyllilega samanburð við bíla, sem kosta jafnvel tugþúsundum meira. Eftirtalinn búnaður er innifalinn í verði á Mazda 929 SDX: Utispeglar beggja vegna. Viðvörunartölva. Snúningshraðamælir. Quarts klukka. Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi. Opnun á bensínloki og far- angursgeymslu innan frá. Barnaöryggislæsingar. Halogenframljós. Og þar að auki í Mazda 929 Rafknúnar rúður. Rafknúnar hurðalæsingar. 5 gira gírkassi. Veltistýri. Vökvastýri. StiIIanlegir höfuðpúðar á aftursætum. Fáanlegur aukabúnaður: Sjálfskipting. Rafknúin sóllúga. Álfelgur. 60 A rafgeymir. Litað gler í rúðum. Ljós í hanskahólfi og skotti. Farangursgeymsla teppa- lögð í hólf og gólf. Diskahemlar á öllum hjólum. Hitastokkur aftur í. Innfelld rúllubelti á fram- og aftursætum. Limited: Innilýsing með tímarofa. Sprautur á framljós. Framsæti stillanlegt á 8 mismunandi vegu. Heilir hjólkoppar. Tölvuklukka. í tcngslum við lor Vigdísar Finn- bogadóttur forseta Islands til Bandaríkjanna vegna onnunar Scandinavia Today bundust Utflutn- ingsmióstöð iðnaðarins, Flugleiðir hf., Ferðamálaráö, Hilda hf. og Bú- vörudeild Sambandsins samtökum um kynningu á íslenskum vörum og þjónustu. Hér er annars vegar um að ræða ferðamálakynningar og þjón- ustu sem þessi fyrirtæki bjóða upp á og hins vegar upplýsingar um ís- lenskar ullarvörur og landbúnaðar- afurðir. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem efnt var til á vegum þessara aðila sl. fimmtudag á Hót- el Loftleiðum. Fulltrúar þeirra fyrirtækja, sem hér um ræðir, voru allir sam- mála um að þessi kynning hefði tekist öldungis vel, í þeim fimm borgum, sem hún fór fram í, Washington D.C., Minneapolis, New York, Seattle og Chicago. Þó væri ekki unnt að segja á þessu stigi málsins hver árangur hennar yrði, en vitað er að fyrirtækið Hilda hf. bókaði umfangsmiklar pantanir í ferðinni. Thomas Holt- on hjá Hildu hf. sagði að ætla mætti að útflutningsverðmæti ull- arvara fyrirtækisins á Banda- ríkjamarkaði næmi um 5 millj. kr. í ár miðað við 3,7 millj. í fyrra. Úlfur Sigurmundsson fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins sagði að salan á ullarvörum á Bandaríkjamark- aði hefði vaxið um 50% á þessu ári, og ljóst væri að góðar líkur væru á því að salan ykist enn meira í framtíðinni. Enda bæru niðurstöður könnunar á vegum erlendra sérfræðinga á markaðs- horfum í Bandaríkjunum því glöggt vitni. Það kom ennfremur fram á fundinum að kynningin í Banda- ríkjunum hefði verið mjög kostn- aðarsöm, enda hefðu þessir fimm aðilar þurft að standa að mestu leyti sjálfir undir kostnaðinum. vinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.