Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
Heii/nAnn
vKqIIí^ getaráu gert tjögar sprungin
olekk 7*"
ást er...
C<p£>
... að bregðast
ekki á brúðkaups-
daginn.
TM ftag U.S Pat Oft—aM rigMs reservMl
• 1982 Los Angetes Times Syndicate
Ég og forstjórinn urðum sam-
mála um að reyna nýjar leið-
ir! 3
Með
morgxmkaffinu
konunni sinni við, þá skaltu
vera á verði!
HOGNI HREKKVÍSI
f-/f © 1982 McNaught Syndicat*. Ibc.
,, k)Ú ER NÓS K0MI£>.'..E(CK1 FLEIR/ KOJUP-
06 EN^A FLE/RI MlLUKETT7/"
Umvöndunarmenn bílaíþrótta
Hafa opinberað
vanþekkingu sína
Ragnar Ragnarsson, Akureyri,
skrifar:
„I lesendabréfum dagblaðanna
hefur einstöku sinni skotið upp
kollinum gagnrýni á bifreiða-
íþróttir. í sumum þessara bréfa
hafa ráðið ríkjum þröngsýni og
fordómar, jafnframt því sem
bréfritarar hafa opinberaö van-
þekkingu sína á bifreiðaíþrótt-
um, enda þótt þeir þykist full-
færir um að rita um þær í blöð-
in. Þess vegna langar mig til að
drepa á ýmislegt sem fram hefur
komið í þessum lesendabréfum.
Sunnudaginn 26. sept. sl.
skrifaði einhver Ó. í Velvakanda
og Ó. ofbýður sú röskun á landi
og gróðureyðing sem bílaíþróttir
hafi í för með sér. Því er til að
svara, að þar sem bílaíþróttir
fara yfirleitt fram, er yfirleitt
um afmörkuð svæði að ræða,
sem viðkomandi bæjarfélag hef-
ur úthlutað bifreiðaíþróttafélagi
sem starfandi er á svæðinu. Svo
er t.d. á Akureyri og Húsavík. Á
þessum stöðum fer keppni fram í
fullnýttu malarnámi og gömlum
öskuhaugum, og eins og flestir
vita, þá eru þessir staðir, þar
sem þeir finnast, þekktir fyrir að
vera „frekar“ gróðurvana. Á ein-
um stað á landinu fer bifreiða-
íþróttakeppni fram á almennu
svæði og er það torfærukeppni
björgunarsveitarinnar Stakks
sem haldin er í Grindavík á
hverju hausti. Að keppni lokinni
hafa Stakks-menn sáð í svæði
þau, sem ekið hefur verið um,
enda raunin sú, að svæðið mun
hafa tekið stakkaskiptum til
hins betra frá því að keppni
hófst þar.
Ó. segir einnig í bréfi sínu, að
bifreiðaíþróttir hafi óheppileg
uppeldisáhrif og í sama streng
tekur Jón Guðmundsson á Sel-
fossi í bréfi sínu til Velvakanda
miðvikudaginn 29. september.
í þau sjö ár sem ég hef um-
gengist bílaáhugafólk hef ég
ekki orðið var við, að í hópi þess
séu einstaklingar sem tekið hafi
„feilpúst" vegna bílaaáhuga síns.
Þegar ég tala um bílaáhugafólk í
þessu sambandi á ég við fólk,
sem er félagsbundið í félagi, sem
gengst fyrir bifreiðaíþrótta-
keppni og er um leið aðili að
Landssambandi íslenskra akst-
ursíþróttafélaga, LÍA, sem
stofnað var fyrir nokkrum árum
af bifreiðaíþróttafélögum, lög-
gjafanum og þeim aðilum sem
hagsmuna eiga að gæta í sam-
bandi við bifreiðaíþróttir.
Markmiðið með stofnun LÍA var
m.a. að sameina bifreiðaíþrótta-
félög undir einn hatt, samræma
lög og reglugerðir varðandi bíla-
íþróttir í samráði við löggjafann
og tryggingarfélög, og síðast en
ekki síst að skapa aðstöðu fyrir
það fólk sem lítur á farartæki
sín sem eitthvað annað en hlut
sem flytur það frá punkti A til
punkts B.
Ef Jón Guðmundsson og Ó. og
fleiri eru svo einfaldir að halda
að glannaakstur og slys hafi ver-
ið eitthvað fátíðari hér á árum^
áður vegna þess að bílaíþróttir
voru þá minna þekktar, þá hafa
þeir sofið Þyrnirósarsvefni og
eru bara nývaknaðir. Það er leið-
inlegt til þess að vita, að ýmsir
sjálfskipaðir umvöndunarmenn í
umferðarmálum skuli ráðast að
bílaíþróttamönnum og samtök-
um þeirra, og kenna þeim óbeint
um óheppileg uppeldisáhrif og
hvers kyns ófarir í umferðinni.
Þessum háværu einstaklingum
væri hollara að hugsa til þess,
hvernig ástatt væri, ef LÍ A væri
ekki til og bifreiðaíþróttir væru
ekki stundaðar undir eftirliti
löggjafans."
Þökk lyrir
B.I. skrifar:
„Velvakandi.
Undirritaða langar til að bera
fram þakklæti til Erlends Jóns-
sonar fyrir greinina Frelsi eða
ólög, sem birtist í Lesbók 25. sept.
sl. Jafnframt vil ég taka undir
hvert orð sem hann segir.
Menn eru ekki frjálsir á meðan
þeir eru skyldaðir til að ganga í
verkalýðsfélag, það sér hver mað-
ur. Og skyldi ekki mörgu ung-
menninu þykja það undarleg
ráðstöfun að vera neytt til að
borga félagsgjöld í einhverju
verkalýðsfélaginu til að geta feng-
ið vinnu tvo-þrjá mánuði í skóla-
fríum. Hvað verður um alla þá
peninga, sem þannig innheimtast?
Skyldu þeir renna í ferðasjóð for-
ystumannanna?"
greinina
Erlendur Jónsson
Skrifið eða
hringið
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.