Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 47 ur... nýjar plötur... nýjar plötur nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur Nýja Kompaníið/Kvölda tekur: ★ ★ ★ Kvölda tekur, fyrsta plata Nýja Kompanísins, er nú loksins kom- in út og veröur hún aö teljaat all- góö frumraun. Styrkur hennar liggur einkum í góðum tónsmíö- um og vönduðum útsetningum, veikleikarnir eru hins vegar nokkuð misjafn hljóöfœraleikur og máttvana sveifla. Frammistaöa þeirra kumpána er yfirleitt góö, nema hvaö ryþma- sveitin heföi mátt vera meira af- gerandi (þaö kann þó aö vera upp- tökunni aö kenna). í sumum lag- anna missir hún dálítiö dampinn. Allir eiga þó sína góöu spretti. Tómas Einarsson er lýrískur í bassaleik sínum, þó enn vanti hann fyllri tón og ögn meiri slag- kraft. Jóhann G. Jóhannsson er hæverskur en smekklegur píanó- leikari, og gætir sums staðar klassiskra áhrifa i leik hans. Sig- uröur Valgeirsson trommar mjög þokkalega en býr þó ekki yfir nægilegri sveiflu. Sveinbjörn Bald- vinsson sýnir fágaöan gítarleik og sá yngsti þerra fimmmenninga, Siguröur Flosason, saxófónleikari, kemur e.t.v. mest á óvart. Tónninn er kraftmikill og tæknin meö ágæt- um. Óhætt er aö segja, aö hann sé mesta einleikaraefniö í hópnum. Lögin á plötunni eru átta aö tölu, sex frumsamin og tvö íslensk þjóölög, Kvölda tekur og Grátandi kem ég nú guö minn til þín. Hið síöarnefnda er býsna skemmtilega útsett og er á því nokkuö skand- inavískur blær. Frýgískt frumlag er eitt besta lag plötunnar og fer þar saman góö laglína og þétt samspil. Flest hinna laganna eru í rólegri kantinum. Siguröur blæs af mikilli tilf inníngu í minningu Gunnars heitins Ormslev, Ijóörænn blær er á Dögun Jóhanns og Stolnum stefjum Tómasar (hreinskilnisleg nafngift þaöl). Tvö eru lög Svein- björns, blúsinn hans Jóns míns og Nóg fyrir þetta kaup. Hvort tveggja mjög snotur blússtef. Eins og áöur var getið, hlýtur þessi plata aö teljast góö frum- raun. Þó aö hljómsveitin sé aöeins tveggja ára gömul, hafa þeir félag- arnir þegar náö umtalsveröum ár- angri. Þeir þekkja greinilega vel hver inn á annan, þvi aö samspilið er traust. Þeir byggja á heföbundnum grunni, en hafa samt alla buröi til aö skapa sér sérstakan stíl. Ennfremur er þaö mjög lofsvert aö þeir skuli semja og útsetja allt efni sjálfir. Þar markar þessi plata tímamót í ís- lenskrl djasssögu. Aö lokum: Þaö er í rauninni aö- dáunarvert, aö hægt skuli vera aö starfrækja hljómsveit eins og Nýja Kompaníiö á þessum siöustu og háværustu rokktímum. Næstu plötu verður beðiö meö eftirvænt- ingu. _ pá. (Grein þessi er rituö af Pétri Ástvaldssyni, gestapenna Járnsíöunnar aö þessu sinni. Hver veit nema hann stingi niöur penna síðar á þessari alræmdu síöu. — SSv). Hluti Crass á fullri farö á tónleikum. Crass/Christ — the Album: Skipulagslaus upp- lifun og ævintýri Aö skrifa um plötu meö Crass svo eitthvert vit sé I er verk, sem krefstlangrar yfirlegu og íhugun- ar. Eftir aö hafa hlustaö á plöt- Nýja Kompaníiö. Frá vinstri: Sveinbjörn, Siguröur F., Siguröur V., Tómas og Jóhann G. Steve Miiler Band/Abracadabra: Góð lög inn á milli, en heildarsvipur máttlaus ★ ★ Þótt ekki sé hægt aö flokka nýjustu plötu Steve Miller Band, Abracadabra, sem neitt meist- araverk veröur því aldrei i móti mælt aó hér er á ferðinni ágætis plata aö mörgu leyti. Ekki nein átakaskífa, en Miller skilar sínu aö mestu þrátt fyrir árin 39, þótt oft hafi verið meira í lögin spunn- iö en nú. Það vekur strax athygli, aö Steve Miller á sjálfur ekki nema tvö laga plötunnar. Annaö er stuö-lagiö Abracadabra, sem glumiö hefur í eyrum landsmanna á öldum Ijósvakans meö ólíkindum oft aö undanförnu. Hitt lagiö, sem hann á sjálfur, er Give it up. Bæöi lögin eru í hópi fjögurra bestu á plötunni. Hin lögin eru öll samin af Gary Mallaber, trymbli sveitarinn- ar, í samvinnu viö aöra meölimi hennar. Vissulega er eftirsjá í því aö Mill- er skuli ekki eiga fleiri lög á plöt- unni. E.t.v. er hugmyndabrunnur- inn tekinn aö grynnast eftir langan feril og skyldi engan undra. Þó hljómar sú getgáta dálítiö þver- sagnakennt þegar þess er gætt aö lög hans eru á meðal þeirra bestu á plötunni. Þótt Miller semji nú ekki lengur megniö af lögunum fer því fjarri aö hér sé um einhverja byltingu aö ræöa. „Westcoast“-línan og Mill- er-andinn eru enn ákaflega áber- andi í lögunum þó nútímalegur hljómborösleikur setji svip sinn á plötuna á köflum. Abracadabra er ekki neitt meistarastykki eins og skýrt var frá í byrjun. Á henni eru sterk lög inn á milli, en restin er flatneskju- leg. Ljóst viröist aö Miller er ekki sá karakter, sem hann var fyrir svona 6—9 árum. Abracadabra er nokkuö langt frá hans besta og hlýtur því aö hafna í tveggja stjörnu flokknum þrátt fyrir ein- staka góö lög. una, Christ — the album, í meira en tvær vikur er ég enn ekki kominn til botns í efninu. Plata með Crass er meira en bara plata. Þetta er í raun einhvers konar ævintýri, upplifun, aó maö- ur tali nú ekki um þegar plöturn- ar eru tvær eins og í þessu tilviki með þéttskrifuóum stórum bækl- ingi í kaupbæti aö auki. Christ — the album er búin aö tróna i efstu sætum óháöu vin- sældalistanna i Englandi um nokk- urt skeiö. Sannast sagna geri ég mér ekki fyllilega grein fyrir því hvaöa fólk þaö er sem kaupir þessa tónlist, en víst er aö þaö er stór og fjölbreyttur hópur. Þaö er ákaflega erfitt aö fjalia um plötur, sem þessar. Önnur ber nafniö Christ — the album. Hin heitir Well forked, but not dead. Á þessum plötum skiptast á nýj- ar stúdíóupptökur og gamlar, sumar teknar upp í gegn um óþekkta útvarpsþætti sjóræningja- stööva svonefndra og tónleikaefni. Inn á milli er skotiö bútum úr upp- tökum héöan og þaðan og klippum úr útvarpsþáttum. Þá er og nokk- uö um þaö aö lesinn texti sé flutt- ur. Loks þegar tónlistin fær aö njóta sín alfariö er hún aö mestu hiö besta pönk, eöa a.m.k. í þeim stíl þótt eitt laganna beri nafniö „Punk is dead". Þaö eru heil reiöinnar ósköp aö gerast á plötum Crass. Þar er allt á fullu og allt i graut. Helsta baráttu- mál sveitarinnar er enda anar- kismi. Sú skoöun kemur glögglega fram á plötunum, sem eru ákaflega skipulagslausar og kynduglega uppbyggöar. Fyrir vikið vekur þaö athygli aö sjá smápönkara bæjar- ins merkta Crass í bak og fyrir. Þeir gera sér tæpast nokkra grein fyrir boðskapnum, sem er tæpast augljós þeim sem eldri og þrosk- aöri eru hvaö þá litlu grísunum. Ég ætla ekki aö reyna aö kveöa upp einhvern úrskurö hér. Hann gæti aldrei oröiö á þann veg aö fólk yröi nokkurs vísari. Plötur Crass eru þannig, aö þær hljóta aö vekja mismunandi viöbrögö, allt eftir því hver hlustar á þær, í enn ríkara mæli en venjan er meö aör- ar plötur. Christ — the album er einfaldlega gripur sem menn verða aö dæma fyrir sig, en ég skora á þá, sem ekki þekkja til sveitarinn- ar, aö gefa þessu efni gaum. Ymsir/Glymskrattinn: Falleinkunn Frá mínum bæjardyrum séö (þær eru kannski ekki þær breiðustu í bænum) er Giymskrattinn eitthvaö það daprasta sem komiö hefur trá Steinum i háa herrans tíð. Sannast sagna man ég ekki eftir ööru jafn lélegu úr þeim herbúðum. Ef ekki kæmu þarna til þrjú islensk lög hefði ég gefið plöt- unni algera falleinkunn, 0. Af erlendu lögunum, sem eru alls 11 (af 14 lögum plötunnar) eru þaö bara Madness og Flock of Seagulls, sem tóneyra mltt meðtekur. Þó er kyndugt, aö íslensku lögin eru þarna eins og skratt- inn úr sauöarleggnum innan um erlent efni, sem er að mestu leyti mjög nýtt af nálinni og af allt öörum toga. Safnplötur ættu aö hafa þaö umfram aörar plötur aö vera mun fjölbreyttari. Lögin á þess- ari eru vissulega nokkuö fjöl- breytileg, en svakalega léleg meö örfáum undantekningum. Iceland/Break the lce og Chicago: Ný plata bræðrabandsins Hér er nú komin á markaö plata með ísiensku hljómsveit- inn lceland, sem starfrækt er I Svíþjóö. Iceland er leifarnar af hljómsveitinni Vikivaki, sem naut talsveröra vinsælda hér fyrir nokkrum árum. Þessi tveggja laga plata bræöranna Björns, Jóns, Gunn- ars og Hans Gíslasona er um margt ágæt, sér í lagi lagiö á A-hlið, Break the lce. Kröftugt og vel flutt. Hitt er ekki eins áhuga- vert og nefnist Chicago. Styrkurinn í góðum lögum og vönduóum útsetningum — en misjafn hljóðfæraleikur og máttlaus sveifla plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur ... nýjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.