Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982
Mjúkar plötur undir þreytta tætur
Tm _Hamtowrg- T*g
Stoartim!)gwF<J)<SOT©æ<§){fi) & ©<s>
Þrýstimælar
Allar stáerðir og gerðr^
SílyiíflaiýigjMir
<& ©@::
Vesturgötu 16, sími 13280
SPURÐU NÁNAR ÚT í -
18354 gata tromluna
50% vatnssparnaðinn
40% sápuspamaðinn
25% tímaspamaðinn
efnisgæðin
byggingarlagið
lósíuleysið
lúgustaðsetninguna
lúguþéttinguna
ytra lokið
denparana
þýóa ganginn
stöðugieikann
öryggisbúnaðinn
hitastillinguna
sparnaðarstillingar
taumeðferðina
hægu vatnskælinguna
lotuvindinguna
þvottagæðin .......
/FOnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
Geta Græitlendingar sagt
sig úr lögum við Dani?
Að þeirri niðurstöðu komst Guðmundur S. Alfreðsson í fyrir-
lestri sínum um réttarstöðu Grænlands í samfélagi þjóðanna
l*ann 14. september síðastliðinn
flutti dr. Guðmundur S. Alfreðsson
fyrirlestur um réttarstöðu Græn-
lendinga i samfélagi þjóðanna á
fundi, sem lagadeild Háskóla fs-
lands, Lögmannafélag íslands og
Dómarafélag íslands boðuðu til í
Lögbergi, húsi lagadeildar. Fundar-
stjórar voru Stefán IVfár Stefánsson,
forseti lagadeildar, og Steingrímur
Gautur Kristjánsson, héraðsdómari.
í fyrirlestrinum komst dr. Guð-
mundur að þeirri niðurstöðu, að
Grænlendingar hefðu sjálfs-
ákvörðunarrétt, sem og aðrar
nýlenduþjóðir samkvæmt þjóðar-
rétti, og þeir gætu notfært sér
hann þar sem þeir hefðu ekki gert
það til þessa. Samkvæmt sjálfs-
ákvörðunarréttinum geta Græn-
lendingar því annaðhvort sagt sig
úr lögum við Dani eða þá ákveðið
að vera í einhverju stjórnskipu-
legu sambandi við Danaveldi.
Dr. Guðmundur skipti fyrir-
lestri sínum í þrjá hluta. Fyrst
varpaði hann fram tveimur spurn-
ingum:
1) Hvað er að gerast á Græn-
landi sem veldur því að skyld mál
eru að gerast þar?
a) Stjórnmálaflokkar stofnaðir
á síðustu 5—8 árum. b) Heima-
stjórnarlögin samþykkt 1978, en
gengu í gildi 1. maí 1979. c) Þjóð-
aratkvæðagreiðsla um úrgöngu úr
EBE. d) Útfærsla fiskveiðilögsög-
unnar og æ nákvæmari kortlagn-
ing á náttúruauðæfum. e) Sam-
vinna frumbyggja, sem lýsir sér í
stofnun svæðabundinna samtaka
á mörgum sviðum.
2) Hvaða þjóðréttarreglur
koma helst til greina?
a) Sjálfsákvörðunarréttur þjóð-
anna. Guðmundur skýrgreindi
hugtakið og útlistaði hverjir gætu
notið góðs af því og lýsti síðan
hefðbundnum réttarheimildum í
sambandi við rétt nýlenduþjóða.
Þá lýsti hann einnig örðum rétt-
arheimildum sem við gætu átt, t.d.
um verndun minnihlutahópa og
sérréttindi frumbyggja. Guð-
mundur vildi jafnframt meina að
á þessar síðastnefndu reglur
myndi ekki reyna nema Græn-
lendingar héldu áfram stjórn-
skipulegu sambandi við Dani.
Þá kom Guðmundur að því
álitamáli hvort reglur um sjálfs-
ákvörðunarréttinn út á við eigi við
um Grænland. Hann byrjaði á að
rekja sögu Grænlands frá 18. öld,
frá því landinu hafði verið stjórn-
að sem dæmigerðri nýlendu frá
Kaupmannahöfn, lengi vel með
konunglegum tilskipunum en síð-
ar með lagaboði, án þess að Græn-
lendingar hefðu sjálfir átt þar
nokkurn hlut að máli. Danir hefðu
síðan staðfest að þarna hefði verið
um nýlendustjórn að ræða með því
að skrá Grænland samkvæmt 11.
kafla sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um lendur sem ekki ráða sér
sjálfar.
Á þriðja áratugnum byrjaði
Noregur landnám á Austur-
Grænlandi, sem varð til þess að
miklar deilur urðu milli Noregs og
Danmerkur. Árið 1933 kvað Fasti
milliríkjadómstóllinn upp dóm í
þessu ágreiningsefni, Austur-
Grænlandsmálinu svokallaða, og
féll hann Dönum í vil, en hann
hefur oft verið talinn vísbending
um fullveldi Dana yfir öllu Græn-
landi. Guðmundur taldi að þessum
dómi hafi tvímælalaust verið
hnekkt með úrskurðum Alþjóða-
dómstólsins í svonefndum Nam-
ibíu- og Vestur-Saharamálum, þar
sem sjálfsákvörðunarréttur
nýlenduþjóða var látinn sitja i
fyrirrúmi, en auk þess gat hann
þess að í Austur-Grænlandsmál-
inu hafi ekki verið spurt um vilja
Grænlendinga og dómurinn hafi
ekki tekið tillit til óska þeirra.
Hann sagði að söguleg smáatriði
skiptu ekki máli heldur réttar-
heimildirnar sem blasi við, þ.e. að
Grænland hafi allan þennan tíma
orðið að þola útlenda stjórn. Síðan
vék Guðmundur að stjórnskipu-
legri innlimun Grænlands í
Danmörku 1953, sem hann taldi að
hefði aðallega verið til þess að
komast framhjá eftirliti SÞ, en
samkvæmt ákvæðum 73. gr. sátt-
mála SÞ skyldu nýlenduveldi gefa
skýrslu um og sjá til þess að ýms-
Hinn 12. febrúar síðastliðinn
varði Guðmundur S. Alfreðsson
þjóðréttarfræðingur doktorsritgerð
um réttarstöðu Grænlands við laga-
deild Harvard-háskóla i Bandarikj-
unum. Ritið kallast Grænland og
rétturinn til sjálfsákvörðunar út á
við (Greenland and the Right to Ex-
ternal Self-Determination). Guð-
mundur lauk kandidatsprófi frá Há-
skóla íslands vorið 1975 og meist-
araprófi í samanburðarlögfræði og
þjóðarrétti frá lagadeild New York-
háskóla vorið 1976. Guðmundur hef-
ur auk þess stundað framhaldsnám í
þjóðarrétti við Max Planck Institut i
Heidelberg i þýskalandi og við laga-
dcild Kaupmannahafnarháskóla.
ar skyldur í nýlendunni í sam-
bandi við framþróun ákveðinna
málaflokka, yrðu inntar af hendi.
Þessi innlimun var innleidd
samkvæmt stjórnarskrárbreyt-
ingu í Danmörku sjálfri og þá far-
ið eftir reglunum um kosningar og
endurteknar þingsamþykktir. Á
Grænlandi fór hins vegar engin
lundi en núverandi húsnæði er
orðið of lítið fyrir sívaxandi
starfsemi. í þessum áfanga er
fyrirhugað að reisa 1.680m' hús-
næði og að byggingarframkvæmd-
ir geti hafist vorið 1983.
Áformað er, að það húsnæði,
sem rýmist á Reykjalundi með til-
komu nýrrar sjúkraþjálfunar-
stöðvar, verði nýtt til vistunar
fyrir aldraða skjólstæðinga SÍBS
og aldraða, hjúkrunarþurfandi
Svipmvndir frá 23. þingi BSRB, sem haldið var í Domus Medica.
Morgunbladid/Emilía.
Reykjalundur:
Ákveðið að hefja byggingu
nýrrar sjúkraþjálfunarstöðvar
íbúa Mosfellslæknisumdæmis.
Vegna þeirra verkefna, sem
SÍBS hefur tekist á hendur og
horfa til úrbóta í hjúkrunar- og
endurhæfingarmálum aldraðra,
með aðstöðu á Reykjalundi og að-
ild að rekstri dagvistunar aldr-
aðra í Ármúla, hefur Soroptim-
istasamband íslands ákveðið, nú á
ári aldraðra, að veita SIBS fjár-
hagslegan stuðning við byggingu
hinnar nýju sjúkraþjálfunardeild-
ar. Önnur frjáls félagasamtök og
sveitarfélög í Mosfellslæknisum-
dæmi hafa og lýst vilja til að
styðja þessi framkvæmdaáform
sambandsins.
Þingið samþykkti ýmsar álykt-
anir, sem í flestum tilvikum er
beint til stjórnar SÍBS til frekari
úrvinnslu og framkvæmda. Fjalla
þær m.a. um erindrekstur stjórnar
sambandsins út um land með
heimsóknum til félagsdeilda,
ályktunum um reykingavarnir á
vinnustöðum, ályktun um sam-
starf við önnur félög fatlaðra,
ályktun um sumarbúðamál, um að
athuguð verði stofnun stöðu
tæknilegs atvinnuráðgjafa (ind-
ustrial hygienist) og ályktun um
að leita eftir styrkveitingu Trygg-
ingastofnunar ríkisins til handa
lungna- og ofnæmissjúklingum
vegna utanlandsferða til heilsu-
bótar.
Þrír sambandsstjórnarmenn
skyldu ganga úr stjórninni en
voru allir endurkjörnir. Formaður
SÍBS er Kjartan Guðnason full-
trúi. (Frétutilkjnnin*.)
23. þing SÍBS var haldið í Reykja-
vík dagana 25. og 26. september. 61
fulltrúi sótti þingið, en félagar Sam-
bands íslenskra berkla- og brjóst-
holssjúklinga eru nú rétt um 2.000.
Þingsetning fór fram á Reykja-
lundi að viðstöddum gestum
ásamt heiðursfélögum sambands-
ins. Þinginu bárust blóm og heilla-
óskir frá ýmsum vinum og velunn-
urum samtakanna.
Að þingsetningu lokinni flutti
einn af læknum Reykjalundar,
Björn Magnússon lungnasérfræð-
ingur, erindi um öndunarvanda-
mál aldraðra og vakti það óskipta
athygli. Er fyrirlestur Björns að
nokkru birtur í blaði samtakanna,
„Reykjalundi", sem út kom sunnu-
daginn 3. október, SÍBS-daginn.
Síðar á þinginu flutti annar starf-
andi læknir á Reykjalundi, Magn-
ús B. Einarsson, erindi um þjálfun
hjarta- og lungnasjúklinga, en
hann veitir forstöðu nýopnaðri
þjálfunardeild fyrir þessa sjúkl-
inga á stofnuninni.
Skammt er nú stórra högga á
milli í starfsemi SÍBS því að á
þessu sumri hefur nýr Múlalund-
ur, öryrkjavinnustofa SÍBS, tekið
til starfa í glæsilegum húsakynn-
um við Hátún 10 C. Húseign SÍBS
við Armúla 34, þar sem Múlalund-
ur var áður, er nú verið að inn-
rétta að hluta til, sem dagvistun-
arheimili fyrir aldraða og stendur
sambandið að þessu verki í sam-
vinnu við Reykjavíkurdeild Rauða
kross íslands og Samtök aldraðra
í Reykjavík. Nú á þinginu var
samþykkt ályktun stjórna SIBS og
Reykjalúndar um að hefja fram-
kvæmdir við byggingu nýrrar
sjúkraþjálfunarstöðvar á Reykja-