Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.1982, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 42 Erlendir punktar Alan Mullery, 40 ára gamall, hefur fengið ósk sína uppfyllta; hann er orðinn framkvæmda- stjóri Crystal Palace. Hann leysir Steve Kemper af hólmi og er þar með 6. framkvæmdastjórinn á 20 mánuðum. Drazen Muzinic, hinn júgó- slavneski knattspyrnumaður, sem kostaði Norwich City um fimm milljónir Dkr. (sem er hæsta upphæð sem liðið hefur greitt fyrir leikmann) gafst upp á dvölinni og er farinn heim aftur. Kenny Hibbit, fyrirliöi Wolver- hampton, hefur framlengt samn- ing sinn um eitt tímabil. Hann er þó rétt nýbyrjaður að spila með Ulfunum þetta haustiö því hann hefur leikið sem gestur undanfar- ið hjá Seattle Sounders í n-amer- íska fótboltanum. Á síöasta keppnistímabili þurftu spánskir dómarar aö sýna rauða spjaldið samtals 47 sinn- um. Aðeins eitt lið af átján slapp viö rauða spjaldið og var það Real Santander. Hins vegar fékk Union Las Palmas 6 sinnum rauöa spjaldið og FC Barcelona 5 sinnum. Þess má geta, að Alan Simonsen sem leikur á Spáni var vikið tvisvar af leikvelli. Gegn 750.000 Dkr. sem skaða- bætur, féllst Allan Clarke á að láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri hjá Leeds United, en liðið féll með glæsibrag niður í aöra deild. Rudi Selige, hinn 30 ára gamli framherji í MSV Duisburg ætlar í mál við vestur-þýska vikublaöíð Stern. Hann krefst 100.000 Dkr. í skaðabætur fyrir aö birta mynd af sér nöktum inni í búningsklefa. Hinn júgóslavneski landsliös- maður, Jure Jerhovic, sem dags daglega spilar meö FC ZUrich, var kjörinn besti útlenski leik- maðurin í svíssneska fótboltan- um. Af innfæddum var hins vegar kosinn landsliðsmaðurinn Claud- io Sulser sem spilar meö Grass- hoppers. Moses ætlar að hlaupa 800 1984 EDWIN Moses heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi segist ætla að keppa í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, ef tímaseðill leyfir, en sér- grein hans verður áfram grinda- hlaupiö. Moses hefur verið ósigrandí í 400 metra grindahlaupi frá því 1977. Hann hefur sigrað í 72 hlaupum í röð og heimsmet hans er 47,13 sekúndur frá því í júlí 1980, en það var á frjálsíþrótta- móti í Mílanó á Ítalíu, sem hann náöi þessum árangri. Ennfremur varð Moses Ólymp- íumeistari 1976, sigraöi meö miklum yfirburöum, eins og hann gerir reyndar alltaf. Heldur hefur verið hljótt um Moses á þessu ári, hann hefur lítiö keppt vegna meiösla. Hann segir marga upprennandi stórhlaupara í Bandaríkjunum, og nefnir Andre Phillips og David Lee sem líkleg- asta arftaka sína. — Þaö er aðeins tímaspursmál hvenær ég hleyp 400 metra grindahlaup undir 47 sekúndum, sagði Moses nýlega. Næsta tak- mark hans er heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum, sem haldið veröur í Helsinki í Finnlandi 7.—14. ágúst næsta ár. Eins og kunnugt er hljóp Vest- ur-Þjóðverjinn Harald Schmid á nýju Evrópumeti i 400 m grind í septemberbyrjun, 47,48 sekúnd- um, en hann hefur einna næst komist því að storka Moses í keppni. Schmid hefur einnig náð góöum árangri í 800 metrum, m.a. sigraö Ólympíumeistarann Steve Ovett í ár, og þar sem æfingar 400 metra grindahlaupara eru aö ýmsu líkar æfingum 800 metra hlaupara, er alveg hægt aö búast viö því aö Moses geti náö góöum árangri í 800. — ágás. Víkingur frá Stav- angri varð meistari VÍKINGUR frá Stafangri hofur tryggt sér Noregstitilinn í knattspyrnu þó svo að ein umferð sé eftir í deildarkeppninni. Liðið sigraði Vaalerengen 2—0 á úti- velli um helgina og þar meö getur ekkert lið náö Víkingi að stigum. Þetta er sjöunda skiptið sem Vík- ingur vinnur Noregstititinn síöan 1958 og í sjötta skiptið sem liöiö vinnur titílinn eftir aö 1. deildin tók á sig núverandi 12 liöa mynd fyrir tíu árum. Urslit leikja uröu þessí: Bryne — Lilleström 2—1 Mjöndalen — Start 0—2 Molde — Frederikstad 0—0 Moss — Sogndal 2—1 Rosenborg — Hamkam 3—0 Vaalerengen — Viking 0—2 Víkingur hefur nú 28 stig, en næstu lið eru Lilleström, Ham- kam og Bryne sem hafa 24 stig hvert félag. ÍÞRÓTTIR • Finninn Keke Rosberg svalar þorsta sfnum eftir aö hafa sigraö í heimsmeistarakeppninní í kappakstri. Rosberg er fyrsti Finninn sem hlýtur HM-titil í Formula 1-kappakstri. Hann hefur því skráö nafn sitt í sögunni sem slíkur. Sigur hans kom nokkuð á óvart í keppninni í ár. En aöeins einu sinni bar hann sigur úr býtum í keppni. En samanlagö- ur stigafjöldi hans nægöi hinsvegar í fyrsta sæti. Leikmenn standa með Jupp Derwall allir sem einn SÍÐUSTU vikur hefur mönnum eölilega verið mjög tíörætt um frammistöðu vestur-þýska lands- liðsins í knattspyrnu, 0—0 gegn frísku liðí Belga. Ekki vantaði að Þjóðverjarnir börðust grimmt í leiknum gegn Belgum en eðlílega voru blaða- menn ekki yfir sig hrifnir að sigur vannst ekki. Mjög hörö gagnrýni hefur verið á Derwall reyndar al- veg frá síðustu heimsmeistara- keppni, þeir náðu nefnilega ekki nema öðru sætil, og hafa verið Evrópumeistarar undir hans stjórn. Loksins varö mælirinn fullur hjá leikmönnum og þeir hafa nú tekiö upp hanskann fyrir Derwall meö Karl Heinz Rummenigge, fyrirliöa landsliösins, í fararbroddi. í rút- unni á leiðinni frá landsleiknum tók Rummenigge sig til og fékk leik- menn, óumbeöinn, aö segja og velja um Derwall og niöurstaöan liggur fyrir, 15:0 fyrir Derwall. Þetta er mikill stuöningur fyrir Derwall og þetta varö til þess aö Neuberger, formaöur vestur-þýska knatt- spyrnusambandsins, sem hefur veriö full ráöríkur upp á síökastiö og hefur jafnvel veriö aö skipta sér af því hvernig liðið sé valiö, sbr. óeölileg afskipti hans á því aö Schuster, Barcelona, veröi valinn í liðið, kallaöi Derwall á fund og samdi um friö. Bild am Sonntag spuröi Rumm- enigge um þetta mál: Hann var meöal annars spuröur hvort hér væri nýr Rummenigge á feröinni, sem tekur í fyrsta skipti upp hanskann fyrir Derwall? „Fram aö HM voru einfaldlega ekki vandamál til staöar. Árangur okkar haföi veriö frábær. Nú blæs á móti og þá er full ástæöa aö láta í sér heyra.“ — Nú liggur þaö Ijóst fyrir að þú og aðrir leikmenn landsliösins standiö meö Derwall. En Neuþerg- er viröist ekki vera á þeim buxun- um? Rummenigge: Rétt er þaö, en hann ætti aö hafa velferð liðs- manna og landsliösins í fyrirrúmi og sætta sig viö niöurstööuna (15:0) og fyrirgefa okkur þau mis- tök sem áttu sér staö á HM! — Af hverju standiö þiö allir meö Derwall? R: Vegna þess aö í fyrsta lagi er hann góður þjálfari. Aö ná Evrópu- meistaratitli og silfurverölaunum á HM er varla nokkur tilviljun? Og í ööru lagi tekur hann rétt á hverju máli og hefur reynst leikmönnum í alla staöi vel. Hann stóö til aö mynda algjörlega meö okkur eftir tapiö gegn Alsír á HM. — Næsti leikur er gegn Eng- lendingum... R:Viö þurfum á sigri að halda á Wembley. Á þann hátt fengi lands- liöiö uppreisn æru. Þess vegna skil ég ekki unglingalandsliðsþjálfar- ann Berti Vogts, þar sem hann vill fá Matthaus og Littbarski í seinni leikinn gegn Englendingum um Evrópumeistaratitilinn (21 árs og yngri, fyrri leikur endaði 3—1 fyrir England í Sheffield). A-landsliðið á að hafa algjöran forgang. — En eru lausir endar hjá liö- inu? R: Derwall hefur sagt viö okkur aö viö séum meö gott lið. Ég trúi því einnig. Þaö er gott aö mínu mati aö við leikum nú marga úti- leiki. Fólk hefur nefnilega heima fyrir minni peninga og hefur fengið nóg af knattspyrnu aö sinni (áhrif HM). Þaö er aöalskýringin á því aö svo fáir áhorfendur komu á lands- leikinn og almennt á Bundesligu- leiki. Til ársloka ætlum viö aö sanna okkur aftur og þá koma áhorfendurnir... Knattspyrna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.