Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Könnun sem gerð var í sumar á neysluvenjum og ýmsum lifnað- arháttum lækna við læknaskólann í Hvarvard sýnir að læknarnir lifa mjög reglulegu lífi, nota t.d. lítið tóbak, áfengi og hvers kyns lyf Hvað myndir þú gera ef þú værir í mínum sporum, læknir? Þessari spurningu er oft beint til lækna er sjúklingar þeirra þurfa að taka erfiðar ákvarðanir er varða til dæmis hugsanlegan uppskurö sem gæti haft ákveðnar hættur í fðr með sér o.s.frv. En hversu alvarlega taka læknar aðvaranir um skaðsemi reyk- inga, og hvað gera þeir yfirhöfuð sjálfir til að koma í veg fyrir sjúkdóma og til að lifa sem heilbrigðustu lífi? Fyrir skömmu var gerö könnun á ýmsum venjum og lifnaöarhátt- um lækna við læknaskólann í Har- vard. Könnunin fór þannig fram að sendur var út spurningalisti til þriöjungs starfsfólksins, úrtakiö var valiö eftir fæöingarmánuöi starfsfólksins. Alls voru sendir út 1013 listar, en af þeim komu 29 endursendir og óopnaöir. Samtals svöruöu 595 spurningunum og sendu listann aftur. Svarhlutfalliö var því 60% sem er taliö nokkuö hátt þar sem eingöngu var sent bréf einu sinni til hvers þátttak- anda. Hópurinn sem svaraöi skipt- ist þannig eftir aldri og kyni: Undir 30 ára 1%, 30—39 ára 36%, 40—49 ára 32%, 50—59 ára 19%, 60 ára og eldri 12%. Kyn: Karlar 90%, konur 10%. Hinar ýmsu sérgreinar innan læknisfræöinnar áttu fulltrúa í úr- takinu svo sem lyflæknar, geö- læknar, augnlæknar, háls-, nef- og eyrnalæknar, skurölæknar og fleiri og virtist skiptingin milli starfs- greina vera nokkuö jöfn, hlutfall geölækna var aö vísu hæst eöa um 20% úrtaksins en svarniöurstööur þeirra virtust ekki hafa nein áhrif á heildarniöurstööuna. Þar sem svarhlutfallið var ekki nema um 60% er vissulega hægt aö velta vöngum yfir hinum 40% sem svöruöu ekki. Liföu þeir óreglulegra lífi en hinir sem svör- uöu? Þeirri spurningu veröur ekki svaraö en búast má þó viö aö helsta ástæöa þess aö fólk svaraöi ekki hafi veriö tímaskortur. Einnig er hægt aö leiöa getum að því aö sú staöreynd að gera átti niöur- stööurnar opinberar hafi hugsan- lega haft einhver áhrif á svarniöur- stööur. Forsvarsmenn könnunar- innar sem vinna viö læknaskólann segja þó aö varla verði tekiö eftir ööru meöal læknanna á skólanum, en þeir lifi nokkuö heilbrigðu lífi, þar séu menn trimmandi alls stað- ar, þeir viröast lítið reykja hvort heldur er á kaffistofunni eða í sam- eiginlegum gleöskap. Og varla fer nokkur þeirra inn i bíl án þess að festa á sig bílbelti. En vitaskuld sé erfiöara aö fullyröa hvort þeir eða makar þeirra noti getnaöarvarna- töflur eða hversu mikiö þeir boröi af smjöri og eggjum. Niöurstöður könnunarinnar sýna aö starfsfólk læknaskólans viö Harvard viröist sjálft gera ým- islegt til aö koma í veg fyrir sjúk- dóma og slys. Reykingar eru sjald- gæfar innan þessa hóps, um þaö bil % af þátttakendum nota bílbelti aö jafnaði, töluvert stór hluti borö- ar egg og smjör í hófi og boröar aö jafnaði fremur holla fæöu. Lækn- arnir fara einnig mun oftar (lækn- isskoöun en nokkurn grunaöi. Þá er einnig ákveöin tregða hjá þeim að taka inn meöul og lyf án nægjanlegrar ástæöu, getnaö- arvarnatöflur og vítamíntöflur eru lítiö notaöar og læknarnir í Har- vard taka ekki inn aspirín til aö koma í veg fyrir blóötappa. En annars voru svör læknanna eins og hér fer á eftir og geta menn aö gamni sínu boriö saman þessar niöurstööur og eigin svör viö spurningalistanum. 1. Reykirðu vindlinga? já 8% nei 92% Ef ekki, ertu þá fyrrverandi reykingamaður? já 38% nei 62% Þessar niöurstööur benda til þess aö læknarnir hafa gert meira en aö fylgjast meö auglýsingum um skaðsemi reykinga, þeir hafa eflaust líka séö afleiöingar mikilla reykinga hjá sjúklingum sínum þar sem aöeins 8% reykja enn. Sú tala er lægri en meöaltal þeirra sem reykja í Bandaríkjunum. Af þeim 49 se .i reyktu voru eingöngu 13 se'.i reyktu meira en pakka á dag. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna er einnig talsveröur eöa 34% þeirra sem svara. 2. Notarðu eitthvert annaö tób- ak daglega? já 11% nei 89% Algengara var aö menn reyktu pípu en vindla, en pípureykingar voru þrisvar sinnum algengari en vindiareykingar. Enginn notaöi munntóbak og tveir tóku í nefiö. Læknar taka yfirleitt mjög lítið af lyfjum, jafnvel ekki fjölvítamíntöflur, hvað þá svefnlyf eöa önnur sterkari lyf Daglegt Valgeröur Jónsdóttir Svo framarlega sem menn foröast aö draga aö sér reyk ofan í lungun er hættan á lungnaskemmdum mun minni. 3. Notaröu svefntöffur oftar en þrisvar í viku? já 2% nei 98% læknar eiga áreiöanlega ekkert auöveldara meö svefn en aörar starfsstéttir, þessi lága prósentu- tala bendir frekar til þess aö þeir séu aö foröast aö taka inn lyf sem getur verið vanabindandi. Reglu- leg notkun sumra svefntöfluteg- unda getur jafnvel raskaö venju- legum svefnvenjum. 4. Hefurðu farið í almenna læknisskoðun á síðastliönum tveimur árum? já 54% nei 46% Þessi niöurstaöa kom mörgum á óvart þar sem búist haföi verið viö aö læknar væru síöastir manna til aö fara í slíka skoöun. Þó voru þaö aöallega hinir elstu í úrtakinu sem fóru oftast í skoöun. Af þeim sem fóru reglulega í skoöun voru 41% á fertugsaldri, 54% voru á fimmtugs- aldri, 65% á sextugsaldri, og 80% voru 60 ára og eldri. 5. Notarðu bílbelti reglulega? já 73% nei 27% Samkvæmt þessu eru bílbelti mikiö notuö, þó þaö komi ekki fram í könnuninni má gera ráö fyrir aö þeir læknar, sem vinna á slysa- deildinni og taka daglega á móti fólki sem lent hefur í bílslysum, noti nær alltaf bílbelti. 6. Tekurðu daglega inn aspirín til aö koma í veg fyrir æða- þrengsli og blóötappamynd- un? já 7% nei 93% Því hefur veriö haldiö fram aö undanförnu aö aspirin tekiö inn reglulega geti komiö í veg fyrir blóötappamyndun. Þrátt fyrir þær fullyröingar viröast fáir læknanna taka mark á slíkum órökstuddum fullyröingum. 7. Tekurðu almennt inn fúkkalyf ef þú f»rö hálsbólgu eöa þessháttar? já 3% nei 97% Og hér kemur í Ijós hvernig læknarnir lækna sjálfa sig af kvefi og öörum slíkum kvillum. Heitt sítrónu- eöa hunangsvatn hefur alla kosti fram yfir fúkkalyfin. 8. Trimmarðu eða gerir sam- bærilegar líkamsæfingar í I minnst 20 mínútur í einu, þrisvar sinnum í viku eöa oftar? já 49% nei 51% Líkamsþjálfun er vinsæl meðal beggja kynja og hjá fólki á.öllum aldri hjá þeim sem svöruöu . Lík- amsrækt hefur eins og flestir vita góö áhrif á andlega og líkamlega heilsu. 9. Notar þú eöa maki þinn getn- aöarvarnatöflur? já 5% nei 95% Af þeim sem spuröir voru og nota getnaöarvarnir eru þeir óvenju fáir sem nota pilluna. Ein af ástæöunum er eflaust tengd því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.