Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 35 99% þeirra, sem spuröir voru voru, 30 ára og eldri og nota áreiöan- lega aörar getnaöarvarnir. Eldri konum stafar meiri hætta af notk- un pillunnar en þeim sem yngri eru og því líklegt aö eldri konur leiti annarra úrræöa. 10. Ef þú ert kvenmaöur þreifar þú þá reglulega á þér brjóstin í sambandi viö hugsanlega krabbameinsmyndun? já 72% nei 28% Ef karlmaöur.þreifar þú þá reglulega á þér eistun? já 36% nei 64%. Æskilegast væri aö tölurnar hér væru 100% hjá báöum kynjum, þar sem batalíkurnar aukast verulega eftir því hve fljótt krabbamein er uppgötvað. 11. Borðar þú morgunverö? já 78% nei 22% Þetta gæti vakiö áhuga sumra. Þaö er auðvitað ekki lífsnauösyn- legt aö byrja daginn meö góöri morgunmáltíð, en þaö er þó síst verri undirbúningur undir störf dagsins. 12. Ertu meira en 5 kílóum þyngri en þú vildir vera? já 29% nei 71% Þó flestir séu ekki jafn grannir og þeir vildu vera, er þaö þó í flest- um tilfelium meira vegna útlits en heilsunnar. Nokkur viöbótarkíló gera engan heilsulausan. 13 Drekkuróu tvo áfenga drykki á dag eöa meira? já 7% nei 93% Meira en tveir drykkir á dag gætu veriö ástæöa fyrir viökom- andi aö fara aö hugsa sinn gang, en eins og sjá má eru fáir í þeim hópi meöal læknanna. 14. Reynir þú að takmarka neyslu þína á blóösteiktu kjöti, Dagur frímerkisins er 9. nóvember nk. Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson í sögu íslenzkra frímerkja- safnara hefur um rúm 20 ár sá árvissi atburöur átti sér staó, aö sérstakur dagur hefur veriö helgaöur frímerkjasöfnun, vin- sælustu tómstundaióju verald- ar, svo sem og hefur verið venja í mörgum löndum. Aó þessu sinni veröur hann haldinn 9. nóvember, en sú venja hefur skapazt aó hafa hann annan þriöjudag í nóvember, ef mig misminnir ekki. Fer vel á því aö festa þannig ákveöinn dag í sessi í þessu skyni. Sérstakur dagstimpill hefur veriö notaöur allar götur frá 1961 á aöalpósthúsinu í Reykjavík. Nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerzt fyrir frímerkjasafnara, aö Akureyri fær einnig sérstimpil af þessu tilefni og veröur svo von- andi framvegis á þessum degi. Aö sjálfsögöu eru þessir tveir stimplar eins aö öðru en staöar- heiti. Myndefni þessa sérstimpils er hluti af tveimur gömlum klaustra- innsiglum, sem eru á frímerkjum þeim, sem út komu í Nordiu-örk- inni 7. október sl. Fer vel á aö tengja þetta hvort tveggja þannig saman. Hér er um leiö kjöriö tækifæri aö nota einmitt þessa smáörk eöa blokk eöa þá merki hennar stök til stimplunar á Degi frímerkisins. Á þann hátt fá safn- arar skemmtilegan hlut í hendur, en um leiö — og þaö er ekki síður mikilvægt — styrkja þeir þá norrænu frímerkjasýningu, sem hér veröur haldin sumariö 1984. Aö venju mun Félag frímerkja- safnara gefa út sérstök umslög til nota þennan dag, og verða þau til sölu í herbergi félagsins aö Amtmannsstíg og svo í frímerkja- verzlunum. Vitaskuld má nota öll gild frímerki til buröargjalds á Degi frímerkisins og fá þau stimpluö meö sérstimpli dagsins. Menn veröa einungis aö gæta þess aö nota lágmarksburöar- gjald, svo sem minnt er á í til- kynningu póststjórnarinnar. Eru þaö 300 aurar fyrir prentaö mál og 350 aurar undir einfalt bréf. Ábyrgöargjald er 750 aurar til viöbótar, svo sem flestir munu kunna skil á. Hér fyrr á árum voru glugga- sýningar almennar á Degi frí- merkisins, þar sem félagsmenn F.F. sýndu ýmis frímerki í römm- um. Var þetta gert til aö kynna mönnum margvíslegt frímerkja- efni og hvernig mætti haga söfn- un sinni. Því miöur hefur mjög dregiö úr þessum sýningum og þær jafnvel alveg falliö niöur. Nú hefur mér veriö tjáö, aö nokkrir félagar í F.F. ætli aö sýna frí- merki á ýmsum stööum í borg- inni og þvi munu margir fagna. Svo sem oft hefur veriö minnzt á í þáttum þessum, varö F.F. 25 ára á liönu sumri, og vafalaust er afmælissýningin FRÍMEX 1982 enn í fersku minni. Félagiö gaf út sérstakt afmælisrit, og þykir mér hlýöa aö benda á í sambandi viö Dag frímerkisins, aö þaö fæst hjá félaginu og eins í frímerkjaverzl- unum. Því miöur gefst ekki kostur á aö ræöa önnur mál í þessum þætti, en í næsta þætti verður m.a. vikiö aö síöustu merkjum ársins, jólafrímerkjum, sem út koma 16. nóvember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.