Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 43 Selfoss: Leikritið Dagbók Önnu Frank frumsýnt Leikfélag Selfoss frumsýnir leik- ritiö Dagbók Önnu Frank á sunnu- dagskvöld. Leikstjóri er Stefán Baldursson og geröi hann einnig leikmynd. Leikritiö var siöast flutt í Þjóöleikhúsinu 1958 og snaraði Sveinn Víkingur verkinu á íslensku. Er í meginatriöum stuöst viö þá þýöingu í sýningu Leikfélags Sel- foss. Leikritiö sömdu Bandaríkja- mennirnir Goodrich og Hackett og reistu þaö á dagbók gyöingastúlk- unnar Önnu Frank, sem vegna ofsókna nasista dvaldist rúm tvö ár í felum á vörulofti í Amsterdam. Hlutverk Önnu Frank er leikið af 14 ára stúlku, Guörúnu Krist- mannsdóttur. Foreldra hennar leika Sigurgeir Hilmar Friöþjófsson og Sigríöur Karlsdóttir. Aörir leik- endur er Björk Mýrdal, Gunnar Kristjánsson, Halldór Páll Hall- dórsson, Rúnar Lund, Þuríöur Helgadóttir, Kristín Steinþórsdóttir og Pétur Pétursson. Alls hafa milli 20 og 30 manns lagt hönd á plóg- inn viö uppsetningu sýningarinnar. Frumsýningin veröur í Selfossbíói á sunnudagskvöldiö kl. 21. 2. sýn- ing veröur á þriöjudagskvöld. Gengiö verður á Sýlingarfell (206 m) og Hagafell (158 m) kl. 13 á sunnudag á vegum Ferðafélags islands. Þessi tvö fell eru austan vegarins til Grindavíkur gegnt Þorbirni. Farþegar þurfa aö mæta viö Umferöarmiöstööina austan- megin. Einnig má geta þess aö Feröafélagiö vill biöja feröamenn aö athuga aö þaö notar sjálft sæluhúsiö sitt í Þórsmörk um helg- ina. v Kynning a starfsemi MH Kennarar og nemendur Mennta- skólans viö Hamrahiiö gangast fyrir kynningu á starfsemi skólans á morgun. Kynnt veröur áfanga- kerfi skólans og ennfremur veröur gestum gefinn kostur á aö skoöa námsefni og kynna sér námstil- högun í hverri grein fyrir sig. Nem- endur munu efna til kynningar á fjölbreyttu félagslífi og kór Menntaskólans viö Hamrahlíö mun syngja. Skáksveit skólans býöur gestum einnig aö taka þátt í fjöltefli. Boöiö veröur upp á kaffi og meö því og barnagæsla veröur á staön- um. Dagskráin veröur frá kl. 14—16.30. Um kvöldiö mun hljómsveitin Mezzoforte halda hljómleika í hátíöarsal skólans á vegum Nirvana, sem er tónlistarfé- lag nemenda Menntaskólans viö Hamrahlíö. Hljómleikarnir hefjast kl. 20.30. Han« Christianaan viö aitt varka sinna á sýningunni í Ásmundarsal. Ljówn.: KEE Hans Christiansen sýnir á Ásmundarsal Hans Christiansen listmálari sýnir þessa dagana tæplega 30 málverk í Ásmundarsal. Myndirnar eru flestar málaöar á þessu ári, og hefur listamaöurinn sótt sér mynd- efni víöa um land; í Ölfus og Sel- vog, í Eyjafjörö, Seltjarnarnes, Reykjavík og víöar. Þetta eru flest vatnslitamyndir, en nokkrar mál- aöar þó meö blandaöri tækni. Þetta er þriöja einkasýning Hans, og auk þess hefur hann sýnt myndir sínar á samsýningu. Sýn- ingin í Ásmundarsal er opin dag- lega milli klukkan 14 og 22, og henni lýkur á þriöjudagskvöld. Nýr Þórskabarett Nýr Þórskabarett hefur göngu sína í veitingahúsinu Þórscafé nú um helgina og veröur fyrsta skemmtunin i kvöld, föstudags- kvöld. Kabarettinn er meö talsvert breyttu sniöi frá þvi sem áöur hef- Leikbrúöuland um helgina Leikáriö er hafið i Leikbrúöu- landi og er þetta hiö 13. í rööinni. Nú er verið aö sýna þrjár íslenskar þjóösögur: Söguna af Gípu, 18 barna fööur i álfheimum og sö'gur af Sæmundi fróöa. Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna. Sýningar eru á sunnudögum kl. 3 og hefst miöa- sala kl. 1. Miöar eru teknir frá í síma 15937 frá kl. 1 á sunnudög- um. ur veriö og veröa sýningar nú á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum, en sérstök skemmtidagskrá fyrir hvert kvöld. Skemmtikraftar í kabarettnum eru þau Jörundur Guðmundsson, Júlí- us Brjánsson, Þórhallur Sigurös- son og Saga Jónsdóttir, en Gísli Rúnar Jónsson hefur haft umsjón meö uppfærslu kabarettsins. Tón- list er eftir Árna Scheving, sem annast jafnframt hljómsveitar- stjórn, en undirleikinn annast hljómsveit hússins, Dansbandiö, ásamt Þorleifi Gíslasyni saxófón- leikara. Kvennadeild SVFÍ: Félagskonum 65 ára og eldri boðið til kaffidrykkju Félagskonur 65 ára og eldri í kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands í Reykjavík eru boönar til kaffidrykkju laugardaginn 30. okt. kl. 15 í húsi Slysavarnafélags ís- lands á Grandagaröi. Stjórnin býö- ur þær allar hjartanlega velkomn- ar. Steve Fant og Sóley Jóhannedóttir. Danssýning: Sýnishorn frá Broadway 13 dansarar koma fram á nýrri danssýningu á Broadway kl. 23 á laugardagskvöld. Þau dansatriöi, sem veröa flutt eru eftir banda- ríska dansarann Steve Fant meö aöstoö Sóleyjar Jóhannsdóttur danskennara. Hór er um aö ræöa fjögur mismunandi atriði sem eru öll í „Broadway-stiV frá árunum 1930. Er tónlistin eftir Duke Ell- ington og Tom Brown. Þeir dans- arar sem koma fram á sýningunni, sem ber heitiö Sýnishorn frá Broadway, voru valdir úr 50 manna hópi frá öllum dansskólun- um hér. Mál dýranna í MÍR-salnum Kvikmyndasýning veröur í MÍR- salnum, Lindargötu 48, nk. sunnu- dag kl. 16. Sýnd veröur sovéska kvikmyndin Mál dýranna. Þar er greint frá rannsóknum á tjáskipt- um dýra og ýmiss konar merkja- máli. Skýringar meö myndinni eru á ensku. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. Kynningarfundur Málfreyja islenskar málfreyjur halda kynn- ingarfund á morgun kl. 3 siödegis á Hótel Borg. Hann er öllum opinn og án allra skuldbindinga, en markmiðiö er aö fjölga málfreyju- deildum á Reykjavíkursvæöinu. Nú eru starfandi 10 deildir hér á landi, en sú fyrsta var stofnuö í Keflavík 1975. i Hverageröi: Grímur Marinó sýnir j Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins i Hverageröi ster r yfir sýning á verkum Gríms Marinós Steindórssonar. Þar sýnir hann vatnslitamyndir úr dýra- og blóma- ríkinu, landslags- og atvinnulifs- myndir, sem málaöar eru meö olíu- lltum. Auk þess sýnir hann högg- myndir unnar úr járni og steini. Grímur Marinó er fæddur í Vest- mannaeyjum áriö 1933. Hann stundaöi nám viö Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1950—'52 hjá Ásmundi Sveinssyni og Kjartani Guðjónssyni. Aökomumönnum er bent á aö koma á sýninguna milli kl. 14—18 alla daga. ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH City of Hartlepool 4. nóv. Mare Garant 18. nóv. City of Hartlepool 25. nóv. Mare Garant 9. des. NEWYORK City of Hartlepool 5. nóv. Mare Garant 19. nóv. City of Hartlepool 26. nóv. Mare Garant 10. des. HALIFAX Hofsjökull 19. nóv. Goöafoss 27. nóv. Steíndór Hjörleifsson og Karl Guömundsson í hlutverkum sínum í' írlandskortinu. Leikfélag Reykjavíkur: Jói, Skilnaður, # Hassið, og írlandskortið Leikrit Kjartans Ragnarssonar Jói veröur sýnt í 98 skipti hjá Leik- félagi Reykjavíkur í kvöld. Annaö leikrit Kjartans, Skilnaöur, veröur sýnt á laugardagskvöld. Þar fara Guörún Ásmundsdóttir, Jón Hjart- arson og Valgeröur Dan meö stærstu hlutverk. Miönætursýning verður í Aust- urbæjarbíói á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo á laugar- dagskvöld. Aöalhlutverk leika Margrét Ólafsdóttir, Gísli Hall- dórsson, Kjartan Ragnarsson, Em- il G. Guömundsson og Aöalsteinn Bergdal. Á sunnudagskvöld veröur nýj- asta verkefni Leikfélagsins, ír- landskortiö, sýnt, en þaö fjallar um samskipti írsks sveitafólks viö breska hermenn á síöustu öld. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson, en í stærstu hlutverkum eru Karl Guömundsson, Steindór Hjörleifs- son, Karl Ágúst Úlfsson og Emil G. Guömundsson auk Ásu Svavars- dóttur og Pálma Gestssonar, en þau þreyta frumraun sína á fjölum Leikfélagsins í þessu verki. Leikfélag Akureyrar: Atómstöðin sýnd Leikritiö Atómstööin eftir Hall- dór Laxness í leikgerö Brietar Héöinsdóttur veröur sýnt á vegum Leikfélags Akureyrar á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Þú svalar lestrarþörf dagsins BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 1. nóv. Eyrarfoss 8. nóv. Alafoss 15. nóv. Eyrarfoss 22. nóv. ANTWERPEN Álafoss 2. nóv. Eyrarfoss 9. nóv. Álafoss 16. nóv. Eyrarfoss 23. nóv. ROTTERDAM Álafoss 3. nóv. Eyrarfoss 10. nóv. Álafoss 17. nóv. Eyrarfoss 24. nóv. HAMBURG Álafoss 4. nóv. Eyrarfoss 11. nóv. Álafoss 18. nóv. Eyrarfoss 25. nóv. WESTON POINT Helgey 27. okt. Helgey 9. nóv. BILBAO Fjallfoss 8. nóv. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 8. nóv. Dettifoss 22. nóv. KRISTIANSAND Múlafoss 10. nóv. Irafoss 24. nóv. MOSS Mánafoss 2. nóv. Mánafoss 9. nóv. Mánafoss 16. nóv. GAUTABORG Mánafoss 3. nóv. Dettifoss 10. nóv. Mánafoss 17. nóv. Dettifoss 24. nóv. KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 4. nóv. Dettifoss 11. nóv. Mánafoss 18. nóv. Dettifoss 25. nóv. HELSINGBORG Mánafoss 5. nóv. Dettifoss 12. nóv. Mánafoss 19. nóv. Dettifoss 26. nóv. HELSINKI Múiafoss 3. nóv. írafoss 17. nóv. Múlafoss 1. des. GDYNIA Múlafoss 5. nóv. írafoss 19. nóv. Múlafoss 3. des. HORSENS Múlafoss 8. nóv. Irafoss 22. nóv. THORSHAVN Mánafoss 11. nóv. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá iSAFIRDI alla þrtöfudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.