Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 __________________« IMZ UnlnriÉ fr.ii S.ndlcm lt É9 gel 6möga\ega gert þessoc upp v//<5 rrug! Kru þeir nokkuð farnir að l'Hta er ekki mitt númer, frú, því smakka á? skórinn meiðir mig ekkert? HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . Frábær þjónusta og lipurð þökkuð Oddný Halldórsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að senda eig- endum og starfsfólki verslun- arinnar Hólagarðs í Breiðholti kærar kveðjur og þakklæti fyrir frábæra þjónustu og lip- urð. Ég hef t.d. oft þurft að notfæra mér heimsendingar- þjónustu verslunarinnar, ekki hvað síst meðan ég var við- bundin heima vegna veikinda, og þá hef ég glöggt tekið eftir því, að ekki er verið að kasta höndunum til vals á vörunum sem ég bið um, eins og oft vill verða þegar um slíka þjónustu er að ræða. T.d. er alltaf valin ódýrari vörutegundin, ef um tvær mismunandi dýrar teg- undir er að ræða, og segir það sína sögu. Þar sjást ei neinar sólarglætur Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mikið hafði ég hlakkað til að fá svör við því, hvað liði bygg- inaráformum Samtaka aldr- aðra um húsnæði fyrir aldrað fólk, sem býr í of stóru eða á annan hátt óhentugum íbúð- um. Svo kom svarið og mikil urðu vonbrigðin með þá erfið- leika sem virtust vera á öllum sviðum, og þá ekki síst með þá úthlutunarreglu er samtökin hyggjast fara eftir, að miða við árafjölda umsækjenda í félag- inu. Því held ég, sem er ungur í félaginu en aldinn að árum, að ég verði fljótari að íbúð í Fossvogskirkjugarði en hjá Samtökum aldraðra. Mér fannst það svo daufleg mynd, sem birtist af þessu, að mér sýndust litlir möguleikar á því fyrir mig að vænta íbúðar þar í þessu lífi. Af þessu tilefni datt mér í hug: ()g á því sjást víst engar bætur og roér þykir myndin snjád. I‘»r sjást ei neinar sólarglætur og sýnast heldur engin rád. Björgunar- sveitirnar misnotaðar Áhugamaður um björgunar- störf hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það kom enn einu sinni í ljós í björgunaræf- ingunni sem fram fór á Kefla- víkurflugvelli á þriðjudags- morgun hvað yfirvöld misnota björgunarsveitirnar herfilega. Þetta fór þannig fram að bílar björgunarsveitanna voru kall- aðir út og sendir suður á Keflavíkurflugvöll með tveim- ur mönnum innanborðs. Síðan fólst hlutverk björgunarsveit- armanna aðallega í því að komast á sem skemmstum tíma í bæinn, og mælt ná- kvæmlega hvað þeir væru lengi að aka frá flugvelli að spítala. Ekki tóku þeir þátt í undirbúningi aðgerðanna eða björgunarstörfunum sjálfum, hvað þá björgunarsveitarmenn almennt, en hins vegar kom það í hlut viðkomandi félaga að borga bensínreikninginn. Ég held að það sé kominn tími til að björgunarsveitarmenn hafni þátttöku í svona leikara- skap. Þarna er aðeins verið að misnota samtök þeirra. Spámæli Helga Pjeturss Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum skrifar: „Satt segir síra Bolli Gústavsson í grein sinni um ragnarök, nýlega birtri í Lesbók Mbl., að ekki stefni nú alls kostar til þess, að spámæli Helga Pjeturss um aldamótin 2000 muni rætast. En þótt Helgi léti þessa góðspá frá sér fara, sem lesa má í bók hans Framnýal, þá mun hann hafa orðið einna fyrstur manna til að sjá fram á það, sem svo mjög hefir orðið á hinn verri veg á þessari öld, og hefði síra Bolli einnig mátt geta þess. Sem náttúru- fræðingur mun Helgi Pjeturss fyrstur allra manna hafa gert sér grein fyrir hinum tveimur stefnum verðandinnar, sem hann nefndi lífs- stefnu og helstefnu, og taldi hann að helstefnan, stefna hinnar vax- andi þjáningar, hefði jafnan verið meira ríkjandi á þessari jörð, og kemur þetta mjög víða fram í Nýöl- um hans. Og til marks um, að hann hafi Iöngum séð fyrir það, sem svo varð, skal hér geta þess, að snemma árs 1914 skrifaði hann um, að ill tíðindi væru framundan. Verð ég af þeseu að ætla, að nefnd spámæli hans beri fremur að líta á sem hugieiöingu um það, sem gæti orðið, því eins og kunnugt mætti vera, boðaði hann ekki einungis ótta og ugg. Boðskapur hans var fagnaðar- erindi um sigur guðsríkis fyrir framkomu nýrra og stórkostlegra sanninda. Það eru nú liðin meira en sextíu ár síðan ég fyrst las ritgerðina „Hið mikla samband", sem var upp- hafshefti Nýals, og er mér enn í minni, hve mér birti þá fyrir sjón- Dr. Ilelgi Pjeturss um. Og til þess enn einu sinni að kalla fram endurminninguna um þann lestur, las ég ritgerð þessa nýlega ásamt enn öðrum Nýalsþátt- um, og naut ég enn þessa lestrar eins og jafnan áður. En líklega hefi ég nú í meira lagi fundið til þess, hve þessar ritgerðir virðast nú vera gleymdar öllum almenningi, og var af þeirri ástæðu ekki laust við, að ég yrði síra Bolla þakklátur fyrir það að hafa með nokkrum hætti rofið hina ríkjandi þögn. Og sé það framgangur æ réttari skilnings á heimi og lífi, sem síra Bolli á við með tali sínu um réttlæti guðs og gróandi mátt eilífs lífs, þá er ég honum mjög sammála. Að vita æ betur hið rétta hlýtur framar öllu að vera skilyrði fyrir því, að menn framkvæmi hið rétta. Og nú tek ég hér upp síðustu málsgreinina úr rit- gerðinni, sem ég gat um hér að framan, því að þar kemur það svo glögglega fram, hve höfundi hennar hefir verið ljóst, hvert stefndi, þeg- ar hún var samin. „Grunlausir ganga menn leiðina til glötunar. Hatrið ólgar milli ein- staklinganna, milli stétta hinna einstöku þjóðfélaga, og milli þjóð- anna. Nú þegar eru menn teknir að undirbúa næstu styrjöld á ennþá stórkostlegri hátt en þessi hafði verið undirbúin. En styrjaldir svara í mannfélagi til sóttar í líkama. Þá brýst ferlegast út í framkvæmd all- ur misskilningurinn á lífinu, allar hinar röngu hugmyndir. Þá er þver- ast stefnt gegn því sem þarf að vera, ef tilgangi lífsins á að vera náð. Þá er fjarst verið því, að stefna áleiðis til þeirrar lífheildar, sem verður, þegar enginn hugsar rangt um annan og enginn vill öðruvísi en vel. Fyrir löngu hefir menn grunað, að friður allra manna á milli mundi verða bölsendir, einkenni annars ástands á jörðu hér og góðs. Hitt hafa menn ekki vitað, þó að undar- legt megi virðast, að trúarbrögðin geta ekki fært mannkyninu friðinn. Einungis þekkingin getur það, sú þekking, sem er ekki takmörkuð af neinum trúarbrögðum, sú þekking, sem gerir mönnum skiljanlegt, svo að þar þarf engrar trúar við, hvern- ig framtíð þeir skapa sér, sem vilja verða frægir og miklir af að baka öðrum bðl, og hvernig einungis þar, sem lokið er öllum vilja á að gera öðrum illt, verður stefnt til hins mikla sambands."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.