Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1982 Þmm mynd tók Jónas af télaga sínum í Flosagjá á Þingvöllum. Þaö skemmtilegasta viö köfunina er að maöur er eiginlega gestur í allt öörum heimL Þarna sér maöur fiskana og fleiri lífverur í þeirra eiginlega umhverfi. Þaö kemur manni einnig mjög á óvart fyrst, hvaö þaö er mikil litadýrö þarna niðri, litirnir á gróðrinum og lífverunum spanna eiginlega allt litrófiö. Þessi heimur er þögull og maður svífur þarna um í algjöru þyngdarleysi. ... og hér er önnur mynd úr sömu gjá, eða peningagjánni eins og hún er stundum nefnd, en hún er um 30 metra djúp. Þaö er Jónas G. Jónasson sem er viðmælandi okkar aö þessu sinni, en hann er mikill áhugamaö- ur um köfun og formaöur Sport- kafarafélags Reykjavíkur. í þeim félagsskap eru um 20 manns, en Jónas sagðist halda aö þeir sem stunduöu köfun hór á landi væri þrisvar til fjórum sinnum fleiri. „Menn hafa veriö aö hringja í okkur utan af landi og spyrja um námskeiöin, en tilgangur félagsins er m.a. að standa aö útgáfu upp- lýsingarita og halda námskeiö. Viö héldum eitt námskeiö í köfun sl. haust, leigöum Vesturbæjarlaug- ina og fengum þá Elías Jónsson og Eirík Beck til að leiöbeina okkur i samráöi viö Þorvald Ólafsson hjá Siglingamálastofnun. Þar fórum viö í gegnum ákveöiö prógram sem stóö í tvo mánuöi og æf- ingarnar voru tvisvar í viku. Þetta námskeiö var bæöi fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Viö syntum mikiö og æföum ýmsar þrautir og í lok námskeiösins var tekiö próf í samræmi viö CMAS- staðal, en sá staöall er notaður víöa um heim og þetta var í fyrsta sinn, sem hann var notaöur hérna. Prófiö fólst í þvr aö gera ákveönar þrautir, viö syntum t.d. 1000 metra bringusund, syntum 30 metra í kafi án alls útbúnaðar, tókum m.a. af okkur útbúnaöinn á botninum á lauginni og settum hann á okkur aftur, æföum okkur í því aö tveir notuöu sama öndunarlungaö og fleira í svipuöum dúr.“ Viö spuröum Jónas hvaö væri næst á dagskrá hjá félaginu. „Viö höfum mikinn áhuga á að stækka félagiö, og koma okkur upp ýms- um búnaöi. Viö höfum einnig veriö aö velta því fyrir okkur aö kynna þetta eitthvaö, en margir vita enn ekki um tilveru félagsins." Er dýrt aö stunda sportköfun? „Því er hægt að svara bæöi ját- andi og neitandi,“ segir Jónas, „þaö er hægt aö kaupa notaöa búninga sem eru ekki svo mjög dýrir eöa frá 6.000 til 7.000 krónur. Síöan þurfa menn aöfá sér flot- vesti, en að undanförnu hefur mik- iö veriö barist fyrir því aö það veröi tekið upp, í nágrannalöndunum er skylda aö menn kafi meö flotvesti, því þaö er auk þess aö vera eitt mikilvægasta köfunartækiö einnig hjálpartæki í neyö. Síöan þurfa menn aö kaupa sér blöökur, kaf- aragleraugu, blýbelti, öndunarkút og öndunarlunga, þrýstimæli á kútinn, dýptarmæli, hníf og einnig er gott aö hafa áttavita meö í ferö- inni.“ Eru bæði konur og karlar { þessum félagsskap? „í lögunum stendur aö menn þurfi aö vera 16 ára og eldri til aö taka þátt í félaginu, en flestir eru um og yfir tvítugt. Hingaö til hafa þrjár konur veriö í þessum félags- skap, en viö óskum eftir fleiri meö- limum á öllum aldri og af báöum kynjum." Og hvaö stunda þeir í fé- laginu þetta áhugamál oft? „Viö förum venjulega um hverja helgi, á sumrin. Mest förum viö í sjóinn hérna í kring, förum út á Kjalarnes og í Straumsvík. Þaö er líka mjög falleg í Vatnsvíkinni. Og hvað eruð þið lengi í einu? „Það fer eftir því hvaö viö förum djúpt, en viö erum þetta frá 45 mínútum og upp í tvo tíma.“ Eruð þiö með varaloft þegar loftið á kútnum er búið? „Já, þaö má segja aö viö séum meö nokkurs konar varasjóö. Þaö lokast fyrir loftiö þegar um 40 kiló eru eftir á kútnum, en þá er hægt aö toga í stöng sem er aftan á og þá fær maöur þau kíló, sem eftir eru.“ Nú hefur þú tekið talsvert af myndum neðansjóvar, er ekki dýrt aö koma sér upp viðeigandi myndavél og því sem til þarf? „Jú, þaö er frekar dýrt, en þaö er margt aö skoða þarna niöri, urmull af kröbbum og fiskum, og svo hafa selir einnig veriö töluvert í kringum okkur." Er eitthvaö þér minnisstæöara en annaö á þessum ferðum þín- um? „Já, þaö hefur auövitaö ýmislegt gerst. Svona í augnablikinu man ég eftir skemmtilegu atviki sem gerðist er viö vorum einu sinni á kafi í Nesvíkinni, ég og tveir aörir. Einn okkar synti út í sker og viö hinir komum síöan á eftir. Sá okkar sem fór fyrstur var alltaf aö kalla á okkur hina og benda eitt- hvaö. Viö stoppuöum annaö slagiö og skildum ekkert í þessu, en þeg- ar viö erum komnir út í skeriö, seg- ir félagi okkar frá því aö þaö hafi selur synt á eftir okkur alla leiðina, en alltaf þegar við litum viö stakk hann sér undir okkur. Okkur varö dálítið um, en þetta lýsir selunum ágætlega, þeir eru mjög forvitnar og styggar skepnur. Annars er maöur alltaf aö sjá eitthvaö nýtt og nýtt, ég man viö köfuðum t.d. einu sinni i Stórugjá í Mývatnssveit, en þar vorum viö bara á sundskýlu því vatniö var svo heitt. Við syntum þarna undir hrauniö og fundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.