Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
17 buðu sig fram
SAUTJÁN buðu sig fram til prófkjör:
út kl. 17 i gær. Rrófkjörsnefnd hefu
bæta á listann „eftir því sem þurfa
oröanna hljóóan í prófkjörsreglunum
Eftirtaldir bjóða sig fram: Al-
bert Guðmundsson alþingismaður,
Bessí Jóhannsdóttir cand. mag.,
Birgir ísleifur Gunnarsson alþing-
ismaður, Björg Einarsdóttir
skrifstofumaður, Elín Pálmadótt-
ir blaðamaður, Esther Guð-
mundsdóttir þjóðfélagsfræðingur,
Friðrik Sophusson alþingismaður,
Geir H. Haarde hagfræðingur,
s í Reykjavík, en framboðsfrestur rann
ir frest til mánudagsins 15. þ.m. til að
þykir, en gæta skal hófs“, samkvæmt
Geir Hallgrímsson alþingismaður,
Guðjón Hansson ökukennari, Guð-
mundur H. Garðarsson viðskipta-
fræðingur, Guðmundur Hansson
verzlunarmaður, Jón Magnússon
lögfræðingur, Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur, Jónas Elías-
son prófessor, Pétur Sigurðsson
alþingismaður og Ragnhildur
Helgadóttir lögfræðingur.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra bauð sig ekki fram, en
Mbl. tókst ekki að ná sambandi við
hann í gærkvöldi til að spyrja,
hvort hann myndi bjóða sig fram,
ef kjörnefnd leitaði til hans. Ellert
B. Schram og Þorsteinn Pálsson
hafa verið nefndir sem hugsanleg-
ir frambjóðendur. Mbl. spurði þá,
hvort þeir myndu fara fram ef eft-
ir því yrði leitaði. Ellert svaraði:
„Ég veit það satt að segja ekki,“
Þorsteinn: „Svona spurning er al-
gjörlega út í hött."
Flokksþing Alþýðuflokksins:
Mikið þref á bak við
tjöldin í kosningum
í KOSNINGU um formann Alþýðuflokksins hlaut Kjartan Jóhannsson 218
atkvæði en hann var einn í framboði, Magnús H. Magnússon varaformaður
hlaut 126 atkvæði í varaformannskjöri, en Vilmundur Gylfason 112 atkvæði.
Þá hlaut Karl Steinar Guðnason 176 atkvæði sem ritari, Ágúst Einarsson
hlaut 204 atkvæði sem gjaldkeri og Bjarni P. Magnússon hlaut 183 atkvæði
sem formaður framkvæmdastjórnar.
í kosningum til framkvæmda-
stjórnar og flokksstjórnar var
mikið um samninga á bak við
tjöldin og sögðu gamalreyndir
flokksþingsmenn að aldrei hefði
annað eins gengið á bak við tjöld-
in, en þeir höfðu á orði að ungl-
ingahreyfingin og ákvéðnir aðilar
af landsbyggðinni hefðu haft sam-
flot í skiptingu fulltrúa.
í framkvæmdastjórn voru kosn-
ir: Kristín Guðmundsdóttir 139
atkv., Snorri Guðmundsson 128
atkv., Garðar Sveinn Árnason 121,
Helga Kristín Möller 113, Geir
Gunnarsson 109 atkv., Guðmund-
ur Oddsson 99 atkv.
Auk þessara voru í kjöri til
framkvæmdastjórnar, en náðu
ekki kjöri, Jón Baldvin Hanni-
balsson, Guðríður Þorsteinsdóttir,
Kristín Viggós, Grétar Nikulásson
og Emanúel Mortens.
í flokksstjórn voru kjörnir:
Rannveig Guðmundsdóttir 171
atkv., Gylfi Þ. Gíslason 164, Egg-
ert G. Þorsteinsson 145, Bjarni
Guðnason 142, Hörður Zóphóní-
asson 142, Jóhann G. Möller 140,
Hreinn Erlendsson 139, Ásgeir Jó-
hannesson 138, Gunnar Már
Kristófersson 136, Jón Helgason
134, Jón Karlsson 133, Bragi Níels-
son 128, Ólafur Björnsson 124,
Haukur Helgason 120, Rannveig
Edda Hálfdánardóttir 118, Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir 115, Erna Guð-
mundsdóttir 114, Jón Þorsteinsson
114, Guðríður Þorsteinsdóttir 106,
Auður Helga Stefánsdóttir 100,
Hallsteinn Friðþjófsson 97, Ásta
Jónsdóttir 96, Jónas Magnússon
92, Árni Hjörleifsson 91, Þorbjörn
Pálsson 90, Guðmundur Árni Stef-
ánsson 87, Gestur Halldórsson 86,
Jónas Ástráðsson 83, Birgir Dýr-
fjörð 82 og Þórunn Valdimarsdótt-
ir 82.
120 af 176
málverkum
seldust
fyrsta daginn
Á FYRSTA degi málverkasýningar
Karólínu Lárusdóttur á Kjarvals-
stöðum á laugardaginn, seldust 120
myndir, að því er Guðmundur Ax-
elsson í Klausturhólum sagði í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins
í gær.
Samtals eru 176 verk á sýning-
unni, olíumyndir, vatnslitamyndir
og grafíkmyndir, og sagði Guð-
mundur að það yrði að teljast
frábær árangur að selja svo stór-
an hluta af þetta mikilli sýningu
þegar á fyrsta degi, en fullt hefði
verið út úr dyrum allan daginn.
Fisksölumarkaðir
í Fleetwood á Bret-
landi opnast á ný
FISKSÖLUMARKAÐIR í Fleetwood á Bretlandi, sem verið hafa óaðgengi-
legir og ekkert notaðir af íslenzkum skipum í upp undir eitt ár, eru nú að
opnast á ný. Átta manna sendinefnd frá Fleetwood hefur verið hérlendis
síðustu tíu til tólf daga til viðræðna við viðskiptaráðuneytismenn og útgerð-
armenn þar sem kynntir hafa verið nýir möguleikar fyrir íslendinga til sölu á
Jorgen Bukdahl látinn
DA.NSKI rithöfundurinn og gagn-
rýnandinn Jnrgen Bukdahl er lát-
inn 86 ára að aldri. Hann lézt
fyrir réttri viku og er með honum
genginn einn þeirra Dana, sem ís-
lendingar geta mest þakkað heim-
komu handritanna, því að strax að
heimsstyrjöldinni lokinni gerðist
hann talsmaður þess, að Danir
létu íslenzku fornritin af hendi
við íslendinga.
Jorgen Bukdahl fæddist 1896
á Falstri í Danmörku. Hann bjó
lengst af í Askov á Jótlandi.
Kona hans var norsk, Magnhild
0dvin, sem m.a. átti þátt í því
að vekja áhuga hans á norræn-
um fræðum. í minningargrein,
sem Poul Egnberg skrifar um
Jergen Bukdahl segir hann
m.a.: „Það verður tómlegt í
Askov nú, þegar hann er á
brott. Og það verður hljótt. En
hans verður minnst lengi, lengi.
Hugsjónir hans munu lifa á
Norðurlöndum og þær eru í
þann mund að endurfæðast með
nýrri æsku.“
Jorgen
Bukdahl
ísfiski í Fleetwood.
Að sögn Helga H. Zoega sem
búsettur er í Fleetwood og á sæti í
sendinefndinni hefur með aðstoð
brezkra stjórnvalda og héraðsyf-
irvalda í Lancashire, en Fleetwood
tilheyrir því landsvæði, tekizt að
tryggja uppbyggingu og endurnýj-
un fiskiðjuvera á staðnum. Þá hef-
ur fiskkaupendum verið tryggt
rekstrarfjármagn og bætt skilyrði
til viðskipta. Einnig hafa náðst
samningar að sögn Helga við
hafnaryfirvöld og samtök þeirra
sem sjá um landanir. Með því móti
fá íslenzk skip ódýra hafnas- og
löndunaraðstöðu.
Helgi sagði að ástæða þessa
væri sú, að mikill skortur væri á
fiski úr Norðurhöfum í Fleetwood.
Nær allri útgerð, að undanskildri
Jarðboranir ríkisins:
Lítið um verkefni framundan
ÓVANALEGA lítið er um ákveðin verkefni framundan hjá Jarðborunum
ríkisins, þar sem fjárlög hafa ekki verið ákveðin. Jarðboranir ríkisins fá ekki
bein framlög frá ríkinu, en þær vinna flest sín verk fyrir ríkisfé í formi lána
eða fjárveitinga til cinstaklinga, ríkisfyrirtækja eða sveitarfélaga.
Að sögn ísleifs Jónssonar, for-
stöðumanns Jarðborana, var tals-
vert unnið að borunum i sumar.
Nú er verið að ljúka við að bora
holu fyrir Hitaveitu Ólafsfjarðar
með Narfa og ágætur árangur
náðist þar. Ætlunin var að fara
með Narfa á Siglufjörð en því varð
að fresta til næsta vors. Þá er ver-
ið að vinna með Glaumi á Reykj-
um í Fnjóskadal fyrir Hitaveitu
Akureyrar, verið að kanna hvort
þar er hægt að fá viðbótarvatn. Þá
hefur Glerárdalssvæði verið kann-
að líka með Ými, en ekki er ljóst
um framhaldið. Við Kröflu voru
boraðar þrjár holur með Jötni og
ein hreinsuð, tvær í Suðurhlíðum
og ein á Hvíthólasvæðinu, sem er
beint suður af stöðvarhúsiau.
Árangur var mjög góður af borun-
inni á Hvíthólasvæðinu og er sú
hola ein sú bezta á Kröflusvæðinu,
en verður ekki virkjuð í vetur.
Ekki eru fleiri verkefni fyrir Jöt-
un á þessu ári og verður honum
því lagt nyrðra í vetur og undir
fjárveitingum komið hvort hann
fær verkefni og hvar. Þá er nýlok-
ið við að bora eina holu fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur á Nesjavöllum
með gufubornum, sem er sameign
Hitaveitunnar og ríkisins með
ágætum árangri. Ekki er ætlunin
að bora meira þar nú, en eftir
gufubornum bíður verkefni
Hitaveitu Selfoss og síðan fyrir
Hitaveitu Suðurnesja og saltverk-
smiðjuna á Reykjanesi.
Alveg er óljóst með vinnu fyrir
jarðborana næsta sumar. Það
verður ekki ljóst fyrr en fjárlög og
lánsfjáráætlun liggja fyrir. Jarð-
boranir ríkisins fá engar beinar
fjarveitingar frá ríkinu og byggj-
ast verkefni þeirra á því, að við-
skiptavinir fái fjárveitingar og á
því hve mikil fjárveiting verður í
Orkusjóð, en hann lánar einstakl-
ingum og sveitarfélögum 60% af
borunarkostnaði. Nú er búið að
verja nær öllu fé sjóðsins og því
lítið um verkefni, sem eru unnin
með hans aðstoð.
smábátaútgerð, væri hætt frá
staðnum. Þá væru þessar aðgerðir
einnig til að treysta atvinnu á
staðnum.
Helgi sagði í lokin, að sendi-
nefndinni hefði verið mjög vel tek-
ið. Hann sagðist reikna með að
sölur íslenzkra skipa í Fleetwood
gætu hafist nú alveg á næstunni.
Stúlkan
sem fórst
STÚLKAN sem fórst í umferð-
arslysi í Kópavogi aðfaranótt
laugardags, hét Ingunn Hildur
Unnsteinsdóttir. Hún var fædd 4.
október árið 1967 og var því 15 ára
gömul. Ingunn Hildur bjó í Dalseli
33, Reykjavík.