Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
47
Ihúsgögn
Kannaðir möguleik-
ar á orkufrekum iðn-
aði í Geldinganesi
Már Elísson, fískimálastjóri, setur fískiþing. Auk hans eru frá hægri á myndinni sjávarútvegsráðherra, Steingrímur
Hermannsson, Sigfinnur Karlsson, frá Neskaupstaö, Marteinn Jónasson frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, Þorsteinn
Jóhannesson, Garði, og Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri. Ljösmynd Mbi. RAX
Fiskiþing sett í gær:
19% samdráttur á þorsk-
afla áætlaður á árinu
Heildarafli á ári nú væntanlega helmingi minni en í fyrra
FISKIÞING var sett í gær og mun
það standa alla þessa viku. Már El-
ísson fískimálastjóri setti þingið og
fíutti siðan skýrslu um liðið starfsár.
Steingrímur Hermannsson, sjávar-
útvegsráðherra, ávarpaði þingið
cinnig. Mörg mál eru til umræöu og
má þar nefna gæði fískafla, selveið-
ar, cndurskoðun fískveiðilaga og
drauganet og rekstrarskilyrði sjávar-
útvcgsins.
í ræðu sinni gat fiskimálastjóri
meðal annars þess, að útlit í at-
vinnumálum þjóðarinnar væri
dökkt og að hluta til mætti rekja
það til óhagstæðrar þróunar fisk-
afla. Samkvæmt áætlun Fiskifé-
lagsins yrði heildarafli á þessu ári
aðeins á milli 760 og 770 þúsund
lestir samanborið við 1.440 þúsund
á síðasta ári. Það væri vissulega
mikið áfall og mestu skipti að
loðnuaflinn á þessu ári er aðeins
um 13 þúsund lestir á móti 640
þúsundum í fyrra.
Að mati Fiskifélagsins myndi
botnfiskafli aðeins minnka um 6
til 7% og verða um 670 þúsund
lestir á móti um 715 þúsundum
lesta í fyrra. Samt væri aflasam-
setning óhagstæðari og ætla
mætti að þorskaflinn drægist
saman um 19% miðað við síðasta
ár og verði um 375 þúsund lestir i
stað 460 þúsunda lesta þá.
Þá sagði Már: „Taprekstur sjáv-
arútvegsfyrirtækja hefur verið
geigvænlegur. Ráðstafanir þær,
sem gerðar voru í ágúst síðastliðn-
um, náðu of skammt. Stöðvun
veiðiflotans lýsti örvæntingu
manna, sem sáu fram á gjaldþrot
með áframhaldandi taprekstri.
Stjórnvöld viðurkenna þessa stað-
reynd og leita leiða til úrbóta.
Gengisbreyting er nauðsynlegt
bráðabirgðaúrræði á meðan verð-
tryggð verðbólga geisar, en er í
sjálfu sér ekki varanlegt úrræði,
þegar í kjölfarið fylgja verð-
tryggðar hækkanir allra kostnað-
arliða atvinnurekstrarins.
Því er oft haldið fram, að verð-
bólga sé betri en atvinnuleysi, en
eru þetta valkostir? Ég held ekki.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
ástand eins og það sem hér hefur
ríkt undanfarið, og ef ekki finnst
bót á, mun óhjákvæmilega leiða til
stöðvunar atvinnurekstar og þar
með atvinnuleysis. Þjóðarfram-
leiðsla og þjóðartekjur hafa
minnkað á þessu ári og útlit fyrir
að svo haldi áfram á næsta ári að
minnsta kosti. Þetta þýðir í raun
lakari lífskjör allra þegna þjóðfé-
lagsins. Á þessu ráðum við ekki
bót með því að krefjast fleiri en
smærri króna í launaumslögin."
í skýrslu sinni ræddi Már meðal
annars samkeppnisaðstöðu okkar
við aðrar fiskveiðiþjóðir og sagði í
því tilefni að á síðastliðnu ári
hefði norskur sjávarútvegur hlotið
1.400 milljónir norskra króna úr
ríkissjóði og þar af hefðu tæplega
600 milljónir farið til uppbóta á
fiskverði.
ATVINNUMÁLANEFND Reykja-
víkurborgar samþykkti nýlega
samhljóða að lýsa áhuga Reykja-
víkurborgar á því að kannaðir
verði til þrautar möguleikar á að
álver eða annar orkufrekur iðnað-
ur rísi í Geldinganesi. Þetta kom
fram á borgarstjórnarfundi nýlega,
en þar vakti Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, formaður Atvinnumálanefnd-
ar, athygli á þessari samþykkt.
í samþykktinni kemur og fram
að til þess að orkufrekur iðnaður
geti risið á fyrrgreindum stað,
verði að uppfylla allar eðlilegar
forsendur um hagkvæmni, ör-
yggi og mengunarvarnir. Þá
leggur nefndin til að Reykjavík-
urborg láti fara fram veðurfars-
legar athuganir í Geldinganesi
og afli upplýsinga um þá staðla
sem farið er eftir við mengun-
arvarnir erlendis.
Tilefni þessarar samþykktar
var það, að áfangaskýrsla stað-
arvalsnefndar var til umfjöllun-
ar í nefndinni, en í skýrslunni
eru fimm staðir tilgreindir sem
þeir æskilegustu fyrir stóriðju:
Geldinganes, Helguvík, Voga-
stapi, Vatnsleysuvík og Arnar-
neshreppur (Dysnes).
Magnús L. Sveinsson sagði í
ræðu um þessa samþykkt, að
þetta væri stórt og mikið mál og
rétt væri að rannsaka það til
hlítar. Engu væri enn siegið
föstu í þessum efnum, en
Reykjavíkurborg vildi halda öll-
um möguleikum opnum, þannig
að hún dytti ekki út úr myndinni
á síðari stigum málsins.
34 teknir
grunaðir
um ölvun
við akstur
ÞRJÁTÍU og fjórir ökumenn voru
teknir um helgina grunaðir um ölv-
un við akstur, samkvæmt upplýsing-
um sem Mbl. fékk hjá Óskari Óla-
syni yfírlögregluþjóni i gær.
Óskar sagði að lögreglan hefði
haft fleiri menn við gæslu á föstu-
dags- og laugardagskvöld en að
undanförnu. Margir bílar hefðu
verið stöðvaðir og ástand bílstjóra
kannað. Þá hafi sérstakur læknir
verið til staðar á Borgar-
spítalanum vegna þessara að-
gerða. Óskar sagði að tilgangur
aðgerðanna hefði verið sá að
spyrna við fótum vegna slysaöld-
unnar að undanförnu.
Helgina áður var 21 ökumaður
tekinn grunaður um ölvun við
akstur.
VERH) HAGSYN
og berið saman verð og gæði
ÞU ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ
BSSBáemÖLLlN
BlLDSHÖFOA 20 -110 REYKJAVÍK » 91-81199 og 81410
LANDSNÓNim
okkar pakkar og sendir
hvert á land sem er.
I síma 91-81410 færðu
upplýsingar um verð,
gæði og afborgunarkjör.
_______ J
Þaö er okkar starf aö útvega þér vönduö húsgögn á
lægra veröi en aðrir geta boöiö.
Og mundu aö hvergi nokkurs staöar er úrvaliö meira
en hjá okkur.
Fiskveiðasjóður.
Vanskil hafa tvö-
faldast á þessu ári
- nema nú um 400 milljónum króna
FJÁRHAGSSTAÐA Fiskveiðasjóós
er slæm um þessar mundir. Vanskil
við sjóðinn hafa tvöfaldast, það sem
af er árinu, og nema þau nú um 400
milljónum. Það er þvi Ijóst að lána-
geta sjóðsins minnkar og ekki er bú-
izt við að mikið verði veitt úr sjóðn-
um á næstunni. Auk þess hefur
hlutdeild sjóðsins í lánum til skipa-
smiða verið lækkuð í 60% úr 75%.
Vegna þessa ræddi Morgunblað-
ið við Sverri Júlíusson, forstjóra
sjóðsins. Sagði hann, að vanskil
vegna nýjustu skipanna væru
mjög þungur baggi á sjóðnum,
vegna þess að lánin væru ýmist
gengistryggð eða vísitölutryggð.
Lán til nýbygginga væru veitt til
18 ára, en erlend lán til 8 þannig
að verið væri að lengja lánstím-
ann. Þó skipin væi*u nú með tvö-
falda greiðsiu í stofnfjársjóðinn
dygði það ekki og og hlæðust van-
skilin upp og væri það frumorsök
vanda Fiskveiðasjóðs. Þá væru
tekjur sjóðsins, auk vaxtagjalda, í
formi útflutningsgjalds á sjávar-
afurðir, en mótframlag ríkisins
hefði verið lagt niður. Þegar van-
skil ykjust minnkuðu aðvitað tekj-
ur sjóðsins. Þá hefði verið veittur
100 milljóna króna afsláttur á
vöxtum til að létta undir hjá út-
gerðinni og lánstími á loðnubátum
hefð verið lengdur í eitt ár.
„Þetta er alvarleg þróun og hef-
ur vitanlega áhrif á lánagetu
sjóðsins og lítið verður væntan-
lega um lán til nýsmíða á næst-
unni, enda eru flestir sammála um
að ekki skuli smíða mikið af nýj-
um skipum nú,“ sagði Sverrir.