Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 40
^^skriftar- síminn er 830 33 ____iiglýsinga- síminn er 2 24 80 1>RIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 Meðal umræðuefna á Fiskiþingi: Bátar verði gerð- ir út á selveiðar Fiskidcildirnar sammála um nauðsyn þess að fækka sel Á FISKI1>INGI, sem hófst í gær, eru meöal annars til umræöu tillögur hinna ýmsu fiskideilda um fækkun í selastofninum. Vestfiröingar leggja til, aö selur veröi drepinn undir eftirliti sjávarútvegsráðuneytisins og verði til dæm- is svipaður háttur hafður á og nú er við fækkun refa, það er að gerðir verði út löggiltir veiðimcnn á vegum ríkisins til að halda selastofninum niðri. Fiski- deildir i Austfirðingafjórðungi beina því til fiskiþings, að á næsta ári verði gerðir út í tilraunaskyni einn eða tveir bátar til selveiða og haft verði samráð við landeigendur um veiöarnar. Viðskiptabankarnir gagnvart Seðlabanka í september: Staðan batnaði um 63 milljónir króna STAÐA viðskiptabankanna gagnvart Seðlabanka íslands var neikvæð um 711 milljónir króna í lok septembermánaðar sl. og hafði hún heldur skánað frá ágústlokum, þegar hún var neikvæð um 774 milljónir króna. Hins vegar var staðan jákvæð um 56 milljónir króna í lok septembermánaðar á siðasta ári. Staðan hefur því versnað um 767 milljónir króna á liðnu ári. Lausafjárstaða viðskiptabank- anna var neikvæð um 614 milljón- ir króna í lok septembermánaðar. Hafði hún versnað um 107 millj- ónir frá ágústlokum, þegar hún var neikvæð um 507 milljónir króna. Hins vegar ef litið er aftur til septemberloka á síöasta ári, þá var lausafjárstaða viðskiptabank- anna jákvæð um 103 milljónir króna. Hún hefur því versnað um 717 milljónir króna á liðnu ári. emberlok í fyrra. Aukningin milli ára er liðlega 78%. Innistæður í septemberlok námu hins vegar 6.960 milljónum króna, en til samanburðar námu þær 4.406 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukning þeirra milli ára er því tæplega 58%, eða 20 prósentustigum minni, en aukning útlána. Staða sparisjóðanna gagnvart Seðlabanka var jákvæð um 51 milljón króna í septemberlok og var jákvæð um 38 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Breytingin milli ára er liðlega 34%. Sömu sögu er að segja af lausafjárstöðu þeirra, en hún var jákvæð um 51 milljón króna á móti 38 milljónum króna í fyrra. Þess má geta, að tveir viðskipta- bankanna voru með jákvæða stöðu gagnvart Seðlabanka, Búnaðar- bankinn með 56 milljónir króna og Iðnaðarbankinn með 5 milljónir króna. Lausafjárstaða þeirra var ennfremur jákvæð. Fiskideildir í Norðlendinga- I fjórðungi mæla eindregið með því, | Finnst ég hafa meðbyr - segir Friðrik Ólafs- son forseti FIDE Luzern, 8. nóvember. Frá Halli Hallssyni, blaóamanni Mbl. „ÉG KK hæfilega bjartsýnn á að verða endurkjörinn forseti FIDE — mér fmnst ég hafa meðbyr,“ sagði Friðrik Olafsson, forseti Alþjóðaskáksambandsins, í sam- tali við blaðamann Mbl. í Luz- ern. Forsetakjör innan FIDE fer fram á fimmtudag og eru menn sammála um, að um helgina hafi verulegur árangur náðst í að afla Friöriki fylgis. „Auðvitað er of snemmt að spá um niðurstöðu kosn- inganna á fimmtudag, en ef menn láta málefni ráða, þá kvíði ég engu. Mörg mála hafa skipast farsællega síðan ég var kjörinn forseti fyrir fjórum árum. Ólympíuskákmótið hér í Luzern ber vott um uppgang skáklistarinnar í heiminum. Alls senda 94 þjóðir sveitir í karlaflokki og 46 í kvenna- flokki. Aldrei í sögunni hefur þátttaka verið meiri og aðild- arlönd FIDE eru nú 119 — þessar tölur tala skýru máli um styrk skáklistarinnar í heiminum," sagði Friðrik Ólafsson. Sjá í miðopnu: „Framboð Friðriks fær byr“. isdagar á Reykjavíkursvæðinu 3.034 á 2. ársfjórðungi í ár, sam- anborið við 2.340 í fyrra. Aukning- in milli ára er því tæplega 30%. Utan Reykjavíkursvæðisins voru skráðir atvinnuleysisdagar 5.520 talsins, samanborið við 3.662 í fyrra. Aukningin þar milli ára er því tæplega 51 %. Alls voru 395 skráðir atvinnu- lausir í ár, samanborið við 277 á sama tíma í fyrra, en atvinnuleys- ið sem hlutfall af framboði vinnu- afls í ár var 0,4%, samanborjð við 0,3% í fyrra. að skipulagðar verði veiðar á sel umhverfis allt land og ráðstafanir gerðar til greiðslu veiðiverðlauna. Norðlendingar benda á, að hring- ormur hafi stóraukizt í fiski til tjóns fyrir markaðsaðstöðu og mikils kostnaðar fyrir fiskvinnslu. Fleiri fiskideildir benda á sama atriði og einnig, að selur éti mikið af nytjafiski árlega. Fjórðungs- þing Sunnlendinga leggur til að áfram verði unnið markvisst að fækkun sels við landið, en þess verði gætt, að ekki hljótist um- hverfisspjöll af. Framkvæmdin verði falin ákveðnum aðilum, svæðisbundið. Sunnlendingar segja, að nauðsynlegt sé að gera raunhæfar ráðstafanir til að nýta selinn sem afurð og fullt tillit verði tekið til hreinlætis og mann- úðarsjónarmiða. Fiskideildin í Vestmannaeyjum styður viðleitni Hringormanefnd- ar til að halda selastofninum við strendur landsins innan þeirra marka, sem faglegar rannsóknir telja nauðsynlegar. Fiskideildin í Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni þakkar störf Hringorma- nefndar og hvetur eindregið til áframhaldandi starfa á hennar vegum til þess að halda selastofn- inum ínnan hóflegra marka. Verði áframhald á starfsemi nefndar- innar treystir fundurinn því, að sniðnir verði af vankantar sem kunna að hafa komið í ljós á árinu við fækkun sela. 14 til 17 þúsund Islendingar eru búsettir í öðrum löndum ALLS MUNU nú vera milli 14 og 17 þúsund Islendingar búsettir erlendis, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk hjá Hag- stofu íslands. Þessar tölur eru áætlunartölur, þar sem siðustu nákvæmar tölur eru frá árslokum 1980. í þessum tölum er um að ræða fólk, sem fætt er á Islandi, en hefur búsetu í öðrum löndum, án tillits til þess hvort fólkið hefur fengið nýtt ríkisfang eða ekki. Inni í heildartölunni, 14 til 17 þúsund manns, eru námsmenn búsettir á hinum Norðurlönd- unum, á annað þúsund manns með skylduliði samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar, en námsmenn í öðrum löndum eru ekki á skrá yfir brottflutta, heldur eru þeir inni í íbúafjölda hérlendis. Flestir íslendingar búa í Bandaríkjunum, eða 4.000 manns. I Svíþjóð eru um 3.500, 3.000 í Danmörku, 1.500 í Noregi og 1.000 í Kanada. Útlán viðskiptabankanna í sept- emberlok námu 8.185 milljónum króna, en til samanburðar námu þau 4.595 milljónum króna í sept- Siglfirðing- ar vilja fá LTnPlvAw n f'l 111* Atvinnuleysi hefur auk- izt verulega milli ára Um 52,8% fleiri atvinnulausir á 3. ársfjórðungi í ár, en í fyrra SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar á 3. ársfjórðungi voru 6.448 og hafði þeim fjölgað um 2.218 frá sama tíma í fyrra, þegar þeir voru 4.230. Aukningin milli ára er tæplega 52,5%. Af skráðum atvinnuleysisdög- um voru 2.451 á Reykjavíkursvæð- inu, en voru 2.344 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er lið- lega 4,56%. Utan Reykjavíkur- svæðisins voru skráðir atvinnu- leysisdagar á 3. ársfjórðungi 3.997, en voru til samanburðar 1.886 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er tæplega 112%. Á 3. ársfjórðungi voru samtals 298 manns skráðir atvinnulausir, en voru til samanburðar 195 á 'sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 52,8%. At- vinnuleysið, sem hlutfall af fram- boði vinnuafls var á 3. ársfjórð- ungi í ár 0,3%, en var til saman- burðar 0,2% á sama tíma í fyrra. Ef 2. ársfjórðungur er skoðaður kemur í ljós, að skráðir atvinnu- leysisdagar voru 8.554 í ár, sam- anborið við 6.002 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 42,5%. Þar af voru skráðir atvinnuleys-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.