Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
18
JIM BRADY BLAÐAFULLTRÚI
sem hlaut alvarleg heilameiðsl þegar reynt var að ráða RonaJd Keagan
forseta af dögum i fyrra, kom aftur til Hvíta hússins á fóstudaginn og
mun taka aftur til starfa. Brady verður nokkrar klukkustundir á viku
við skrifborð sitt í Hvíta húsinu en verður áfram í reglulegri meðferð
Sovéskri farþega-
flugvél rænt
Ankara, K. nóvembor. Al*.
ÞRÍR Sovétmenn af þýskum upp-
runa rændu sovéskri farþegaþotu
sem var í áætlunarflugi milli Novor-
ossijsk og Odessa á sunnudaginn.
Um borð vóru 25 farþegar, auk
áhafnarinnar. Þrír farþegar og flug-
maðurinn særðust af hnifstungum er
til ryskinga kom, en ræningjarnir
neyddu áhöfnina til að lenda vélinni
í tyrknesk-bandarískri herstöð ná-
lægt Synop í Tyrklandi.
Vart hafði þotan lent við Synop,
en starfsmenn sovéska sendiráðs-
ins í Ankara fóru á fund ráða-
manna í Tyrklandi og kröfðust
þess að flugræningjarnir yrðu
framseldir. Ekki mun þó verða úr
því, þvi tyrknesk stjórnvöld
ákváðu í gær að draga ræningjana
fyrir rétt, en í Tyrklandi geta
flugræningjar átt yfir höfði sér
5—15 ára fangelsi. Rússarnir þrír
báðu um hæli sem pólitískir
flóttamenn, en þeirri beiðni var
synjað.
Spánn:
Nýr leiðtogi
kommúnista
Madrid, 8. nóvember. Al\
MIÐSTJÓRN spánska kommún-
istaflokksins kom saman um helg-
ina og kaus nýjan flokksleiðtoga,
Gerardo Iglesias, 37 ára gamlan
námuverkamann frá Asturias-hér-
aði. Hann tekur við af Santiago
('arrillo, sem sagði af sér á laug-
ardag og kemur afsögn hans í
kjölfar mikils ósigurs kommúnista
í þingkosningunum á Spáni 28.
október sl. ('arrillo, sem er 67 ára
að aldri, hefur verið ritari flokksins
i 20 ár.
Kommúnistaflokkur Spánar
var lögleyfður á ný 1977. í þing-
kosningum í júní það ár fékk
flokkurinn 9,24% atkvæða og 20
þingsæti í neðri deild spánska
þjóðþingsins. I kosningum 1979
fékk flokkurinn 10,8% atkvæða
og 23 þingsæti, en í kosningunum
í október sl. fékk flokkurinn að-
■ eins 3,9% atkvæða og 5 þingsæti.
Iglesias, sem varð kolanámu-
maður 15 ára gamall, er samherji
Carrillos innan kommúnista-
flokksins og talinn harðlínu-
maður varðandi stefnu flokksins,
sem hefur haft tilhneigingu í lýð-
ræðisátt að undanförnu.
Stjórnmálasérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að jafnaðar-
menn hafi unnið mjög mörg at-
kvæði af kommúnistum í kosn-
ingunum í október sl., en þá
hlutu jafnaðarmenn hreinan
meirihluta á spánska þjóðþing-
inu.
Klofliingur
Genscher endurkjörinn flokksleiötogi
FLOKKSÞINGI frjálsra demókrata í Vestur-I>ýzkalandi lauk á sunnu-
dag, þar sem Hans Dietrich Genscher var endurkjörinn flokksleiðtogi. í
stefnuskrá þeirri, sem samþykkt var á flokksþinginu, kom fram mikil
tilhneiging til þess að tak* upp hægri sinnaðri stefnu en flokkurinn hefur
fylgt til þessa. Jafnframt var samþykkt með naumum meiri hluta að
styðja þau áform að koma fyrir nýjum eldflaugum Bandaríkjamanna í
V Þý/kalandi á næsta ári. Mikill klofningur innan flokksins kom fram á
þinginu og í lok þess sögðu fimm þingfulltrúar sig úr honum.
Genscher var endurkjörinn . stjórnmálaflokks. Kunnasti
leiðtogi frjálsra demókrata
(FDP) með 222 atkvæðum af 400.
Fimm af andstæðingum hans
sögðu sig strax úr flokknum, er
úrslit kosninganna lágu fyrir og
nokkrir þeirra lýstu því yfir, að
þeir myndu koma á fót sérsam-
bandi frjálslyndra og efna til
sérstaks þings í borginni Boch-
um síðar í þessum mánuði, þar
sem gengið yrði frá stofnun nýs
gagnrýnandi Genschers, Ingrid
Matthaeus-Maier tilkynnti hins
vegar, að hún myndi sennilega
ganga í lið með jafnaðar-
mönnum.
Hinn mikli klofningur í röðum
frjálsra demókrata á eftir að
gera þeim erfitt fyrir í kosning-
um þeim til sambandsþingsins,
sem fyrirhugaðar eru í marz nk.
Stjórnarkreppa
á ný í Færeyjum
ínnan FDP
Hans Dietrich Genscher (til hægri) ásamt tveimur af helztu andstæðingum
sínum innan FI)P, þeim Gerhart Baum til vinstri og Uwe Konneburger í
miðið. Sá síðarnefndi fékk næstflest atkvæði sem flokksleiðtogi á þingi FDP
um helgina. ■
í fylkiskosningum í Hessen og en 5% atkvæða þarf til þess að
Bayern fyrir skömmu fengu þeir fá mann kjörinn á sambands-
ekki nema rúmlega 3% atkvæða þingið.
Frá Jogvan Arge í Færeyjum.
Stjórnarsamvinna borgara-
flokkanna þriggja í Færeyjum hef-
ur lamazt. Formaður Sjálfstýri-
flokksins, Hilmar Kass, segir að
landstjórnin geti aðeins setið til
bráðabirgða, þangað til hún geti
aftur staðið á eigin fótum.
Formaður Fólkaflokksins, Oli
Breckman, hefur sent öllum aðil-
um stjórnarinnar bréf, þar sem
hann tilkynnir að hann muni
stöðva afgreiðslu fimm tiltek-
inna mála, sem heyra undir full-
trúa hinna flokkanna tveggja,
þar sem hinir flokkarnir hafi
stöðvað mál, sem flokkur hans
beri ábyrgð á.
Sjálfstýriflokkurinn hefur
krafizt þess á landstjórnarfundi
að bréf Breckmans verði aftur-
kallað, þar sem flokkurinn líti á
það sem uppsögn á stjórnar-
samstarfinu. Breckman hefur
svarað því til að bréfið verði ekki
afturkallað, en jafnframt lagt
áherzlu á að skýrt komi fram í
bréfinu að það jafngildi ekki
uppsögn.
Þriðji stjórnaraðilinn, Sam-
bandsflokkurinn, hefur sagt að
stöðvun mála verði að hætta og
flokkurinn geti ekki sætt sig við
að einn einstakur stjórnaraðili
komi í veg fyrir alla samvinnu.
Stjórnmálaástandið var rætt á
landsfundi Sjálfstýrisflokksins
um helgina. Pauli Ellefsen lög-
maður veitti Fólkaflokknum
frest um helgina til þess að hug-
leiða málið og taka sameiginlega
afstöðu.
Bæði Sjálfstýriflokkurinn og
Sambandsflokkurinn halda því
fram að Oli Breckman standi
einn í Fólkaflokknum með hót-
unum sínum, en Breckman segir
að allur flokkurinn standi að
baki sér. „Að vísu hefur verið
rætt um form stöðvananna, en
við erum allir sammála um inn-
tak þeirra," segir hann.
Landstjórnin hefur verið tvö
ár við völd. Hún tók við af sex
ára stjórn sósialdemókrata,
Fólkaflokksins og lýðveldissinna.
Samstarfið í núverandi sam-
steypustjórn hefur verið slæmt
frá byrjun og hver stjórnar-
kreppan hefur tekið við af ann-
arri á þessu ári. Þetta hefur haft
greinileg áhrif á störf Lögþings-
ins, því að mjög fá mál hafa
fengizt afgreidd.
Ætla umhverfis jörðina í
loftbelgnum Jules Verne
Glæsibifreið Hitlers
heldur „heim" á ný
S< oiLsdale, Arizona, 8. nóvember. Al\
Rapid (’ity, Suóur Dakota, 8. nóv. Al\
OFURHUGARNIR Maxie Anderson
MERCEDKS Benz-bifreið Adolfs
Hitler er á leið „heim til Vestur-
Þýskalands", en eigandi bifreiðarinn-
ar, Tom Barrett, hefur selt glæsivagn-
inn til safns í Briissel í Belgiu. Fyrst
fer Bensinn þó á mikla bifreiðasýn-
ingu sem haldinn verður i Kssen í
Yestur-Þýskalandi dagana 1.—10.
desember. Það eru næstum 40 ár síð-
an að bifreiðin var síðast ekið um
stræti Þýskalands.
Barrett eignaðist bifreiðina alls
þrisvar, en hann iætur sér ekki
nægja að safna gömlum bifreiðum,
hann selur þær einnig. Hann seldi
Bensinn fyrst árið 1972, þá fyrir
140.000 dollara. Hann keypti hann
síðan aftur fyrir svipaða upphæð,
en seldi bifreiðina svo á nýjan leik
nú fyrir skömmu. Hann hefur neit-
að að gefa upp söluverðið að þessu
sinni, „það yrði allt brjálað í Evr-
ópu og þá ekki einungis vegna þess
hver átti bílinn.“ En hvað um það,
þetta eru mikið listaverk og þetta
er glæsilegustu og bestu bifreiðir
sem Þjóðverjar hafa framleitt.
Hér er um átta manna gljásvarta
Mercedes-bifreið að ræða. Hún er
brynvarin og skotheld og vegur 1,2
tonn. Blæjur eru á bifreiðinni og
hægra framsætið má hækka
og aðstoðarmaður hans, Don Ida,
lögðu í gær af stað í þriðju tilraun
sína til að fara umhverfis jörðina í
loftbelgnum Jules Verne. Áður hafa
þeir farið fyrstir manna á loftbelg
yfir Atlantshafið og yfir þver Banda-
ríkin og gert tvær misheppnaðar til-
raunir til að fara umhverfis jörðina.
í febrúar 1981 hófu þeir fyrstu
Heróínsmyglari
tekinn fastur
Y'ínarborg, 5. nóvembt-r. Al\
THAILENDINGUR var tekinn
fastur í Vínarborg í dag með heró-
ín að verðmæti tæprar hálfrar
milljón dollara í fórum sínum.
Talið er að dreifa hafi átt eitur-
efninu til ýmissa landa V-Evrópu.
Heróínið, 2,1 kíló, fannst í leyni-
hólfi á ferðatöskubotni.
tilraunina í Egyptalandi, en þegar
að Himalayafjöllum kom var belg-
urinn farinn að leka svo mikið að
þeir náðu ekki nauðsynlegri hæð.
Var þá hætt við ferðina. I desem-
ber á sama ári lögðu þeir svo aftur
í’ann frá Indlandi, en komust ekki
nema 50 kílómetra áður en máln-
ing, sem notuð hafði verið til að
mála á belginn, át sig í gegnum
efnið og belgurinn fór að leka á ný.
Þeir Anderson og Ida hafa
hugsað sér ákjósanlega leið, en
segja þó: „Það þýðir ekkert að tala
um slíkt, við getum ekki stýrt
belgnum, aðeins farið upp og
niður. Við eigum því allt undir
loftstraumnum." Þeir gátu þess
þó, að ekki væri fjarri lagi að ferð-
in myndi taka 8 til 10 daga, miðað
við að belgurinn þjóti áfram á
130—145 kílómetra hraða á
klukkustund í 7.600 metra hæð.
Ferðin hefst í Suður-Dakota-fylki
og þeir félagarnir reikna með og
vonast til að henni ljúki ekki
fjarri sama stað.
Hryðjuverka-
maður lést af
skotsárum
Róm, 5. nóvember. AP.
PIKRLUGIGI Pagliai, 28 ára gamall
ítalskur hryðjuverkamaður, lést á it-
ölsku sjúkrahúsi í gær af skotsárum
sem lögreglumenn í Bólivíu veittu
honum fyrir nokkru.
Pagliai var eftirlýstur vegna
sprengjutilræðisins á járnbraut-
arstöðinni í Bolognia í ágúst 1980
er 85 manns létu lífið. Til hans
spurðist í Bólivíu og lauk viðskipt-
um hans við lögregluna þar í landi
með þeim hætti að hann var flutt-
ur heim til Ítalíu í dái, með skot-
sár á höfði og hálsi.