Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 „Svisslendingar hafa svikið öll gefin loforð og alla samningaa — segir Jóhann I>órir Jónsson útgefandi tímaritsins Skákar Luzcrn, 4. nóvembcr. Frí ilalli llallsKyni „MÓTSBLADID hefur mælst vel fyrir. Þannig segir Hollendingurinn Jan l>onner art mert útgáfunni hafi hlað verirt brotið í sögu skáklistarinnar. En Svisslendingar hafa svikið öll gefin lof- orö og alla samninga — þetta hefur haft þart í för mert sér að fjárhagsaf- blaðamanni Mori»unblartsins: komu blartsins er stefnt í vorta. Kg hef hótart Svisslendingunum málaferlum sjái þeir ckki art sér og virrti gerða samninga," sagði jóhann Þórir Jóns- son, útgefandi tímaritsins Skákar, í samtali virt hlartamann Mbl. í Luzern. „Þetta er þeim mun raunalegra, SIJORNUNARFRfEflSIA FYRIRTÆKIÐ OG SKIPULAG ÞESS Markmið: Á námskeiðinu er lögð áhersla á að gera grein fyrir skipulagi og uppbygg- ingu fyrirtækisins sem stjórnunareiningar. Gerð er grein fyrir mikilvægi markmiöa- setningar, skipulagningu verkefna og rætt um hvernig takast má á við skipulags- og stjórnunarvandamál sem upp koma i fyrir- tækjum. Efni: Fjallað verður um: — Stjórnskipulag og tegundir. — Verkefnaskipting. — Valddreifing. — Verkefnastjórnun. — Skipulagsbreytingar. — Upplýsingastreymi, ákvarðanataka. — MBO. — Hvað er stjórnun? — Samskipti starfsmanna. — Samskipti yfirmanna og undirmanna. Þátttakendur: Námskeiðiö er einkum ætl- að þeim sem hafa mikil bein samskipti við samstarfsmenn sína, bæði yfirmenn og undirmenn og þeim sem annast skipu- lagningu og stjórnun á atvinnustarfsemi og tímabundnum verkefnum. Leíðbeinendur: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur. Lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla islands 1977 og stundaði síöan fram- haldsnám í rekstrarhagfræði við University of Bridgeport í Bandaríkjunum. Starfar nú hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborgar. Sigurjón Pétusson rekstrarhagfræðingur. Lauk prófi frá við- skiptadeild Háskóla islands. MBA-prófi frá Graduate School for Business Administration — New York University. Starfar nú hjá Sjóvátryggingafélagi íslands hf. Sigurjón Péturaton rekitrarhagfrtaóingur Staóur: Síöumúli 23. Tími: 22.-25. nóvember kl. 14—18 — samt. 16 klst. BOKHALD MEÐ SMÁTÖLVUM LeiðtMinandi: viðekiptalraeóingur. Tilgangur námskeiðsins er að gefa þátt- takendum innsýn og þjálfun á tölvuvætt fjárhags-, viðskiptamanna- og birgöa- bókhald ásamt hvaða möguleikar skapast með samtengingu þessara kerfa. Efni: — Tölvuvæðing bókhalds og skráninga- kerfa. — Sambyggt tölvukerfi og möguleikar þeirra. — Kennsla og raunhæfar æfingar á tölv- ur. Námskeiöiö er ætlaö þeim aöilum sem hafa tölvuvætt eða ætla að tölvuvæða fjárhags-, viðskiptamanna- og birgðabókhald sitt og einnig þeim sem vinna við kerfiö á tölvurnar. Gert er ráð fyrir þekkingu í bókfærslu. Staður: Ármúli 36, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Tími: 22.—24. nóvember kl. 13.30—17.30. Ath.: Fræðslusjóöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur greið- ir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu námskeiöi og skal sækja um það á skrifstofu VR. Þátttaka tilkynnist Stjórnunar- félaginu í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 Áskriftarsíminn er 83033 þar sem ég hafði lagt út í mikinn kostnað til að gera góða hluti. Sviss- lendingar lofuðu að safna auglýsing- um í Sviss í blaðið — þeir sviku það. Þeir lofuðu að auglýsa blaðið í Sviss, þeir sviku það. Þeir lofuðu starfs- fólki mínu góðri aðstöðu — þeir sviku það. Þeir lofuðu að útvega góða tölvusetjara, en sviku það. Svisslendingar áttu að safna sam- an skákum, eftir hverja umferð — þeir áttu að yfirfara þær og sjá um setningu og prófarkalesa, allt þetta er í molum. Þetta hefur haft þær afleiðingar í för með sér, að í fyrstu fjórum tölublöðunum, birtust ekki allar skákirnar sem tefldar voru. Þetta er ákaflega slæmt og það ekki síður að slæmar villur koma fyrir. Þegar ég kom út skömmu áður en mótið hófst ásamt starfsliði kröfðust þeir aukinnar tryggingar — til þess að dekka kostnað af prentun. Okkur tókst að leysa þetta vandamál, en þá kom ný krafa, þrátt fyrir að það hefði komið fram í okkar viðræðum, að blaðamenn, starfsmenn og kepp- endur ættu að fá ókeypis eintak, þá vildu þeir það ekki — sögðu að engin lagaákvæði væru fyrir þessu. En svo töldu þeir sig þurfa 200 eintök og gerðu mér tilboð: Við viljum 200 ein- tök eða við komum í veg fyrir að blaðið komi út: þessu tilboði var ekki hægt að hafna. Svisslendingar áttu að útvega til- boð í prentun blaðsins, en við það var ekki staðið — þeir sögðu það ekki hægt. Ég leitaði hófanna hjá prentsmiðju hér um tilboð og fékk tilboð sem var 70 þúsund dollurum lægra, en sú prentun sem Svisslend- ingar höfðu sett upp. Ég skýrði þeim frá þessu tilboði og þeir urðu æfir, en eftir japl, jaml og fuður, þá féll- ust þeir á þetta verð, en gegn því að blaðiö yrði sett í prentsmiðjunni, sem þeir höfðu ætlað til verksins. Úr varð að blaðið er sett í þessari prentsmiðju sem þeir höfðu ætlað til þess, en með óhæfum tölvusetjurum. En þeim varð ekki þokað með að útvega blaðamönnum, skákmönnum og starfsliði mótsblaðið. Þeir neit- uðu þessu stöðugt. Þeir sögðu við mig, að það kæmi sér augljóslega illa fyrir Friðrik fengju blaðamenn og keppendur ekki blaðið frítt. Svona kúgun er einsdæmi og ég hef orðið að gefa blaðamönnum og keppendum blaðið. Málið er í hnút. Ég hef sett þeim skilyrði — þeir verði að útvega full- komna setningu, safna skákum og prófarkalesa, þannig að ekki komi til að fleiri villur verði í blaðinu. Jafn- framt geri ég fjárkröfur á hendur þeim fyrir svikin loforð. Þetta hefur valdið mér miklum vonbrigðum, því ég hef lagt heiður minn að veði að þetta takist á sómasamlegan hátt — sárast er þetta þó fyrir fólkið sem kom út með mér og hefur lagt nótt við nýtan dag til þess að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Það hefur unnið kraftaverk — Svisslend- ingar hafa reynt að komast hjá kostnaði — öll áhætta er hjá mér og þeir fá 60% af hagnaði. Ég fór út í þetta því það var mér metnaðarmál og ég vil gefa út gott blað — um það hafa Svisslendingar ekki hugsað — þeir hafa hugsað um hagnað og ann- að ekki. Á stundum hafa þeir bók- staflega sett mér stólinn fyrir dyrn- ar,“ sagði Jóhann Þórir. Kirkjuþing hefst í dag KIRKJUÞING hefst í dag kl. 14.00 mert guðsþjónustu í Ilallgrímskirkju. Allir velkomnir til guðsþjónustunnar. Að guðsþjónustu lokinni hefjast þingstörf í safnaðarsal Hallgríms- kirkju. Þar flytur Friðjón Þórðar- son ráðherra ávarp og biskup Is- lands setningarræðu sína. Þingstörf kirkjuþings standa til 19. nóv. Auk ráðherra og biskups eru þingfulltrúar 20 talsins og eru þeir kjörnir til 4 ára. Kirkjuþing mun koma saman árlega, samkv. nýjum lögum er Alþingi samþykkti sl. vor. Vígslubiskup Norðlendinga, sr. Sigurður Guðmundsson á Grenjað- arstað, mun predika við setningar- guðsþjónustuna. Prestar Hall- grímskirkju, sr. Karl Sigurbjörns- son og sr. Ragnar Fjalar Lárusson, ásamt dómprófasti, sr. Ólafi Skúla- syni, munu þjóna fyrir altari. Töfraflautan: Austurrísk Næturdrottning á sviðinu í Gamla bíói Hver er sú kona ægilbgur og slæg, scm birtist ungum prinsi eins og af himnum ofan, færir honum töfraflautu og felur honum það hlutverk að frelsa dóttur sína úr klónum á presti nokkrum, engu síður máttugum. Þessi kona er valdafikin í mcira lagi og vílar ekki fyrir sér að skipa dóttur sinni að drepa prestinn umrædda til að þjóna hagsmunum sínum. En þrátt fyrir mikinn mátt og slægð, er við ofurefli að etja og hún nær ekki fram fremur óljósum vilja sínum. Er þessi kona ekkert annað en furðulegur hugarburður Schik- aneders textahöfundar, eða má e.t.v. greina í persónunni austur- rísku keisaraynjuna Maríu Theresu? Það er skoðun margra sem hafa lagt sig fram um að rýna í sundurlaust táknmál Töfraflautunnar, óperu Mozarts, sem Islenska óperan sýnir nú í Gamla bíói. Hvað um það, sú kona af holdi og blóði sem nú syngur hlutverk Næturdrottningarinnar á sviði Gamla bíós, er austurrísk, þótt ekki sé hún keisaraynja. Hún heitir Lydia Rúcklinger, 24 ára gömul, fædd og uppalin í Vín. Lydia var fengin hingað til lands til að syngja hlutverk Nætur- drottningarinnar, einfaldlega vegna þess að það er ekki til inn- lend „rödd“ í hlutverkið, eins og það heitir á söngmáli. Þykir hlutverk Næturdrottningarinn- ar eitt erfiðasta óperuhlutverk sem til er, og þarf sérstaka sópr- anrödd til að syngja það, svo- kallaðan „dramatískan kólerat- úr“. En það þýðir á skiljanlegu máli að röddin þarf að vera mjög há, en auk þess hljómmikil og spanna vítt svið. Næturdrottningin frá Austurríki. Þegar blaðamaður Mbl. hringdi í Lydiu og bað um smá- vegis rabb, tók hún því vel, og sagðist reyndar sjálf hafa feng- ist svolítið bið blaðamennsku. — Hvað segirðu?! „Já, ég stunda meira að segja nám í blaðamennsku í Vín.“ — Það kom sér aldeilis vel; þú getur þá sagt mér um hvað ég á að spyrja þig. „Þú getur t.d. spurt mig að því hvers vegna ég er hingað kom- in.“ — Já, það er góð spurning. Hvernig fékkstu hlutverkið? „Það vildi til að kennari minn, Helena Karusso, var hér á landi í sumar með námskeið. Garðar Cortes kom þá að máli við hana og gat þess að Islensku óperuna vantaði söngkonu í hlutverk Næturdrottningarinnar og spurði hana hvort hún vissi um einhverja sem gæti hugsanlega tekið að sér hlutverkið. Hún benti á mig, og hér er ég.“ — Hefurðu lært söng lengi? „Ég hef alltaf haft mjög gam- an að söng og sungið mikið, en það eru ekki nema 3 ár síðan ég byrjaði að læra skipulega." — Mér er sagt að hlutverk Næturdrottningarinnar sé gríð- arlega erfitt. Varstu taugaóstyrk á frumsýningu? Þetta er þín frumraun á sviði, ekki satt? „Það er rétt, þetta er mitt fyrsta óperuhlutverk. Og ég var eiginlega alveg hissa á því hvað ég var lítið taugaóstyrk á frum- sýningunni. En ég held að skýr- ingin á því sé sú, að það var æft mjög mikið dagana fyrir frum- sýninguna og maður fékk varla nokkurn tíma til að kvíða fyrir.“ — Reynir hlutverkið mikið á þig? „Já, maður verður að nota all- an sinn kraft í þetta. Ég syng tvær erfiðar aríur, sem dálítið langt er á milli, svo það er nauð- synlegt að halda sér í spennu all- an tímann." — Hvernig er að syngja í Gamla bíói? „Mjög gott. það er sérstaklega góður hljómburður í húsinu, og svo er það svo mátulega stórt og leikhúslegt í alla staði. Og ís- lenskir áheyrendur eru frábær- ir.“ — Hvað tekur við hjá þér þeg- ar Næturdrottningin syngur sitt síðasta hér? „Ég mun halda áfram námi, bæði í söng og blaðamennsku. Annars er framtíðin óráðin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.