Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
3
Birgir Guðjónsson
Birgir Guðjónsson
ráðinn ritari
samgöngunefndar
Norðurlandaráðs
BIRGIR Guðjónsson, deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu hefur verið
ráðinn til þess að veita skrifstofu
samgöngumálanefndar Norður-
landaráðs í Stokkhólmi forstöðu.
Hefur Birgir fengið leyfi frá
samgönguráðuneytinu í tvö ár, þar
sem hann hefur fjallað um flugmál.
Birgir Guðjónsson varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1968 og lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla íslands 1974. Hann
varð héraðsdómslögmaður 1977,
en frá árinu 1974 hefur hann
starfað í samgönguráðuneytinu,
fyrst sem fulltrúi, en síðar sem
deildarstjóri á sviði flugmála.
Hefur hann á vegum ráðuneytis-
ins sótt ýmsar ráðstefnur og fundi
alþjóðlegra stofnana um flugmál.
Birgir var framkvæmdastjóri
norræns lögfræðingamóts, sem
haldið var hérlendis 1975, en það
sóttu um 1.500 manns. Mun það
vera eitt fjölmennasta norrænt
mót, sem haldið hefur verið hér-
lendis.
Birgir Guðjónsson er sonur
Guðjóns Jónssonar járnsmiðs og
konu hans, Unnar Benediktsdótt-
ur. Kona Birgis er Sigþrúður Guð-
mundsdóttir Þorsteinssonar verk-
fræðings og konu hans, Sigríðar
Sigurðardóttur.
Byltingarafmælið
á Rauða torginu:
Sendiherra
*
Islands ekki
viðstaddur
HARALDUR Kröyer, sendiherra
íslands í Moskvu, var ekki við-
staddur hátíðarhöldin á Rauða
torginu í Moskvu í fyrradag í til-
efni rússnesku byltingarinnar og
er þetta þriðja árið í röð, sem
sendiherra íslands er ekki við-
staddur hátíðarhöldin, en í kjölfar
innrásar Sovétmanna fyrir liðlega
tveimur árum ákváðu flest hin
vestrænu ríki, að sendiherrar
þeirra yrðu ekki viðstaddir hátíð-
arhöldin.
Fáskrúðsfjörður:
Krökkt af síld við
bryggjtisporðana
Ká.skrú<Vsfirói. H. nóvember
MJÓG góð síldveiði hefur verið hér
framundan bryggjunum á Fá-
skrúðsfirði í dag og hafa nokkur
skip þegar fyllt sig og sum fengið
það stór köst, að aflanum hefur ver-
ið dælt yfir í önnur skip.
Eftir að skyggja tók, færðist
síldveiðin aðeins utar og er fjörð-
urinn rétt utan við þorpið fullur af
skipum og sýnist mér flest vera
með nætur úti.
Hér var saltað hjá Pólarsíld hf.
í liðlega 12 þúsund tunnur, en í
dag er aðeins unnið við frystingu
og er unnið á vöktum allan sól-
arhringinn. Auk þess var búið að
frysta í nokkra daga hjá Hrað-
frystihúsi Páskrúðsfjarðar.
— Albert.
PHILIPS
litsjónvörp
Þeir hjá Philips eru í fararbroddi í framleiðslu iit-
sjónvarpstækja. Við hjá Heimilistækjum
reynum svo að bjóða sem flestar
gerðir þessarar frábæru framleiðslu til þess að allir
fái eitthvað við sitt hæfi:
Steríó tæki
10“ CX 1130 26“ CS 3390 16“ CT 3418
staðgreiðsluverð kr 27.710,00 staðgreiðsluverð kr 33.955,00 staðgreiðsluverð kr 26.775,00
14“ CT 3005
staðgreiðsluverð
kr 13.666.00
16“ CT 3015
staðgreiðsluverð
kr 14.843,00
16“ fjarstýrt,
staðgreiðsluverð
kr 16.853,00
20“ C13010
staðgreiðsluverð kr 17.255,00
20“ 3430 fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 20.700,00
22“ CS 1001
staðgreiðsluverð kr 22.378,00
22“ fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 24.918,00
26“ CS 1006
staðgreiðsluverð kr 22.910,00
26“ 3270 fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 25.704,00
26“ CP 2102 „de luxe“
staðgreiðsluverð kr 30.178,00
VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655
utatl W falft ti >
Góðan daginn i/ OO cr tfc