Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
13
„Frásögn um margboðað
morð“ eftir Marquez komin út
Út er komin hjá Iðunni nýjasta
skáldsaga sagnaskáldsins frá Kól-
umbíu, Gabriel Garcia Marquez
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels á þessu hausti. Sagan
nefnist Frásögn um margboðað
morð. Guðbergur Bergsson þýddi
söguna og er þetta þriðja skáld-
saga höfundarins sem Guðbergur
hefur þýtt á íslensku. Hinar voru
Hundrað ára einsemd og Liðsfor-
ingjanum berst aldrei bréf. Frá-
sögn um margboðað morð kom út á
frummáli í fyrra og hefur þegar
verið þýdd á fjölda tungumála.
Efni sögunnar er kynnt svo á
kápubaki: „Sagan greinir frá at-
burðum í litlu þorpi á strönd
Karabíska hafsins. Allir þorpsbú-
ar vita fyrirfram að Santíago Nas-
ar á að deyja, allir nema hann
sjálfur. Brúðkaup var haldið í
þorpinu, en brúðkaupsnóttina
sjálfa var brúðinni skilað heim í
föðurgarð af því að hún reyndist
ekki hrein mey. Heiður fjölskyld-
unnar hafði verið flekkaður og
bræður brúðarinnar neyða hana
til að skýra frá nafni hins seka.
Tveim tímum síðar er Santíago
Nasar dauður. Hvers vegna reyndi
enginn að hindra þetta morð —
því fremur sem morðingjarnir
báðu nánast um að einhver stöðv-
aði þá?“
Gabriel Garcia Marquez er fæddur
árið 1928. í seinni tíð hefur hann
búið í útlegð í Mexíkó og París.
Hann aflaði sér heimsfrægðar
með skáldsögunni Hundrað ára
einsemd og síðan hefur frægð
hans farið vaxandi, uns sænska
akademian ákvað í síðasta mánuði
að velja hann til að hljóta bók-
menntaverðlaun Nóbels í ár. F'rá-
sögn um margboðað morð er 140
blaðsíður að stærð. Oddi prentaði.
Matargerð sem list
á fundi Lífs og lands
LANDSSAMTÖKIN Líf og land
taka upp á þeirri nýbreytni t starfi
sínu að halda reglulega félagsfundi í
byrjun hvers mánaðar. Fyrsti félags-
fundur samtaka af þessum toga
verður í Skólabæ við Suðurgötu 26
10. nóvember og hefst klukkan
20.30. Gestur fundarins verður Sig-
mar B. Hauksson og flytur hann er-
indi um matargerð sem list.
Geysiskvartettinn á sviðinu í Esbjerg
Norræn söngkeppni kvartetta:
Geyisiskvartettinn frá
Akureyri í
Akureyri, 3. nóvember.
Geysiskvartettinn frá Akureyri
tók þátt í norrænni söngkeppni
kvartetta, sem haldin var í Esbjerg
9. október. Þar kepptu 9 kvartettar í
tveimur riðlum. Geysiskvartettinn
keppti í A-riðli ásamt 6 öðrum og
hlaut 3. verðlaun.
Karlakórasamböndin á Norður-
löndum stóðu fyrir keppninni, og
fór Geysiskvartettinn í keppnina
að ósk Sambands íslenskra karla-
kóra. í hinum löndunum fór fram
forval, t.a.m. völdu Finnar þrjá
kvartetta til keppninnar úr rúm-
lega þrjátíu.
Keppnin hófst að morgni með
því að hver kvartett söng lag, sem
ákveðið hafði verið fyrirfram af
dómnefndinni, en síðdegis sungu
þriðja sæti
kvartettarnir tvö lög hver. Eftir
það kvað dómnefndin, sem skipuð
var tveimur organistum og einum
tónlistarkennara frá Kaupmanna-
höfn, upp úrskurð sinn, og verð-
laun voru afhent. Finnskur kvart-
ett hlaut fyrstu verðlaun, sænskur
önnur verðlaun og Geysiskvartett-
inn þriðju.
I Geysiskvartettinum eru: Aðal-
steinn Jónsson, 1. tenór, Guð-
mundur Þorsteinsson, 2. tenór, sr.
Birgir Snæbjörnsson, 1. bassi, og
Sigurður Svanbergsson, 2. bassi.
Þjálfari kvartettsins og undirleik-
ari er Jakob Tryggvason, kirkju-
organisti.
Sv.P.
Reyðarfjörður:
14 bátar að
síldveiðum
utan við bryggju-
sporðinn
Keydarfirdi, 8. nóvember.
SÍLDARSÖLTUN lauk hér fyrir
viku. HeildarsöKun var 23.067 tunn-
ur og er þetta mesta magn, sem salt-
að hefur verið hér. Fjórar söltunar-
stöðvar eru hér á Reyðarfirði og sölt-
un kom þannig út, að GSR saltaði í
8.550 tunnur, Verktakar 8.104 tunn-
ur, Kópur sf. 6.140 tunnur og Hraun
273 tunnur.
Söltunarstöðin Hraun er hér ut-
arlega í firðinum og er smá í snið-
um, en sýnir dugnað bóndans, sem
þar býr. I gær var hér hið bezta
veður, logn og spegilsléttur sjór.
Það vakti athygli okkar hér á
Reyðarfirði í dag, að sjá eina 14
síldveiðibáta, sem voru að veiðum
við bryggjusporðinn. Fengu bát-
arnir allt upp í 100 tonn sem fer í
frystingu. — Gréta.
Vestmannaeyjar:
Brotizt inn
í rafeindafyrir-
tækið Óðinn
Yestmannacyjum, 8. nóvembvr.
ADFARANOTT sunnudags var brot-
izt inn í verzlun rafeindafyrir-
tækisins Óðins. Þjófarnir brutu rúðu
til að komast inn og höfðu á brott
með sér hljómflutningstæki, magn-
ara og fleiri tæki, auk þess eitthvað
af peningum.
Talið er að verðmæti þýfisins
skipti nokkrum tugum þúsunda
króna. Lögreglan vinnur að rann-
sókn málsins og hafði hún fundið
magnara á víðavangi, skammt frá
innbrotsstaðnum. — hki
VERÐLÆKKUN
Honda bifreið SST
Vegna hagkvæmra samninga viö verk-
smiöju getum viö nú boöiö eftirfarandi bif-
reiöir á ótrúlegu veröi:
CIVIC STATION
CIVIC SEDAN 4D.
ACCORD 2D. HATCHBACK ACCORD SEDAN 4D. Beinskiptur STD kr. 179.500 (var 204.000)
Beinskiptur EX kr. 187.000 (var 210.000) Beinskiptur EX kr. 192.500 (var 220.000)
Sjálfskiptur EX kr. 193.000 (var 217.000) Beinskiptur EXS kr. 199.000 (var 227.500)
H0NDA A ISLANDI VATNAGÖRÐUM 24 S. 28772.